Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ mér var tilkynnt hið snögga og óvænta fráfall Egils, á þriðja degi vetrar, degi, sem hann gekk glaður og reifur til starfa, en að snöggu augabragði var hann allur að kvöldi. Flugvöllurinn á Sandodda hafði ekki verið lengi í notkun, þegar Eg- ill tengdist honum og flugi til Pat- reksfjarðar. Það var árið 1973, og hafði gengið á ýmsu um flug þang: að, og oft snúið frá vegna veðurs. í framhaldi af því var Egill beðinn um að taka að sér rekstur vallarins sem flutvallarvörður, sem og tal- stöðvarviðskipti við flugvélar, sem þangað komu. Þarna getur orðið vindasamt, og varasamt í sumum áttum. Engar reglur voru um hám- arksvind. Egill útbjó vindrós, með takmarkandi hámarki í vissum átt- um, sem enn er notast við að mestu leyti. Með þessum ráðstöfunum, ásamt veðurgleggni og góðum veð- urlýsingum, mátti heyra til undan- tekninga, ef farþegaflugvélar Flug- félags Islands, og síðar Flugleiða, þyi'ftu að snúa frá. Ef ekki var fært, var beðið lags. Sjálfur kynntist ég nákvæmni Egils þremur árum síðar og næstu átta ár, er ég starfaði við innanlandsflug Flugleiða. Hann naut mikils álits flugstjóra Flug- leiða. Eg minnist þess, er ákveðinn flugvallarvörður hafði gefið veður- lýsingu, sem ekki stóðst, svo menn urðu að snúa frá, þá sagði einn „kol- legi“: „Já, en hann er nú heldur • enginn Egill.“ En burtséð frá far- þegafluginu, þurfti að vaka yfír sjúkra- og neyðarflugi, vera við- búinn dag og nótt, og flugvöllur og tæki hans að vera í lagi. Eg hygg, að flugmenn hafi fáa átt tryggari að vinum en Egil og fjöl- skylduna að Hnjóti. Hann tók þeim öllum jafn ljúfmannlega, og ef menn þurftu að bíða, þá bauð hann heim, og mátti raunar segja, að þau hjón- in sætu um þjóðbraut þvera. Þar stjórnaði Ragnheiður þeirra stóra - > heimili með einstakri rausn og skörungsskap, og aldrei minnst á borgun. Mörg börn voru þama í fóstri, m.a. margra flugmanna. Hef ég þar sjálfur mikið fyrir að þakka. Egill var löngu þekktur af minja- söfnun sinni. Söfnun varð snemma hans ástríða - og köllun. Framan af varð hann að geyma allt heima hjá sér. En í júní 1983 opnaði forseti Is- lands Minjasafn Egils. Það var stór stund - og áfangi. Síðar stofnaði hann hið einstæða Flugminjasafn Egils Ólafssonar. Þar er verið að leggja lokahönd á uppsetningu hins þýska Junkers-flugskýlis, sem Flugfélag Islands nr. tvö reisti í Vatnagörðum laust fyrir 1930. Fjöl- mörg voru framleidd, en þetta mun ^ vera hið eina varðveitta - í öllum heiminum. Egill var ótrúlega ráða- og úr- ræðagóður. Hvort sem um var að ræða að koma þrjátíu tonna tréskipi í hlað, sem lið í atvinnusögunni, eða setja upp stýrishúsið af seglskipinu Hammoníu, sem sr. Stefán Egg- ertsson tók í notkun á Þingeyrar- flugvelli. Margir efuðu, að honum tækist margt. Sjálfur efaðist ég um, að honum tækist að bjarga flug- skýlinu, og reisa það. En orðið „ómögulegt" var ekki viðurkennt í hans orðasafni. Mikill tími fór einn- ig í að halda söfnunum fjárhagslega á floti, og gekk á ýmsu. En allt var að snúast til betri vegar. Ég hringdi í hann á sl. afmælisdegi hans, það var sem honum hefði vaxið ásmegin við stuðning nýrra yfirvalda, flug- skýlið væri í lokafrágangi, og nýr safnvörður væntanlegur, sem hann gæti þjálfað og sagt til. Honum svall hugur í brjósti. „Skjótt hefur guð brugðið gleði góðvina þinna.