Morgunblaðið - 06.11.1999, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 06.11.1999, Qupperneq 48
‘ 48 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ skemmtilegt. Við nánari kynni sá- um við hvílíkt eðalmenni Geiri var, því ekki einasta var hann fróður um allt sem gerðist í sveitinni, þekkti hvern stokk og stein, heldur var hann líka mjög fús til að miðla að- komufólki af þekkingu sinni. Við vorum svo heppin að njóta sérstakrar leiðsagnar Geira um fáfamar náttúruperlur Mývatns- sveitar, sem enn eiga eftir að vera uppgötvaðar af hinum almenna ferðamanni. Hann sýndi okkur stór- merkilegan íshelli og yndislega gjá sem hægt var að baða sig í á laun. Hann þekkti sveitina sína vel og rataði um óbyggðirnar eins og af eðlishvöt. Hann var bam náttúr- j. unnar, lifði í náttúrunni og virti hana. Mývatn var vatnið hans og fuglamir sem þar bjuggu voru sér- stakt áhugaefni. Inni í litlum skúr á Ytri-Neslöndum leyndist risastórt safn af fuglum, sem Geiri hafði safn- að, merkt og komið fyrir á hagan- legan hátt. Hann þekkti allar teg- undirnar með nafni og gat gert þeim góð skil á staðnum. Hann dreymdi um að gera stórt safn með líkani af Mývatni þar sem fuglunum yi-ði komið fyrir í sínu rétta um- hverfi. Kannski sá draumur verði einhvern tímann að vemleika. Til marks um fuglakunnáttu hans og áhuga á fuglum rifjast upp eitt lygnt og fallegt kvöld í Mývatns- r sveitinni eins og þau gerast best. Við lögðum leið okkar í Höfða, sett- umst þar niður og nutum þess að horfa út á spegilslétt vatnið og á fuglana sem þar syntu. AUt í einu sá Geiri himbrima og fór að kallast á við hann og gerði það í drykklanga stund. Skemmtilegra sjónarspil höfðum við sjaldan orðið vitni að og munum ávallt geyma með okkur. Geiri var ekki bara vitur og góð- hjartaður heldur var hann líka alltaf til í að skemmta sér. Þegar eitthvað stóð til, böll vom í Ydölum eða partí í nágrenninu var hann mættur á Econoline-bílnum sínum og keyrði alla skemmtanaglaða þangað sem ferðinni var heitið. Geiri var alltaf manna skemmtilegastur og alltaf með bros á vör. Hann hafði í sér sérstakan hæfileika til að hjálpa fólki, án þess að manni fyndist hann vera að fóma sér. Hann hafði hrein- lega gaman af að vera öðmm innan handar. Þennan eiginleika mátum við mikils. Vegna alls þessa syrgjum við Sig- urgeir sárt. Við hugsum um örlög hans með trega í hjarta og tár á vanga. Minningin um þennan góða og skemmtilega mann er gull sem við geymum innst í hjarta. ' Við biðjum almættið að hugga fjölskyldu hans og vini alla. Kristín Björk, Ragna Sara, Eva María, Maggí, Þór og Stefanía. „Tjaldið fellur. Mynd þín sést ei meir; minningin er geislabrot á kveldi." (Jón Hinriksson.) Það var þungbær lífsreynsla að vakna morguninn 27. október sl. við hljóð þyrlunnar og fréttir um alvar- legt slys á Mývatni. Skömmu síðar barst fregn um að Sigurgeir Stef- ánsson - Geiri í Neslöndum - hefði fundist látinn um nóttina. Hugurinn hvarflar til baka til þess tíma þegar eldri böm okkar hjónanna voru í skólanum á Skútustöðum. Tveir skólabræður þeirra voru frá Ytri- Neslöndum, Sigurgeir og Stefán (Geiri og Fáni). Sonur okkar fékk m.a. að fara heim með þeim og gista eina helgina og hafði af því mikla ánægju. Þeir bræður eru nú báðir látnir af slysförum langt um aldur fram; Stefán fyrir 19 árum þá aðeins 17 ára. Þeim prúða dreng kynnst ég aðeins lítillega en kynni mín af Geira hafa aukist með árunum. Fáum ef nokkrum hef ég kynnst ,K jafn hjálpsömum og greiðviknum sem honum og gilti þá einu hvort um var að ræða að gera við dekk eða aðstoða ferðamann með bilaðan bíl, lána bílinn sinn eða sýna ferða- fólki fugla- og eggjasafnið sem hann kom sjálfur á fót og starfrækti í Ytri-Neslöndum. Mér er þó minnisstæðast er við hjónin nutum hjálpsemi Geira eitt sinn fyrir u.