Morgunblaðið - 06.11.1999, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 06.11.1999, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 51 vafa um að Kjartan væri besti ýt- ustjóri á landinu. Kjartan stofnaði heimili á Sel- fossi með konu sinni Ingu Bjarna- dóttur og starfaði sem mjólkurbíl- stjóri hjá Mjólkurbúi Flóamanna, hann var traustur og vinsæll starfsmaður. Kjartan og Inga höfðu ánægju af jeppaferðum um óbyggðir Islands og fóru slíkar ferðir árlega um miðjan ágúst, ferðir þessar skipu- lögðu Kjartan og Böðvar Stefáns- son að vetrinum. Það var farið inn á Kjöl, í Landmannalaugar, hring- ferð um Skjaldbreið, Fjallabaksleið syðri og svo mætti lengi telja, en erfiðasta og óvenjulegasta ferðin er án efa ferð sem var farin árið 1960 þar sem þrem jeppum var fleytt á tunnum yfir Tungnaá hjá Haldi og Kjartan skrifaði svo ágætlega um í jólablað Þjóðólfs enda var Kjartan ágætlega ritfær og sagði vel frá. í þessum ferðum var ávallt nokkuð um Grímsnesinga og nutum við hjónin margi-a slíkra ferða sem geymast í minningunni. Fyrir nokkrum árum fórum við hópferð um línuveginn norðan Skjaldbreiðs með góðu fólki. Þegar kom austur í Mosaskarð festum við rútubílinn í aurbleytu sem við áttum ekki von á. Ekki var hægt að snúa við, en nú kom sér vel að Kjartan var með í för, því hann kunni vel til verka um það hvernig ná skyldi bflnum upp með því að púkka grjóti undir hann og losa hann úr festunni, þarna var hann í essinu sínu. Já, við eigum margar góðar minningar frá þess- um sumarferðum, þótt margt sé ótalið því áhugamál Kjartans voru mörg, svo sem veiðiskapur, mynda- tökur og lestur góðra bóka, en nú á skilnaðarstund erum við þakklát fyrir að hafa átt Kjartan að traust- um og góðum vini allt frá barn- æsku. Við sendum eiginkonu, syni og fjölskyldu innilegar samúðarkveðj- ur. Lísa og Böðvar, Búrfelli. í uppvexti mínum í Grímsnesi hafði ég fremur óljósa hugmynd um bræðuma fjóra í Kaldárhöfða. Þótt við værum sveitungar var býsna langt á milli bæja í þann tíð. Síðar, þegar ég flutti að Ljósafossi, tókust góð kynni við þá bræður, fyrst Ragnar og Óskar. Ragnar var mikill efnismaður og vann við Ljósafossstöðina, en lést í hörmu- legu slysi. Bræðumir Jón og Kjart- an vom famir að heiman þegar hér var komið sögu, en höfðu alltaf mikil tengsl við heimahagana. Jón gerðist síðar starfsmaður hjá Landsvirkjun við Sog og síðar bor- stjóri hjá Jarðborunum ríkisins, en Kjartan flutti að Selfossi og gerðist bflstjóri hjá Mjólkurbúi Flóa- manna. Yngsti bróðirinn, Óskar, tók við búskapnum á Kaldárhöfða. Kaldárhöfðabræður þurftu snemma að taka til hendinni. Þeir höfðu ungir misst föður sinn, en studdu móður sína með ráðum og dáð við búskapinn. Þeir vora snill- ingar að draga björg í bú, ekki síst hvað varðaði silungsveiði í Sogi og Þingvallavatni. Minnisstætt er mér alla tíð þegar Jón sýndi mér stór- urriða er hann hafði veitt í Þing- vallavatni. Kjartan var einnig snjall veiðimaður og saman hófu þeir bræður veiðar í Þórisvatni fyrstir manna og sönnuðu að vatnið var al- deilis ekki fisklaust! Höfðu þeir veiðina á leigu í nokkur ár við all- nokkra öfund. Jón var snjall ha- gyrðingur svo sem margir vita. All- ir höfðu þeir bræður gott skopskyn og naut það sín vel í ýmsum kveð- skap Jóns. Kjartani