Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR KJARTAN ÖG- MUNDSSON + Kjartan Ög- mundsson fædd- ist að Kaldárhöfða, Grímsnesi, 10. maí 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 30. október s.l. Foreldrar hans voru hjónin Elísabet Guðmundsdóttir, frá Efra-Apavatni, f. 27.05. 1884, d. 18.08. 1951 og Ög- mundur Jónsson, bóndi í Kaldár- höfða, f. 8.2.1874, d. 15.10. 1940. Kjartan átti þrjá bræður, þá Guðmund Ragnar f. 7.1. 1917, d. 23.12. 1952, Jón Sölva f. 25.11. 1917, d. 4.12.1978 og Óskar f. 2.6.1923, d. 6.4.1997. Kjartan kvæntist 8. ágúst 1959 eftirlifandi eiginkonu sinni Ingu Bjamadóttur, f. 5.6.1923, en hún átti þrjú börn af fyrra hjóna- bandi: Guðmund Guðmundsson f. 15.4. 1941, maki Þórdís Skarp- héðinsdóttir f. 20.11. 1942, þeirra börn Sveinbjörn og Guð- nin. Bjarna Guðmun- dsson f.15.5. 1942, maki Inga Karólína Guðmundsdóttir f. 17.8. 1943, þeirra börn Heimir, Dagný og Hafdís. Önnu Guð- mundsdóttur f. 30.1. 1950, maki Erlendur Ragnar Kristjánsson f. 12.3. 1944, þeirra börn Benedikt, Fjóla og Erla. Auk þeirra ólst upp á heimili þeirra frá unga aldri Bára Guðnadóttir, f. 8.9. 1947, maki Erling Ragnarsson f. 25.10. 1948 (þau skildu), þeirra böm Ingvar, Steinar Örn og Erla Sigríður. Kjartan og Inga eignuðust soninn Elís Kjartansson, lögreglumann, f. 24.11. 1963. Kona hans er Ragnheiður Kr. Bjömsdóttir, sölumaður fasteigna, f. 4.8. 1964. Hún er dóttir Björns Stefánsson- Elsku pabbi minn, nú _er komið að kveðjustund um sinn. Ég er viss um að nú ert þú á góðum stað þar sem við munum síðar hittast og njóta þess að vera saman, en þær stundir í gegnum árin sem við höf- um átt hafa gefíð mér mikið og mun ég í hjarta mínu geyma þær því minningin um þig, pabbi minn, er svo góð, að um ókomna framtíð mun ég geyma hana í hjarta mínu sem mitt leiðarljós og mun hún veita mér styrk þar til við hittumst áný. Ég minnist áranna þegar ég sem lítill drengur fór með ykkur mömmu í ferðalög um landið, oftar en ekki í óbyggðimar, veiðiferðim- ar sem við áttum saman þá og síðan ávallt, árin sem ég átti hestana og þú helltir þér af alefli út í hesta- mennskuna með mér og hélst áfram að eiga þínar sælustundir með hestunum þínum eftir að ég fór að sinna öðrum hugðarefnum. Ég minnist einnig þeirra stunda þegar þú hjálpaðir mér, með ótrú- legri seiglu, að koma fyrsta húsinu upp sem við Ragnheiður bjuggum í og síðan þeirra ótal stunda sem þú veittir mér aðstoð, við nánast allt sem ég var að fást við í gegnum tíð- ina. Við ræddum ekki innilega tO- fínningar okkar hvors í annars garð í orðum en á milli okkar voru, að mínu viti, sterk bönd sem tengdu okkur tilfinningalega sam- an og gáfu sterkari skilaboð en nokkur orð hefðu áorkað. A svona tímamótum leita minn- ingamar á mann og tilfinningar sem ég hef ekki fundið í langan tíma sækja á mig en ég hugga mig við það að þú þurftir ekki að liggja lengi inni á sjúkrahúsi, aðeins níu daga, í þessari lokaorustu við krabbmeinið sem lagði jafnvel þig að velli. Mikill skóli hefur verið að lifa með þér þennan tíma, allt frá því að þú fórst í aðgerðina í apríl, eiga með þér sumarið vitandi að tíminn yrði ekki langur, fylgjast með þér síðan síðustu vikurnar þegar sjúkdómurinn lagðist á full- um þunga á þig þar til yfir lauk. Ég veit að þú fórst sáttur við allt og alla, saddur lífdaga, með fullri með- vitund, og skynsemi æðruleysisins þar til kallið kom. Ég er þér æva- randi