Morgunblaðið - 06.11.1999, Síða 24

Morgunblaðið - 06.11.1999, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI s Ahrif samverkandi þátta á erlenda verðbréfasjóði undanfarna mánuði Minnkandi raunávöxtun erlendra sjóða verðbréfafyrirtækjanna RAUNAVOXTUN á erlendum verðbréfasjóðum verðbréfafyrir- tækjanna á ársgrundvelli hefur heldur farið lækkandi á seinustu mánuðum og jafnvel orðið neikvæð, og segja forráðamenn fyrirtækjanna sem reka þessa sjóði að ástæðna sé að leita í hlutabréfaverði erlendis sem hafi farið lækkandi undanfarið, í hækkandi vaxtastigi erlendis, styrk- ingu krónunnar og aukinni verðbólgu hérlendis sem hafi neikvæð áhrif á reiknaða raunávöxtun. A meðfylgjandi grafi kem- ur fram hvemig uppreiknuð ársraunávöxtun nokkurra sjóða, sem ætla má að séu til- tölulega samanburðarhæfir hvað varðar áhættustig og al- menna samsetningu eigna, hefur verið á undanfömum þremur, sex og tólf mánuðum í þeim tilvikum sem gögn um hana er til. Sumir sjóðanna era nýir á markaði og því að- eins til saga yfir þá í skamm- an tíma, en þessar upplýsing- ar birtast í Morgunblaðinu á Peningamarkaðssíðum. A grafinu má sjá að al- menna þróunin hefur verið sú að uppreiknuð raunávöxtun miðað við heilt ár hefur lækk- að og er í sumum tilvikum neikvæð. Ailir leggja sjóðimir áherslu á erlend hlutabréf eða erlend skuldabréf. Skiptast þeir í grófum dráttum niður í sjóði sem fjárfesta beint í ákveðnum hlutafélögum eða skuldabréfum, eða að þeir fjárfesta í öðram sjóðum og kallast slíkir sjóðir sjóðasjóðir. Er almennt meiri dreifing á fjárfesting- um þeima síðamefndu og ætti að vera minni áhætta hvað varðar sveiflur í arðsemi. Til samanburðar er einnig birt sambærileg raunávöxtun sam- kvæmt hinni alþjóðlegu hlutabréfa- vísitölu Morgan Stanley Capital Int- emational, MSCI World, sem tekin er saman af Morgan Stanley fjár: festingarbankanum í New York. í vísitölunni birtist útreikningur á veginni meðalávöxtun hlutabréfa hjá stærri fyrirtækjum sem era á þróðaðri hlutabréfamörkuðum í heiminum. Sitthvad reiknuð raunávöxtun og raunbreyting Hvað tölur yfir 3 og 6 mánaða raunávöxtun sem birtast í töflunni varðar er rétt að taka fram að t.d. talan -8,1%, sem er uppreiknuð raunávöxtun Einingabréfa 6 miðað við þriggja mánaða breytingu, merkir ekki að eignir eða gengi við- komandi sjóðs hafi rýrnað um 8,1% á þriggja mánaða tímabili. Þama er hins vegar tekin breyting þriggja seinustu þriggja mánaða og reiknað út hver ársávöxtunin yrði ef þróunin yrði óbreytt í 12 mánuði. Hina raunverulegu breytingu má gróft á litið áætla með því að deila í töluna með fjóram, sbr. fjóra árs- fjórðunga. Þegar raunávöxtun er -8,1% má því áætla að raunveraleg lækkun á eign hafi verið nálægt -2%. I tílviki sex mánaða breytinga má deila í með tveimur, sbr. tvo árs- helminga. Hér er þó rétt að taka fram að þegar um hærri prósentu- tölur er að ræða, og til að fá fram hárrétta útkomu, þarf að beita veld- isreikningi. Útilokað er að fullyrða hvort þró- un seinustu þriggja eða sex mánaða hjá einstökum verðbréfasjóðum muni haldast óbreytt í tólf mánuði. Hinar uppreiknuðu stærðir segja því oft lítið um það hver endanleg þróun muni koma til með að verða, en era hins vegar gagnlegar til að átta sig á nýjustu atburðum. Ef fjárfestir vill reyna að átta sig á hvort söguleg gögn gefi til kynna miklar eða litlar sveiflur í ávöxtun Erlendir verðbréfasjóðir sem verðbréfafyr- irtækin reka hafa sýnt lægri ávöxtunartölur undanfarið en oft áður. Sverrir Sveinn Sigurðarson fór í saumana