Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Indverskir hermenn kasta hjálpargögnum úr flugvél til íbúa á hamfarasvæðunum. Morð á samkynhneigðum námsmanni Tvöfalt lífs- tíðarfangelsi Laramic. Reuters. AARON McKinney, 22 ára gamall maður, var dæmdur í fyrradag í líf- stíðarfangelsi fyrir að drepa sam- kynhneigðan námsmann, Matthew Shepard. Var honum hlíft við dauðarefsingu en hefur enga mögu- leika á náðun. Saksóknarar kröfðust þess, að McKinney yrði dæmdur til dauða en kviðdómurinn taldi ekki sannað, að hann hefði ávallt ætlað sér að myrða Shepard. Pá samþykkti fjöl- skylda Shepards, að McKinney fengi að biðja sér griða og það gerði hann með því að lýsa iðrun sinni og biðja aðstandendur Shepards af- sökunar. McKinney fékk tvöfaldan lífstíð- ardóm, annan fyrir morðið og hinn fyrir mannrán. McKinney og félagi hans, Rus- sell Henderson, lokkuðu Shepard út af veitingahúsi í bænum Lara- mie, börðu hann með byssu og skildu hann eftir bundinn við grind- verk fyrir utan bæinn. Fannst hann næstum sólarhring síðar og lést af sárum sínum eftir fimm daga, 12. október 1998. Verjandi McKinneys sagði, að skjólstæðingur sinn væri fremur auðnuleysingi en kaldrifjaður morðingi. Að hans sögn hefði hann misst stjórn á sér er Shepard hefði leitað á hann og hefði það vakið upp með honum minningar um æsku sína er hann sætti kynferðislegu of- beldi. Henderson, félagi McKinneys, fékk sama dóm og hann í apríl sl. Reynt að afstýra farsóttum í kjölfar fellibylsins á Indlandi Milljdnir manna enn einangraðar Rasulgarh. Reuters. UM 7,5 milljónir manna eru enn einangraðar vegna flóða á Austur- Indlandi þótt rúm vika sé liðin frá því að fellibylur olli þar miklum usla. Veður hefur hins vegar skán- að og björgunaraðgerðir ganga þvi betur en áður. Verst er ástandið í Orissaríki þar sem 1.381 maður hefur fundist lát- inn, þar af 765 í héraðinu Jaga- tsinghpur. Almennt er þó búist við, að tala látinna muni leika á nokkr- um þúsundum. Um 15 milljónir af 35 milljónum íbúa héraðsins urðu fyrir meiri eða minni búsifjum af völdum fárviðrisins. Helmingur þeirra kemst ekkert vegna flóð- anna og eru margir orðnir matar- og vatnslausir. Er birgðum varpað niður úr þyrlum og öðrum herflug- vélum og hefur víða komið til átaka um matinn enda hafa margir ekk- ert haft sér til viðurværis í marga daga. Allir karlmenn fórust Á einum þessara staða, litlu sjáv- arþorpi, eru næstum eingöngu kon- ur og böm því að karlmennirnir voru á sjó er fellibylurinn skall á og hafa líklega allir farist. Stjórnvöld áætla, að uppskera á 323.000 hektara hafi eyðilagst í flóðunum og 276.000 hús hafa skemmst eða eyðilagst.Indverski herinn hefur flutt mikið af matvæl- um til hamfarasvæðanna en vanda- málið hingað til hefur verið að koma þeim til fólksins, sem hefst margt við uppi á húsþökum, í bygg- ingum, sem standa upp úr flóðvatn- inu, eða á einangruðum smáeyjum. Óttast kóleru og malariu Einng hefur verið gripið til ým- issa ráðstafana til að koma í veg fyrir farsóttir en þær koma yfirleitt upp í kjölfar hamfara af þessu tagi. Hefur fjöldi lækna verið sendur á vettvang en mestur óttinn er við kóleru- og malaríufaraldur. Tilboðsdagar - 20-50% afsláttur Hombaö m/nuddi kr. 94.429 Hombað án nudds kr. 54.352 Baökar 170x70 cm m/nuddi kr. 83.186 Hltastillltæki - sturtu frá kr. 7.094 - bað og sturtu frá kr. 8.980 Vegghandlaugar frá kr. 3.366 Borðhandlaugar frá kr. 5.688 Handklæöaofnar 76,5x60 cm kr. 9.601 120x60 cm kr. 12.251 181x60 cm kr. 18.227 Heill klefl m/blöndunartaeki frá kr. 31.749 Sturtuhom - plastfrá kr. 15.694 -glerfrákr. 