Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 27 ÚR VERINU Ályktun aðalfundar LIÚ Langtíma sátt við siómenn mikilvæg Samningur við sjávarútvegsráðuneytið um útflutningsálag á ferskan físk „Niðurstaðan öllum til góða“ Morgunblaðið/Golli Fundarmenn ræða málin. Valdimar Bragason, útgerðarstjóri Snæ- fells, Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja og Bjarni Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri ÚN. ÚTVEGSMENN telja mikilvægt að sátt náist við sjómenn í komandi kjarasamningum til langs tíma. Til þess að svo megi verða þarf að ná samkomulagi um að heildarlauna- kostnaður útgerðar taki mið af því þegar tekin er í notkun ný tækni og fækkað er í áhöfn. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar Lands- sambands íslenskra útvegsmanna sem haldin var í gær. I ályktun fundarins var batnandi ástandi þorskstofnsins á undan- fömum áram fagnað og ótvíræðum vísbendinum um að óhætt verði að auka þorskveiðar á næstu árum. Þrátt fyrir jákvæð áhrif hlýsjávar væri það áhyggjuefni hversu loðnu- veiði gekk illa í sumar. Minnkandi rækjustofn hafi ennfremur valdið miklum samdrætti í rækjuveiðum og vinnslu. Óviðunandi stofnmæl- ing á úthafskarfa hafi auk þess orð- ið til þess að lögð er til mikil skerð- ing á heildarafla. Þá valdi mikil skerðing á veiðiheimildum í skar- kola miklum erfiðleikum. Þessar aðstæður í hafa telja útvegsmenn að kalli á að fyllsta aðhalds sé gætt í öllum tilkostnaði við veiðarnar. í ályktun fundarins segir enn fremur að verð á helstu botnfiskaf- urðum í miklvægustu markað- slöndum Islendinga hafi lækkað nokkuð undanfarið. Þá hafi verð á mjöli og lýsi lækkað um meira en helming á einu ári, þótt nú bendi margt til þess að botninum sé náð. Innlent verðlag hafi farið hækkandi og gæta þurfi þess að verðbólga verði ekki viðvarandi vandamál að nýju. Verð á olíu hafi hækkað mikið á árinu eftir að hafa verið í sögu- legu lámarki um síðustu áramót. Auðlindaskattur er lands- byggðaskattur Fundurinn taldi ennfremur mik- ilvægt að samkeppnisstaða sjávar- útvegsins á erlendum mörkuðum verði ekki skert með sérstökum skatti á útveginn. Auðlindaskattur væri fyrst og fremst landsbyggðar- skattur, þar sem sjávarútvegsfyrir- tæki væru rekin í sjávarbyggðum við strendur landsins. Nú þegar greiddi útgerðin á annan milljarð króna á ári í sérstök eftirlits- og þróunargjöld. Frekari álögur á greinina myndu enn auka á þær fjárhagslegu þrengingar sem mörg fyrirtæki í greininni eiga við að stríða. Þá varaði fundurinn við þeirri miklu vaxtahækkun sem orð- in er hér á landi og hækkun gengis íslensku ki-ónunnar í kjölfarið gagnvart mikilvægum viðskipta- myntum. Þessi þróun rýri sam- keppnisstöðu atvinnugreinarínnar og sé nú þegar komin að hættum- örkum. Ennfremur lagði fundurinn til að starfsemi Kvótaþings verði hætt og lög um það verði afnumin strax. Þá var talið nauðsynlegt að kanna hvort hægt sé að koma starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs fyrir með öðram hætti en á vegum ríkis- ins, t.d. samningsaðila sjálfra. „ÞETTA er niðurstaða sem kemur okkur öllum til góða,“ segir Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri Bergs - Hugins hf. í Vestmanneyj- um, um ákvörðun sjávarútvegsráð- herra um lækkun á útflutningsálagi á ferskan fisk, en meðal annars eyk- ur það tekjur flotans í Eyjum um 75 milljónir á ári, að sögn Magnúsar. „Málið hefur farið illa í alla frá því umræða hófst um niðurfellingu og allir geta verið ánægðir með þessa farsælu lausn, sem við náðum.