Morgunblaðið - 06.11.1999, Page 14

Morgunblaðið - 06.11.1999, Page 14
14 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBBR 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Leikskólinn Norðurberg í Hafnarfirði er umhverfísvænn leikskóli Ur flestöllu gömlu getum við búið til eitthvað nýtt Hafnarfjörður Á LEIKSKÓLANUM Norðurbergi í Hafnarfirði eru rúmlega 60 börn og 10 starfsmenn, samt er minna í rulsatunnu leikskólans eftir vikuna en á heimilum flestra fjöguiTa manna fjölskyldna. Sorphirðumennirnir þurfa ekki einu sinni að rúlla tunn- unni út í bíl, heldur tína bara þá örfáu poka sem í henni eru upp úr. Haustið 1997 hófst þróun- arverkefni á Norðurbergi þar sem stefnt var að því að gera leikskólann vistvænan. Fengin var fjárveiting frá menntamálaráðuneytinu til verkefnisins og vinnuhópar settir af stað sem tóku að sér ýmis verkefni með það markmið að gera starf leik- skólans vistvænt og veita börnunum umhverfismennt- un. Berum ábyrgð í nútið og líka til framtíðar Anna Borg, leikskóla- stjóri á Norðurbergi, segir verkefnið hafa gengið von- um framar og að bömin séu fljót að tileinka sér það sem þeim sé kennt og að þeim finnist þetta þar að auki al- veg stórskemmtilegt. Fjög- ur markmið voru sett í upp- hafi. Að leikskólinn Norður- berg yrði umhverfisvænn, að starfsfólk leikskólans yrði gert hæfara og sér bet- ur meðvitandi um hvað það er að vera umhverfisvænn, að bömin yrðu virkjuð og frædd um hve mikilvægt það sé að bera virðingu íyrir náttúranni og ganga vel um hana, að sorp yrði flokkað, það endurnýtt sem hægt er og að neysluvenjur yrðu sparsamari. Anna segir marga leikskóla í Hafnar- firði hafa orðið umhverfis- væna í kjölfarið á þróunar- vinnu þeirra og einnig sé byrjað að vinna í þessu á fleiri stöðum á höfuðborgar- svæðinu. Anna segir að þau vilji tala um umhverfis- menntun en ekki umhverfis- fræðslu því börnin séu þátt- takendur í henni. Þau sitji ekki undir fræðslu frá starfsfólkinu heldur sé það fyrirmyndir og er umhverf- ismenntunin fléttuð inn í daglegt líf barnanna. Á leikskólanum er úr- gangur og rusl flokkað og allt endurannið sem hægt er. Börnin nota ýmislegt sem til fellur í föndur og listsköpun og endurvinna sjálf pappír með því að rífa niður afgangspappír, leggja hann í bleyti, sigta hann og hengja til þerris. Mataram- búðir eru flokkaðar og sett- ar í endurvinnslukassa og matarafgangar í safnkassa og það era börnin sjálf sem sjá um að koma öllu á sinn rétta stað. Einnig er börn- unum kennt að slökkva alltaf ljós þegar það er eng- inn inni í herberginu og skrúfa fýrir vatnið þegar enginn er að nota það. „Auðvitað er rétt að byrja á þessum yngstu krökkum," segir Anna. „Ég hef fulla trú á því að börn sem byrja að læra þetta svona ung verði miklu fljótari að aðlag- ast breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu. Jörðin tekur ekki endalaust við og við verðum að hugsa fram í tímann. Það er- um við sem ber- um ábyrgð í nú- tíð og við beram líka ábyrgð til framtíðar." Naglar og sinnepstúpa Ýmis fleiri verkefni eru á dagskrá. Börnin hreinsa fjöra í nágrenninu og tína rusl í grennd við leik- skólann. Til stendur að búa til grænmet- isgarð og þá átta börnin sig á því að þau geti ræktað sinn eigin mat og borðað hann. Anna segir að börnin læri smám saman mikilvægi þess að hugsa vel um umhverfið, sérstaklega vegna þess að í daglegu lífi sínu á leikskól- anum geri þau svo margt sem að því snýr. Að sjálf- sögðu komi þau svo heim full af fróðleik og hugmynd- um um hvernig megi geri heimili sín umhverfisvænni. „Einu sinni þegar við vor- um að hreinsa fjörana fund- um við risastóra hrúgu af nöglum sem við hreinsuðum upp og tókum með okkur til að láta endurvinna í Sorpu. Við ræddum um hvað væri hægt að gera við naglana, til dæmis að búa til áldósir eða skrúfur. Pabbi einnar stúlkunnar sagði mér svo að þau hafi stuttu seinna verið í eldhúsinu heima og hann Anna Borg UmhvorN^VÉoni í' loi!<okólor' ^ Það sem leikskólínn flokkar: Jsa Lífrænn úrgangur og garðúrgangur Settur í opinn og lokaðan safnkassa L Fernur Settar í endurvinnslugám Pappír, dagbiöð og tímarit ) vOÝ/ Endurunnið, nýr pappír er búin til á 'i leikskólanum. Einnig endurnýtt að 1 stórum hluta, t.d. í listsköpun, annars sett í endurvinnsugám. Bylgjupappi, niðursuðudósir, ál, gler, leir, gosumbúðir, timbur Umbúðir utan af kornamat Klipptar til og notaðar í listsköpun Rafhlöður Farið með á bensínstöð Kertastubbar Farið með á olíustöð Ydd Notað í listsköpun og umframmagn fer í safnkassa Morgunblaðið/Ásdís Isak Arnarson, 4 ára og Anna Iris Pétursdóttir, 5 ára, skola mjólkurfernur svo hægt sé að endurvinna pappírinn í þeim. Jóhann Kári ívarsson, 4 ára, og Freyja Dís Jónsdóttir, 5 ára, fara með matarleifar út í safnkassa. hafí ætlað að fara að henda sinnepstúpu þegar stúlkan hljóp að honum og æpti: „Pabbi, pabbi, ekki henda sinnepstúpunni við getum búið til nýja nagla úr henni!