Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 55
f MORGUNBLAÐIÐ NJALL ANDERSEN + Njáll Andersen var fæddur í Landlist í Vest- niannaeyjum 24. júní 1914. Hann lést á hjartadeild Lands- spítalans 27. októ- ber sl. Foreldrar Njáls voru Jóhanna Guðjónsdóttir And- ersen, fædd 27. febr- úar 1889 í Sigluvík í Landeyjum, dáin 23. nóvember 1934 og Hans Peter Ander- sen, fæddur í________________ Frederiksund í Dan- mörku 30. mars 1887, dáin 6. apríl 1955. Börn Jóhönnu og Péturs voru Eva, Willum, Knud, Njáll, Emil og Guðrún. Knud og Guðrún lifa systkini sín. Börn Péturs frá seinna hjónabandi eru Jóhann og Valgerður. __ Njáll kvæntist Halldóru Úlfarsdóttur frá Vattarnesi við Reyðarljörð 8. apríl 1939. Hall- dóra er fædd 2. október 1918, dóttir hjónanna Maríu Halldórs- dóttur frá Hofi í Fellum f. 16. september 1897 d. 1939 og tílfars Kjartanssonar útgerðar- manns frá Dagsbrún, Vattar- nesi f. 26. nóvember 1895 d. 1985. Börn Njáls og Dóru eru: 1) María Jóhanna, skólaliði, fædd 11. febrúar 1940, gift Kol- beini Ólafssyni kaup- manni, f. 21. október 1938. Börn þeirra eru Valgeir Ólafur vél- virki, Njáll skipstjóri, Dóra fiskverkakona og Kolbrún fram- haldsskólakennari. 2) tílfar, vélvirki, fædd- ur 10. janúar 1943, kvæntist Ástu Krist- insdóttur skrifstofu- dömu. Börn þeirra eru Smári, vélvirki og Rósmarý, skrif- stofustúlka. tílfar og Ásta skildu. Seinni kona Úlfars er Halla Hafsteins- dóttir hárgreiðsludama. Börn þeirra eru Katrín Dóra og Þór Daníel. 3) Harpa, skólaliði fædd 10. ágúst 1948, giftist Ólafi Óskarssyni pípulagningamanni. Börn þeirra eru Óskar verslunar- maður og Halldóra húsmóðir. Ólafur lést. Seinni maður Hörpu er Atli Sigurðsson skipstjóri og eiga þau dótturina Sigríði Sunnu. 4) Jóhanna, kennari, fædd 27. aprfl 1953, gift Ragnari Óskars- syni framhaldsskólakennara. Börn þeirra eru Óskar læknir, Guðbjörg Vallý sjúkraliðanemi og Njáll. 5) Pétur, vélvirki og út- gerðartæknir, fæddur 1. janúar 1955, kvæntur Andreu Gunnars- dóttur, tölvufræðingi. Synir MINNINGAR þeirra eru Valgeir vélstjóri og Njáll vélskólanemi. 6) Theodor Friðrik, viðskiptafræðingur, fæddur 3. mars 1960, kvæntur Siv Schalin hagfræðingi. Börn þeirra eru Dagmar Soffie og Anton Benedikt. Njáll hóf nám í Vélsmiðjunni hjá Guðjóni Jónssyni 16 ára gamall og lauk þaðan vélvirkja- námi. Að námi loknu fór hann til Hundested í Danmörku til að öðlast víðtækari þekkingu og reynslu í vélvirkjun. Hann kom aftur heim 1937 og hóf þá strax vinnu hjá Guðjóni en gamla vél- smiðja Guðjóns hafði þá verið sameinuð annarri lítilli smiðju og þar með hafði Vélsmiðjan Magni verið stofnuð. Hann keypti hluta í Magna 1941 og fljótlega var hann gerður að verkstjóra þar. Því starfi gegndi hann þar til Magni og Völundur voru sameinuð og úr þeim fyrirtækjum var Skipa- lyftan hf. í Vestmannaeyjum stofnuð. Njáll var verksljóri í Skipalyftunni fyrstu starfsár hennar en lét af þeim störfum vegna heilsubrests. Njáll var alla tíð í Iðnaðar- mannafélagi Vestmannaeyja. Hann var einn af stofnendum Skógræktarfélags Vestmanna- eyja. Eftir að Njáll hætti störf- um gerðist hann félagi í Félagi eldri borgara og voru þau Dóra og Njáll virk í því. títför hans fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Við fráfall föður míns Njáls And- ersen langar mig að koma á fram- færi nokkrum kveðjuorðum. Frá