Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Allraheil- agramessa í Hallgrímskirkju Sunnudaginn 7. nóvember á allra- heilagramessu í Hallgrímskirkju ki. 11 verður messa og barnastarf. Sr. Sigurður Pálsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni D. Hró- bjartssyni. Hópur úr Mótettukórn- um syngur og Hörður Askelsson verður organisti. Eftir messu mim kvenfélag Haligrímskirkju verða með kaffiveitingar til ágóða fyrir kaup á nýjum skímarfonti. Kl. 20 verður kvöldmessa. Þar syngur Schola cantorum undir stjórn Harðar Askelssonar organista. Dr. Sigurður Ami Þórðarson flytur hug- leiðingu og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni D. Hróbjartssyni. Kvöld- messa verður með einföldu sniði. Lögð verður áhersla á íhugun og bæn. Látinna verður minnst m.a. með því að tendra bænaljós. Líknarsj óðskaffi í Grafarvogs- kirkju Næstkomandi sunnudag 7. nóvem- ber, á allraheilagramessu, er guðs- þjónusta kl. 14 í Grafarvogskirkju. Þennan dag, þar sem hinna heilögu og látinna er minnst, þjóna fyrir alt- ari og predika séra Vigfús Þór Ama- son og séra Sigurður Amarson. Kór Grafarvogskirkju og Unglingakór kirkjunnar syngja undir stjóm Harðar Bragasonar organista og Oddnýjar Þorsteinsdóttur kórstjóra. Eftir guðsþjónustu er svonefnt ^Jt-líknarsjóðskaffi. Sóknarnefnd og prestar gefa veitingar, en ágóði af kaffisölu rennur til styrktar fjöl- skyldum í fjárhagsörðugleikum. Framlag úr sjóði Safnaðarhjálpar- innar, sem Gísli Sigurbjömsson heit- inn, fyrrverandi forstjóri elliheimilis- ins Grundar, stofnaði, kemur sem mótframlag í sjóðinn. Allir em vel- komnir. Prestarnir. Þegar kirkjan flutti á mölina Á fræðslumorgni í Hallgrímskirkju í fyrramálið kl. 10 mun Þórarinn ,^Bjömsson guðfræðingur flytja er- indi í erindaflokknum Þættir úr þús- und ára sögu, sem hefur verið sam- eiginleg yfirskrift fræðslumorgn- anna á þessu hausti. Erindi Þórarins BlómcitxíiðiKv öarðskom v/ Possvogski»*kjMgai*ð Sími: 554 0500 Fríkirkjan í Reykjavík Barnaguðsþjónusta kl. 11.00 í umsjón Hrafnhildar og Konnýar. Allra heilagra messa kl. 14.00 Látinna verður minnst. Altarisganga Organisti Kári Þormar. Kaffi og meðlæti í safnaðarheimilinu á eftir. Allir hjartanlega velkomnir. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson J3L nefnist: Þegar kirkjan flutti á möl- ina. Æskulýðsstarf séra Friðriks Friðrikssonar. Um síðustu aldamót var íslenskt samfélag að breytast úr dreifbýlis- í þéttbýlissamfélag. Kirkjan hafði um aldir verið samferða þjóðinni í hinum dreifðu byggðum landsins. Nú reyndi á hvort henni tækist að temja sér ný vinnubrögð við nýjar aðstæð- ur. Það var á þessum tímamótum sem séra Friðrik Friðriksson hóf kristilegt barna- og unglingastarf í Reykjavík, sem fæddi af sér KFUM og KFUK, sem fagna 100 ára afmæli á þessu ári, knattspyrnufélagið Val, skátafélagið Væringja, hornaflokk- inn Sumargjöfina, Karlakór KFUM (síðar Fóstbræður) og fleiri félög. Þórarinn mun í erindi sínu greina frá upphafi þessa umfangsmikla starfs æskulýðsleiðtogans séra Friðriks Friðrikssonar, eins af mestu áhrifa- mönnum í íslensku kirkjulífi á þess- ari öld. Minning látinna í L augarneskirkj u í nóvemberbyrjun