kynntist ég best og mest á ferðalögum, en báð- ir vorum við áhugamenn um ferða- lög og þó helst óbyggðaferðir. Sjálfur átti ég Rússajeppa, en Kjartan Land-Rover. Fjölmargar ferðir fóram við Svava ásamt Kjartani og Ingu og fleira fólki um fjallaslóðir, en hæst ber ferðina um Sprengisand og Gæsavatnaleið árið 1960. þá leið fóram við 10 saman á þremur jeppum, hinn þriðji var Willys-jpppi, sem Sveinn Guðnason stýrði. Á þessum tíma var ekki búið að brúa Tungnaá eða Köldukvísl en vandinn leystur með því að ferja bflana á tunnum yfir Tungnaá við Hald. þetta var mikið ævintýri og ekki vandalaust en gekk allt í hag- inn. Kjartan var mjög vel að sér um örnefni á hálendinu og feiknafróð- ur um sögur sem tengdust landinu og í einu orði sagt frábær ferðafé- lagi. Kjartan var vel ritfær og skrifaði ágæta frásögn um ferð þessa í jólablað þjóðólfs fyrir nokkram áram. Aðra ferð vil ég nefna og ólíka, en það var vorið 1962. Undirritaður hafði fengið ársorlof frá kennslu og við hjónin tókum stefnuna á Finnmörku í Norður-Noregi. Heimsóttum við þar marga heimavistarskóla og fengum frábæra fyrirgreiðslu skólayfirvalda þar. Þaðan lá leiðin aftur til Kaupmannahafnar um miðjan maí og um sama leyti komu Kjartan og Inga með sinn Land- Rover ásamt Amheiði Böðvars- dóttur frá Efri-Brú og var stefnan tekin á þýskaland og allt til Ítalíu í skemmtireisu. Var þetta í alla staði ógleymanleg ferð og gekk að ósk- um. Ingunn dóttir Arnheiðar bjó þá í Erlangen ásamt Bergi Jónssyni manni sínum og varð Arnheiður þar eftir. Kjartan var eins og þeir bræður félagslyndur og var ásamt Ingu konu sinni einn af framkvöðlum að stofnun félags eldri borgara hér á Selfossi. Er nú skarð fyrir skildi, því fram á þennan dag hafa þau hjónin verið áhugasöm og virk í fé- lagsstarfinu. Betra en ekki var að hafa Kjartan sem fararstjóra og leiðsögumann og er mér minnis- stætt hversu vel hann naut sín í ferð til Veiðivatna sumarið 1998 og hversu vel hann leiddi okkur um það sérstaka svæði bæði í sjón og sögu. Nú er hinn síðasti af Kaldár- höfðabræðram horfinn yfir móð- una miklu. Blessuð sé minning hans og þeirra bræðra. Ég flyt Ingu og eftirlifandi ást- vinum innilegar samúðarkveðjur. Böðvar Stefánsson. í dag kveðjum við Kjartan Ög- mundsson, einn af frumherjum björgunar- og slysavarnastarfs á Selfossi, Hann var einn af stofn- endum Björgunarsveitarinnar Tryggva á Selfossi fyrir rúmum 30 árum og stóð þar í stafni sem vara- formaður í 10 ár. Á þeim áram vora mörg verkefni leyst af félögum sveitarinnar, sum hver voru erfið og reyndi þá oft á hin mannlegu samskipti. Það var einkar gott að vinna með Kjartani að hinum ýmsu verkefnum. Fölskvalaus gleði hans leyndi sér ekki ef vel hafði til tekist. Og oft fannst mér sem veiðimannseðli hans nyti sín vel. Hann varð nefni- lega þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa lært og tileinkað sér þá list veiðimannsins að bregðast við hin- um margvíslegu aðstæðum, ásamt góðri greind. Á gleðistundum var hann hrókur alls fagnaðar og kunni þá list að gleðjast með vinum sín- um á góðri stundu. Við sem með honum stóðum í þessu minnumst margra ánægjustunda þegar hann var að gefa okkur innsýn í heim bernsku sinnar að Kaldárhöfða. Þar mun hann hafa lært að lesa landið og skynja hver lífsfylling er í því fólgin að ganga um það með virðingu. Ég hygg að það hafi verið meiri- háttar gleðistundir þegar hann gekk að fallegu fjallavatni með veiðistöngina og renndi fyrir fisk. Með þessum fáu línum þakka ég f.h. björgunar- og slysavarna- starfsins á Selfossi Kjartani hans góðu verk í þágu þess starfs sem hann gekk svo heill að. Aðstandendum Kjartans Ög- mundssonar öllum votta ég dýpstu samúð. Ólafur fshólm Jónsson. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Elsku afi okkar, takk fyrir allt og Guð geymi þig. Kjartan Björn, Kristín Inga og Dagur Snær. + Guðrún Sig- mundsdóttir var fæddist 29.12. 1911 á Vestara Hóli í Fljótum í Skaga- firði. Foreldrar hennar voru Sig- mundur Jónsson, bóndi á Vestara Hóli, og Halldóra Baldvinsdóttir. Systkini hennar sem upp komust voru tíu, fjögur hálfsystkini og sex alsystkini, þau voru Björgvin, Jón, Sigr- ún, Sveinn, Sigurbjörg og Indi- ana. Hálfsystkini hennar voru Anton, Stefán, Guðrún og Jón. Öll systkini Guðrúnar era látin. Guðrún ólst upp í foreldrahúsum Við Gunna Sigmunds fóram sam- an í Vestur-Fljótin. Hún ákvað að hafa mig með sér í sína fæðingar- sveit eitt sumarið, rétt þegar mér var orðið treystandi til að halda á hrífu. Hún hafði verið nokkur ár á og í Siglufirði, meðal annars starfað sem ráðskona á Hólsbúinu, sem faðir minn stýrði, inni í firðinum. Þetta var sumarið eftir að við flutt- um í bæinn. Henni var ekki alveg sama um mig, fannst öraggara að hafa auga með mér, trúði því að sveitalífð yrði mér að meira gagni en bæjarröltið, enda ýmis sollurinn sem fylgdi sfldinni á Sigló á þessum áram - og ekki síður í sfldarleysinu. Hún sleppti eiginlega aldrei af mér hendi eftir þetta. Taugin við fjölskyldu mína, foreldra og syst- kini, rofnaði heldur ekki. Sjálfur lagði ég leið mína í Flókadalinn í sjö sumur í röð og Addý systir mín slóst í för með mér nokkram sinn- um. Gunna átti lögheimili hjá okkur á Eyrargötunni í nokkur ár, þótt hún dveldist lengst af í sveitinni. Hún fylgdist vel með því sem á daga okkar dreif, sendi hvatningar- orð og deildi áhyggjum okkar og hugðarefnum þegar fundum okkar bar saman. Vorið sem við fóram fyrst yfir Siglufjarðarskarð í dal Hrafna- Flóka skiidi ég að Gunna var á leið- inni heim. Á Vestara-Hóli höfðu foreldrar hennar búið áður, en bróðir og systursonur hennar bjuggu þar nú. Það vantaði að hennar mati konu til að sjá um heimilisstörfin. Henni rann blóðið til skyldunnar að taka hlutverkið að sér; hún efaðist víst sjaldan á æv- inni um það sem skyldan bauð. Flókadalurinn vai’ á sjöunda ára- tugnum gróskumikfl og þéttbýl sveit. Jarðh’nar voru ekki stórar, en þær vora vel setnar. Hver skiki var nýttur, hlunnindum úr ríki náttúr- unnar var gefinn verðugur gaumur. Stórar fjölskyldur, með fjölda barna og unglinga, byggðu flesta bæi; það var oft líf og fjör, ekki síst á kynslóðablönduðum fótboltaæf- ingum, sem stundaðar voru af krafti á Austara-Hóli. Skíðagöngu- menn úr Fljótum vora sigursælir á þessum áram. Haganesvík var þá líflegur athafnastaður. Nú búa orð- ið fremur fáir í Flókadal og ekki er lengur verslað í Víkinni; líklega hef- ur búseta í fáum sveitum á landinu breyst jafnmikið á síðustu þrjátíu áram en í dal Flóka. Þetta var alla tíð dalurinn hennar Gunnu, þar sem