þ.b. 10 árum. Við vorum á leið til útlanda og fórum akandi til Reykjavíkur. Þegar við vorum í Borgarfírði og komið var fram á kvöld uppgötvuðum við að vegabréf- in höfðu gleymst heima. Brottför frá Keflavík var snemma morguninn eftir og góð ráð dýr. Laust fyrir mið- nætti fengum við Geira til að koma með vegabréfín á móti syni okkar sem fór akandi frá Reykjavík. Og auðvitað tók hann bón okkar Ijúf- mannlega eins og við var að búast. Þeir mættust í nágrenni Blönduóss um miðja nótt og utanlandsferðinni var borgið. Svona var Geiri. Að koma upp safni í Ytri-Nes- löndum var einstakt framtak. I því eru nær allir íslenskir fuglar og egg allra íslenskra varpfugla en við starfrækslu safnsins hefur Geiri líka notið dyggrar aðstoðar fjöl- skyldu sinnar. Fyrirtæki okkar, Eldá, hefur í allmörg ár beint hóp- um ferðamanna og einstaklingum í safnið nær daglega á sumrin og höfum við átt mjög ánægjuleg sam- skipti við Geira og aðra fjölskyldu- meðlimi í því sambandi. Og ferða- menn hafa haft mikla ánægju af heimsóknum í safnið. Vonandi tekst að starfrækja það áfram í Ytri-Nes- löndum. Þá munu frásagnir af stofnanda safnsins, frumkvöðlinum Sigurgeiri, vekja athygli ferða- manna, jafnt erlendra sem inn- lendra. Eg minnist samvista við Geira á lognkyrru kvöldi sl. sumar. Hann hafði komið að beiðni minni til að aðstoða ferðafólk sem átti í vandræðum með bíl sinn. Við töluð- um um fugla eins og oft áður en hann var kunnugri fuglalífi Mý- vatnssveitar en flestir aðrir. Hann sgaði mér m.a. frá varpinu í Ytri- Neslöndum sem hann hefur hirt um mörg undanfarin ár. Með natni og góðri umhirðu hefur honum tekist að auka andavarp þar svo að það mun nú óvíða þéttsetnara við Mý- vatn. Mig grunaði ekki að leiðir myndu skilja svo fljótt. En að leiðariokum vil ég þakka ánægjuleg samskipti og hjálpsemi í gegnum árin. Ég trúi því að endurfundimir við bróðurinn Stefán og aðra ástvini handan móð- unnar miklu hafi verið kærieiksríkir og að náttúruunnandinn Geiri í Neslöndum njóti núna nýrrar og æðri fegurðar og friðar. Foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum votta ég dýpstu samúð okkar hjón- anna og bama okkar. Jón Illugason. Grimma vatn! Nú sýnir þú mér sakleysi þitt. Glottir jafnvel. Þegar birta sólar, eftir langa nótt, lýsir blóðvöll næturinnar. Sakleysislegt öldugjálfrið við bakkann, segjandi. „Ekki mín sök.