ár hvert er haldin allraheilagamessa. Þá minnist kirkj- an um gjörvalla veröld þeirra sem látnir eru, og víða kemur fólk saman til minningarathafna. Fyrir ári var sú nýbreytni gerð í Laugarneskirkju að halda minningu látinna við sér- staka kvöldsamveru. Gafst það vel og varð stundin mörgu fólki til hugg- unar og hjálpar. Um er að ræða stutta en hugljúfa minningarstund með fallegri tónlist og kertaljósum sem syrgjendum gefst kostur á að tendra í minningu ástvina sinna. Eru ljósin svo borin upp að altarinu, þar sem þau brenna sem hljóð bæn um leið og nöfn hinna látnu eru lesin upp. Að þessu sinni mun samveran haldin föstudagskvöldið 12. nóvem- bér kl. 20, en ekki sunnudagskvöldið 7. nóvember eins og auglýst var í Kirkjuvísi safnaðarins í haust. Er stundin ætluð öllum syrgjendum sem koma vilja. Nöfn þeirra sem ég hef jarðsungið sl. ár munu nefnd við altarið í bæn og sjálfsagt er að taka við fleiri nöfnum inn í minningar- bænina á skrifstofutíma í síma 588- 9422. Að samveru lokinni gefst fólki kostur á að koma yfir í safnaðar- heimilið, fá sér heitt í bolla og hlýða á fræðsluerindi um sorg og sorgar- viðbrögð. Bjami Karlsson, sóknarprestur Laugarneskirkju. Allraheil- agramessa í Breiðholtskirkju Fyrsta sunnudag í nóvember höld- um við í lútersku kirkjunni að fom- um sið allraheilagramessu, en á allraheilagramessu minnist hinn kristni söfnuður sérstaklegra þeirra sem látnir eru í trú á Drottin og þakkað er fyrir líf þeirra og þjón- ustu. Af þessu tilefni verður á morg- un sérstök messa í Breiðholtskirkju í Mjódd kl. 11 þar sem Kór Breið- holtskirkju syngur stólvers, eldri barnakór kirkjunnar syngur og tendruð verða kei-taljós í minningu látinna. Bent skal á, að eins og ávallt er barnaguðsþjónusta í safnaðarheimil- inu á sama tíma og messan. Að messu lokinni verður síðan boðið upp á létta máltíð í safnaðarheimilinu eins og jafnan er gert hjá okkur í Breiðholtskirkju einu sinni í mánuði. Sr. Gísli Jónasson. Fundur í safnað- arfélagi Dóm- kirkjunnar Almennur fundur verður haldinn í Safnaðarfélagi Dómkirkjunnar á allraheilagramessu sunnudaginn 7. nóvember nk., kl. 12 á hádegi, strax að lokinni árdegismessu í Dómkirkj- unni. Messan hefst kl. 11:00 og mun sr. Hjalti Guðmundsson dómkirkju- prestur prédika og þjóna fyrir altari og Dómkórinn syngja við orgelleik Marteins H. Friðrikssonar. Á safnaðarfélagsfundinum mun sr. Hjalti Þorkelsson, prestur í kaþ- ólsku kirkjunni og skólastjóri Landakotsskóla, halda stutt erindi um fagnaðarárið 2000 í kaþólskum sið og hvemig sá kaþólski siður að halda fagnaðarár hefur þróast. Á fundinum munu Marteinn H. Frið- riksson dómorganisti og María Mar- teinsdóttir fiðluleikari einnig verða með tónleika. Fundir Safnaðarfélags Dómkirkj- unnar eru haldnir eftir árdegismessu fyrsta sunnudag hvers mánaðar og hefjast um kl. 12:00 á hádegi. Þeir eru haldnir á 2. hæð í Safnaðarheim- ili Dómkirkjunnai- á horni Vonar- strætis og Lækjargötu og standa yf- irleitt í rúma klukkustund. Fundirn- ir hefjast með léttum málsverði á vægu verði og að því loknu koma valdir gestir í heimsókn, sem halda stutt erindi um hin ýmsu málefni. Fundir Safnaðarfélagsins eru