Morgunblaðið - 06.11.1999, Síða 35

Morgunblaðið - 06.11.1999, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 35 LISTIR Kjöt LEIKLIST Kaffileikhúsið Ó - ÞESSI ÞJÓÐ! Iiöfundur texta: Karl Ágúst Úlfsson. Höfund- ur tónlistar: Hjáimar H. Ragnarsson. Leik- sljóri: Brynja Benediktsdóttir. Hönnuður leik- myndar og búninga: Rannveig Gylfadóttir. Ut- setjari og tónlistarstjóri: Óskar Einarsson. Ljósahönnun: Ævar Gunnarsson. Leikarar: Agnar Jón Egilsson, Erla Ruth Harðardóttir, Karl Ágúst Úlfsson og Vala Þórsdóttir. Fimmtudagur 4. nóvember. KARL Ágúst Úlfsson er fjölhæfur höf- undur sem hefur skrifað allt frá hádramat- ískum verkum niður í lauflétta kabaretta fyrir leiksvið en fyrst og fremst hefur hann samið fyrir sjónvarp, enda okkar mikilvirkasti höfundur gamanmála í þeim miðli - sennilega frá upphafi Islands- byggðar. Hér tekst hann enn og aftur á við kabar- ettformið, en á gjörólíkum forsendum en áður. í þessu verki er gríðarmikið kjöt á beinunum, safaríkt og lokkandi. Nýsam- settur og ferskur leikarahópur, styrk leik- stjóm og afar fjölbreytt útlit sýningarinnar gæða textann hfi. Einstaklega skemmtileg tónlist með laglínum sem grípa mann við fyrstu hlustun bætir um betur. Sýningin er eins og að komast í nýmeti á þorranum - langþráð og endurnærandi. Fyrir þá sem hafa unun af því að greina menningarfyrirbæri í frumparta sína og rýna í hvemig þau verða til og virka í sam- félaginu er um auðugan garð að gresja. Sjálfsmyndarfræðingar sérstaklega kæm- ust hér í feitt. Verkið fjallar í heild um hópsjálfsmynd þessarar litlu þjóðar (jafnt minnimáttarkennd sem mikilmennskubrjál- æði) og veltir sér upp úr þeim fjölmörgu á beinunum klisjum sem orðið hafa til þar við komandi í aldanna rás. Athygli vekja þeir kaflar þar sem höfundur ástundar naflaskoðun og snýr sér að því að skyggna eigið sjálf, sérstaklega sem við kemur stöðu hans sem textasmiðs. Pæling- ar um hinn óöragga höfund sem fær gagnrýni á texta sinn frá leik- urunum, texta sem fjalla um okkar sjálfsmyndarskertu þjóð - öll súp- an býður upp á ýmsar vangaveltur um sjálfsöryggi hóps jafnt sem ein- staklings. Verkið einkennist af mislöngum atriðum sem eru lauslega tengd saman. Það hefur verið töluvert stytt, en það mætti enn skera út einstaka atriði til að þétta sýning- una og styrkja. Kómíkin einkennist af orðaleikjum, spaugilegum að- stæðum og absúrd húmor - það er guðsþakkarvert að neðanþindar- brandaramir era víðs fjarri (og að sjálfsögðu tæpt á því í sýningunni svoleiðis texti líðist ekki). Ef tæpt er á pólitík er jafnvel örlítill brodd- ur í gríninu, eitthvað sem er orðið alltof sjaldgæft í íslenskum gaman- málum. Tónlist Hjálmars H. Ragnars- sonar lyftir þessu safni stuttra grínþátta á hærra plan kabaretts- ins. Lögin eru einföld og mjög að- gengileg og höfundur er ófeiminn við að líkja eftir stíl ýmissa tón- skálda, allt frá Weill til íslenskra sönglagahöfunda. Óskar Einarsson svo hressilega undir á píanóið að Grjótaþorpsins geta vonandi notið tónlist- arinnar með leikhúsgestum. Vala Þórsdóttir er fremst meðal jafningja Morgunblaðia/Sverrir Leifur heppni og skipshöfn hans eygja Vínland: Erla Ruth Harðardóttir, Vala Þórsdóttir og Agn- ar Jón Egilsson í hlutverkum sínuni. I bakgrunni " Agúst tílfsson í hlutverki Leifs, en hann er jafnframt höfundur verksins. er Karl. spilar íbúar í leikarahópnum. Henni tekst að bregða sér í allra kvikinda líki og lifa sig innilega í stystu svipmyndir og framkalla áhrif þeirra á áhorfendum. Leikur