“ Þama er hún náttúrlega að blanda öllu saman en samt er hún að segja það sem máli skiptir. Það sem hún er raunverulega að segja er: Hugsaðu áður en þú hendir, því hún er búin að átta sig á því að úr flest öllu gömlu, getum við búið til eitthvað nýtt.“ Ráðstefna um samfélagsþróun næstu aldar á höfuðborgarsvæðinu Aukín samvinna sveit- arfélaga nauðsynleg Höfudborgarsvædid NAUÐSYNLEGT er að auka veralega samstarf og samvinnu sveitarfélaga á höfðuborgarsvæðinu næstu árin, að því að fram kom á ráðstefnu sem haldin var á vegum svæðisskipulags fyrir höfuðborgarsvæðið í gær. Á ráðstefnunni voru kynntar niðurstöður vinnu- hópa sem fjölluðu um mis- munandi þætti í framtíðar- sýn höfuðborgarsvæðisins og kom berlega í ljós að sveitastjórnarmenn hafa hug á að leggja aukna áherslu á samvinnu og samstarf í framtíðinni. Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir borgarstjóri sagði að nauðsynlegt væri að endur- skipuleggja Samtök sveit- arfélaga á höfðuðborgar- svæðinu, eða leggja þau jafnvel niður í núverandi mynd. Ingibjörg Sólrún kynnti niðurstöður vinnuhóps um samstarf sveitarfélaga, en í þeim hópi voru jafnframt allir sveitarstjórar á höfuð- borgarsvæðinu. Telur hóp- urinn að mikilvægt sé að samstarf sveitarfélaganna í SSH verði endurskipulagt og að sveitarfélögin samein- ist um ákveðna framtíðar- stefnu, eða ímynd, m.a. til að nýta ákveðin sóknarfæri. Einnig kom fram að höfuð- borgarsvæðið sé í raun eitt atvinnu- og búsetusvæði sem þurfí að standast sam- keppni við erlendar borgir um menntað og hæft vinnu- afl. I samtali við Morgun- blaðið sagði borgarstjóri að engum á ráðstefnunni, sem tekið hefði þátt í sveitar- stjórnarstörfum á höfuð- borgarsvæðinu, blandist um það hugur að mjög mikilvægt væri að koma á auknu og betra samstarfi og ekki eins brokkgengu samstarfi og verið hefur. „Það er bara markmið í sjálfu sér að koma því á. Ég held að menn finni meira fyrir þessu nú en áð- ur, vegna þess að menn skynja mjög sterkt að höf- uðborgarsvæðið, sem heild, er í samkeppni við borgar- samfélög í útlöndum,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Samtök sveitar- félaganna máttlítil Hún segist líka telja að menn hafi áttað sig á því að sveitarfélagamörkin, sem í huga sveitarstjómarmanna skipti ákaflega miklu máli, skipti fólk orðið sáralitlu máli. Fólk hreyfí sig mikið á milli bæjarfélaga og sam- sami sig frekar þeim hverf- um og bæjarhlutum sem það býr í, en ekki einhverj- um stjórnsýslumörkum. Ingibjörg Sólrún segir að talsvert mikið vanti upp að SSH hafi nógu sterka pólitíska stöðu og að þeim skorti einnig vald til ákvarðanatöku. Hún telur að gefa þurfi samtökunum meiri slagkraft og mikil- vægi. Hún segist frekar hlynnt þeirri hugmynd að hafa sameiginlega stjórn yftr ákveðnum málaflokk- um, en sveitarfélögin haldi sjálfstæði sínu í öðrum. Hins vegar telur hún ekki æskilegt að sameina öll sveitarfélögin, en við það yrði til alltof stórt og viða- mikið sveitarfélag. Sveitar- félögin eigi frekar að sam- einast um að framselja ákveðið vald í tilteknum málaflokkum þar sem það er hagkvæmt, en á öðrum sviðum geti verið mikil- vægt að hafa ákveðna sér- stöðu og sveigjanleika til að beita mismunandi þjón- ustu. „Mér finnst ákveðið til- efni til bjartsýni og að kominn sé sameiginlegur skilningur á því að við þurf- um að taka á þessum mál- um. Ég er hins vegar hrædd við það, af fenginni reynslu, að þegar við nálg- umst lokapunktinn í svæð- isskipulaginu og menn þurfa að standa andspænis erfiðum ákvörðunum, að þá fari einhverjir að hlaupa út undan sér, líka til að skora pólitísk stig heimafyrir. Það er ákveðin hætta og mikilvægt að menn átti sig á þessari hættu.“ Hættum að ala á togstreitu og ríg „Það er mikilvægt að menn átti sig á því að þetta er eitt búsetusvæði og þetta er eitt atvinnusvæði. Og að við sveitarstjórnar- menn hættum að ala á tog- streitu og ríg í þessum mál- um. I dag geram það alveg óspart, sem er hvorki sveit- arfélögunum, atvinnulífinu né íbúunum til hagsbóta," segir Ingibjörg Sólrún.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.