“ Víst er vinum hans brugðið. Hinn mikli fróðleikur og öll skráning hans, sem framundan var, er glatað. En þakka ber hans góða dagsverk og samfylgd alla. Það sannast á Ragnheiði orð X skáldsins: „Maðurinn einn er ei nema hálfur." Hún var hans örvun og drifkraftur. Henni, og vanda- mönnum öllum, votta ég dýpstu samúð. Ámundi H. Ólafsson. í örfáum orðum langar mig til að heiðra minningu Egils Ólafssonar á Hnjóti. Með honum er farinn hluti íslensks fróðleiks. Ég var svo lán- samur að kynnast Agli fyrst sem leiðsögumaður á Islandi. Hann upp- fræddi mig um margt og síðar meir varð samvinna okkar meiri þegar við unnum að kvikmynd fyrir franska sjónvarpið „Islandsmenn" sem var sýnd hér nýlega. Ég kunni að meta einlægni hans og glaðværð. Þrátt fyrir söknuð minn vil ég geyma í huga mér mynd af manni sem var örlátur og athugull. Hann var stoltur af safninu sínu sem hann hafði komið upp af mikilli ná- kvæmni. Akveðni hans að varðveita þjóðararfinn var einstök. A okkar tímum þar sem allt viðgengst, þá vissi hann betur en nokkur maður hvað þýddi „skylda okkar gagnvart þeim látnu“. Ég kveð þig að hætti Jónasar Hallgrímssonar: „Adieu, l’arni", Eg- ill., Ég og franska kvikmyndaliðið sendum Ragnheiði Magnúsdóttur okkar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum henni enn á ný fyrir gestrisni hennar. Jean-Yves Courageux. í dag er Egill Ólafsson safnvörð- ur á Hnjóti borinn til grafar. Ég kynntist honum fyrst þegar hann var flugvallarstjóri á Patreksfirði og leiðbeindi sjúkraflugvélum niður á flugvöllinn gegnum ýmis veður. Yfirgripsmikil þekking hans á veð- urfari á þessum slóðum nýttist þá vel og í vondum veðrum réð reynsla hans oft úrslitum. „Varla er það gott, en engan drepur það,“ sagði hann stundum við slíkar aðstæður og var þá að vitna í gamlan sjómann á Patreksfirði, sem var að leggja út í tvísýnt veður og leist ekki meira en svo á blikuna. Þetta góða skyn- bragð hans á veður tengdist stærsta áhugamáli hans, atvinnu- °g byggðasögu þjóðarinnar. Hann var safnari af guðs náð og honum tókst með ótrúlegum dugnaði að setja á stofn heilsteypt minjasafn um atvinnuhætti liðinna tíma. Framsýni hans í þessum efnum var með eindæmum. Margir hristu höfuðið í forundran þegar hann hirti gamla flugskýlið á Patreks- firði, sem átti að fara að rífa, og flutti það heim að Hnjóti. Hann einn áttaði sig á því að hér var um að ræða eitt af fyrstu sérsmíðuðu flug- skýlum landsins og þess vegna verðmætan safngrip. Þetta flug- skýli var upphafið að flugminjasafni hans, sem nú er landsfrægt orðið. Þegar varðveisla minja var annars vegar átti hugmyndaauðgi hans sér engin takmörk. Það þarf meira en meðalmann til að láta sér detta í hug að kaupa úr sér gengna rússn- eska flugvél og láta lenda henni á söndunum í Örlygshöfn, draga hana síðan heim að safni og hafa þar til sýnis. Þessi flugvél stendur þarna enn og dregur að sér athygli allra sem eiga leið um staðinn. Við söfn- un sína þurfti Egill að hafa sam- skipti við marga og með ljúf- mennsku sinni átti hann auðvelt með að fá fólk á sitt band. Hann safnaði ekki aðeins gömlum munum heldur einnig frásögnum af lifnað- arháttum fyrr á tímum og ski'áði þær niður. Síðasta verk Egils í lif- anda lífi var að skrá niður sögur af vegavinnu á Vestfjörðum. Söfnin tvö á Hnjóti eru árangurinn af ævi- starfi hans og munu þau halda nafni hans á lofti um ókomin ár. Hallgrímur Magnússon, læknir, Grundarfírði. Þær sorgarfréttir bárust okkur í síðustu viku að hann vinur okkar Egill á Hnjóti væri látinn. Við höfð- um ekki þekkt Egil lengi en mátum það mikils að hafa fengið að kynn- ast honum. Hann var höfðingi heim að sækja og þar átti ekkjan hans, Ragnheiður, stóran þátt. Egill til- heyrði þeirri kynslóð manna sem voru brautryðjendur í íslenskum safnamálum og beinlínis björguðu verðmætum frá glötun. Slíkir menn voru og eru