Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Flokkun gististaða hvati til aukinna gæða FERÐAMALARÁÐ íslands hefur kynnt flokkunarkerfi fyrir gististaði á íslandi, sem taka mun gildi hinn 1. september á næsta ári. Samgöngu- ráðherra fól ráðinu að semja staðal- inn fyrr á árinu, sem og að hafa eftir- lit með flokkun gististaðanna. Sam- tök ferðaþjónustunnar voru höfð með í ráðum og tóku þau þátt í gerð staðalsins. Að sögn Tómasar Inga Olrich, formanns Ferðamálaráðs, er þetta í fyrsta skipti sem íslenskir gististaðir eru flokkaðir eftir íslensk- um staðli. Fáir hefðu fengið svo mikið sem eina stjörnu Flokkunarkerfið er ekki lögbundið heldur er það hugsað sem mark- aðstæki fyrir eigendur og stjórnend- ur gistihúsa og þeim frjálst að óska eftir að gististaðir þeirra verði flokk- aðir. Pá er kerfið ætlað ferðamönn- um til glöggvunar, þannig að þeir viti við hverju er að búast er þeir velja sér gististað. „Kerfi sem þetta hefur reynst hvati til aukinna gæða,“ segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri enn fremur og bendir á að oft þurfi menn ekki að laga nema nokkur smáatriði til að gististaðir þeirra færist upp um flokk. íslenska kerfið er samið að danskri fyrirmynd en lagað að ís- lenskum aðstæðum. Það tekur ein- ungis til hlutlægra þátta þ.e. hvort tiltekin þjónusta eða aðstaða er til staðar en gæði þjónustunnar er ekki metin, enda er hún að sögn Magnúsar afar árstíðabundin hér á landi. Yfir 100 atriði eru tekin fyrir í staðli flokkunarkerfisins, allt frá fjölda herðatrjáa í fataskápum og staðsetningar rafmagnsinnstungna til stærðar herbergjanna og lyftu- fjölda á gististaðnum. „Við fengum sérfræðinga frá Dan- mörku til að meta til reynslu 15 ólíka gististaði víðsvegar um landið og þá kom í ljós að mjög fáir hefðu fengið svo mikið sem eina stjörnu,“ segir Elías Gíslason, forstöðumaður ferða- málaráðs á Akureyri, og vísar til þess hversu nákvæmur staðallinn er. ,Að mínu mati er hæpið að nokkur íslenskur gististaður fengi 5 stjörn- ur samkvæmt staðlinum, ef þeir væru metnir á þessari stundu,“ segir Magnús, „en það kemur að sjálfsögðu í ljós þegar flokkunin fer fram.“ Danska kerfið er notað í Dan- mörku, á Grænlandi og Málmeyjar- svæðinu og er það, að sögn Magn- úsar, von manna innan ferðamála- greinarinnar að með tímanum muni Morgunblaðið/Golli Magnús Oddsson, Tómas Ingi Olrich og Elías Gislason kynna flokk- urnarkerfí fyrir gististaði á íslandi. staðallinn verða samnorrænn. Skrifstofa Ferðamálaráðs Islands á Akureyri tekur við umsóknum um flokkun gististaða. Starfsfólk skrif- stofunnar mun einnig sjá um eftirlit með staðlinum og að fylgjast með þróun gistihúsa þannig að flokkunar- kerfið dagi ekki uppi heldur verði í samræmi við kröfur og þarfir mark- aðarins hverju sinni. Fyrirtækið Rekstur og ráðgjöf Norðurlandi ehf. mun sjá um að meta gististaðina. Breytt skipulag í Trygginga- stofnun ríkisins VIÐAMIKLAR breytingar hafa ver- ið gerðar á húsnæði og innra skipu- lagi Tryggingastofnunar ríkisins. Karl Steinar Guðnason, forstjóri stofnunarinnar segir að með þessu sé verið að búa hana undir nýja öld. „Við erum búin að koma allri starf- semi undir eitt þak sem hefur mikla þýðingu fyrir viðskiptavinina auk þess sem innra skipulag verður mun skilvirkara." Framkvæmdir við hús- næði Tryggingastofnunar á Lauga- vegi hófust fyrir rúmu ári og var ver- ið að leggja lokahönd á þær á fostu- dag. Karl Steinar segir að svigrúm hafi myndast til þess að bæta starfsemi stofnunarinnar eftir að ákvörðun hefði verið tekin um að fella ákvæði um skipulag stofnunarinnar. Segist hann vona að stofnunin sé sú síðasta sem þarf að búa við að lög séu um hvemig skipulag hennar skuli hátt- að. Kostnaður við framkvæmdirnar hljóðar upp á 280 milljónir. Trygg- ingastofnun fjármagnar hluta af þeirri upphæð með sölu fasteigna en afgangurinn kemur úr ríkissjóði. 