hún undi best, lifði og starfaði mestan hluta ævinnar. Á mflli brattra fjallanna átti hver þúfa, hver lækur, hver laut, sína sögu, sem hún kunni að segja frá. Hún gaf þessu sögusviði aukið líf með sögum af fólki, þjótrú, þjóðsög- um og draumum, sem vora henni ljóslifandi og hún tók mið af. Á Vestara-Hóli var óþrjótandi brunnur kveðskapar af ýmsu tagi. Mig undraði oft hvemig heimilis- fólkið gat þulið heilu kvæðabálkana án þess að hiksta. Tækifærisvísan var sérstaklega í hávegum höfð, hún var drjúgur skemmtivaldur sem gjarnan flaug á milli bæja. Þau að Vestara Hóli. Árið 1942 fluttist hún að Nesi í Flókadal og hóf þar búskap með unnusta sínum, Sæ- mundi Baldvins- syni. Bjó Guðrún þar uns Sæmundur andaðist 1949 eftir aðeins sjö ára bú- skap. Arið 1949 flutti Guðnin til Siglufjarðar og átti þar heima í nokkur ár en flutti síðan aftur að Vestara Hóli og átti þar heimili til dauða- dags. Utför Guðrúnar fer fram frá Barðskirkju í Fljótum í dag og hefst athöfnin kl. 14. áttu öll þrjú auðvelt með að setja saman hnyttnar vísur. Þessi íþrótt var svo spennandi í augum sumar- stráks að hann fór að reyna sjálfur, með heldur tímabundnum árangri, en æfingarnar urðu til þess að bragfræðin reyndist auðveld viður- eignar þegar hún kom á dagskrá í gaggó. Hvort sem það snerti bragæfing- ar eða annað, var sumardvöl okkar gestanna á Vestara-Hóli okkur mikflvægur skóli. Hér voru ný verk, verkfæri, vandamál og úriausnar- efni að glíma við; plöntur og dýr að læra á. Heimilisfólkið sýndi ómæld- an áhuga á störfum okkar, veitti hvatningu og viðurkenningu fyrir unnin störf, og ekki síður fyrir sæmilega viðleitni. Gunna hafði síð- ur en svo á móti því að maður lærði af reynslunni, kímdi við þegar ákafi eða þvermóðska leiddi í hreinar ógöngur, og svo gátum við öll skemmt okkur yfir villuráfinu á eft- ir. Gunna setti þó alltaf stífan ramma utan um reynsluna, hún mátti ekki vera hættuleg eða skað- leg. Því kom dráttarvélaakstur ekki til greina, þó hann væri stundaður meðal krakka á öðram bæjum. Ég skildi það þannig að lífs- reynslan hefði kennt Gunnu að fara með gát. Hún hafði misst heitmann sinn eftir aðeins nokkurra ára bú- skap. Sú reynsla setti mark sitt á hana. Hún gekk heldur ekki heil til skógar. Það var þó langt frá því að lífreynslan skfldi efth’ hjá henni bit- urð; miklu frekar þögula en andríka einbeitni við siglinguna sem fram- undan var. Kannski hafa forgengin tækifæri stuðlað að því að hún brýndi fyrir okkur krökkunum að nýta okkar tækifæri í lífinu vel, ekki síst til menntunar. Hún undirstrikaði líka við okkur dyggðina að vera trú því sem okkur væri treyst fyrh’. Gunna hafði oft afdráttarlausar skoðanir á mönnum og málefnum, lét þær gjaman í ljósi og fylgdi þeim eftir. Að kveða skýrt að orði var að hennar áliti skyldubundin hreinskilni. Það gat soðið upp úr við slíkar kringumstæður, en slíkt var jafnað við næsta horn. Hún átti ekki erfitt með að taka álit sitt á samferðafólki til endurskoðunar. Þegar ég lít til baka, minnist ég þess að hafa stundum glímt við svipað val og söguhetjan í kvik- myndinni Bíódögum, sem dvaldi á svipuðum tíma nokkra innar í Skagafirðinum, valið á milli bæjar- og sveitalífs. Ég þurfti að vísu hvergi að fórna fótboltanum. Gunna hafði þó örugglega rétt fyrir