Morgunblaðið - 06.11.1999, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 06.11.1999, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 i IKI MORGUNBLADIÐ IIUJ M Ull Stanslausar veislur og allt frítt Þorsteinn Eggertsson fjöllistamaður hlaut fyrr á þessu ári verðlaun fyrir skopteikn- ingar á alþjóðlegri listahátíð í Tyrklandi. Sveinn Guðjónsson ræddi við listamanninn um ferðina til Tyrklands og alþjóðleg tæki- færi fyrir íslenska teiknara. „ÉG HEF átt nokkrar myndir á Heimssýningu á verkum skop- myndateiknara á vegum Alþjóða- sambands hugvitsmanna. Sú sýning hefur farið um víða veröld síðan 1997 og er enn á ferðinni. Þar er ég eini fulltrúi íslands," sagði Þorsteinn Eggertsson fjöllistamaður er hann var spurður um tildrög þess að hann tók þátt í alþjóðlegri listahátíð í Ankara í Tyrklandi, þai' sem hann vann til verðlauna fyrr á þessu ári. „Sigurður S. Bjarnason, fulltrúi ís- lands hjá samtökunum, benti þeim á mig. Þeir urðu forvitnir og ég sendi þeim nokkrar myndir. Seint á síðasta ári barst mér bréf frá Tyrklandi þar sem mér var boðið að taka þátt í þessari alþjóðlegu listahátíð sem teiknari fyrir hönd Is- lands. Forráðamenn tyrknesku lista- hátíðarinnar höfðu séð skopmynda- sýningu Alþjóðasambands hugvits- manna og líkaði greinilega við mynd- ir mínar. A þein-i sýningu eru einnig teikningar eftir norska, danska, sænska og finnska teiknara - en þeir völdu mig einan frá Norðurlöndun- um til að sýna á tyrknesku listahá- tíðinni.“ Ég fór til Ankara í maí og var tek- ið þar með kostum og kynjum; veisl- ur, gleðskapur og skemmtanir frá morgni til kvölds í heila viku og allt frítt. Þar aflaði ég mér nokkurra mikilvægra sambanda, til dæmis við prófessor John A. Lent frá Banda- ríkjunum, en hann sérhæfir sig í menningu skopteiknara (cartoon culture) og vill gera íslenskum skop- myndatímaritum skil í tímariti sínu. Ennfremur hitti ég aðalritara FECO (Sambands evrópskra skopteiknara), Peter Nieuwendijk frá Hollandi. Hann hefur boðið mér á nokkrar skopteiknarahátíðir víðs vegar um Evrópu á næstu misserum. Hann bað mig reyndar að safna sam- an íslenskum skopmyndateiknurum; atvinnuteiknurum sem hafa áhuga á að víkka aðeins út sjóndeildarhring sinn, með því að sýna erlendis eða ná sambandi við útgefendur, umboðs- menn og annað málsmetandi fólk um víða veröld. Ég sagðist búa í landi þar sem íbúafjöldinn væri innan við þrjú hundruð þúsund manns og þar sem ekki væri löng hefð fyrir gerð skopmynda. En hann virðist svo sannfærður um að mér takist þetta smaaugiysingar erar n;rcan Akyol frá Tyrklandi. Þorsteinn á þrjár myndír í bákinni „Cartoonists & their Inventions“ (Uppfinningar skopteiknara) og hér sést hvernig hann vill leysa reykingavanda- málið. Morgunblaðið/Ásdís Þorsteinn Eggertsson með verðlaunagripina sem hann vann til á listahátíðinni í Tyrklandi. að ákveðið hefur verið að opnuð verði sérstök sýning á verkum ís- lenskra skopmyndateiknara á lista- hátíðinni í Ankara næsta vor.