18.585 Sturtuhurölr stærðir 65-140 cm - glerfrá kr. 13.951 Baökarshurölr - plast frá kr. 8.085 - gler frá kr. 12.251 Bnnar handar tæki - fyrir eldhús frá kr. 5.630 - fyrir handlaug frá kr. 5.630 U Opiö í dag frá kl. 10-16 Ármúla 21 - Sfmi 533 2020 VA-MDVJIMJWJ 3hi Baðkörfrákr. 9.975 Sturtubotnar frá kr. 3.556 WC m/setu frá kr. 10.876 Stálvaskar frá kr. 4.343 Skolvaskar plast - frá kr. 3.513 BlöndunartæW frá kr. 1.951 Aaron McKinney mætir í dómssal í fylgd Iögreglumanna. Bush sakaður um litla þekkingu á erlendum málefnum Mundi ekki nöfnin á leiðtogunum Washington. The Washington Post. GEORGE W. Bush, sem er langlík- legastur til að verða forsetaefni bandarískra repúblikana, gekkst nú í vikunni undir dálitið próf í er- Iendum fræðum og féll. Eftir hálf- an mánuð ætlar hann hins vegar að kynna stefnu sína í utanríkis- málum. Bush var í viðtali við sjónvar- psstöðina WHDH í Boston og fyr- irspyijandinn, Andy Hiller, sem er kunnur fyrir að hlífa hvergi við- mælendum sínum, spurði hvort hann gæti nafngreint leiðtoga Tsjetsjníu, Taívans, Indlands og Pakistans. Hafa þeir allir verið mikið í fréttum að undanfömu. Bush hafði aðeins Taívan rétt. Lee eitthvað Virðist, niðurstaðan staðfesta það, sem keppinautar og and- stæðingar Bush halda fram, að hann skorti það, sem leiðtogi eina stórveldisins verður að hafa til að bera en það er þekking á al- þjóðlegum málefnum. Bush mundi ekki annað um Per- vez Musharraf, ráðamann í Pak- istan, en að hann væri hershöfð- ingi og hann þekkti ekki nafnið á Bihari Vajpayee, forsætis- ráðherra Indlands. Ekki mundi hann heldur eftir Aslan Maskha- dov, forseta Tsjetsjníu, en vissi, að forseti Taívans héti Lee eitthvað. Bush reyndi að gjalda Hiller líku líkt og spurði hvort hann vissi hver væri utanríkisráðherra Mexíkós en Hiller minnti hann þá á, að hann keppti ekki að því að verða forseti Bandaríkjanna. Skýr stefna mikilvægust Karen Hughes, talsmaður Bush, sagði, að Iíklega gætu fáir nefnt Reuters George W. Bush þessi nöfn að bragði enda hefðu kjósendur engan áhuga á að vita hvort einhver frambjóðandi kynni nöfn á hundruðum leiðtoga um heim allan. Það, sem máli skipti, væri, að hann hefði góðan skilning og skýra stefnu í utanríkismálun- um. Bush hefur oft gert sig sekan um að mgla saman nöfnum manna og staða erlendis og fer stundum ranglega með þjóðaheiti eins og þau tíðkast í ensku. Þá hafa smá- ríkin Slóvakía og Slóvenía þvælst fyrir honum. Keppinautar Bush í Repúblik- iinaflokknum hafa lítið um þetta sagt nema hvað talsmaður Johns McCains, sem er sá eini, sem veitir Bush einhverja keppni, fullyrti, að sinn maður hefði getað svarað spumingunum. Chris Lehane, talsmaður Als Gores varaforseta, minnti hins vegar á grein, sem birtist í tímaritinu New Yorker en þar er rifjaöur upp árangur Bush í Yale-háskóla en hann var að með- altali C. I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.