Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999______________________ ERLENT Jóhannes Páll II páfi í opinberri heimsókn til Indlands MORGUNBLAÐIÐ Fjármálamarkaðir í Noregi Reuters Heittníaðir hindúar mótmæla komu páfa í Nýju-Delhí í gær. Krefjast þeir þess meðal annars að trúboð verði bannað. hwa Hindu Parishad, hefur einnig hvatt páfa til að endurstaðfesta yfir- lýsingu frá Páfagarði varðandi lög- mæti annarra guða, til að bæta sam- skiptin milli hindúa og kaþólskra. Á miðvikudag var birt kveðja Páfa- garðs til hindúa, þar sem hvatt er til frekari samvinnu milli trúarbragð- anna tvennra, þrátt fyrir að þau væru afar ólík. Aðeins 2,5% af 960 milljónum íbúa Indlands játa kristna trú, og hafa of- sóknir gegn þeim aukist á undan- fornum árum, samfara uppgangi herskárra hindúa í stjórnmálum landsins. Um 24 milljónir manna til- heyra kristnum samfélögum á Ind- landi, og þar af eru 16 milljónir kaþ- ólskar. Kristilegu mannréttindasamtökin United Christian Forum for Human Rights segjast hafa vitneskju um 150 ofbeldisverk sem framin hafi verið gegn kristnum mönnum vegna trúar þeirra á Indlandi á síðustu tveimur árum, samanborið við 38 árásir sem tilkynnt var um á árabilinu 1964 til 1996. Ráðist hefur verið á presta, nunnum nauðgað og eldur lagður að kirkjum og kapellum. Erfiðir tímar fyrir kristna Nýja-Delhí, Vatíkanið. AFP, AP, Reuters. JOHANNES Páll páfi II sækir Ind- land heim á erfiðum tímum íyrir kristna menn í landinu. Áður en páfi lenti í höfuðborginni Nýju-Delhí í gær höfðu herskáir hindúar staðið íyrir mótmælum gegn komu hans víða um landið. Krefjast þeir þess að beðist verði afsökunar á framferði kaþólsku kirkjunnar fyrr á öldum. Þá hafa of- sóknir gegn kristnum mönnum á Ind- landi færst í vöxt með ári hverju. Fjögurra daga heimsókn páfa til Indlands er ætlað að styrkja trúboð kaþólsku kirkjunnar í Asíu við ár- þúsundamót. Herskáir hindúar á Indlandi hafa tekið það óstinnt upp, en þeir hafa ásakað kaþólsku kirkj- una um að neyða blásnauða hindúa til að snúast til kristni. Hefur sú krafa verið sett fram að páfinn biðj- ist formlega afsökunar á grimmdar- verkum kaþólsku kirkjunnar gegn hindúum í Goa, sem var nýlenda Portúgala, fyrir nokkrum öldum. Hreyfing heittrúaðra hindúa, Vis- Erfðafræði fyrir alla Opið hús og kynning á viðfangsefhum erfðafraeðinnar í dag kl. 14.00 Erfðafræði gegnir sífellt veigameira hlutverki við rannsóknir á orsökum ýmissa sjúkdóma. Aðferðir erfðafræðinnar og sú tækni sem notuð er í greininni em í stöðugri þróun. íslensk erfðagreining er í fremstu röð fyrirtækja sem sinna þessari þekkingarleit. Nú býðst þér tækifæri til að kynnast starfsemi fyrirtækisins og ffæðast um viðfangsefni nútímaerfðafræði. Dagskrá Kl. 14.00: Fyrirfestur um grunnþætti erfðafræðinnar. Kynning á ættfræðikerfi íslenskrar erfðagreiningar. Kl. 15.00: Gengið um rannsóknarstofur í fylgd með vísindamönnum. Kl. 1530: Kaffiveitingar. Allirvelkomnirá meðan húsrúm leyfir. ÍSLENSK ERFÐAGREINING Lynghálsi 1 • 110 Reykjavík • Sími 5701900 • www.decode js Deilt um eignarhald á Kreditkassen Harðar deilur eiga sér nú stað í Noregi um eignarhald á fjármála- fyrirtækjum og þá ekki síst kaup erlendra fyrirtækja á norskum peningastofnunum. í NOREGI er nú deilt um eignar- hald á fjármálafyrirtækjum í tilefni af því að sænskir bankar hafa sýnt áhuga á að kaupa í norska Kreditkassen. Skiptar skoðanir eru um hvort norska ríkið eigi áfram að reka viðskiptabanka eða hvort slík tilhögun sé tímaskekkja. Fyrfr viku lagði fjármálaráðherra Noregs, Gudmund Restad, fram frumvarp sem hafa mun mikil áhrif á framtíð norsks fjármálamarkaðar, verði það að lögum. Samkvæmt frumvarpinu mun norska ríkið halda áfram að eiga þriðjungshluta í Kreditkassen og Den norske Bank, sem eru tveir stærstu viðskipta- bankamir í Noregi. Nái frumvarpið fram að ganga þýðir það að tilboði finnsk-sænsku bankasamstæðunnar MeritaNord- banken í Kreditkassen verður hafnað. MeritaNordbanken, sem er annar stærsti banki á Norðurlönd- um, gerði hluthöfum í Kreditkassen tilboð í ágúst síðast- liðnum og hafa miklar deilur staðið um hvort ríkið ætti að ganga að til- boðinu eða ekki. Það hefur enn aukið á vanda ríkisstjómarinnar að í byrjun síðasta mánaðar bauð sænski Handelsbanken einnig í Kreditkassen og var það tilboð nokkru hærra en tilboð Merita- Nordbanken. Veltur á afstöðu Verkamannaflokksins I Noregi eru í gildi reglur sem banna einstökum aðilum, þ.e. fyrir utan ríkið, að eiga meira en 10% í fjármálafyrirtækjum. í frumvarpi ríkisstjórnarinnar er haldið fast við þessa meginreglu en ein und- antekning heimiluð. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að fjármálafyrir- tæki megi eiga allt að 25% hlut í öðru fjármálafyrirtæki ef um skipulegt samstarf fyrirtækjanna er að ræða. Óvissa ríkir um hvort frumvarp ríkisstjómarinnar nær fram að ganga á Stórþinginu eða ekki. Málið er jafnvel talið geta leitt til þess að minnihlutastjórn Kjell Magne Bondevik neyðist til að fara frá. Niðurstaðan mun að öllum líkindum ráðast af því hvemig þingmenn Verkamannaflokksins, stærsta flokksins á þingi, munu greiða at- kvæði en það er ekki ljóst enn sem komið er. Formaður flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, Thor- bjorn Jagland, hefur gefið í skyn að flokkurinn geti hugsað sér að selja hlut ríkisins í öðram af bönkunum þar sem ríkið er í ráðandi stöðu. Ör- lög frumvarpsins og ríkisstjórnar- innar munu hugsanlega ráðast fyrir lok næstu viku þegar tilboð MeritaNordbanken rennur út. Nauðsynlegt að Norðmenn eigi viðskiptabanka Kauptilboð sænsku bankanna hafa orðið tilefni mikilla umræðna í norskum fjölmiðlum um eignarhald á fjármálafyrirtækjum og skipulag á norskum fjármálamarkaði. And- stæðingar þess að ríkið selji hlut sinn í bönkunum halda því fram að nauðsynlegt sé að Norðmenn eigi sjálfir viðskiptabanka til að tryggja hagsmuni sína. Þeir halda því einnig fram að einungis með því að ríkið haldi ráðandi hlut sínum sé hægt að koma í veg fyrir að bankarnir lendi í eigu útlendinga. Margir frammámenn í norsku at- vinnu- og viðskiptalífí hafa tekið undir þessi sjónarmið. I fyrsta lagi er því haldið fram að norskur banki muni taka betra tillit til norsks at- vinnulífs en banki í erlendri eigu sem einungis starfaði í samræmi við arðsemisjónarmið. Það sé betra að vera einn af stærstu viðskiptavinum norsks banka en viðsldptavinur númer 50 í norrænum banka sem er með höfuðstöðvar í Stokkhólmi. I öðm lagi er á það bent að með því að höfuðstöðvar banka flytjist úr landi tapist mikilvæg þekking og hæfir starfsmenn. Þannig minnki samkeppnishæfni norsks fjármála- markaðar við að bankarnir lendi í höndum útlendinga. Rilíissljórnin föst í fortíðinni Þeir sem eru fylgjandi sölu ríkis- bankanna hafa undrast rök af þessu tagi og hafa gagnrýnt ríkisstjómina fyrir að vera fasta í fortíðinni og vilja ekki horfast í augu við breyttar aðstæður. Raunar hefur svipuð gagmýni heyrst um afstöðu stjóm- arinnar til sölu ríkisfyrirtækja al- mennt - henni er borið á brýn að hún láti þjóðernishyggju ráða ferð- inni. Erlend stórfyrirtæki sem hafa sýnt vilja til þess að sameinast norskum fyi’irtækjum hafa orðið frá að hverfa vegna afstöðu stjóm- valda. Skemmst er að minnast þess er sænski atvinnumálaráðherrann, Björn Rosengren, kallaði Noreg „síðasta ráðstjórnarríkið“ vegna erfiðleikanna í tengslum við sam- rana Telia og Telenor. Fylgjendur sölunnar benda á þá staðreynd að fyrirtæki á fjármála- mörkuðum heimsins hafa verið að stækka mikið að undanförnu með samrana og yfirtöku. í Evrópu hafi þessi þróun nýlega fengið byr undfr báða vængi með tilkomu evrunnar. Þeir halda því fram að ríkisstjómin sé að reyna að stöðva þróun sem á undanförnum áram hefur leitt til fjölda sammna banka á Norður- löndum. Á síðustu árum hafa bankar og fjármálastofnanir á Norðurlöndum verið í óða önn að sameinast og hafa sumir líkt ástandinu við kapphlaup. Þvi hefur verið haldið fram að innan fárra ára verði aðeins eftir þrír til fjórir bankar á Norðurlöndum. Þeir sem eru fylgjandi því að norska rík- ið selji hlut sinn í bönkunum benda á að hnattvæðing efnahagslífsins neyði fjármálafyi’irtæki til að hag- ræða og stækka svo þau verði betur í stakk búin að mæta samkeppni er- lendis frá. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar í þessu máli halda því einnig fram að norskir viðskiptavinir fái síður en svo lakari þjónustu þótt eignarhald á norskum bönkum færist að hluta til úr landi. Samkeppnin valdi því að enginn banki geti lifað af nema bjóða viðskiptavinum sínum bestu mögulegu þjónustu. Ennfremur sé rangt að halda því fram að unnt sé að halda í mikilvæga þekkingu og mannauð með því einu að ríkið selji ekki hlut sinn. Eftir að frjáls för fjármagns og vinnuafls kom til í Evrópu þurfi annars konar ráðstaf- anir af hendi stjórnvalda tii að tryggja að fjármálastofnanir vilji halda úti starfsemi í Noregi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.