á því máli og ræddi við fulltrúa verðbréfafyrirtækjanna. Raunávöxtun erlendra verðbréfasjóða í íslenskum krónum reiknað á ársgrundvelli Alþjóðlegir hlutabréfasjóðir Búnaðarb. ísl. Kaupþing Kaupþing Alþj. hl.bréfasj. Einingarbréf 6 Lux. Alþj. hlbr.sj. 1. nóv. 1. nóv. +17,1% 1. nóv. +20,2% VIB Sjóður 14 27. okt. VIB Sjóður12 27. okt. MSCI World 29. okt. +8,1% 0,0% +17,9% -8,1% -4,0% Alþjóðlegir skuldabréfasjóðir •k k k :k 11 -21,8% 1—^-7,1% •9,8% Búnaðarb. Isl. Kaupþing Kaupþing Alþj. sk.bréfasj. Einingarbréf 5 Lux. Alþj. skbr.sj. 1,nóv. I.nóv. 1. nóv. +1,3% Skýringar: Raunávöxtun í ísl. kr., uppreiknuð á ársgrundvelli: Ik ■' M- 1 «ÍH ^ 1| -18,9% -18,2% EMfeLJ - síðustu 12. mánJ - síðustu 6. mán. ■ - síðustu 3. mán. vantar upplýsingar -20,4% -20,6% verðbréfasjóða er gjaman litið til staðalfráviks ávöxtunar þehTa. Lágt staðalfrávik vísar á minni sveiflur ávöxtunar í fortíðinni. Hátt staða- Ifrávik gefur til kynna miklar sveifl- ur ávöxtunar í fortíðinni, sem merkir að viðkomandi verðbréfasjóður er talinn fremur áhættusamur vegna óvissu um ávöxtun til skamms tíma. Þess skal getið að stundum er söguleg meðalarðsemi sjóða með hátt staðalfrávik í hærri kantinum, og eru slíkir sjóðir taldir ákjósanleg- ir fyrir þá sem sætta sig við áhætt- una, sé ætlunin að fjárfesta tO langs tíma. Jafnframt eru slíkir sjóðir taldir síður fysilegur kostur til skemmri tíma ávöxtunar, vegna mögulegra sveiflna í ávöxtun. Morgunblaðið innti fulltrúa verð- bréfafyrirtækjanna sem um ræðir eftir viðbrögðum þein-a við lægri ávöxtunartölum undanfarið. Yfirvegnir í Asíu Agúst Freyr Ingason, sem stýrir erlendum sjóðum hjá Búnaðarbanka Verðbréfum, segir um raunávöxtun Alþjóðlega hlutabréfasjóðsins upp á síðkastið að þróun sjóðsins sýni að almennt hafi verið gott árferði á þessu ári á alþjóðlegum hlutabréfa- mörkuðum, og kannski hafi best gengið í Asíu. „Við höfum tekið þá stöðu að hafa sjóðinn yfirveginn í Asíu, þ.e. að leggja meiri áherslu á hlutabréf þar, en hafa sjóðinn jafnframt undirveg- inn annars staðar. Það hefur skilað sér til fjárfesta," segir Ágúst. Búnaðai-bankinn Verðbréf rekur einnig Framsækna alþjóðlega hluta- bréfasjóðinn, sem Ágúst segir að hann einbeiti sér aðallega að vaxandi atvinnugreinum og öðrum góðum vaxtartækifæram, og sé töluvert áhættusamari en hinn fyrmefndi. Því ekká hafður með í samanburðin- um, en raunávöxtun hans var 29,7% seinustu sex mánuði. Auk þessa rekur Búnaðarbankinn Verðbréf Alþjóða skuldabréfasjóð- inn sem skilaði neikvæðri rauná- vöxtun seinustu 6 mánuði upp á -18,9%. „Skýringin á þessum tölum er lækkandi skuldabréfaverð í kjöl- far hækkandi vaxta, bæði í Banda- ríkjunum og Evrópu. í Bandai-íkj- unum hafa vextir verið hækkaðir vegna áhyggna af jienslu svipað og hér á landi,“ segir Ágúst. Ágúst bendir á hættur því sam- fara að horfa til talna yfir raunávöxt- un sem byggð er á stuttum tíma. „Gallinn við þessar tölur að þær era settar á ársgrandvöll, og þriggja mánaða breyting blásin upp í eitt ár sem er nálægt því að margfalda raunbreytinguna með fjórum. Þess- ar tölur geta verið misvísandi bæði þegar tölur era í plús og mínus, svo ég bendi fólki alltaf á að skoða frekar 12 og 24 mánaða tölur,“ segir Ágúst. lita ber til lengri tíma Raunávöxtun á erlendum sjóðum Kaupþings hf. hefur einnig farið minnkandi að undanfömu, en Kaup- þing rekur sjóðina Einingabréf 5 sem er sjóður sem fjárfestir í erlend- um hlutabréfum og Alþjóðlega hlutabréfasjóinn í útibúi sínu í Lux- embourg, og einnig Einingabréf 6 og Alþjóðlega skuldabréfasjóðinn í Luxembourg en báðir fjárfesta í er- lendum skuldabréfum. Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar hjá eignastýringarsviði Kaupþings er meginskýringin vaxtahækkanir erlendis og verðlækkun á erlendum hlutabréfamörkuðum á þessu tíma- bili. Vilhjálmur kvaðst þó geta vel við unað, enda árangur sjóðanna betri en viðmiðunarvísitölur á sama tíma. „Hafa verðm- í huga að fjárfesting í erlendum verðbréfum er til langs tíma og skammtímasveiflur hafa ekki áhrif á hversu fysilegur kostur það er. Það eru alltaf skammtíma- sveiflur og það hittist einmitt þannig á í þessari þriggja mánaða mælingu. Þannig var gengið á alþjóðahluta- bréfasjóðnum nærri 178 í lok júní en nærri 170 í lok september, mælt í ís- lenskum krónum. Kaupþing hins vegar metur árangm’ sjóða út frá al- þjóðlegum mælikvörðum sem era allsendis óháðir skammtímasveifl- um,“ sagði Vilhjálmur, og bendir á að líta beri til lengri tímabila við fjár- festingarákvarðanir og varar við að ávöxtun í fortíð gefi ekki nauðsyn- lega vísbendingu um ávöxtun í fram- tíð. Verðbólga og gengishækkun hafa áhrif Friðrik Magnússon, deildarstjóri eignastýringar hjá Verðbréfamark- aði Islandsbanka, VIB, segir að VIB reki nú þrjá erlenda hlutabréfasjóði. Sjóður 14 sem fjárfesti í einstökum félögum, en Sjóður 12 fjárfesti í sjóð- um. Einnig rekm- VIB Sjóð 13 sem fjárfestir á svokölluðum ným- örkuðum, sem era t.d. í SA- Asíu og S-Ameríku, en að sögn Friðriks er sá sjóður það nýtil- kominn að ávöxtunartölur eru enn ekki komnar. Hann segir að áhættustig í Sjóði 14 sé fremur hátt, en miðlungs mikil í Sjóði 12 sé miðað við erlenda fjárfestingu. Aðspurður um ástæður þeirrar þróunar sem orðið hef- ur á Sjóðum 12 og 14 segir Friðrik lækkun hafi orðið frá miðju ári á erlendum hluta- bréfamörkuðum sem komi fram þama. „Það hefur einnig haft áhrif að íslenska krónan hefur verið að styrkjast sem gerir þann erlenda gjaldmiðO sem þessi hlutabréf era í verðminni. Einnig hefur verið mikil verðbólga hér á landi sem hefur neikvæð áhrif á út- reikning raunávöxtunar. Nú hefur verið um 10% verðbólga á ársgrandvelli seinustu tvo mánuði," segir Friðrik. Um ástæður þess að Sjóðir 12 og 14 lækka mun meir en sjóðir annarra verðbréfafyrir- tækja segir Friðrik að eignir þeirra séu að vaxa mjög og að eignadreifingin sé eldti orðin enn sú sem stefnt er að. „I sjóði 14 verða sveiflumar töluverðar vegna þess að fjárfest er í frekar fáum sérvöldum félögum en í staðinn er vænt ávöxt- un hærri til lengri tíma litið,“ segir Friðrik. Augljós áhrif verðbólgu og gengisbreytinga Landsbréf hf. reka þrjá verð- bréfasjóði á eynni Guemsey, undir nafninu Fortuna I til III. Ami Jón Amason, sjóðsstjóri hjá Landsbréf- um, segir að Fortuna I og Fortuna II séu ekki hreinir erlendir sjóðir, en 15-60% af fjármagni þeirra er fest í íslenskum hlutabréfum. Fortuna III er blandaður sjóður sem inniheldur aðeins erlend hluta- og skuldabréf. Á peningamarkaðssíðu Morgun- blaðsins er nafnávöxtun þessara sjóða birt í Evram. Ef þessar tölur eru færðar til raunávöxtunar í ís- lenskum krónum sést hve mikil áhiif styrking krónunnar og óvenju mikil verðbólga á íslandi seinustu mánuði einar sér hafa á raunávöxtunina. Þannig var nafnávöxtun Fortuna I sjóðsins 21,76% miðað við þriggja mánaða breytingu og 10,54% miðað við sex mánaða breytingu. En raunávöxtunin í íslenskum krónum er hins vegar neikvæð eða -4,88% og -5,21%, í sömu röð. Sambærilegar tölur fyrir Fortuna II sjóðinn era nafnávöxtun í evram upp á 18,40% og 