Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 06.11.1999, Blaðsíða 66
.. 66 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ -S % Krókus, vorliljur, páskaliljur, hyasintur og túlipanar, allt í einu keri. LAUKARIKERUM ÞEGAR þessi orð eru fest á blað er grenjandi rigning og hávað- arok, ekki þori ég að fullyrða hve margir metrar á sek. en vel yfir 20. Þó er hugurinn ekki við veðrið og veturinn, sem nú er genginn í garð, heldur vorið góða, grænt og hhtt. Mig langar að minna á vor- komuna og skemmtilega aðferð til að fagna hækkandi sól og gró- anda. Ja, aðferð, það er að sjálf- sögðu klaufalegt orðaval, en mér dettur ekkert betra í hug núna. Fyrstu blómin, sem lifna í görðum á vorin, eru oftast lauk- blóm. I Reykjavík byrja fyrstu krókusar og vetrargosar oft að blómstra í marslok, ef vel viðrar, en til að svo megi vera dugir ekki að fara í garð- yrkjustöðina snemma vors og segja: Attu ekki fal- lega krókusa handa mér núna. Ó, nei, maðm’ þarf sjálfur að hugsa fram í tímann, haustið er tími vor- laukanna, þótt þetta hljómi reyndar dálít- ið kjánalega. En það er fátt einfaldara en að verða sér úti um handfylli af laukum og grafa þá niður á vel völdum stað. Svo er bara að bíða vorsins og sjá, þessi handfylli hefur breyst í skemmtilegt blómskrúð. Já, þetta geta þeir, sem garð- inn eiga, segir e.t.v. einhver. En ég sagði, grafa þá niður á vei völdum stað. Hann þarf ekki endilega að vera úti í garði, það eru margir, sem hafa gaman af gróðri, en eiga ekki garð. Þeir sem rækta á svölum, þurfa alls ekki að fara á mis við vorblóm- strandi lauka. Nú eru sumar- blómin, sem svo fjölmargir rækta í krúsum og kerum á svölunum sínum, víðast farin að láta veru- lega á sjá. Það er ekki að undra, því þau hafa glatt okkur frá því seint í maí eða júníbyrjun. En blómgunartímanum í kerunum má flýta mikið með því að nota þau líka undir laukplöntm-. Þá er bara að fjarlægja sölnuð sumar- blómin á haustin, sem maður ger- ir hvort sem er, og nota síðan moldina áfram. Reyndar er ekki verra að setja dálítið af nýrri mold í kerin til að laukarnir fái meiri næringu, en það ætti að vera óþarfí fyrir þá sem vökva stundum með áburðarvatni síðla sumars. Og svo er að velja sér lauka við hæfl og leggja þá í moldu. Flestir vorblómstrandi laukar, nema e.t.v. þeir með allra hæstu blómin, eru vel fallnir til kera- ræktunar. Auðvitað fer það eftir stærð ílátsins, hversu hávaxnar plöntur á að rækta. Margir eru með svalakassa, sem hafðir eru ofan á handriðum. í þá ætti að setja eins lágvaxna iauka og unnt er, krókusa, vetrargosa og vor- boða svo eitthvað sé nefnt. Krók- usa, já, þá má nefna að til eru bæði svo kallaðir villikrókusar og garðakrókusar. Villikrókusarnir blómstra fyrr en garðakrók- usarnir. Þeir eru oft mjög fallegir og hafa iðulega annan lit að utan en innan. Þar má t.d. nefna teg- undina „Gipsy Girl“, sem er gul en ytri krónublöðin með rauð- brúnum röndum, eða „Blue Bird“, sem er með hvítum blóm- um, dökkfjólubláum að utan. Garðakrókusar blómstra seinna en villikrókusar og blóm þeirra eru til muna stærri. Þeir setja oft mikinn svip á garða á vorin, hvít- ir, gulir, purpurabláir. Eini gall- inn er að þeir eru dálítið við- kvæmir