“ „Ekki reiðast." Grimma vatn! Þegar myrkur byrgði sýn, tókstu félaga, vin. Gleyptir líf manna. Með hamslausu ölduróti, freyðandi ólgu og látum. Ég leitaði ströndina, í skerjum og hólmum, óð krapaís í mitti. Vonaði. Á bakkanum sit ég nú hnípinn, sigraður, hugurinn dofmn. ... geng áfram út í lífið. Geiri, kæri félagi. Mig langar að kveðja þig með nokkram orðum. Þakka samverastundimar. Ogleym- anlegar ferðir í Loftahelli, samveru- stundir með eldhúsmeyjum á hóln- um, allar ferðimar í sumri ungra drengja. Skemmtun næturinnar og fegurð morgunsólarinnar, þegar þú skilaðir mér í Voga. Þú varst alltaf glaður og jákvæð- ur, greiðvikinn. „Ungmennafélags- andinn," það varst þú. Brosið þitt geymi ég í minningunni. Takk fyrir allt. Foreldram, systkinum og að- standendum öllum votta ég mína dýpstu samúð og megi guð styrkja þau í sorg sinni. Ólafur Stef. - Gróðursæll. BJARNI HELGASON + Bjarni Helgason fæddist í Nes- kaupstað 27. októ- ber 1919. Hann lést 26. október sl. á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. For- eldrar voru Jón Helgi Bjarnason, f. 27. maí 1888, d. 6. september 1953, og Soffía Guðmunds- dóttir, f. 30. nóvem- ber 1893, d. 29. jan- úar 1925. Bjarni missti móður sína 5 ára gamall, hann ólst upp hjá föðurbróður sinum Guðmundi Bjarnasyni og konu hans Sigurbjörgu Olafsdóttur í Hellisfirði. Bjarni átti fjögur systkini, Guðmund, f. 12. febrú- ar 1912, d. 20. desember 1974, Björgu f. 4. mars 1915, Ólafíu, f. 16. maí 1920, Soffíu, f. 23. janú- ar 1925. Bjarni kvæntist 2. júní 1943 Elísabetu Þórhallsdóttur frá Litlu-Brekku á Höfðaströnd, f. 15. janúar 1917. Foreldrar hennar voru Þórhallur Ast- valdsson og Helga Friðbjarnar- dóttir. Þau hófu búskap á Nes- kaupstað en fluttu suður í Garð 1954 og bjuggu þar það sem eft- ir var. Nú dvelur Elísabet á Garðvangi, Garði. Börn Bjarna og Elísa- betar eru: 1) Helga Sigurbjörg, f. 6. októ- ber 1943, maki Jó- hann Þorsteinsson, f. 26. september 1942, börn þeirra eru Bjarni, f. 11. janúar 1963, d. 28. október 1991, maki hans var Sigrún Högnadóttir, f. 19. júní 1969, barn þeirra er Ásdís Björg, f. 22. ágúst, 1991. Þor- steinn, f. 27. júlí 1963, maki Ingveldur Ásdís Sigurðardóttir, f. 8. apríl 19’73, börn þeirra eru Sólveig Helga, f. I. febrúar 1995 og Elísabet Osk, f. 5. febrúar 1997. Björn Þórhallur, f. 3. september 1967, maki Mar- grét Marísdóttir, f. 6. apríl 1969, börn þeirra eru Kristófer Már, f. II. nóvember 1987, Jóhann Helgi, f. 23. ágúst 1990, Bjarni Freyr, f. 7. apríl 1995. Hlynur f. 16. júní ‘71, maki Þórhildur Jónsdóttir, f. 16. desember 1975, börn þeirra eru Ámundi Georg, f. 1. júní 1995 og Sunneva Rós, 3. ágúst 1999. Njörður Jóhannsson, f. 10. sept- ember 1975, maki Berglind Elva Lúðvíksdóttir, f. 7. júlí 1975, barn þeirra er stúlka (óskírð), f. 2. október 1999. 2) Hjördís, f. 25. júlí Elsku pabbi, okkur langar til að minnast þín í nokkrum orðum. Nú era búinn að fá hvíldina eftir löng og erfið veikindi. Þú þurftir snemma að horfast í augu við lífið þegar þú 5 ára misstir móður þína,og varst sendur í fóstur til frænda þíns Guðmundar og konu hans Sigurbjargar sem bjuggu á Sveinsstöðum í Hellisfirði. Einu sinni sagðir þú okkur frá þegar þú varst keyptur fyrir eldspýtustokk til að fara í fóstur í Hellisfjörð því að systir þín vildi ekki fara. Við minnumst þín sem góðs föður og afa sem vildir allt fyrir okkur gera og hugsaðir vel um hjörðina þína og varst svo góður við bamabömin. Við minnumst þess líka þegar við voram litlar og þú varst á togurun- um fyrir austan og varst í burtu um hátíðar og við voram að senda kveðjur í útvarpið. Þú vannst alltaf mikið og varst trúr vinnuveitendum þínum. Það var líka mikill ævintýra- Ijómi yfir því þegar farið var á hverju sumri til Skagafjarðar til að heimsækja ömmu og afa og annað