7,62% annars vegar, en neikvæð raunávöxtun í krónum upp á -7,50% og -7,71% hinsvegar. Tölumar fyrir Fortuna III era 29,02% og 18,81% annars vegar, en 0,80% og 1,88% hinsvegar. Hvað framtíðin mun bera í skauti sér er erfitt að segja. Vai-la er að búast við að áhrif verðbólgu gangi til baka, en til þess þyrfti að verða verðhjöðnun í íslenska hagkerfinu. Og verðbólgan hefur raunar sömu áhrif á raunávöxtun innlendra fjár- festinga. En ef gengi krónunnar hættir að styrkjast og tekur að falla gagnvart erlendum gjaldmiðlum myndu þessi áhrif að einhverju leiti ganga til baka og nafnávöxtun í ís- lenskum krónum verða meiri en nafnávöxtun í hinum erlendu gjaldmiðlum, á því tímabili. Ensk út- gáfa af Frankfurt- er All- gemeine Á FYRRI hluta næsta árs verður hleypt af stokkunum enskri útgáfu af þýska dagblaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung (FAZ). Útgáf- an er samvinnuverkefni FAZ og dagblaðsins International Herald Tribune (IHT). Þetta kemur fram í International Herald Tribune nýl- ega. Ensku útgáfunni af FAZ verður dreift í Þýskalandi og mun fylgja með IHT sem þar er dreift. Blaðið verðursett saman af 6-8 blaðsíðum af fréttum og fleira efni úr FAZ frá sama degi. Ritstjórar FAZ bera ábyrgð á ensku útgáfunni en sér- stakur hópur blaðamanna með sér- þekkingu á Þýskalandi og góða enskukunnáttu mun skrifa efni blaðsins og hafa aðsetur í húsa- kynnum FAZ í Þýskalandi. Enska útgáfan verður einnig á Netinu. Peter C. Goldmark jr., stjórnar- formaður og forstjóri IHT, segir samstarf IHT og FAZ á breiðum ritstjómar- og viðskiptalegum grunni. Að hans sögn eiga bæði dagblöðin sér langa sögu af þjón- ustu við þá sem krefjast blaða- mennsku í hæsta gæðaflokki. Guenther Nonnenmacher, rit- stjóri FAZ, segir um samstarfið við IHT: „Þetta staðfestir að FAZ er rödd Þýskalands í heiminum um leið og það er þýskt dagblað." Rit- stjóri IHT segir samstarfið leiða saman tvær af sterkustu fréttastof- um heims. „FAZ er með þessu að opna enskumælandi lesendum dyr að Þýskalandi, miðju evrópsks efnahagslífs." IHT er í eigu The New York Ti- mes og The Washington Post og eru fréttir unnar af blaðamönnum um allan heim. IHT er prentað í 19 borgum víðs vegar um heiminn og upplagið er um 232.000 eintök. Hjá FÁZ er áhersla lögð á fréttir og við- skipti og er blaðinu dreift í um 411.000 eintökum. FAZ er eitt af stærstu dagblöðum í Þýskalandi. -------------------- Kynning á Informix Internet Founda- tion.2000 NÆSTKOMANDI miðvikudag kl. 13:15-15:00 verður kynning á Grand Hótel á nýrri útgáfu Infor- mix-gagnasafnskerfisins, Informix Internet Foundation.2000 (IIF.2000). Kynningin er á vegum Strengs hf., umboðsaðila Informix á íslandi. I fréttatilkynningu frá Streng kemur fram að gagnagrannai’ geymi ekki lengur einungis tölur og texta heldur visti menn skjöl, ljós- myndir, hljóð, kvikmyndir og heilu vefma í Informix-gagnagrannum. IIF.2000 er fyrsti gagnagrunnur- inn sem styður beint Java, ActiveX og COM+. Að auki er IIF.2000 ein- stakur að því leyti að mögulegt er að gera hvaða gögn eða forrit sem er aðgengileg úr grunninum í gegn- um venjulegar SQL-fyiirspurnir (t.d. skrár og skráarkerfi, stórtölv- ur (CICS) og stimpilklukkur) með svokölluðu „Virtual Table Inter- face“. Paul Brown, sem er einn af hönn- uðum Informix Internet Founda- tion.2000, mun á kynningarfundin- um kynna stefnu Informix, útskýra helstu nýungar fyrirtækisins og kynna Informixlnternet Founda- tion.2000 ásamt sýnidæmum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.