fyrir roki og þola illa frost, séu blómin alveg útsprung- in. Vetrargosinn er eitt af mínum uppáhalds laukblóm- um. Mér finnst hann fær í flestan sjó, þola frostakafla eftir að hann er farinn að vaxa. Eins má nefna postulínslilju, Puschkinia scilloides, sem er nálægt 15 sm á hæð, hvít með ljós- bláum röndum, sí- beríulilju, Seilla si- birica, sem til er bæði í bláum og hvít- um litum og perlu- lilju, Muscari, sem til eru ýmis afbrigði af, flest fallega blá. Allir þessir laukar, sem hér hafa verið nefnd- ir, eru bæði litlir og lágvaxnir og þá þarf aðeins að setja á liðlega 5 sm dýpi. Túlipana og páskaliljur er líka gaman að rækta í kerum. Til eru lágvaxin afbrigði af báðum teg- undum. Þar læt ég nægja að nefna villitúlipana, eins og Tulipa tarda, eða kaupmannatúlipana, en það er ekkert til fyrirstöðu að rækta stórvaxnari tegundir. Eins eru til smávaxnar páskaliljur eins og febrúarlilja, sem til eru ýmsar tegundir af. Það er líka skemmti- legt að setja ýmsar tegundir lauka í sama ker, perluliljan fer t.d. vel með bæði túlipönum og páskaliljum. Ég hef heyrt af konu, sem gróðursetur laukana sína á mörgum hæðum. Neðst í kerið setur hún venjulegar páskaliljur og síðan mold yfir. Þá koma túlipanai', síðan perluliljur og efst krókusar og alltaf setur hún moldarlag á milli. Ég hef því miður ekki sér kerið hennar að vorlagi, en þetta hljómar mjög spennandi í mínum eyrum. Hvernig væri að verða sér úti um dálítið af laukum núna, þeir fást enn í verslunum og hjá lauka- innflytjendum eins og Garðyrkju- félaginu, og eru stundum á tilboði í upphafi vetrar. Prófa að setja í ker og bíða svo vorsins. En - en, það gildir það sama með lauka í kerum og lauka í görðum. Þeir þola ekki að standa í bleytu, þá fúna þeir. Þeir sem setja lauka í ker þurfa að gæta þess sérlega vel að þau standi ekki hálffull af vatni. Gott er að setja greinar, sem þarf að taka burtu til að jóla- tréð komist í fótinn, yfir eða ofan í laukakerið. Það getur bæði verið til skrauts á svölunum og svo hlíf- ir það fyrstu gróðurbroddunum snemma vors. s.Hj. BLOM VIKUMAR 425. þáttur Ilnisjón Sigrfð- ur lljartar FRÉTTIR Minnisvarði um árabátaútveg reistur á Hellissandi Potjomkin Eisensteins í bíósal MÍR BEITISKIPTIÐ Potjomkin verður sýnd í bíósal MIR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 7. nóvember kl. 15. Mynd þessa gerði Sergei Eisen- stein 1925 og sótti efnið í uppreisn sjóliða á einu skipa Svartahafsflota Rússlandskeisara um 20 árum áður. Fyrir þess kvikmynd hlaut Eisenstein alþjóðlega viðurkenningu sem braut- ryðjandi í kvikmyndagerð og myndin hefur lengi verið í tölu sígildi'a verka. Beitiskiptið Potjomkin vai' gerð á tímum þöglu kvikmyndanna en sú út- gáfa myndarinnar sem sýnd er í MIR er frá sjöunda áratugnum og hljóðsett með tónlist eftir rássneska tónskáldið Vladimir N. Krjúkov. Skýringartextar með myndinni eru á ensku. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill. Nýjar reglur um flytjanlegt starfsmanna- húsnæði FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur fullgilt nýjar reglm- um aðbúnað, hollustuhætti og öryggisráðstafanir á byggingarvinnustöðum og við aðra tímabundna mannrirkjagerð. Breytingin hefur það í för með sér að þar sem tveir starfsmenn eða fleiri sinna störfum um afmarkaðan tíma, sem er lengri en ein vinnuvika þá skal vera á vinnustaðnum starfs- mannaaðstaða þar sem m.a. skal vera búningsherbergi (með fatahengi, fataskápum og þurrkaðstöðu), snyrti- herbergi, matstofur og kaffistofur. Ef ekki er hægt að uppfylla kröfur reglnanna vegna sérstakra aðstæðna utan þéttbýlis verður að sækja um undanþágu til Vinnueftirlits ríkisins sem metur hvort leyfa á slíka undan- þágu. ÁKVEÐIÐ hefur verið að reisa á Hellissandi minnisvarðann Beðið í von. Minnisvarðinn verður af- hjúpaður á sjómannadag árið 2000 en hann er reistur til minn- ingar um árabátaútveg liðinna alda, sjósókn á litlum vélbátum frá Krossvík og þá sjómenn er drukknuðu við að afla lífsviður- væris. I vondum veðrum er bátar voru á sjó hópuðust konur og börn út á Bakka þar sem þau báðu og von- uðu að ástvinir þeirra kæmust heilir í land með björg í bú. Nú hyggjast Sandarar reisa þessu fólki minnisvarða. Til að standa undir kostnaði við gerð verksins hefur Sjómannadags- ráð gefið út sérstakt styrktarkort með mynd af minnisvarðanum á væntanlegum stað. Verkið er eftir Grím Marinó Steindórsson. Tiu kort kosta fimm þúsund krónur. Kortin verða til sölu á eftirtöldum stöðum: Melabúðinni, Hagamel 39, Nóatúni, Nóatúni 17, fískbúðinni Hafrúnu, Skipholti 70, fasteignasölunni Val- höll, Síðumúla 27 og í versluninni Blómstui-vellir, Hellissandi. BRIDS llmsjón Arnór G. ILagnarsson Bridsfeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði Glæsibæ fimmtudaginn 28. október. 28 pör. Meðalskor 216 stig. N/S Oddur Hjaltason - Hjálmar Gíslason.....................259 Viggó Norquist - Guðm. G. Guðmundss...................242 Þorleifur Þórarinss. - Tómas Sigurjónss.....................237 A/V Sigtryggur Ellertss. - Þorsteinn Laufdal ...................279 Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss......................274 Kristján Ólafss. - Albert Þorsteinss....................267 Mánudaginn 1. nóvember. 25 pör. Meðalskor 216 stig. N/S Sigurleifur Guðjónss. - Olíver Kristóferss...................264 Eggert Kristinss. - Þorsteinn Sveinss....................239 Fróði B. Pálsson - Þórarinn Árnason.....................229 A/V Sigtryggur Ellertss. - Þorsteinn Laufdal ...................260 Eyjólfur Halldórss. - Þórólfur Meyvantss...................249 Sæmundur Björnss. - Guðlaugur Sveinss....................237 Minningarmót um Jón Her- mannsson hjá Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Hinn 1. nóvember lauk tvímennings- keppni sem spiluð var á mánudögum. Þetta var minningarmót um Jón Her- mannsson, fyrsta keppnisstjóra hjá fé- laginu. Urslit urðu þannig: Kristján Ólafss. - Olíver Kristóferss....................791 Júlíus Guðmundss. - Rafn Kristjánss.......................733 Sigtryggur Ellertss. - Þorsteinn Laufdal ....................729 Ólafur Ingvarsson - Jóhann Lúthersson ..................709 Eyjólfur Halldórss. - Þórólfur Meyvatnss..................703 Bridsfélag Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Fjórða umferðin í aðaltvímenningi BRE var spiluð þriðjudagskvöldið 2. nóvember og urðu úrslit þessi: Birgir Jónsson - Magnús