hennar var í senn ný- stárlegur, hnitmiðaður og einlægur. Karl Ágúst Úlfsson sést alltof sjaldan á sviði. Rrafturinn og einbeitingin sem ein- kenna leik hans er ekki öllum gefin. Þegar fylgst er með tilfinningaeimyrjunni sem kraumar undir niðri kemur upp sú hug- mynd að það væri gaman að sjá hann fást við harmræn hlutverk. í gamanleiknum stekkur Karli ekki bros - stfll hans er stfll þöglu grínistanna sem fær áhorfendur til að hlæja að gríninu en finna jafnframt til með þolandanum um leið. Erla Ruth Harðardóttir er orðin æfð gamanleikkona og leikur af miklum krafti; það er t.d. augljóst að hún er líkamlega vel á sig komin. Hún hefur sterka tilfínningu fyi-ir tímasetningu í kómík og nýtir sér það til fullnustu. Það er áberandi að starf henn- ar í sjónvarpi hefur fært henni sjálfsöryggi og reynslu sem lyftir henni á hærra plan en áður. Hún má bara gæta sín að detta ekki ofan í alþekkt hlutverk - t.d. brá hún fyrir sig austur-evrópska hreimnum í atriði þar sem hún lék Norðmann. Agnar Jón Egilsson hefur tekið stórstig- um framförum á stuttum leikferli sínum. Hann á ennþá eftir að læra töluvert um kó- míska snerpu og látbragð en leikur hans verður sífellt fjölbreyttari og öraggari og það var gaman að sjá hve vel hann stóð sig í þessari sýningu. Búningar, leikmynd og leikmunir vora unnin af ótrúlega mikilli hugmyndaauðgi og nosturssemi. Auk þess era búningar leikkvennanna hreint út sagt glæsilegir. Auknir möguleikar í ljósabúnaði skila sér í markvissari og stflhreinni Ijósum, sem er fagmannlega beitt. Brynja Benediktsdóttir leikstjóri sýnir mikla útsjónarsemi við að nýta sem best takmarkað leikrýmið og hún spilar á hæfileika hvers um sig í hópnum til að skapa fjölbreytta sýningu sem er athygl- isverðari og eftirminnilegri en aðrar slíkar hafa verið í seinni tíð. Hún ýtir undir von um að gamanmálahöfundar landsins snúi sér að viðfangsefnum sem meira púður er í - af nógu er að taka. Sveinn Haraldsson Kúgun íslensks raunveruleika LEIKLIST Leikfélag Reykjavfkur LEITIN AÐ VÍSBENDINGU UM VITSMUNALÍF í ALHEIMINUM Höfundur: Jane Wagner. Þýðandi: Gísli Rúnar Jónsson. Leikstjdri: María Sigurðardóttir. Leikmyndar- og bún- ingahönnuður: Elín Edda Árnadóttir. Ljósahönnuður: Lárus Björnsson. Hljóðhönnuður: Baldur Már Arngríms- son. Leikari: Edda Björgvinsdóttir. Föstudagur 5. nóvember. ÞESSI einleikur er ættaður af Broadway. Hann var skrifaður fyr- ir leikkonuna Lily Tomlin, sem er ein þekktasta gamanleikkona Bandaríkjanna og fræg bæði fyrir sviðs- og kvikmyndaleik. Verkið er að sjálfsögðu skrifað með aðstæður þar í landi í huga. I verkinu koma fram nítján persónur. Hver og ein þessara persóna hefur sín einkenni. Það er skipt hratt á milli hlutverka og skotist fram og til baka í tíma og rúmi. Veikleiki uppsetningarinnar á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu felst í öllum ofangreindum atriðum og hve illa verkið fellur að íslenskum aðstæðum. Gísli Rúnar Jónsson þýð- andi dettur oft niður á snilldarlausn- ir í þýðingu og á stundum - sérstak- lega í seinni hlutanum - tekst stað- færingin vel. Aftur á móti era ótal staðir í textanum þar sem aðstæður í bandarískri stórborg eiga ekki við hér á landi - seint verður hægt að gera Hlemm að Times Square; heimilislausar pokakonur eru ekki menningarfyrirbæri sem Islending- ar tengja við Laugaveginn. Hinn bandaríski hippakúltúr og eftir- hreytur hans urðu ekki að fjölda- hreyfingu á Islandi. Hinar fjölmörgu persónur krefj- ast ótrúlegrar