Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 75 i \ JAKNARftP Töfratwolí ogfSldu' sun. 7/11 kl. 14 uppselt sun. 14/11 kl. 14 nokkur sæti laus Miðapantanir allan sólarhringinn í símsvara 552 8515. 'Bt’.fci'nsð LEIKFÍLAG AKUREYRAR Klukkustrengir eftir Jökul Jakobsson sýn. í kvöld kl. 20, næst síðasta sýning. Sýn. lau. 13. nóv. kl. 20, siðasta sýning. Baneitrað samband eftir Auði Haralds sýn. fim. 11. nóv kl. 20 sýn. fös. 12. nóv kl. 20. Miðasala opin alla virka daga kl. 13 — 17 og fram að sýningu sýningardaga. Simi 462 1400. í kvöld iau. 6. nóv. kl. 19.00 Lau. 13. nóv. kl. 19.00 Lau. 20. nóv. kl. 19.00 Ósóttar pantanir seldar á sýningardag. MlÐASALA 551 1384 OBÍÓLEIKHÚO ÐÍÓBORGINNI V© SNORRABRAUT Eucerin Súrefnisvörur Kariti Herzog Kynning í dag kl. 14-18 í Hagkaup Smáratorgi, og Lyf og heilsu - __Apótek - Kringlunni. FÓLK í FRÉTTUM Arið er liðið í aldanna skaut ÍSLAND hefur lifað sína þúsöld byggt fólki og eignast sína sögu frá því fyrsti maður steig hér á land til að hefja sambýli með ref og rjúpu og öðru því heimskauta- fé úr dýraríkinu, sem á sér bólfestu á norðurhjaranum. Okkur er þessi saga að mestu leyti kunn þökk sé ritandi mönnum, sem komu við sögu strax með Ara fróða og síðan. Allar götur frá upphafi höfum við deilt um sann- leiksgildi einstaka skrifaðra þátta í sögu okkar og þá stundum gleymt að öll er sagan gild og gef- ur heildarblæ af lífi okkar hvort sem við vorum um þrjátíu þúsund manns eða hundrað þúsund, hvort sem við týndum niður vegum milli landshluta eða vantaði snæri og hvort sem við höfum að éta eða ekki. Núna erum við rúm tvö hundruð og sjötíu þúsund manns og þá er helst að heyra, að fólk vilji ílýta sér eins og það getur að týna niður flestu því sem íslenskt er. Tungan kemur afbökuð úr fjölmiðlum svo raun er að. „Eigðu góða helgi“, segja menn þegar þeir kveðjast að lokinni vinnuviku og annað er eftir því, þar sem hugsunarleysi, eftiröpunarárátta og þrotlaus efnisflutningur Ijós- vakamiðla á erlendu efni helst í hendur. Nú þegar tuttugustu öld- inni er að ljúka hefði mátt hugsa sér að ljósvakamiðlar með snefil af metnaði væru ekki svo ofurs- eldir poppi og öðru skemmtiefni dagsins, að þeim gæfist tími til að flytja okkur eitthvað frá öldinni sem er að líða. Hún er nefnilega ekkert ómerkilegri en aðrar aldir, sem liðið hafa hér á landi á meðan það hefur verið í byggð. Dagleg umræða einkennist annarsvegar af mikilli bjartsýni, þar sem allir eru sagðir búa við aukinn kaup- mátt, en að hinu leytinu búum við daglega við svartagallsraus svok- allaðrar stjórnarandstöðu, sem segir að allt þjóðlíf sé sokkið á fertugt dýpi. Má maður, sem hef- ur verið áheyrandi að svona stjórnarandstöðurausi heila mannsæfi benda á að tuttugasta öldin hefur verið mesta framfara- öldin í sögu landsins, þótt hún hafi orðið að búa við svarta kreppu frá 1931 til 1940. A þeim tíma vorum við svo illa sett, að hér var tekin upp nán- ast eins konar ráðstjórn með skömmtunum og höftum, sem aldrei ætlaði að linna. Núna er allt ómögulegt af því að ekki er at- vinnuleysi og fólki er sagt að orðið hafi kaupmáttaraukning. Þótt hún hafi orðið bókhaldslega séð virðist enginn hafa orðið var við hana. En allt tal um góðærið eyk- ur óánægju þeirra sem verr eru settir. Þessu karpi linnir sem sagt aldrei en kjararöflið er eitt af því fáa sem við höfum ekki getað hermt eftir útlendingum. Nú er ástæða til að nefna að sjónvörpin og útvörpin ættu að rífa sig upp af sínum feitu rössum og reyna að hugsa fyrir þáttagerð í minningu aldar, sem er að verða liðin, „horf- in í aldanna skaut“, eins og segir í sálminum. Að vísu er tíminn næstum liðinn fyrir svo viða- mildnn undirbúning dagskrár- atriða, sem voru við hæfi í tilefni af aldaskiptunum. En það mætti reyna að gera einhverja þætti, sem segðu frá því hvernig við vor- um búin til daglegra starfa allt fram undii- 1920, þegar við voru enn að mestu járnaldarfólk í