safnarar af lífi og sál eins og sést best á Minjasafninu á Hnjóti. Egill var gæddur þeim fá- gæta eiginleika að drífa fólk með sér og vekja hjá því áhuga á því sem hann var að fást við. Nú mun minja- safnið hans standa sem minnisvarði um elju og dugnað þessa merka manns. Að standa á Hnjóti og horfa yfir söfnin hans vekur með manni undrun og aðdáun á því hvað hægt er að gera þegar viljinn er fyrir hendi. Auðvitað gerði hann þetta ekki alveg einn, hann naut trausts stuðnings fjölskyldu sinnar og vina. Við gleymum því seint þegar við komum að Hnjóti fyrsta sinni. Okk- ur var tekið með kostum og kynj- um, og að góðum og gömlum sið vorum við spurðir hverra manna við vænam. Það kom strax í ljós að hann vissi meira um ættir okkar en við sjálfir og fann m.a. út að amma annars okkar væri Barðstrending- ur, sem honum þótti góðar fréttir. Undanfarin ár ferðuðumst við um Vestfirði að skoða fornleifar og ann- að skemmtilegt. Fórum við víða og sáum margt. Þekking Egils var með eindæmum og dýrmætt fyrir okkur unglingana að fá að njóta nærveru hans og reynslu. Þessum ferðum ætluðum við að halda áfram um alla eilífð, en án Egils er ljóminn farinn af slíkum ferðum. Okkar síðustu samvistir með Agli voru á Farskóla íslenskra safn- manna þar sem hann lék á als oddi. Þar brölluðum við margt og hlógum að skoplegum hliðum mannlífsins. Þannig viljum við minnast EgOs, eldhugans sem gat líka séð skop- legu hliðarnar á lífinu. Við færum ekkju hans, börnum og vinum okkar innilegustu samúð- aróskir og kveðjum hann með þess- um ljóðlínum, sem leiknar voru við minningarathöfn hans. Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er. Magnús S. Sigurðsson, Bjarni F. Einarsson. reistu í verki viljans merki, - vilji er allt, sem þarf. (Einar Benediktsson.) Þessar ljóðlínur úr íslandsljóði Einars Benediktssonar koma ósjálfrátt upp í hugann þegar minnst er Égils Ólafssonar á Hnjóti. Hann hefur sýnt okkur það í gegnum árin að vilji er allt sem þarf. Þessi orð eru lýsandi fyrir lífsstarf hans og hugsjón að safna munum og minjum úr sögu okkar Islendinga til að þeir sem á eftir koma geti betur gert sér grein fyrir lífi og starfi genginna kynslóða. Fyrir þrautseigju og dugnað Egils í gegnum árin eigum við eitt besta minjasafn landsins hér í Örlygs- höfn, safn sem ber nafn Egils Ólafs- sonar og mun bera vitni um ókomin ár framsýni hans og áhuga á sögu okkar. Ég kynntist Agli fyrst sem fræði- manni þegar nemendur í leiðsögun- ámi á Vestfjörðum komu í heim- sókn á safnið til hans vorið 1994. Hann leiddi okkur um safnið og sagði okkur sögur af hlutunum sem þar voru til sýnis og sagði okkur frá mörgu forvitnilegu. Það var auðséð á öllu að þar fór maður sem unni starfi sínu og hafði á því brennandi áhuga og vildi fræða aðra um það sem fyrir augu bar. Síðan hafa kynni okkar Egils aukist í gegnum ferðaþjónustuna og nú síðast sem samstarfsaðilar í stjórn Minjasafns- ins á Hnjóti. Alltaf var jafngott að koma að Hnjóti, hvort sem var sem leiðsögumaður með hóp af fólki eða á fundum safnstjórnarinnar, og ber þar einnig að þakka konu Egils, Ragnheiði Magnúsdóttur, sem átt hefur sinn þátt í uppbyggingu safnsins og hann ekki lítinn. Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti hefur vaxið og dafnað undir handleiðslu Egils, fyrst til húsa í herbergi í íbúðarhúsi þeirra hjóna á Hnjóti og seinna meir í húsnæði sem reist var fyrir safnið á Hnjóti og vígt hinn 22. júní 1983. Það húsn- æði reyndist þó fljótlega of lítið og undanfarin ár hefur verið unnið að viðbyggingu þess, sem enn er ekki búið að taka formlega í notkun, en Egill var þó búinn að vinna mikið við uppsetningu á munum í við- byggingunni og móta þær sýningar sem þar verða í framtíðinni. Minja- safn Egils hefur vakið mikla athygli þeiiTa sem þar koma fyrir fjölda og fjölbreytni þeirra muna sem þar eru til sýnis og margir hverjir eru ómetanlegir dýrgripir úr sögu okk- ar sem hefðu glatast að fullu og öllu ef EgUs hefði ekki notið við. Þar eim munir víðsvegar að úr sýslunni sem Egill gerði sér grein fyrir að höfðu sögu að segja og fyrir hans tilstilli eru nú varðveittir til að við og þeir sem á eftir okkur koma geti virt þessa hluti fyrir sér og rifjað upp sögu þeirra. Hann vildi ávallt hag safnsins síns sem bestan og til að tryggja framtíð þess færði hann Barðastrandarsýslu safnið að gjöf. Hann sinnti safnvörslunni sjálfur að mestu leyti en fékk starfsmenn sér til aðstoðar við afgreiðslu á sumrin og við uppsetningar á mun- um. Egill fann þó að aldurinn færð- ist yfir og í haust vai’ að hans frum- kvæði ákveðið að ráða nýjan safnvörð að safninu og átti eitt af fyrstu verkum hans að vera skrán- ing þeirra muna sem óskráðir voru og saga þeirra til að hún glataðist ekki. Því miður vannst Agli ekki aldur til að vinna við það verk og víst er að mikill fróðleikur hefur glatast við fráfall hans. Við Hjör- leifur Guðmundsson, félagar Egils í stjórn minjasafnsins, viljum þakka fyrir samstarfið við hann og votta Ragnheiði Magnúsdóttur konu hans og sonum þeirra og fjölskyld- um okkar innilegustu samúð og biðjum Guð að styrkja þau á erfið- um stundum. Blessuð sé minning Egils Ólafssonar. Lilja Magnúsdóttir, formaður stjórnar Minjasafns Egils Ólafssonar á Hnjóti. Fyrir tveimur árum þegar ég fór að vinnna fyrir Tálknafjarðarhrepp var eitt af mínum fyrstu embættis- verkum að heimsækja Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti. Það reyndist vera hið skemmtilegasta verk, þar sem safnið var miklu stærra og glæsilegra en mig hafði órað fyrir. En kannski var það jafn- vel skemmtilegra að hitta Egil og Ragnheiði konu hans og fá þar höfð- inglegar móttökur. Egill hafði gefið sveitarfélögun- um í Vestur-Barðastrandarsýslu Minjasafnið. Eru fá byggðarlög á Islandi sem eiga sh'ka gersemi. A engan er hallað þegar ég segi að hann hafi gert meira til þess að varðveita sögu og minjar sýslunnar en nokkur annar. Egill var stórhuga maður og sást það ekki bara á safninu heldur einn- ig á öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Menn er þekktu hann sögðu mér að hann næði alltaf því marki sem hann setti sér, og efaðist ég aldrei um það eftir viðkynni okk- ar. Minjasafnið er ekki bara safn áhugaverðra og einstakra muna, heldur einnig minnismerki um merkilegan mann sem náði marki sínu. Ég ætla fyrir hönd Tálknafjarð- arhrepps að bera fram samúðar- kveðjur til Ragnheiðar og fjölskyld- unnar. Bjöm Óli Hauksson, sveitarstjóri Tálkna- fjarðarhrepps. Kveðja frá Fornbílaklúbbi fslands Frænda minn Egil Ólafsson á Hnjóti hefði með sanni mátt kalla safnvörðinn á heimsenda. Með ótrúlegri elju og útsjónarsemi tókst honum að reisa eitt vandaðasta byggðasafn þjóðarinnar á einum af- skekktasta og strjálbýlasta stað landsins. Með tilkomu þess marg- faldaðist fjöldi ferðamanna sem leið sína lögðu um Örlygshöfnina, þrátt fyrir erfiðar samgöngur, og þeirra á meðal voru fornbílamenn. Á liðnum áram hefur Fornbílaklúbburinn í tvígang farið með hóp roskinna bfla í ferðalag um Vestfirði, sem að sjálf- sögðu hefur lagt leið sína til Egils á Hnjóti og notið þar frábærrar leið- sagnar um forna búskaparhætti og tækniþróun tuttugustu aldarinnar. Einn fárra áhugamanna um forn- minjar hafði Egill einnig dálæti