einbeitingar, hug- myndaauðgi og skipulags af leik- stjóra og leikara. í þessari uppsetn- ingu era persónurnar ekki dregnar nógu skýrum dráttum til að það sé ljóst hvaða hlutverk Edda er að leika hverju sinni. Það er á fárra leikara færi að hafa á takteinum nítján afgerandi ólíkar persónur og að geta skipt milli þeirra á örskots- stundu þannig að áhorfendur viti alltaf hver eigi orðið. Hérna hefði hjálpað að nota eitthvað búninga- kyns sem tákn fyrir hvert eitt hlutverk en sú ákvörðun var tekin að nota í nær öllu verkinu sama búninginn eins og í frumuppfærslunni. I þessu felst meginbrota- löm þessarar sýningar. Áhorfendur áttu erfitt með að gera greinarmun á persónunum og fullt í fangi með að fylgja flókn- um ferðum fram og aftur í tíma. Atriði sem áttu samkvæmt textanum að gerast hér á landi stöng- uðust á við íslenskan veruleika. í verkinu minn- ist ein persónan á að hún hafi losnað undan kúgun raunveraleikans; sýningin hér og hinar séramerísku aðstæður eru þvert á móti kúgaðar af íslenskum raunveraleika. Aftur á móti er margt vel gert í þessari sýningu. Aðalbúningur Eddu er einfaldur og smekklegur og sviðsmyndin þjál og stílhrein. Búningurinn í upphafsatriðinu gefur hins vegar vísbendingu um það sem hefði getað orðið. Ljós- in era oft mjög skemmtilega notuð en hljóðmyndin treystir um of á er- lendar hljóðupptökur og sama tón- listin er of mikið notuð. Edda á hér góða spretti, oft í kómík en á stundum sýnir hún á sér sjaldséða hlið og sökkvir sér í dramatíkina. Hún hefði þurft mun styrkari og hugvitsamlegri leik- stjórn til að sýningin næði tilgangi sínum. Sveinn Haraldsson KALEVALA UM VEROLD VIÐA Dagskrá og sýningar í Norræna húsinu nóvember—desember MÁNUD. 8.11. kl. 18.00 Norræn bókasafnsvika hefst. Hjörtur Pálsson skáld les úr sagnabálkinum KALEVALA og Sari Páivarinne sendikennari les sama texta á finnsku. MIÐVIKUD. 10.11. kl. 20.00 Fyrirlestur. Dr. Ojars Lams frá Lettlandi talar um lettneska söguljóðið Lacplesis. FIMMTUD. 11.11. kl. 9.00 og 14.00 Námskeið fyrir böm og fullorðna. Virginija Stommiene frá Litháen kennir að klippa myndir úr pappír með goðsögur og hetjur að fyrirmynd. FIMMTUD. 11.11. kl. 20.00 Fyrirlestur: Virginija Stommiene frá Litháen; Goðsagnir og tákn í Litháen. FÖSTUD. 12.11. kl. 10.00 og 14.00 Brúðuleikhús eistneska ríkisins sýnir Smaladrengur er konungur. Fyrir leikskóla og leikhúsfólk. Túlkað á íslensku. FÖSTUD. 12.11. kl. 20.00 KALEVALA - DANSTÓNLEIKAR - dans og tónlistarspuni. Reijo Kela, Heikki Laitinen og Kimmo Pohjonen. Aðgangur kr. 1.000. LAUGARD. 13.11. Kl. 15.00 - Opnuð sýningin LIFI KALEVALA í sýningarsölum. Kl. 20.30 ETNOPOP TONLEIKAR - LYYRAN TÁHTIKUVIO. Aðgangur kr. 1.000. SUNNUD. 14.11. OPIÐ HÚS ALLAN DAGINN Kl. 12—16 í kaffistofu verða réttir frá Kirjálahéraði. Kr. 1.000. Kl. 13—14.30 Lyyran táhtikuvio, tónleikar fyrir böm og trumbugerð Kl. 14.30 og 15.30 Brúðuleikhússýning: Smaladrengur er konungur. Kl. 14—17 Virginija Stommiene, sýnikennsla í klippimyndagerð. Kl. 17—19 Erkki Pirtola listgagnrýnandi og listamennimir Heikki Violainen, Sanni Seppo, Ritva Kovalainen og Johannes Setálá sem eiga verk á sýningunni Lifi Kalevala segja frá Kalevala og hvemig þau túlka kvæðin í verkum sínum. Sýningar: í anddyri: 29.10.-17.il. PRE KALEVALA 8.11. —19.12. Kalevala Kom, skartgripir 20.11. —19.12. Heimildasýning um KALEVALA í sýningarsöium: 13.11—19.12. LIFI KALEVALA - list um finnskt þjóðemi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.