þakklátur hversu góður og heill þú varst bömunum mínum þremur. Ekki kom til greina annað í hugum okkar Ragnheiðar en fyrsta bamið okkar héti í höfuðið á þér því við eram svo stolt af þér, gabbi minn, að orð fá því ekki lýst. Ávallt gættir þú þess að gera ekki upp á milli barnanna en stundirnar sem þið nafnarnir hafið átt saman, veiðilerðimar, hesthúsferðirnar og svo endalaust margt annað, munu lifa. Auk þess eram við ólýsanlega ánægð yfir að bömin okkar hafa veitt þér þá auðsýndu gleði og lífs- fyllingu sem þú naust síðustu árin. Pabbi minn, þú varst náttúrabam af guðs náð, enda var í þínum upp- vaxtarárum ekki um annað að ræða en lifa af náttúrunni heima í Kald- árhöfða, lifa af því sem landið og vatnið gaf, þér leið best í náttúr- unni og teygaðir í þig lífskraftinn með því að ferðast um hana eða við veiðar og munt þú í mínum augum ávallt verða mesti veiðimaður heimsins auk þess sem ég mun að eilífu minnast þín sem heiðurs- manns, í víðasta og marktækasta skilningi þess orðs. Nú ert þú síð- astur af Kaldárhöfðabræðranum sem ferð héðan, en ég veit að Ragn- ar, Jón og Oskar munu nú þegar hafa hitt þig og einnig veit ég að andi þinn mun vera mér og mínum nálægur um ókomna framtíð þann- ig að ég segi af heilum hug, takk fyrir allt og megi Guð varðveita þig, pabbi minn. Þinn sonur, Elís. Allt eins og blómstrið eina uppvexásléttrigrund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, — líf mannlegt endar skjótt. (H. Pétursson) Kæri tengdafaðir og vinur, minningamar um góðan og hlýjan mann leita á mig er ég kveð þig í hinsta sinn í þessu lífi. Eg veit ekki hjálplegri mann og aldrei baðst þú um neitt. Er við Elís byggðum okk- ar fyrsta hús varst þú ávallt til taks. Þegar systir mín og maður hennar byggðu sitt hús þá varst þú einnig til taks. Þegar bróðir minn stóð í flutningum þá varst það auð- vitað þú sem bauðst þig fram og lánaðir bíl og kerra, svona gæti ég talið endalaust upp. Allstaðar varst þú þar sem hjálpar var þurfi og þáðir aldrei neitt að launum. Ég tók eftir því hvað þú áttir til mikla hlýju er börn og dýr vora annars vegar. Þú varst börnunum okkar Elísar mikið góður og á Kjartan Björn nafni þinn sérlega góðar minningar um afa sinn. Stundirnar með afa niðrí kjallaraherbergi að smíða, með afa í berjamó, með afa í hesthúsinu og með afa að veiða. Þessar stundir áttu þið nafnarnir útaf fyrir ykkur og amma hvíslaði oft að mér „ég veit ekki hvor er ánægðari, Kjartan litli eða afi“ því báðir ljómuðu af ánægju. Kristín litla spyr mikið um þig og ég trúi því sem hún sagði er hún frétti um andlátið, en hún horfði í augun á mér er hún sá hversu leið ég var og tók með báðum höndum utan um kinnamar á mér og brosti sínu blíð- asta er hún sagði „Nú er afi glöð“. Ég held Kjartan minn að þetta hafi verið orð að sönnu því þú fórst héð- an sáttur og skuldaðir engum neitt. ar, f. 28.10. 1943 og Huldu B. Lúðvíksdóttur f. 8.7. 1945 en Ragnheiður ólst upp hjá hjónun- um Þorkeli Á. Guðbjartssyni f. 7.10.1915, d. 9.10.1981 og Ragn- heiði Kr. Björnsdóttur, f. 13.1. 1920. Börn Élísar og Ragnheiðar eru Kjartan Björn, f. 20.9. 1991, Kristín Inga, f. 6.2. 