því ég fyrst man eftir mér var ég alltaf ákveðinn hvað ég ætlaði að gera þegar ég yrði stór. Ég ætlaði að vinna í smiðjunni hans pabba og þar byrjaði ég 15 ára gamall. Þetta sýn- ir best þá virðingu sem ég bar fyrir pabba og vinnunni hans. Sú þekking og reynsla sem ég fékk þar hefur reynst mér dýrmæt í gegnum ævina eins og þeim mörgu sem lærðu í Magna. Frá þeim félögum þar kom stór hópur af fagmönnum sem alls staðar hafa getið sér góðs orðs fyrir hæfni og þekkingu. Heimilið að Hásteinsvegi 29 var rekið af miklum myndarskap, bæði hvað varðar húsmóður- og hús- bóndahlutverkið. Pabbi gat verið bæði trésmiður, pípulagningamaður eða hvað sem hann þurfti að vera í það og það skiptið. Enda mátti sjá myndarskapinn hvert sem litið var, allt var í röð og reglu hvort sem var innan húss eða utan. Þá var móðir mín ekki lök við að sauma ný föt upp úr gömlum fötum og ekki þekki ég betri kokk eða bakara. Það var mikið lán að fæðast inn í þessa frábæru fjölskyldu og fá að alast upp með þessu sómafólki. Um leið og ég þakka foreldrum mínum fyrir uppeldið þá vil ég þakka systr- um mínum fyrir alla þá umhyggju sem þær hafa sýnt pabba og mömmu alla tíð. Vertu bless elsku pabbi minn, ég veit ég á eftir að hitta þig aftur eftir upprisuna miklu á síðasta degi sem Marta segir frá í Jóh. 11:24. Þangað til geymi ég í brjósti mér minningu um ástríkan föður. _ tílfar Njálsson. Mig langar hér að minnast míns kæra tengdaföður, Njáls Andersen, sem lést hinn 27. október sl. og verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag. Kynni okkar Njáls hófust sumar- ið 1970 þegar við Jóhanna dóttir hans kynntumst og ákváðum að ganga saman gegn um lífið. Eg fann fljótlega að Njáll var sérstak- ur maður, hann var traustur og ör- uggur í því sem hann gerði, úr- ræðagóður þegar á þurfti að halda og alltaf afar hjálpsamur. Við urð- um strax góðir vinir og sú vinátta efldist þegar árin liðu og hefur alla tíð reynst mér afar dýrmæt. Það var svo margt í fari og hegðun Njáls sem gott var að taka sér til fyrirmyndar. Hann var ákveðinn en um leið sanngjarn, mildur, ljúf- ur og hafði því mikið aðdráttarafl og góð áhrif á alla þá sem umgeng- ust hann. Njáll var mikill fjöl- skyldumaður. Hjá þeim samrýmdu hjónum Dóru og Njáli á Hásteins- vegi 29 var oft fullt hús barna og barnabarna og alltaf var allur hóp- urinn jafn velkominn. Öll fjöl- skylduboðin, þar sem brugðið var á leik, hlegið og þess notið að vera saman, eru ógleymanleg og ég veit að Njáll og Dóra nutu vel þeirra samverustunda. Þeim leið vel með sínu fólki og þeirra fólki leið afar vel hjá þeim. Heimili þeirra hjóna var því góður og ómetanlegur griðastaður þar sem gleði og bjart- sýni ríktu og vináttuböndin treyst- ust. Garðurinn á Hásteinsvegi 29 var vettvangur margra ánægjustunda. Njáll hafði yndi af því að rækta þann garð á sama hátt og hann ræktaði fjölskyldu sína og hvort tveggja gerði hann með sinni miklu smekkvísi og alúð. I garðinn sunn- an við hús var alltaf gaman að koma og dást að allri snyrti- mennskunni og reglunni á öllu þar. Marga góða sumardaga var unun að sitja í garðinum, spjalla um blómin og trén sem voru sérstakt áhugamál Njáls en einnig hafði hann ákaflega gaman af að rifja upp gamla tíð og segja sögur frá sínum æskuárum í Vestmannaeyj- um. Oftast voru þessar sögur með léttu yfirbragði