skyldfólk. En í huganum lifir minn- ing um góðar og skemmtilegar stundir sem við áttum með þér. Við viljum þakka starfsfólki Hlé- vangs í Keflavík, Garðvangi í Garði og Heilbrigðisstofnun Suðumesja fyrir góða umönnun í veikindum hans. Elsku mamma, missirinn er mik- ill og söknuðurinn sár. Guð gefi þér styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Ég sendi þér kæra kveðju nú kominn er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því að laus ert úr veikinda viðjum. Þín verðld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er Ijós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Sigurbjörg og Hjördis. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefúr hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Komið er að hinstu kveðju, Bjarni tengdafaðir minn er dáinn, það er margs að minnast, fyrstu kynni mín af Bjarna byrjuðu þegar ég sem unglingur fór að vinna í frystihúsi í Garðinum, þá var hann vélamaður á staðnum. Það var síðan breiður faðmur Bjarna sem tók á móti mér, og bar aldrei skugga á þegar kynni okkar Helga hófust. Við byrjuðum okkar búskap í húsi tengdaforeldra minna, Vík, Garði, og var samband- ið við þau því mjög náið. Eins var það þegar þau fluttu sig tO innan Garðsins þá bjuggu þau hjá okkur þar tO þeirra húsnæði var tilbúið, sem var í næstu götu. Það eru ein- göngu góðar minningar sem ég á um Bjarna, og við nánari kynni komu í ljós hans heilindi og greið- vikni gagnvart mér og ef ég bað um eitthvað þá hálfhljóp hann til að klára verkið og þótti mér oft nóg um. Hann var elskaður og dáður af mér og mínum börnum, enda alltaf athvarf hjá afa og ömmu í Eyjaholt- inu. Bjarni var mikdl fjölskyldumað- ur, og var mjög umhugað um alla fjölskyldumeðlimi, og bjó að mínu mati í mjög ástríku hjónabandi og hefur Eh'sabet stutt sinn mann vel í gegnum tíðina. Sorgin knúði dyra hjá Bjarna ásamt allri fjölskyldunni þegar dóttursonur hans og nafni Bjarni Jóhannsson lést af slysföram 28.10. ‘91, og var það honum mjög þungbært eins og nærri má geta. Það kemur tO með að vanta hlekk í fjölskyldukeðjuna, þar sem Bjarni verður ekki með okkur um næstu jól, sem verður skrýtið þar sem þau hjón hafa verið hjá okkur á aðfanga- dagskvöld s.l. 23 ár. Um persónu- leika Bjarna má segja að hlýja og traust var hans aðalmerki fyrir mig, én hann hafði sitt skap, átti tO að vera þungur sem bar þó aðallega á nú hin síðustu ár, bitnaði að vísu stundum á þeim sem síst skyldi en þreytt sál í veikum líkama tjáði sig á þennan hátt. Heilsu Bjarna hefur hrakað mjög undanfarin ár og hefur hann oft þurft að dvelja á sjúkra- stofnunum um lengri og skemri tíma, sem átti nú ekki við minn mann. Hann var orðinn langþreytt- ur á ástandinu og tjáði sig oft um það, ég fylgdi honum eftir í öllum hans veikindum, skildi vel stöðuna og veit að Bjarni var hvfldinni feg- inn. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðumesja, en var undir það síð- asta vistmaður á Garðvangi í Garði ásamt eiginkonu sinni. Hjúkrunarfólki og læknum á báð- um stofnunum sendi ég mínar bestu 1945, maki Sigurður Sigurðs- son, f. 3. mars 1943, börn þeirra eru Lára Sigþrúður, f. 28. apríl 1963, maki Sturla Þorgrímsson, f. 10. janúar 1955, börn þeirra eru Sigurður Þór, f. 2. septem- ber 1983, Hjördís, f. 10. nóvem- ber 1987 og Bjarni Þór, f. 31. desember 1996. Elísabet, f. 5. júlí 1964, maki Jósef Matthías- son, f. 23. júlí 1962, börn þeirra Valgerður, f. 8. júní 1988, Sig- dór, f. 10. apríl 19’87 og Valdís, f. 3. janúar 1995. Guðríður, f. 10. nóvember 1965, maki Finn- ur Dani'elsson, f. 8. júní 1968, börn þeirra eru Eva Dís Há- konardóttir, f. 23. nóvember 1992 og Aron Elvar, f. 28. ágúst 1997. Sóley, f. 21. ágúst 1972, maki Ingvar Berg Dagbjarts- son, f. 8. júní 1973, barn þeirra er Dagbjört, f. 3. maí 1996. 