opn- ir öllum velunnurum Dómkirkjunn- ar, innan sóknar sem utan, og eru þeh' tilvalið tækifæri til að mynda og styrkja tengsl við Dómkirkjuna. Stjórn Safnaðarfélags Dómkirkjunnar. Allra heilagra messa í Hafnar- fjarðarkirkju Næstkomandi sunnudag er haldin hátíðleg allraheilagramessa í kirkj- um landsins. Af því tilefni verður mikið um að vera í Hafnarfjarðar- kirkju. Við hefjum daginn kl. 11 með Fjölskylduhátíð í kirkjunni. Barna- og unglingakórinn syngur undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg og eftir hátíðina er boðið upp á góðgæti í safnaðarheimilinu. Allir starfsmenn sunnudagaskólans taka þátt í hátíð- inni. Prestar eru sr. Þórhallur Heim- isson og sr. Þórhildur Ólafs. Sunnu- dagaskólarútan ekur að venju en auk þess fer strætisvagn á Hvaleyrar- skála kl. 10.50 og heim aftur eftir há- tíðina. Kl. 17.00 höldum við Ljósamessu. Þar minnumst við látinna ástvina. Sr. Heimir Steinsson, prestur og þjóðgarðsvörur á Þingvöllum, talar um hina kristnu eilífðarvon. Öllum kirkjugestum er boðið að tendra ljós í minningu látinna um leið og gengið er til altai-is. Kór Hafnarfjarðar- kirkju syngur undir stjórn Natalíu Chow. Allir prestar kirkjunnar taka þátt. Eftir ljósamessuna er boðið upp á kaffi í safnaðarheimilinu Strandbergi. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Dómkirkjan: Minning látinna Allraheilagramessa er 1. nóvember og allrasálnamessa 2. nóvember. Um þá daga er minnst þeirra sem dánir eru og guðsþjónustur haldnar næsta helgan dag á eftir. Á allraheilagramessu er athyglin á þeim sem hafa styrkt kirkjuna í gegnum aldirnar. Trúarhetjanna er minnst, bæði þeirra nafnfrægu og þeirra sem ekki eiga nöfn sín á spjöldum annarrar sögu en okkar eigin og kannski á fáeinna annarra sem þekktu þær. Á allra sálna messu er hugurinn bundinn þeim öllum sem við söknum. Þekkt er með öðr- um þjóðum að mikið er gert úr þess- um dögum. Þessi helgi hefur í vax- andi mæli skipað sér sess í trúarlífi okkar og víða verið hátíðleg haldin, m.a. í Dómkirkjunni í Reykjavík. Þar hafa verið um árabil minningar- stundir og minnisverðar predikanir haldnai' út af tilefni dagsins. Ekki verður brugðið út af vananum þessu sinni. Síðdegisguðsþjónustan sunnu- daginn 7. nóvember kl. 16 (ath. tíma- setningu) verður helguð minningu látinna. Þeir sem vilja nota tilefnið og minnast ástvina sinna eru boðnir velkomnir. Við bjóðum þeim sem syrgja að tendra Ijós í minningu þeirra sem þeir sakna, njóta upp- byggingar í tali og tónum og fela með okkur minningu þeirra í bæn- inni. Við guðsþjónustuna syngur Dóm- kórinn við undirleik Marteins H. Friðrikssonar dómorganista, sr. Jak- ob Ágúst Hjálmarsson prédikar og annast altarisþjónustu. Kirkjuganga frá Neskirkju að Dómkirkjunni Síðastliðinn laugardag var farin fyrsta gönguferð af fjórtán sem áætlaðar eru á milli kirkna innan Reykjavíkurprófastsdæma í tilefni 1000 ára afmælis kristnitöku á Is- landi og var gengið frá Seltjarnar- neskirkju að Neskirkju. Kristnitöku- hátíð Reykjavíkurprófastsdæma á frumkvæði að göngunum, sem farn- ar eru í samvinnu við Ferðafélag ís- lands og Útivist. Gönguferðirnar verða á laugardagsmorgnum út nóv- ember og