sér. Dalurinn átti betur við mig á þess- um áram. Þar var ég sífellt að læra eitthvað nýtt. Fyrir það vildi ég gjarnan hafa þakkað betur og fyi’r. Þótt líkamlega væri nokkuð af henni dregið, fékk Gunna að halda skýrri hugsun og hressum anda allt fram á það síðasta. Það fengum við dóttir mín að reyna þegar við litum til hennar á sjúkrahúsinu í ágúst í sumar. Þá ræddum við, eins og svo oft áður, með gagnrýnum hætti um hugðarefni okkar og nýjustu tíð- indi. GUÐRUN SIGMUNDSDÓTTIR Við erum þakklát fyrir hennar andlega úthald, og fyrir að hafa fengið að deila með henni lærdóms- ríkri lífsspeki og lífsreynslu. Að því , munum við búa. v'- Jónas Guðmundsson. Hinn 20. október siðastliðinn dreymdi mig draum, þar var í aðal- hlutverki afa systir mín Gunna á Vestara Hóli í Fljótum. Ekki get ég nú sagt að mér hafi verið sérstak- lega brugðið, því oft hefur mig dreymt þá ágætu konu. En þegar mig dreymdi hana aftur næstu nótt og reyndar næstu nætur þá þóttist ég vita að þetta sætti einhverjum tíðindum. Ég hringdi í bróður minn - sem býr fyrir norðan og reyndar fleiri og spurðist frétta af heilsu Gunnu og svörin vora á þá leið að þeir vissu ekki annað en að hún væri frísk. Ég var ekkert farinn að reyna að ráða þessa drauma mína þegar fregnir bárast af andláti Gunnu, og þykh’ mér nokkuð ljóst að þai’ með sé ráðningin í höfn. Ég læt hugann reika aftur um svo sem 30 ár, þá var ég póstur sveitarinnar og gekk á skíðum á vetrum og hjólaði á reiðhjóli á sumrin, hringinn í Flókadalnum. Oft var veðrið og færið erfitt á vetr- um og oft var lítill stubbur orðinn ansi þreyttur þegar komið var fram að Vestara Hóli, en þar beið mín ég held að mér sé óhætt að segja alltaf 7 eithvert góðgæti hjá henni Gunnu, stundum matur og einu sinni alla- vega kyrrsetti hún mig og sagði að ekki væri neitt vit í að halda áfram för sökum veðurútlits, enda sagði hún að væri norðanbylur í aðsigi. Ég var ekkert sérlega hress með þessa ákvörðun og hélt að lítið mál væri fyrir mig að komast á leiðar- enda áður en veður versnaði, en það var einsog við manninn mælt að stuttu síðar brast á aftaka veður svo að vart sá handa skil. Þá hefði , ég ekki viljað vera á ferð. En Gunna vissi hvað hún var að gera, þarna var ég látinn bíða af mér veður til morguns. Mér hefur oft verið hugsað til þessa atviks á seinni áram, ekki er gott að segja hvernig eða yfirleitt hvort mér hefði yfirleitt gengið hefði Gunna ekki gripið inní. Gunna var ákveðin manneskja og hafði fastmótaðar skoðanir á mönnum og málefnum, en skoðanir hennar vora ekki neinar skyndiákvarðanir, þær voru byggðar á langri reynslu og miklu raunsæi, þess vegna bar að hlusta vel á það sem hún hafði fram að færa, ég verð alveg að játa að ég mundi vilja muna meira af okkar samskiptum frá fyrrgreindum ár- um. Nú er Gunna komin til nýrra heimkynna, og þá era þau öll syst- kinin komin heim ef svo má segja. Ég kveð merka konu og þakka henni alla velvildina í minn garð. Guð gefi henni góða ferð. Ég votta Sigmundi og öðram ættingjum samúð mína. Gylfí Björgvinsson. Skilafrestur minningar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist ^ grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi. Þar sem pláss er tak- markað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.