3) Jón Helgi, f. 22. mars 1953, maki Aðalheiður Valgeirsdóttir, f. 19. október 1955, börn þeirra eru Linda, f. 6. janúar 1976, maki Sigmar Scheving, f. 26. nóvember 1971, barn þeirra er Andri, f. 23. febrúar 1999. Bjarni, f. 8. júní 1979, maki Kristín Björg Halldórsdóttir, f. 22. ágúst 1975. Bjarni fór snemma að vinna fyrir sér og var sjómennska hans aðalstarf, eftir það starfaði hann sem vélstjóri í frystihúsi, og si'ðustu starfsár var hann starfsmaður Varnarliðsins. títför Bjarna fer fram frá tít- skálakirkju, Garði, í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. þakkir fyrir frábæra hjúkran, alúð, og umönnun. Einnig vil ég koma á framfæri þökkum til Aðalbergs Þórarinssonar leigubflstjóra í Kefla- vík sem Bjami treysti svo vel til flutnings á sér og sinni konu sem er í hjólastól, þegar eitthvað stóð til og þurfti sérstakan bíl til flutnings. Ég votta tengdamóður minni, að- standendum og ástvinum Bjarna mína dýpstu samúð. Hvfl í friði, elsku vinur, þín tengdadóttir, Aðalheiður Valgeirsdóttir. Við horfum upp til himins, niður úr skýjunum brjótast sólargeislarn- ir, skýin sjálf svo litfögur, stórfeng- leg og bregða upp litrænum mynd- um, þvflíkt meistaraverk. Þú ert kominn til himins, heim, elsku afi. Minningar um þig, elsku afi, eru svo margar, dýrmætar og hjartfólgnar, allt frá því við vorum litlar stelpur og nú fullorðnar konur. Afi var svo ljúfur maður og miðlaði svo ríku- lega af kærleika, nærgætni og já- kvæðri hugsun. Ekkert verður samt og áður. I huga okkar ríkir söknuð- ur, þakklæti til afa og djúp virðing en um leið sú gleði yfir því að þú skulir vera kominn til himinsins, heim þar sem ljós friðarins fylgir þér á æðri stigu. Alltaf var það mikið tilhlökkunar- efni þegar við voram að fara í heim- sókn til ömmu og afa í Garðinn. Það var alltaf svo gott og gaman að koma til þeirra, fyrst í Víkina og síðar í Eyjaholtið, alltaf var tekið á móti ökkur með opnum örmum og alltaf var amma tilbúin með pönnu- kökurnar og afi lumaði á einhverju góðgæti til að stinga upp í okkur. Alltaf var afi tilbúinn að sinna okk- ur þegar við komum til hans, ógleymanlegir era bfltúrarnir sem farnir voru. Það var keyrt niður á bryggju, út á skaga og til Sandgerð- is og svo þegar farið var til Kefla- víkur á föstudögum til að versla, vora það ógleymanlegar ferðir. Eitt atvik er mjög minnisstætt en það var þegar ein okkar systra var í baði í Víkinni og þá sá hún rottu skjótast yfir gólfið og öskraði á afa og með sinni rósemi tókst honum að drepa rottuna og róa stelpuna. Þetta atvik lýsir afa mjög vel. Aldrei minnumst við þess að hafa séð afa skipta skapi, hann tók alltaf öllum hlutum með slflcri rósemi, og ég held að við höfum öll lært mikið af honum. Þegar líða tók að jólum færðist spenningur í okkur systur á Húsa-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.