1997 og Dag- ur Snær, f. 2.5.1999. Kjartan ólst upp í Kaldárhöfða en fór ungur að árum á vertíðar á Suðurnesjum milli þess sem hann sinnti bústörfum að Kaldárhöfða. Hann starfaði um árabil sem ýtu- stjóri í jarðvinnuframkvæmdum í Grímsnesi og víðar, hann starfaði einnig nokkur ár á Landbúnaðar- verkstæði KÁ, Selfossi þar til hann hóf störf hjá Mjólkurbúi Flóamanna en þar starfaði hann sem mjólkurbílstjóri í tæpa fjóra áratugi þar til hann lét af störf- um 1989 vegna aldurs. Kjartan var einn af stofnendum björgun- arsveitarinnar Tryggva, Selfossi og tók virkan þátt í starfi hennar um árabil, einnig var hann virkur félagi í starfi Rauða krossins og Félagi eldri borgara síðasta ára- tugjnn. títför Kjartans Ögmundssonar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Oft er nú lífið skrítið, en okkar bestu stundir voru eftir að þú veiktist og leiðir okkar lágu saman í tvígang á sjúkrahús. Ég gekk þá með Dag Snæ og þurfti inná sjúkrahús í apríl og svo aftur þegar hann fæddist í maí og í bæði skiptin þurftir þú líka inná sjúkrahús í að- gerð og til meðferðar. Við spjölluð- um mikið saman og þarna kynntist ég þér á annan hátt en ég hafði þekkt þig áður. Þessar stundir sem við áttum þama vora að mínu mati einhverjar þær dýrmætustu í okk- ar samskiptum og tengdumst við hlýjum vináttuböndum þar til yfir lauk. Ég dáðist af því hversu dug- legur þú varst og hversu mikið æðraleysi þú sýndir í veikindum þínum og dreg ég mikinn lærdóm af. Ég kveð þig elsku Kjartan minn með þessum orðum og geymi í hjarta mínu minningu um góðan mann. Með þakklæti og virðingu, þín tengdadóttir, Ragnheiður Kristin Björnsdóttir. Afi minn Kjartan Ögmundsson lést síðastliðinn laugardag á sjúkrahúsinu á Selfossi. Mér er sagt að kvöldið áður hafi hann séð á veggnum á móts við rúmið fallegt landslag, og þangað trúi ég að hann sé nú kominn. Ég minnist afa, ýmist á ferða- lagi, við fjölskyldan ásamt ömmu, afa og Elís, í veiði eða seinna meir með afa í hestamennskunni. Minn- ingar um ömmu í framsætinu á gamla Land Rovernum með harðf- isk og suðusúkkulaði, syngjandi „Ó,ó, óbyggðaferð" á meðan afi og pabbi voru að vaða árnar tO að gá hvort þær væru færar. Afi var sannkallaður ferðagarpur, fróður og víðlesinn um náttúra landsins. Okkur krökkunum þótti mikið sport að fá að fara með honum í vinnuna á mjólkurbflnum. Þá sagði hann gjarna frá nöfnum á fjöllum og ám á leiðinni inn úr og dekraði við mann á leiðinni. Það er fræg setning í okkar fjölskyldu þegar Heimir bróðir var lítfll, þá þurfti hann ekki annað en segja „ég er sveittur" þá fékk hann kók. Á hverjum sveitabæ sem við stoppuðum á í mjólkurferðunum þusti barnaskarinn til hans og lum- aði hann þá gjarnan á kókómjólk og gaf sér tíma til að spjalla við þau. Barngæska var honum í blóð borin og þess fengum við að njóta í ríkum mæli. Böm þeirra Elísar og Ragnheiðar vora hans sólargeislar og naut hann þess fram á síðasta dag að vera í samvistum við þau. Það yrði langur listi að telja upp alla mannkosti afa, en greiðvikni, hjálpsemi og manngæska ásamt góðum skammti af elju og dugnaði nálgast kannski að lýsa honum. Það var afi sem kom því til leiðar að langþráður draumur minn um að komast í sveit rættist, hjá góðu fólki að eystri Pétursey í Mýrdaln- um. Það var líka afi sem kom því til leiðar að draumurinn um að hafa hest á húsi í Reykjavík rættist. Áð- ur var ég búin að vera eins og grár köttur á Selfossi að ríða út með afa og Elísi. En afi útvegaði mér hest til láns eftir að ég hafði lesið að það kostaði jafnmikið að reykja og að reka hest, reykingunum var því fórnað á stalli fyrir hestamennsk- una og hef ég ekki enn séð eftir þeim