011 þjónusta á einum stað Meðal helstu breytinga á þjónustu stofnunarinnar er ný þjónustumið- stöð sem verður rekin á fyrstu hæð í húsnæði stofnunarinnar. Dögg Kára- dóttir forstöðumaður segir að þjón- ustumiðstöðin komi til með að breyta miklu fyrir skjólstæðinga stofnunar- innar. „Hægt verður að reka öll sín mál í miðstöðinni og því þarf fólk ekki lengur að fara á marga staði til þess að fá úrlausn sinna mála. Einnig erum við búin að aðskilja vinnslu og úrlausn mála og það kem- ur til með auka öryggi og gera alla þjónustu skilvirkari.“ ’ í kjölfar breytinga á stofnuninni hefur hún opnað heimasíðu á Netinu, en slóðin þar er tr.is. Þar er hægt að ná í allar upplýsingar um almanna- tryggingakerfið og fleiri mál sem tengjast því. I gegnum heimasíðuna verður hægt að fá sent til sín bæk- linga og umsóknareyðublöð frá stofnuninni. Framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar um úrskurð skipulagsstjóra Munu leggja fram tilhlýðileg gögn sé þess nokkur kostur GUNNAR Örn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar á Mý- vatni, segir að forsvarsmenn Kísiliðj- unnar muni taka sér góðan tíma í að fara yfir úrskurð skipulagsstjóra rík- isins varðandi frekari kísilgúrvinnslu í Mývatni en í honum kom fram það álit skipulagsstjóra að ekki hefði ver- ið sýnt fram á að frekari kísilgúr- vinnsla í Mývatni spilli ekki um- hverfi. Sé það mat manna að tiltölu- lega auðvelt sé að afla þeirra viðbót- arupplýsinga, sem skipulagstjóri fer fram á, muni það vitaskuld verða gert. Komi hins vegar á daginn að ill- mögulegt sé að verða við óskum skipulagsstjóra um frekara mat á umhverfisáhrifum megi gera ráð fyr- ir að Kísiliðjan kæri úrskurðinn. „Við erum núna að fara yfir þenn- an úrskurð og munum taka okkur góðan tíma í það,“ segir Gunnar Örn. „Skipulagsstjóri fer fram á það að við vinnum ákveðna vinnu, skilum inn frekari gögnum til þess að hann geti síðan tekið endanlega ákvörðun." Segir hann að hér sé um svo um- fangsmikið mál að ræða að í raun sé eðlilegt að skipulagsstjóri óski eftir frekara mat á umhverfisáhrifum. Það sé í samræmi við lög um skipu- lagsstofnun, þar sem kveðið er á um að skipulagsstjóri geti óskað eftir frekara mati finnist honum frummat ekki duga. Segir enga hættu stafa af kísilgúrvinnslunni í úrskurði skipulagsstjóra er gerð grein fyrir ellefu atriðum sem hann vill að verði könnuð betur í frekara mati á umhverfisáhrifum. Gunnar Örn segir að fljótt á litið sé erfitt að átta sig á því hversu umfangsmikil þessi vinna muni verða fyrir Kísiliðj- una. Verið sé að kanna það og komi á daginn að óskir skipulagsstjóra séu innan skynsamlegra marka þá muni Kísiliðjan vitaskuld leggja tilhlýð- andi gögn fram. Sé skipulagsstjóri hins vegar að fara fram á ómælda vinnu, ef Kísil- iðjan þurfi t.d. að setja einhverjar rannsóknir í gang, sé um tómt mál að tala. Þá megi gera ráð fyrir að Kísiliðjan kæri úrskurð hans til um- hverfisráðherra, en kærufrestur rennur út 10. desember næstkom- andi. Segir Gunnar Örn að næstu vikur verði nýttar vel, m.a. muni þeir aðilar sem unnu upprunalegt um- hverfismat fyrir Kísiliðjuna veita