“ Skemmtilegt fólk, skopteiknarar „Meðal gesta utan Evrópu á sýn- ingum skopmyndateiknaranna voru Ares frá Kúbu, stórskemmtilegur teiknari og margverðlaunaður í bak og fyrir, prófessoramir Erdinc Sayan frá Tyrklandi og John A. Lent frá Bandaríkjunum. Þeir síðarnefndu héldu báðir fyrirlestra á hátíðinni og í máli beggja kom fram að þeir telja skopteikningar vera eitt athyglisverð- asta form myndlistar nú á dögum. Sa- yan benti á að ekkert almennilegt dagblað gæti verið án eigin skopteikn- ara, enda væru þeir oft og einatt áhrifaríkari þjóðmálagagnrýnendur en pennaliprustu menn. John A. Lent benti hins vegar á að ýmislegt sem áð- ur tilheyrði lágmenningu væri nú orð- ið að hámenningu, svo sem það at- hyglisverðasta í poppmúsík, skop- myndagerð og grafískri hönnun. Þáttur skopteiknara á hátíðinni hófst 7. maí með opnun heildarsýn- ingar. Þar blasti teikning mín, Live Life, við á áberandi stað um leið og gengið var í salinn. Þarna voru saman komnir teiknarar víða að úr Evrópu og frá fleiri löndum. Ég tók fljótlega eftir því að þessir menn áttu auð- velt með að kynnast og samlagast. Þeir gerðu grín að öllum og öllu, dreyptu á bjórnum sínum og teiknuðu skrípamyndir hver af öðrum. Sjálfur varð ég fyrir barð- Látum oss dreyma DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns í BÓK sinni „Eðli drauma“ segir Matthías Jónasson þetta meðal annars um drauma og eðli þeirra: „Árið 1965, þegar nýr skilningur á svefnhegðun hafði rutt sér fyllilega til rúms, birtu dr. Charles Fisher og samstarfsmenn hans við Mount Sinai Hospital í New York, rann- sóknir sínar varðandi reglubundnar breytingar á kynfæri karla í svefni. Könnun þeirra tók þó til víðara sviðs, framar öllu lék þeim hugur á að leiða í ljós, hvort stinning getn- aðarlimsins væri tengd hröðum augnhreyfingum eða þeim óháð. Til rannsóknar tóku þeir 17 heilbrigða karla á aldrinum 20-30 ára. Rann- sóknarnætur urðu 27.1 heild komu fram 86 svefnstig með hröðum augnhreyfingum. - Fisher skirrist við að nefna þau draumstig, þótt hann bendi síðar á sennilegan sam- runa þeirra 60% þeirra fylgdu fullstinning kynfæris, 35% linjuleg stinning, en 5% sýndu enga stinn- ingu. Fisher segir um könnun sína: „Ein af óvæntustu niðurstöðum okkar var sú, að stinning hófst og henni lauk í náinni tímasvörun við byrjun og endi hraðra augnhreyf- inga. Þetta merkir að stinning kyn- færis fylgi 95% svefnstiga með hröðum augnhreyfingum." í bók Matthíasar kemur einnig fram að fyrrnefnd rannsókn nái til hvítvoðunga í vöggu og því þurfi draumamir ekki endilega að snúast um kynlíf, heldur geti þeir hjá öll- um aldurshópum tengst einhverri vellíðunarkennd sem komi fram í draumum hraðra augnhreyfinga. Þessi kenning er athyglisverð í ljósi síaukinnar fíknar mannsins í tilbúin lyf til að komast í sæluvímu vellíð- unar, því hún gefur í skyn að innan veggja eigin sjálfs sé þá eftirsóttu líðan að hafa í REM-draumi. Draumar „Huldu“ 1. Mér finnst ég vera stödd í stóru og fallegu húsi. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja, breiðir stigar, súlur og gyllt er áberandi. Þarna eru samankomnir ættingjar mínir og nöfnur systur minnar eru áberandi. Mér finnst að ég eigi að syngja með annarri systur minni sem er söngkona. Ég er í hvítum kjól sem er að hluta gegnsær, hann er mjög fallegur og mér finnst ég falleg. Þegar tónleikarnir eru að hefjast, byrjar systir mín að rífast við mig og segir að ég eigi ekkert með að syngja með henni því ég syngi svo illa. Ég rýk út en er stoppuð nokkrum sinnum á leiðinni af ættingjum mínum sem segja mér að