á tæknilegum minjum og lét sér fátt óviðkomandi í þeim efnum. Á síð- asta ári lagði ég á mig langt ferða- lag til að koma forláta flugvélatúrb- ínu í hendur Egils og flug minjasafns hans. Dvaldi ég fjóra daga í frábæru yftrlæti Egils og fjölskyldu, kynnti mér minjasafnið vel og fi'amtíðaráform hans varð- andi uppbyggingu og rekstur flugminjasafnsins. Mun sú reynsla nýtast mér vel nú þegar Fornbíla- klúbburinn hyggur á byggingu bfla- safns í Reykjavík. Því miður entist Agli ekki aldur til að sjá flugminja- safn sitt fullmótað, né bflasafn okk- ar í Reykjavík, en það er eindregin ósk mín og annarra fornbflamanna að byggða- og flugminjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti megi vaxa og dafna um ókomin ár, sem eilífur minnisvarði um einn mesta braut- ryðjanda og hugsjónamann í varð- veislu íslenskrai' verkmenningar. Örn Sigurðsson formaður. Hann féll í valinn óvænt - maður að vestan í fullu fjöri. Þessi mikil- fenglegi eldhugi og hugsjónamaður, sem hafði frá unga aldri aldrei hvik- að frá settu marki og barizt við sinnuleysi - skilningsleysi sam- ferðamanna sinna í leit að andleg- um auðæfum íslenzkrar þjóðar aft- anúr fyrndinni og fram til okkar daga - hann er nú allur og að hon- um slík eftirsjá, að torvelt sýnist að bæta missinn. Egill Ólafsson, löngum kenndur við lénið Hnjót í Orlygshöfn í V-Barðastrandarsýslu, var sérstak- ur maður - karakter á heimsmæli- kvarða, en rammíslenzkur í orðsins fyllstu merkingu. Hann drýgði dáð- ir með minja- og flugminjasafni sínu, bjai'gaði menningarlegum, fé- lagslegum og háandlegum verð- mætum þjóðar okkar í örugga höfn og skapaði þeim varanlega tilvist. Heiður sé hinum gengna um ár og síð. Eftir tveggja daga náið samband við Egil heima hjá honum nú nýver- ið og báða dagana könnun á safni hans, sem er bæði kraftaverk í list- rænum stfl og ólýsanlegt menning- arlegt ævintýri, er sál skoðandans svipað og skírð í hugsjónaeldi og sí- gildri fegurð. Það minnir einna helzt á hafið, sem er eins og eilífðin. Hugsjónir Egils hafa rætzt og orðið eilífar. Egill Ólafsson var lifandi maður og návist við hann var örvandi. Eins og góð bók, lífsbók, sem gefur manni trú. Það er illt að hafa misst hann úr þessu lífi - hann virtist eiga svo margt eftir ósagt. Hann var einn þessara manna, sem hafði til að bera andlegt hugrekki, sleitulausan kjark til að sjá heiminn og lífið í nýju og nýju ljósi eins og skapandi listamaður og stór hugsuður. Hann virtist ráða yfir aðgangi að guð- dómnum á óskýranlegan hátt þarna í glæsifögru umhverfi á Hnjóti á Rauðasandinum, sem býr yfir snertikrafti og töfrum. Safnið hans góða gæti á vissan hátt staðizt sam- jöfnuð við British Museum eða eitt- hvað ámóta úti í hinum stóra heimi. Það er drottinleg skylda mennt- unarlega leitandi Islendinga, ungra sem aldinna, að kynnast þessari stórfenglegu orkustöð. Minja- og flugminjasafn Egils á Hnjóti sem tilheyrir höfuðstaðnum fyrir vestan, Patreksfirði alias Ör- lygshöfn í Vesturbyggð. Þarna er vin og meira en það. Þarna er sönn- un þess, að Islendingar unnu, sköp- uðu sér í aldanna rás tilverurétt með þjóðháttum sínum og lífsbar- áttu til sjós og lands meira en orð fái lýsl Egill á Hnjóti sannaði, að erfið- ustu hlutina í lífinu gerir maðurinn einn og yfirgefinn með víkingslund. Guð blessi minningu Egils Ólafs- sonar á Hnjóti, guð blessi hans eig- inkonu. börn hans og fjölskyldu. Steingrímur St.Tli. Sigurðsson. Íhvítavöku vaktirþú um dagþínsdags dulúð alda, töfrastein. Við töfrasteininn tíminn kvaddi son sinnheim. Ólafur Thóroddsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.