skiptum. Hestarnfl' voru vinir og sálufé- lagar afa, hann umgekkst þá af virðingu, festu og umhyggju. Ég er svo lánsöm að fá að hafa lifandi minningu um afa minn hjá mér, en það er hesturinn hans, Léttir, 14 vetra, stór og stæðilegur, enda al- inn á mjólk frá unga aldri. Afi var vanur að hirða dreggjarnar úr mjólkurtankinum og gefa klárnum þegar hann var trippi. I vor teymdi afi, þá orðinn veik- ur, hinn hestinn, Draum, 21 vetra, tfl aflífunar, en sá hestur fékk 17 góð ár með afa þegar hann fyrir til- viljun lenti hjá honum í biðstöðu eftir að tamningamenn höfðu dæmt hann til slátrunar. Lengi vel gat enginn nálgast hestinn nema afi, hann blés eins og naut á alla aðra. Seinna fékk ég að hafa þennan hest í bænum, eftir að minn hestur helt- ist. Það var svo sérstakt að hestur- inn þekkti mig alltaf, sama hvað leið langur tími milli þess sem ég sá hann, allt uppí sex ár meðan ég var erlendis í námi. Hann þekkti mig líka í vor þegar ég kvaddi hann og sótti Létti. En núna þegar ég kveð afa minn þá sé ég hann fyrir mér leggja á Hæring, gamla gæðinginn sinn, með Draum í taumi, fara ríðandi á nýjan áfangastað og það er sólskin, fuglasöngur og endalaus náttúru- fegurð allt í kringum hann. Fyrir hönd okkar systkinanna, Dagný Bjamadóttir. Föðurbróðir minn Kjartan Ög- mundsson frá Kaldárhöfða er far- inn. Síðastur fjögurra bræðra, full- trúi íslenskrar bændamenningar í fegurstu merkingu þess orðs. Kjartan var fróður maður, víðles- inn og víðsýnn. Hann var íhugull og vandur að verkum sínum. Eitt af sterkustu persónueinkennum hans var einnig kímni og sterkur glampi augna hans, og brosið þegar eitt- hvað gaf gamansemi hans tilefni til, tilsvör og þátttaka í alls kyns sprelli. Veiðimaður var hann af ást- ríðu, einkum til stangveiði, enda al- inn upp á bökkum Ulfljótsvatns og Þingvallavatns. Náttúrubarn var frændi, kannski öðru fremur. Hann undi hag sínum vel við berjatínslu á heiðum, en einkum og sér í lagi var hann ferðamaður. Fyrr á áram var hann landkönnuður, meðan hálend- ið var að mestu ókunnugt og ósnortið nútíma ferðamáta, og alla tíð var landkönnunin sterkur þátt- ur í ferðamennsku hans, bæði inn- an lands og utan. í árbók Útivistar er frásögn hans af ferð yfir Sprengisand og í Vonarskarð. Margar aðrar ferðir era aðeins í minningu um frásagnir s.s. á Litlu- Heklu. Á efri árum stundaði hann gjarnan ferðir eldri borgara á Sel- fossi og naut ekki síður en eigin ferða um hálendið sem hann hélt áfram alla tíð. Síðast ferð hans var ferð í Veiðivötn í sumarlok, sem hann sagði okkur frá með gleði og einstöku stolti yfir veiðifeng sonar- sonar síns og nafna. Ljósmyndari var frændi með ágætum og tók mikið af myndum á hálendi Islands á ferðum sínum. Ef til vill speglað- ist þetta flökkueðli og ferðaþrá frænda í ævistarfi hans, en hann var bílstjóri hjá Mjólkurbúi Flóa- manna um fjölmargra áratuga skeið. Alltaf hélt hann djúpri tryggð við heimahagana og sveitina sína og þrátt fyrir að hafa búið í þéttbýlinu meiri hluta ævinnar naut hann þess mjög að hafa kost á að taka þátt í bústörfum með vin- um og frændum í Grímsnesi, hey- skap, smölun, hestamennsku. Minningar hrannast að. Kjartan og Inga buðu okkur systkinunum oft í gistingu á Kirkjuveginum, einnig var sjálfsagt að skjóta yfir unglinginn skjólshúsi færi hann á sveitaball og kæmist ekki heim. Bræðradætur saman í mjólkurbíln- um með frænda upp í Þjórsárdal. Frændi í heyskap