“ Magnús segir að útvegsmenn hafi unnið að því áram saman að fá nið- urfellt útflutningsálag á ferskan fisk. „Við töluðum alltaf fyrir mjög daufum eyrum þar til Þorsteinn Pálsson fékkst til að lækka gjaldið á ýsunni úr 20% í 15% 1996. Þá urðu menn gífurlega glaðir og héldu að framhald yrði á en þegar ekkert gerðist fékk ég lögfræðing til að fara í málið fyrir mig. Munnlegur málflutningur átti að vera fimmtu- daginn 4. nóvember en þá óskaði ráðuneytið eftir því að við frestuð- um honum. Ég neitaði því, sagði að hann færi fram á tilsettum tíma enda hefði málið dregist alltof lengi og ég vissi að það tæki eitt til þrjú ár í dómskerfinu. Þá hafði ráðherra samband við mig og í stuttu máli náðum við samkomulagi. Ég dró stefnuna til baka og tók á mig allan kostnað en í samkomulaginu felst að gjaldið á þorskinn fer úr 20% í 17%, í 15% 1. september 2000 og í 10% 1. september 2001. Gjaldið á ýsu, ufsa, karfa og grálúðu, sem var 15% verð- ur 10% frá og með 1. september síð- astliðinn..“ Magnús segir að samkomulagið hafi mikla þýðingu og meðal annars auki það tekjur Eyjaflotans um 75 milljónir á ári. „Hvað mitt fyrirtæki varðar er ljóst að hefði álagið á liðnu ári verið komið niður í það sem það er nú, 17% á þorsk og 10% á aðrar tegundir, hefði það þýtt sjö til átta milljóna króna tekjuauka miðað við einn bát, en þetta þýðir 75 milljónir í auknar tekjur á ári fyrir Eyjaflot- ann.“ .-----........... Kemur í desember BÚIST er við að nýtt hafrann- sóknaskip komi hingað til lands í desember en skipið er nú í smiðum í Asmar-skipasmíðastöðinni í Chi- le. Afhendingu skipsins hefur seinkað nokkuð en gert var ráð fyrir að það kæmi til Islands í lok ágúst sl. Að sögn Jóhanns Sigur- jónssonar, forstjóra Hafrannsókn- astofnunarinnar, eru nú prófanir í gangi í Chile, enda um að ræða mikið af flóknum rafdrifsbúnaði. Að því loknu ætti að vera hægt að sigla skipinu heim til Islands en siglingin frá Chile tekur 24 til 26 sólarhringa. Fj ölnotasparnaður Rúmgóður og þægilegur Daihatsu Gran Move er rúmgóður og þægilegur fjölnotabíll sem hentar jafnt í snúninga sem ferðalög. Lofthæð er mikil og dyrnar stórar, þannig að auðvelt er að setjast inn og stíga út. Barnastólar valda engum erfiðleikum. Hægt er að stækka farangursrýmið í 800 lítra með því að fella niður bakið á aftursætinu. Hlaðinn búnaði Af ríkulegum staðalbúnaði Gran Move má nefna tvo öryggispúða, vökvastýri, rafdrifnar rúður og spegla, samlæsingu, útvarp og segulband með fjórum hátölurum, plussáklæði, fjóra höfuðpúða, tvískiptan málmlitog ræsitengda þjófavörn. Bíllinn erjafnframt fáanlegur með sjálfskiptingu og ABS-hemlalæsivörn. Gran Move sjálfskiptur 1.520.000 kr. - Gran Move beinskiptur 1.400.000 kr. Brimborg-Þórshamar Bíley Betri bílasalan Bilasalan Bílavík Tvisturinn Tryggvabraut 5, Akureyri Búðareyri 33, Reyðarfirði Hrlsmýri 2a, Selfossi Holtsgötu 54, Reykjanesbæ Faxastíg 36, Vestmannaeyjum Slmi 462 2700 Sími 474 1453 Slmi 482 3100 Slmi421 7800 Sími 481 3141 <&r brimborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.