Ásgrímsson ....................28 Aðalsteinn Jónsson - Gísli Stefánsson .....................23 Árni Guðmundss. - Jóhann Þorsteinss.....................22 Jóhanna Gísladóttir - Vigfús Vigfússson.....................14 Staðan að loknum fjórum umferðum er á þessa leið: Birgir Jónsson - Magnús Ásgrímsson ....................84 Aðalsteinn Jónsson - Gísli Stefánsson .....................60 Ásgeir Metúsalemss. - Kristján Kristjánss...................48 Jóhanna Gísladóttir - Vigfús Vigfússon .....................46 Bridsdeild Barðstendinga og Bridsfélag kvenna NÚ ER lokið haustvimenningi. Loka- staðan varð eftirfarandi: Kristinn Kristinss. - Unnar A. Guðm.sson .................284 Vilhjálmur Sigurðsson - Soffia Daníelsd.....................222 Birkir Jónsson - Valdimar Sveinsson..................204 Jóhann Stefánss. - Guðmundur Baldurss..................141 Geirlaug Magnúsdóttir - Torfi Axelsson ......................77 Besta skor 1. nóvember sl. Birkir Jónsson - Valdimar Sveinsson..................106 Þórður Ingólfsson - Eymundur Magnússon ..................61 Jóna Magnúsd. - JóhannaSiguijónsd. ..................53 Edda Thorlacius - Sigurður ísaksson ...................48 Mánudaginn 8. nóvember nk. verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Rauðvín í verðlaun fyrir bestu skor bæðiíN/SogA/V. Skráning á spilastaði í Þönglabakka 1 ef mætt er stundvíslega fyrir kl. 19.30. Bridsdeild FEBK Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilar alla mánudaga og alla fimmtudaga kl. 13 í Gullsmára 13. Mánudag 1. nóvem- ber mættu 20 pör í tvímenning. Stjórn- andi var Hannes Alfonsson. Efst urðu: NS Unnur Jónsdóttir - Jónas Jónsson.....................189 Guðmundur Pálss. - Kristinn Guðmundss................179 Helga Ámundad. - Hermann Finnbogas.................173 AV Jóhanna Jónsdóttir - Magnús Gíslason ..................189 Þórdís Sólmundard. - Gunnar Guðmundss..................185 Sigurþór Halldórsson - Viðar Jónsson.....................181 Krislján og Reynir Akureyrarmeistarar. Akureyrarmóti í tvímenning lauk síðasta þriðjudag. Öruggir sigurvegar- ar urðu Reynir Helgason og Kristján Guðjónsson með 109 stig. Þrjú pör börðust fram í síðasta spil um önnur verðlaunasæti. Pörin sem enduðu í 3. og 4. sæti voru jöfn fyrir síðustu um- ferð og spiluðu þá saman. Endanleg röð næstu para varð þannig: Pétur Guðjónsson - Stefán Ragnarsson....................83 Stefán Vilhjálmsson - Haukur Jónsson.......................77 Sveinn T. Pálsson - Páll Jónsson.........................73 Hilmar Jakobsson - Ævar Ái'mannsson.....................44 Næstu þriðjudagskvöld er spilaður léttur og skemmtilegur tveggja kvölda tvímenningui' hjá BA. Allir eru hjartanlega veikomnir og upplagt fyrir þá sem ekki hafa verið með að staðaldri undanfarið að slást nú í hópinn. Þátttöku má tilkynna til Ragnheiðar, hs. 462 2473 eða Ólafs, hs. 462 4120 eða mæta tímanlega á spilastað. Sem fyrr er spilað í Hamri við Skarðshlíð og einnig er spilaður eins kvölds tvímenningur öll sunnudags- kvöld. Þau sem þess óska geta þá fengið aðstoð og leiðsögn í brids. Spiia- mennska hefst alltaf kl. 19.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.