í Kaldárhöfða, það gekk mikið undan, maðurinn verklaginn og fylginn sér, heyið þyi'last upp í sæti og galta. Ein- hverntíma kom frændi einnig og vildi vitja um netin í Þingvallavatni í fjarvistum pabba. Og við fórum upp á vatn, stormur á vatninu, átök við að ná netunum, mikið var það skemmtileg ferð. Frændi að kenna áralagið: þú átt að róa hægan, þungan, þéttan og langan - og ekki taka of djúpt í. Ferðalögin við eld- húsborðið í Kaldárhöfða: Breitt úr kortum um eldhúsborðið, sagðar ferðasögur, lýst landslagi og stað- háttum. Seinna upplifði ég jafnvel að vita hvemig ætti að aka yfir til- tekna á á ákveðnum stað, svo voru frásagnimar skýrar og innlifun mín mikil. Myndasýningar voru fastur liður í jólaheimsókn. Seinna þegar ég var farin að ferðast mikið um hálendið sjálf, var jafnan fyrsta spurning frænda þessi: „Þú ert náttúrlega alltaf i Útivist, hvað ertu búin að fara núna nýlega?" Aldrei varð þó úr því að við færum saman yfir Éimmvörðuháls eins og við ætluðum. En okkur tókst þó að hittast einu sinni í Kaldárhöfða, mestöll fjölskylda Kaldárhöfða- bræðranna, styrkja fjölskyldu- böndin og borða saman Þingvalla- vatnssilung. Vertu sæll frændi, eftir þig er skarð, sem ekld verður fyllt. Hvíldu í friði. Kæra Inga, Ég sendi ykkur Elís, Ragnheiði, Onnu, Bjarna, Guð- mundi og Bára og fjölskyldum ykk- ar samúðarkveðjur okkar systkin- anna. Anna Soffía Óskarsdóttir frá Kaldárhöfða. Látinn er vinur okkar Kjartan Ögmundsson frá Kaldárhöfða en við þann bæ var hann jafnan kenndur þrátt fyrir að hann hafi búið á Selfossi síðari hluta ævi sinnar. Upp í hugann kemur fjöldi minninga um stundir sem við höf- um átt saman, en allar era þær á einn veg, góðar og skemmtilegar, því þannig var maðurinn. Ein íyrsta minningin er frá árinu 1945. Það er jarðýta að koma eftir veginum, hún er húslaus og tannar- laus. Við unga fólkið á Búrfelli hlaupum niður fyrir túngarðinn til þess að sjá þetta stórmerkflega tæki, aldrei höfðum við séð annað eins. Ný jarðýta, TD9, eign Búnað- arfélags Grímsneshrepps er komin. Ýtustjórinn, Kjartan Ógmundsson, slekkur á vélinni og heilsar glað- lega, faðir minn, Páll, sem var for- maður félagsins hefur bæst í hóp- inn, hann spyr: „Hvað varstu lengi frá Selfossi og hvar er ýtutönnin?" Kjai'tan svarar: „Um fimm tíma, ég komst ekki yfir Sogsbrúna svo ég varð að taka ýtutönnina af, það er vörabíll að koma með hana.“ Svo birtist bíllinn með ýtutönnina og hún seU á ýtuna og strax byrjað á næsta barði að jafna það niður. Jarðýtan lét strax vel að stjórn í höndum Kjartans og við horfðum hugfangin á. Bylting í túnrækt og vegaframkvæmdum í Grímsnesi var hafin og það var mikið unnið næstu árin. Tveim áram síðar fær stjórn Búnaðarfélagsins að gera tillögu um að úthluta þrem Willys- jeppum í sveitina. Fimmtán bænd- ur sóttu um að fá jeppa, en stjórnin var sammála um að ýtustjórinn, Kjartan Ögmundsson fengi fyrsta bílinn og var það X-232 og hefur hann haldið númerinu æ síðan. Á þessum árum kom jarðýtan á flesta bæi vor og haust og sá sem þessar línur ritar færði ýtustjóranum mat og kaffi og fékk svo að sitja í ýtunni smástund og jafnvel setja í gang, hjálpa tfl við að smyrja eða bjóðast til að sækja jeppann svo hann væri nær ýtunni, þar sem hún var að vinna. Öllu þessu tók Kjartan með ljúfmennsku og góðlátlegri glettni, já, bændur í Grímsnesi vora ekki í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.