ég sé svo falleg og skilja ekkert í mér að fara. Þegar ég kem út stend ég á breiðum tröppum og fyrir neðan þær er torg og svo sjór, ég er ein og allt er óviðjafnanlega fallegt eins og maður ímyndar sér að hafi verið í Róm til forna. Allt í einu gengur að mér ungur fallegur maður og biður mig að giftast sér. Ég segi ekki neitt, brosi og geng í burtu. Allt í einu er ég stödd í rúmi með manni sem ég hef átt í sambandi við. Við erum nýbúin að elskast og ég tek eftir að mér hefur blætt í kjólinn minn fallega. Ég græt yfir því en fer svo og þvæ það og næ blóðinu úr. Mér léttir mikið en er hissa á því að þetta virðist ekki skipta vin minn neinu máli. 2. Mér finnst ég vera umsjónar- maður í sumarbúðum. Þar er allt fullt af börnum og sonur minn líka. Ég ætla í bað og finn skítugt bað- herbergi, það er fullt af gluggum og mér finnst fólk vera að kíkja inn og hneykslast á mér. Ég fylli samt baðið og þvæ mér eitthvað, tek svo handklæði og vef því utan um mig. Ég finn gamla brúðarkjólinn minn sem er allur rifínn og er ég leið yfir því. Samt fer ég í hann, ríf allar blúndur af honum og sé þá að hann er bara fallegur án þeirra og ég tek mig vel út í honum. Hann er þó hálf gegnsær. 3. Inn í lófunum á mér byrja að vaxa viðbjóðslegir húðlitir stórir sveppir. Allt í einu koma rifur á þá og út úr þeim hvít blóm á stönglum sem vaxa hratt og detta svo af. Þessu fylgir mikill sársauki en á eftir eru lófarnir heilir. 4. Ég finn hatt sem ég hef skreytt með hári af mér (hafði gert það 10 árum áður) og er mjög glöð að finna hann. Ég tek hárið og festi það við höfuð mitt, það virkar mjög eðlilega og öllum sem ég hitti finnst þetta frábært (mér finnst þetta samt hálf hallærislegt) og þeir segja að það klæði mig miklu betur að vera með sítt hár. Mér finnst ég vera að hjóla um bæinn og það eru kosningar og mikið um að vera. Ég á eitthvað að hjálpa til við kosning- amar og eftir því sem líður á drauminn breytist liturinn á hárinu á mér úr dökku (minn litur) í næst- um hvítt hár. Ráðning Þessir fjórir draumar snúast um þig á tímum þrenginga og upp- gjörs. Fyrsti draumurinn lýsir per- sónu þinni sem þú er að pæla út í tengslum við eigið sjálf og teng- ingu við ytra umhverfi. Af þeirri skoðun má ráða að þú sért víðsýn (húsið) og opin (gegnsæi kjóllinn) manneskja með göfugar kenndir en nokkuð köld (lýsing á innviðum hússins) í háttum og ekki laus við öfund (nöfnur systur þinnar). Um- hverfið (ættingjar) tekur þér vel en áttar sig ekki almennilega á því sem kalla mætti dynti (þú ætlar að syngja þótt þú getir það ekki) í fari þínu en þér finnst sjálfsögð fram- koma, þar með talinn þótti (forn- Róm). Þá kemur fram í þessum draumi að þú hafir segulmagn á hitt kynið en samskipti þín við það séu ekki sem skyldi og þú botnir hreinlega ekki í hegðunarmunstri karlmanna. í öðrum draumi ertu í sjálfskoð- un að finna út hvað fór úrskeiðis í ákveðnu máli og hvað þú getir gert til að koma í veg fyrir að slíkt ger- ist aftur. Blúndurnar eða það sem þær spegla í huga þér virðist sá punktur sem þú leitar að. Einnig ertu að skilgreina ytri áhrif sem valda leiðindum í huga þér og þú vilt losna við. Þriðji draumurinn er blanda af þáttum í fari þínu. Það er eins og 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.