hefjast að nýju í febrúar. Á laugardaginn kemur, 6. nóvem- ber, er ætlunin að ganga á milli Nes- kirkju og Dómkirkjunnar og er brottför með rútu frá BSI, en einnig er hægt að mæta við upphafsstað. Áætlað er að hver ferð taki 3 klst. en í þessu tilviki er ekki um langa göngu að ræða, svo meiri tími gefst til að litast um á leiðinni í fylgd far- arstjóra ferðafélaganna, en einnig fer fulltrúi kirkjunnar með hópnum. Gengið verður að Kristskirkju í Landakoti sem vígð var fyrir 70 ár- um. Þar verður tekið á móti hópnum af presti frá kaþólska söfnuðinum, en vegna viðgerða á kirkjunni er því miður ekki hægt að skoða hana. Gengið verður á slóðir Ingólfs land- námsmanns í Aðalstræti, en síðan er móttaka í Herkastalanum og hann skoðaður. Gengið verður út í Hallar- garðinn og um Austurvöll í Dóm- kirkjuna þar sem prestur tekur á móti hópnum og fræðir um hana, en hún var vígð árið 1796.1 kirkjugöng- unum er afihent blað með upplýsing- um um kirkjurnar og með formleg- um stimpli hennar og í lok hverrar göngu er boðið upp á kaffiveitingar hjá viðkomandi söfnuði, en þessari göngu lýkur með kaffiveitingum í safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Það verður rútuferð til baka. Öllum er velkomið að vera með, þátttökugjald er 500 kr. en frítt f. böm 15 ára og yngri með foreldrum sínum. Kvennakirkjan í Laugarneskirkju Kvennakirkjan heldur guðsþjónustu í Laugarneskirkju sunnudaginn 7. nóvember kl. 20.30. Umfjöllunarefni messunnar verður baráttan gegn klámi og vændi. Rannveig Jónsdóttir cand. mag. og framhaldsskólakenn- ari prédikar, en hún hefur undanfar- ið verið í fararbroddi kvennakirkju- kvenna sem hafa kynnt sér rekstur nektardansstaða í borginni og átt þátt í að koma af stað gagnrýninni umræðu um klám og vændi. Erla Berglind Einarsdóttir syngur ein- söng. Kór Kvennakirkjunnar leiðir almennan söng undir stjóm Aðal- heiðar Þorsteinsdóttur. Á eftir verð- ur kaffi í safnaðarheimilinu. Mánudaginn 8. nóvember kl. 17.30 verður fundur í húsi Kvennakirkj- unnar í Þingholtsstræti 17. Gestur fundarins verður Ósk Ingvarsdóttir kvensjúkdómalæknir og varafor- maður Fræðslusamtaka um kynlíf og bameignir. Hún mun kynna sam- tökin og segja frá alþjóðasamtökum sem þau em aðilar að, en þau sam- tök hafa starfað mikið með konum frá Austur-Evrópu, þar sem vændis- iðnaðurinn hefur haft sterk ítök, og samið réttindaskjal um kynheil- brigði. Fræðslufundur í Neskirkju Sunnudaginn 7. nóvember kl. 20 heldur Jón Sigurður Karlsson sál- fræðingur fyrirlestur í safnaðar- heimili Neskirkju sem hann kallar Vonir og vonbrigði. Þar mun hann ræða viðfangsefni fólks á ólíkum ald- ursskeiðum, vonir þess og vonbrigði. Hverjar em vonir þínar? Hafa þær ræst? Hvað gerir þú þegar vonir og draumar rætast ekki? Hvernig er hægt að vinna úr vonbrigðum á upp- byggilegan hátt og sigrast á kring- umstæðum? Þetta er viðfangsefni sem flest ef ekki allt fólk glímir við einhvem tíma á lífsleiðinni. Að lokn- um fyrirlestri verða umræður og fyr- irspumir yfir kaffi og léttum veiting- um. Undanfama vetur hafa fræðslu- kvöld verið haldin með reglubundn- um hætti í Neskirkju og hefur myndast áhugasamur hópur í sókn- inni