at- vinnuháttum eins og á land- námsöld, nema hvað við höfðum lagt niður sverð og spjót. Það mætti taka krepputímann án öfga, sem var svo líkur ráðstjórn og síðan mætti geta að nokkru þeirrar ógnar bjartsýni, sem hel- tók þjóðina upp úr stríðinu, þegar hún steig í nælonsokkum og garb- erdínfotum út í heiminn til að leika stóra karla með heila skips- farma af söltuðum gæram gamla tímans. Erlendis hafa sjónvarps- stöðvar verið að sýna þætti frá tuttugustu öldinni og þá ekki ein- vörðungu verið bundnar við eigin þjóðfélög. CNN hefur verið að sýna þætti frá helstu atburðum 20. aldar eins og þeir hafa geymst á filmubútum, en á þeim áram þegar ekkert sjónvarp var til, var tekið mikið af fréttakvikmyndum, sem síðan vora sýndar sem auka- myndir í kvikmyndahúsum. Þetta gafst vel, en eftir að sjónvarp kom til sögunnar féll þessi tegund fréttamynda niður. Nú virðast stöðvar eins og CNN leggja nokk- urt kapp á að vinna úr þessum myndabútum og fá úr þeim ágæt- ar heimildamyndir. En þeir gera textann upp á nýtt og er það til bóta. Þannig er hægt að hafa not af hinum hörðustu áróðursmynd- um. Mikið kvikmyndasafn er til hér á landi frá því fyrr á öldinni og er þá ekki átt við leiknar myndir, þótt gera mætti heimildamynd um þær. Mætti byrja á Borgar- ættinni eftir Gunnar Gunnarsson. Kvikmyndasafn ríkisins ætti að hafa veg og vanda af því að safna þessu efni saman óunnu, en síðan gætu sjónvörpin tekið við og smíðað þætti með nýju tali, vegna þess að betur mun gefast að opin- ber aðili leiti eftir þessu efni er- lendis en fyrirtæki. Auðvitað verður að kosta til við eftirtökur. Við fyrstu athugun koma upp í hugann sænsk heimildamynd, Fager er lien, einnig mynd sem Guðmundur Kamban var að gera hér fyrir stríð á vegum Þjóðverja pg fjöldinn allur af myndum eftir íslendinga bæði hér heima og er- lendis. Það væri verðugt fyrir sjónvörpin að gera þessum gömlu görpum einhver skil fyrst öldin er að yfirgefa okkur. Indriði G. Þorsteinsson SJONVARPA LAUGARDEGI Fréttir á Netinu vg> mbl.is -ALLJ-Af= e/T~TH\SA£} NYTT~ MYNDBOND Algjört æði elskan Spæjarinn sem negldi mig (Austin Powers: The Spy Who Shagged Me) Gamanmynd ★★% Framleiðandi: John S. Lyons, Suzanne Todd, Eric McLeod, Demi Moore, Mike Myers, Jennifer Todd. Leikstjóri: M. Jay Roach. Hand- ritshöfundur: Michael Myers, Micahel McCullers. Kvikmynda- taka: Ueli Steiger. Tónlist: George S. Clinton. Aðalhlutverk: Michael Myers, Heather Graham, Robert Wagner, Rob Lowe, Seth Green, Tim Robbins. (95 mín.) Bandarikin. Myndform, 1999. Myndin er bönnuð innan 12 ára. Kvensami ofurspæjarinn Austin Powers snýr aftur ásamt fríðu föra- — neyti í þessari fínu framhaldsmynd „Austin Powers: International Man of Myst- ery“. Þar sem Powers er stadd- ur er dr. Evil ekki langt undan og fer erkifjandi hans aftur til for- tíðar til þess að stela karl- mennsku Powers og án hennar verður Austin að sigrast á dr. Evil . og fylgisveinum hans. Líkt og í fyrri myndinni er hæll- ærishúmorinn aldrei langt undan en Myers kemur inn með eina pers- ónu sem knýr fast á dyr allrar vel- sæmi. Sú persóna er Feiti skíthæll- inn (leikinn af Myers), þessi persóna má segja sé lokaorðið í neðanbeltisbrandaramenningu Bandaríkjanna og þarf að sjá myndina til þess að átta sig á hvað er verið að tala um. Eins og í fyrri myndinni er persóna dr. Evil mun fyndari heldur enn Powers og at- riðin með honum (sérstaklega Jerry Springer atriðið) mörg hver óborganleg. Það er smá vottur af hugmyndaskorti í handritinu en myndin er aldrei leiðinleg og ætti að kitla hláturtaugar flestra. Ottó Geir Borg VERSLUNIN HÆTTIR ALLT Á AÐ SEUAST Dæmi um verð: Vindjakkar 990 - Skór 990 - Bolir 990 - Síðbuxur 500 - Peysur 990 Bakpokar 990 - Úlpur 2.990 - íþróttagallar 1.990 Vorum að taka upp nýjar vörur Opið: Mán.-fös. 10-18 Lausardasa 10-16 Sþrótt Skipholti 50d, sími 562 0025. ^Sizina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.