að- stoð sína. Gunnar Örn tók hins vegar skýrt fram að það væri mat stjórnenda Kísiliðjunnar að engin hætta væri fólgin í þvi að leyfa fyrirtækinu að hefja kísilgúrvinnslu í Syðriflóa á Mývatni. Fyrirtækið hefði í 32 ár unnið kísilgúr í Ytriflóa og aldrei nokkum tíma verið hægt að kvarta yfir starfsemi þess þar. Finnur Ingólfsson um athugasemdir ESA Mun taka tillit til ákveðinna athuga- semda FINNUR Ingólfsson, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, seg- ist tilbúinn að taka tillit til ákveðinna þátta í athuga- semdum þeim sem Eftirlits- stofnun EFTA, ESA, hefur gert á nýsamþykktum lögum um tímabundnar endur- greiðslur vegna kvikmynda- gerðar á Islandi. Honum finnst þó óeðlileg sú krafa ESA að endurgreiðsla vegna kvikmyndagerðar verði óskert þótt allt að 20% af framleiðslukostnaði verði til erlendis. „Frumvarpið [um tíma- bundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Is- landi] var afgreitt á tiltölu- lega skömmum tíma í vor og því fengum við ekki formlega afstöðu ESA til þess áður en þar var lagt fram á Alþingi. Nú þegar ESA skoðar lögin gerir hún einkum athuga- semdir við þrjá þætti. í fyrsta lagi telur hún að það þurfi að koma til sterkari áhersla á menningarlegan tilgang lag- anna. I öðru lagi telur hún óeðlilegt að hærra endur- greiðsluhlutfall sé til fram- leiðslu á 120 milljóna kr. kvikmynd heldur en á 80 milljóna kr. kvikmynd. Og í þriðja lagi vill ESA að endur- greiðslan verði óskert þótt allt að 20% af framleiðslu- kostnaði kvikmyndar falli til erlendis.“ Tilbúinn að taka tillit til tveggja þátta Finnur segist tilbúinn að taka tillit til tveggja fyrstu þátt- anna og hefur komið því á framfæri til ESA en segist ósammála þriðja þættinum, eins og áður sagði. „Frumvarpið gengur út á að endurgreiða þann innlenda kostnað sem til fellur og markast af því. Ef endur- greiðslan yrði hins vegar óskert þótt allt að 20% af framleiðslukostnaði kvik- myndarinnar yrði til erlendis værum við að greiða niður kostnað sem til yrði í öðru landi,“ segir ráðherra. Skurnin tekin af eggjunum í vél Morgunblaðið/Ásdís Óskar Jónsson sölustjóri og Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Nesbús, við nýju eggjavélina. NESBÚ ehf. á Vatnsleysuströnd hefur fest kaup á vélasamstæðu til að sjóða egg og hreinsa af þeim skumina. Eggin eru seld þannig til- búin til notkunar, meðal annars til fyrirtækja sem framleiða samlok- ur og salat. Björn Jónsson, framkvæmda- stjóri Nesbús, segir að fyrirtæki sem nota mikið af eggjum við framleiðslu sína hafi haft óhag- ræði af því að fá eggin ekki tilbú- in. Þau hafi verið með sérstakan mannskap í að sjóða egg og taka af þeim skumina, allt upp í tvo til þrjá starfsmenn. Jafnvel séu dæmi um að þau hafi dregið úr notkun eggja af þessum ástæðum. Vélamar sem Nesbú hefúr nú sett upp í kjötvinnslu sem fyrirtækið á aðild að, Esju í Kópavogi, eru þær fyrstu sinnar tegundar sem fluttar em til landsins. Eggin em gufúsoðin og sett í vélar sem bijóta skumina, taka hana af og skola eggin. Síðan er harðsoðnum eggjum pakkað í föt- ur af mismunandi stærð. Tilbúnu eggin em komin á mark- að. Bjöm segir að fyrirteki í sam- loku- og salatgerð kaupi vömna, einnig mötuneyti, hótel- og veit- ingahús og smurbrauðsstofur. „Með því að bjóða þessa þjónustu vonumst við til að geta aukið notk- un eggja. Niðurskorin egg em ódýrasta áleggið á markaðnum og það þarf að gefa fyrirtækjunum kost á að nota þau,“ segir Bjöm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.