um hann og aðra fjöruga stráka sem ólust upp á fyrstu áratugum aldarinnar. En Njáll bjó einnig yfir miklum fróð- leik um fjölmargt sem hér var að gerast á þessum tíma bæði úr at- vinnu- og félagslífi. Þar var hann virkur þátttakandi og vann verk sín af mikilli alúð og samviskusemi. Fyrir það ávann hann sér því virð- ingu meðal samborgara sinna sem treystu honum vel til góðra verka. Mörg sumur ferðuðumst við Jó- hanna og böm okkar með þeim Njáli og Dóru vítt um landið. Þessar ferðir eru ógleymanlegar. Stundum var gist í tjöldum en stundum í sumarhúsum. Á daginn voru landið og náttúra þess skoðuð og á kvöldin var sest við spil og oft spjallað á léttum nótum langt fram á nótt. Við nutum þess öll að vera saman og á þessum ferðalögum var Njáll gjarna hrókur alls fagnaðar. Hann var óþreytandi og naut þess að leika sér við bömin sem fundu kannski best á þessum stundum hve góðan afa þau áttu. Hjá honum fundu þau öryggi, hlýju og góða fyrirmynd. Nú er Njáll látinn og hans er sárt saknað. Hann mun hins vegar ávallt lifa í minningu okkar sem þekktum hann, virtum og dáðum. Minning hans mun tengja fjölskyldu hans traustari vináttuböndum og sú fyr- irmynd sem hann skapaði verður af- komendum hans dýrmætt vega- nesti. Ég votta elskulegri tengdamóður minni og fjölskyldu þeirra hjóna mína dýpstu samúð við lát góðs eig- inmanns, föður, afa og langafa. Blessuð sé minning Njáls Ander- sen. Ragnar Óskarsson. Okkur langar hér að minnast afa okkar, Njáls Andersen, sem nú er látinn. Við viljum þakka honum fyrir all- ar góðu samverustundirnar sem við áttum saman þegar við vorum lítil heima á Hásteinsvegi og gátum alltaf farið til hans og látið okkur líða vel hjá honum. Hjá afa var alltaf gott að vera því hann var svo skilningsríkur og hlýr. Nú er afi dá- inn og við munum alltaf sakna hans. Við munum alltaf minnast hans sem okkar góða vinar. Það var dýrmætt að fá að eiga hann. Blessuð sé hans minning. Vallý Ragnarsdóttir, Njáll Ragnarsson. Það var gott að fá að vera svona mikið með þér síðasta mánuðinn sem þú lifðh'. En vissulega var það erfitt líka. Þó við höfum leyft okkur að vera bjartsýnir í upphafi eftir að þú komst á hjartadeildina, að allt mundi ganga vel, þá skynjuðum við báðh- undir það síðasta að stundin nálgaðist. Á endanum kom svo að því að meira var ekki hægt að gera og þú kvaddir þennan heim. Og þó svo að við sem erum þér nákomin séum hrygg nú þá getum við huggað okkur við þá einu minn- ingu sem við eigum um þig; minn- ingu um einstakan og góðan afa, afa eins og ég ætla að verða þegar barnabömin mín koma í heiminn. Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer en ég vona bara að hann hugsi svo- lítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. Óskar Ragnarsson. LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 55 í dag, laugardaginn 6. nóvember, er til moldar borinn frá Landa- kh-kju í Vestmannaeyjum mágur minn og vinur okkar hjóna, Njáll Andersen, Sólhlíð 19, Vestmanna- eyjum. Ég átti því láni að fagna sem ung- lingur að dvelja á heimili Njáls og Dóru systur minnar, fyrstu árin mín í Eyjum og njóta um leið hand- leiðslu hans við námið í vélsmiðj- unni Magna hf. sem hann stýrði ásamt sameigendum sínum. Það vai’ gott að kynnast hans við- horfum til lífsins og vinnunar, þar sem stundvísi og reglusemi var í