sem vill skoða og ræða ýmis mál sem tengjast fjölskyldulífi, hjóna- bandi og verkefnum daglegs lífs í sí- breytilegu þjóðfélagi. Samræðan er mikilvægt tæki til eflingar almennri menntun og innsæi. Saman emm við sterkari en ein á báti og því em öll sem áhuga hafa hvött til að koma í safnaðarheimili Neskirkju umrætt kvöld. Þú ert mikilvægur hlekkur og reynsla þín er dýrmæt. Samræðan skilar okkur lengra en þögnin. Vertu velkominn. Hallgrímskirkja. Orgeltónlist kl. 12-12.30. Martin Haselböck frá Vín- arborg leikur. Neskirkja. Kirkjuganga Reykjavík- urprófastsdæma í tilefni 1000 ára af- mælis kristnitöku á Islandi. Lagt af stað frá BSÍ kl. 10 með rútu. Gengið frá Neskirkju í Dómkirkjuna með viðkomu í Kristskirkju og hjá Hjálp- ræðishernum. Félagsstarf aldraðra: Tvíréttuð heit máltíð kl. 12.30. Sr. Láms Halldórsson segir frá mannlífi í Flatey á Breiðafirði. Fjöldasöngur við undirleik Reynis Jónassonar. All- ir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórs- son. Fríkirkjan Vegurinn: Samkoma kl. 20. Lofgjörð, prédikun og fyrirbæn. Allir hjartanlega velkomnir. Hvammstangakirkja. Sunnudaga- skóli kl. 11. Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl. 11. TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Stjórn- andi Elín Jóhannsdóttir. Unglinga- kórinn: Æfing í safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 14. Stjórnandi Hannes Baldursson. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Nám- skeið fyrir konur. Konur em konum bestar. Kennari Petrína Mjöll Jó- hannesdóttir guðfræðingur. Ólafsvallakirkja. Barnastarf hefst laugardaginn 6. nóvember kl. 11-11.30, en þá verða börn 10 ára og yngri og frá kl. 11.30 verða börn 10 ára og eldri. Foreldrar, afar og ömmur; komið með bömin til kirkj- unnar. Sóknarprestur. Stóra-Núpskirkja. Bamastarf hefst sunnudaginn 7. nóvember kl. 11-11.30, en þá verða böm 10 ára og yngri og frá kl. 11.30 verða börn 10 ára og eldri. Foreldrar, afar og ömmur; komið með börnin til kirkj- unnar. Sóknarprestur. Sjöunda dags aðventistar á íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Lokað í dag laugardag, söfnuðurinn fer í heimsókn í Loftsalinn í Hafnarfirði. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: I dag guðsþjón- usta kl. 10.15. Biblíufræðsla eftir guðsþjónustu. Ræðumaður Sigríður Kristjánsdóttir. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: I dag biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: I dag biblíufræðsla kl. 11. Ath. breyttan tínia. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnar- firði: í dag guðsþjónusta kl. 11. Bibl- íufræðsla að guðsþjónustu lokinm. Ræðumaður Per de Lange. KEFAS, Dalvegi 24. Laugardagur: Samkoma kl. 14, ræðumaður Helga R. Armannsdóttir. íoí^e KRISTIN TRÚ I ÞÚSUND ÁR ÁRIÐ 2000 Kirkjugöngur. Ganga nr. 2. Lagt verður af stað frá-Umferðarmiðstöð- inni kl. 10 og hefst gangan við Nes- kirkju kl. 10.10. Gönguleiðin verður frá Neskirkju að Kristskirkju, síðan að Hjálpræðishernum og endað verður í Dómkirkjunni. Hreyfing, fræðsla og bænahald. Veitingar í boði Dómkirkjusafnaðar. Þátttöku- gjald kl. 500.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.