fyrirrúmi. Það var ekki tilsögn með stórum orðum heldur bent á með föðurlegri hógværð, hvað betur ■ mætti fara og lagði hann þá gjarnan um leið áherslu á að sinna bæri hverju verki af nákvæmni og vand- virkni. Njáll hafði á unga aldri numið vélsmíði hjá Guðjóni Jónssyni vél- smíðameistara sem var af öllum sem til þekktu talinn einn af fær- ustu mönnum í sínu fagi á þeim tíma. Að námi loknu í Vélsmiðju Guðjóns hélt Njáll til Danmerkur til frekara náms. Eftir heimkomuna stofnaði hann Vélsmiðjuna Magna hf. í Vest- mannaeyjum með Guðjóni sem áður er getið, Vigfúsi Jónssyni, Ólafi Ólafssyni og Oskari Sigurhanssyni. Þetta var samstilltur hópur sem hafði það að meginmarkmiði að þjóna bátaflota Vestmannaeyja og um leið öllum þeim sem þurftu á vélsmíði að halda. Það var ekki auðvelt að sinna vélaviðgerðum á þeim tíma, vara- hlutir voru ekki alltaf við höndina og stundum ófáanlegir. Var þessi vandi þó mestur á árum seinni heimsstyrjaldarinnar þegar lokaðist fyrir viðskipti við Norðurlönd og meginland Évrópu. Ég held að það sé ekki ofsögum sagt að Njáll og fé- lagai' hans lyftu grettistaki á þess- um árum, varðandi vélsmíði og þjónustu við báta og skip sem til þeirra leituðu. Þetta var oft mjög erfið vinna og aðstæður verri en í dag. Það fór því svo að Njáll bilaði í baki fyrir miðjan aldur vegna þessa, en náði sér þó að nokkru þó að ekki yrði hann jafn góður eftir. Njáll var vel af Guði gerður og lét þessi veik- indi ekki aftra sér frá því að koma á fótboltaæfingar með okkur smiðju- strákunum, enda var það svo að það voru ekki alvöru æfingar nema hann væri með. Njáll vai' útivistarmaður og hafði ferðast víða um landið á sínum yngri árum þó að ekki væri það alltaf auðvelt í þá daga. Hann hafði meðal annars farið á hestum með félögum sínum inn í Landmanna- laugar og hrifist af litadýrðinni og fegurð fjallanna þar. Það var okkur því sérstök ánægja að geta boðið þeim Njáli og Dóru ásamt Steinunni systur minni og Gunnhildi dóttur hennar í ferðalag inn í Landmanna- laugar með nútíma ferðamáta. Þau komu fagran sólskinsdag með flugvél á Bakka þar sem við ferðafélagarnir vorum mættir. Það- an var ekið inn í Laugar, komið við hjá okkar stórvirkjunum á leiðinni til baka. Þaðan var ekið niður á Bakka þai’ sem flugvélin beið þeirra og skilaði þeim heim, að lokinni ánægjulegri skemmtiferð. Það var, eins og oft áður, gott að njóta félagsskapar þeirra hjóna í þessari ferð, þar sem gleðin yfir góðum degi og fögru landi var ráð- andi. Við hjónin viljum þakka Njáli samfylgdina og allt það góða sem hann lét okkur í té um leið og við biðjum góðan Guð að styrkja Dóru og hennar fjölskyldu. Margrét. og Kjartan. Systkinin frá Sólbakka í Vest- mannaeyjum eru að týna tölunni. Af alsystkinahópnum, börnum Peters Andersens og Jóhönnu Guðjóns- dóttur, lifa nú aðeins Knud og Guð- rún. Á undan eru gengin Eva, Will- um og Emil (Malli) og nú síðast Njáll. Með Njáli Andersen er genginn einn af síðustu fulltrúum þeirrar kynslóðar sem færði ísland inn í nú- tímann og stóð jafnan sína plikt vafningalaust með hógværð og still- ingu. Þetta átti jafnvel enn frekar við Njál Andersen en margt annað^. fólk. Hann var dagfarsprúður heið- ursmaður og mesti ljúflingur. Hans verður sárt saknað af öllum sem þekktu hann - börnum, tengda- bömum, barnabörnum og barna- bamabömum og stómm frænd- garði. Allt þetta fólk hefur misst mikið. Enginn hefur þó misst meira en eiginkona hans um drjúga hálfa öld, Dóra Úlfarsdóttir. Mér fannst alltaf leitun að fólki sem var sam- hentara en þau Njáll og Dóra. Hún er ljúf kona, dýrleg og gestrisin vin- kona heim að sækja og skemmti- <, legri en flest annað fólk. Ég hef þekkt Njál og Dóm síðan ég man fyrst eftir mér. Þau komu í heimsóknir til stóm systur, móður minnar, í Reykjavík. Og ég man að stundum komu þau öll systkinin frá Sólbakka með mökum sínum og þau mnnu í eina heild í bamshöfðinu: einn bróðir mömmu hét Willum-o- Lóa, annar Malli-o-Dísa, þá Njáll-o- Dóra og Knud-o-Rakel sá fjórði. Og yngst var Gunn-o-Bogi, sem einnig gekk (og gengur enn í mínum systk- inahópi) undir nafninu Gunna syst- ir. Ekki man ég nákvæmlega hvenær ég áttaði mig á því að þetta væm margar manneskjur og ekki nema helmingurinn, eða kannski rúmlega það, í blóðböndum við mig. En þetta vom óskaplega skemmti- legar heimsóknh', það var mikið hlegið og spaugað og spjallað. Stundum kom onkel Theódór, einn af yngri bræðmm danska-Péturs afa, í heimsókn frá Danmörku og þá vora reyktir London Docks-vindlar, dmkkið te og talað hátíðlega á dönsku. Og þegar farið var að tala hátíðlega, þá minnir mig að þeir Willum heitinn móðurbróðir minn og Bogi í Sandprýði hafi logið að- - * eins minna en endranær. Líklega var það vegna þess að menn sögðu ekki ýkjusögur á jafn merkilegu tungumáli og dönsku. Eg sat dolfallinn og starði stór- eygur á þessa ævintýramenn sem sigldu skipum sínum um úfinn sjó og höfðu komið til sjálírai' Kaup- mannahafnar. I augum móður minnai’ vora bræðurnir í Eyjum merkilegri en aðrir menn - og raun- ar Vestmannaeyingar almennt merkilegri en annað fólk. Og þegar hún talaði um bræður sína eða þeirra fólk, þá var það af mikilli virðingu og einlægri væntumþykju, enda höfðu þeir reynst henni betur en enginn þegar hún stýrði ung P* gegnum sína ólgusjói. Þegar ég fór svo að vaxa úr grasi og kynnast systkinunum frá Sól- bakka á eigin forsendum, fór ég að skilja afstöðu móður minnar. Fólkið sem ég kynntist vai' fágætt sóma- fólk, gegnheilt og heiðarlegt, fólk sem stendur við orð sín og stendur með sínum eins og óbifanlegir klettar upp úr ólguróti lífsins sjóa og lætur ekki ágjöfina á sig fá. Ef það á tvo kosti, þá kýs það að gera það sem er rétt og heiðarlegt, hvort sem það hentar þeim persónulega eða ekki. Það er mikill heiður að vera af þessu kyni. Njáll frændi minn og systkini hans voru komin af hörðum sjó- sóknurum, skipasmiðum og hand- verksmönnum. Þeim var - og er - snyrtimennskan í blóð borin. Allt umhverfi þeirra bar þess vitni og þá ekki síst lystigarðar bræðranna, Njáls og Knuds, við Hásteinsveg- inn, þar sem þeir afsönnuðu ræki- lega þá lífseigu kenningu að ekki sé hægt að rækta blóm og tré og jarð- arber í Vestmannaeyjum. Njáll Andersen ræktaði vel sinn garð og gerði það af þeirri trú- mennsku og vandvirkni sem honum var eðlislæg. Og þótt hann sé nú 4[ sjálfur búinn að kveðja, þá lifa þess- ir eftirsóknarverðu eiginleikar í af- komendum hans og í minningunni um vandaðan sómamann. Við sendum Dóra og bömum hennar okkar innilegustu samúðar- kveðjur úr fjarlægri heimsálfu og söknum þess að geta ekki verið—* nærstödd á kveðjustundu. * Ómar og fjöiskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.