Morgunblaðið - 06.11.1999, Síða 47

Morgunblaðið - 06.11.1999, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBBR 1999 47 * Og eins og barnið rís frá svefnsins sæng, eins sigrar lífíð fuglsins mjúka væng. Er tunga kennir töfra söngs og máls, þá teygir hann sinn hvíta svanaháls. Nú fljúga mínir fuglar, góða dís. Nú fagna englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson.) Það er dapurt að sjá á eftir Geira úr þessum heimi, við höfum öll misst mikið, að sama skapi fagna englar Guðs góðum dreng í sínar raðir. Maður kemur í manns stað, en sum_ skörð eru vandfylltari en önnur. Eg votta foreldrum, systkin- um og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Megi góður Guð vera með ykkur og styrkja í ykkar miklu sorg. Hver er sá máttur, sem hugann heillar til heimkynna nótt og dag? Bláfj allaseiðurinn, bylgjuhvíslið og barnsins hjartalag? Arla morguns var ekið heim og opnaðar gamlar dyr. Til einnar nætur er tjaldi tyllt,- en tindurinn stendur kyr. (Davíð Stefánsson.) Pétur Snæbjörnsson. Sárt er að sakna og sárt er að !missa. Þetta er eitthvað sem allir fá að reyna eða hafa reynt á sinni lífs- leið. I dag kveðjum við góðan félaga og það er erfitt til þess að hugsa að heyra ekki hláturinn og verða vitni að góðvild hans oftar. Geiri í Nes- löndum var hjálpsamur og vildi allt fyrir alla gera, hvort sem það voru nágrannar hans eða venslafólk. Það má segja að Geiri hafi verið allt í öllu, og af mörgu er að taka. Hann var í Kiwanisklúbbnum og kom ná- lægt leiklistarstússi og svo hafði Ihann mikinn áhuga á fuglum og átti orðið nokkuð stórt safn. Ung dama, mjög nákomin okkur systkinunum, fann önd sl. vor í sveitinni sem flog- ið hafði á raflínu. Hún sótti afa og hafði með plastpoka tii að setja fuglinn í. Síðan var henni mikið í mun að flýta sér heim og setja fugl- inn í frost og biðja afa að hringja í Geira til að gefa honum fuglinn til að stoppa upp. Þegar þessi unga dama vissi um andlát Geii'a og búið var að útskýra ýmsar spurningar fyrir henni spurði hún hver myndi passa fuglana fyrir Geira? Og hún komst sjálf að niðurstöðu um það að líklega myndu englarnir gera það þegar enginn annar sæi til. Elsku Geii-i, það var okkur sönn ánægja að hafa fengið að kynnast þér. Minningin lifír um góðan dreng, hafðu þökk fyrir allt og allt. Kæra fjölskylda, við sendum ykk- |j ur okkar inniiegustu samúðarkveðj- ur og biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur og vernda. Þegar sorgar titra tárin trega mistur byrgir sýn. Huggar, græðir hjartasárin hlý og fögur minning þín. (F.S.) Með kveðju. Auður og Sigurður Kjartansbörn. Þegar við vinkonurnar komum í sveitina á vorin til að eyða þar sumrinu, leið ekki á löngu þar til Geiri mætti fullur orku og bauð okkur velkomnar í sveitina sína. Náttúran var skriðin úr vetrardvala og hann hafði alltaf skipulagt marg- ar ferðir sem við fórum með honum í um sumarið. Það var alltaf jafn gaman í þessum ferðum, hvort sem við fórum að skoða fjöll, íshella, sprengigíga eða fugla, og þegar við hugsum til baka minnumst við ótal ‘ skemmtilegra ferða sem hann bauð okkur með í. Ef það var eitthvað sem við höfð- um löngun til að sjá eða gera, var ekkert sjálfsagðara hjá honum en að sjá um að það yrði gert. Þegar farið var á sveitaböll setti ferðin á ballið iðulega mikinn svip á kvöldið. Hann keyrði okkur fjósastelpurnar Iá ballið á stóra bílnum sínum, með græjurnar í botni og allir sungu með. Hann var tO í allt, eða eins og hann sgði svo oft sjálfur: „Ég er til í allt nema sjálfsmorð og giftingu," og erum við honum ævinlega þakk- látar fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur. Það er okkur ómetanlegt að hafa átt þennan trygga, hjálpfúsa, hjartahlýja og síhressa vin. Við sendum ættingjum hans og ástvin- um okkar innilegu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Svanhildur, Hildur, Þórdís, Margrét og Fanney. Sorgarfregn barst okkur norðan úr Mývatnssveit. Hann Geiri í Ytri- Neslöndum, glaðbeitti, duglegi drengurinn, lætur lífið við störf á Mývatni á heimaslóð, ásamt tveim- ur öðrum, þegar óveður brestur snögglega á. Enn einu sinni erum við minnt á hvað náttúruöflin eru óvægin við okkur, sem búum í þessu fagra landi. Minningar eigum við margar og góðar frá Neslöndum, sem við geymum um ókomna tíð. Blessuð sé minning bræðranna Sigurgeirs og Stefáns Stefánssonar frá Ytri-Neslöndum. Innilegar sam- úðarkveðjur til elsku Stínu, Stebba, systkina og fjölskyldu. Sólveig, Axel Sigurður og Jóhann. Ein af mínum uppáhaldsminning- um frá því þegar ég var lítill strákur er vorið. Ég fékk stundum að taka prófin í skólanum á undan hinum ki-ökkunum vegna þess að ég var að fara í sauðburð í sveitina. Þegar ég var tíu ára fannst mér ég kunna leiðina milli Akureyrar og Mývatns- sveitar utanbókar og fannst alltaf jafn mikið til þess koma að geta sagt leiðsögumanninum að ég væri að fara í sveit í Ytri-Neslöndum. Sjálfsagt hefur hann hugsað með sér að það yrði ekki mikið gagn að þessari horrenglu sem gat varla haldið á töskunni sinni. En þrátt fyrir það var þetta grey alltaf vel- komið í Neslöndum og rúmlega það. Þai' var Geiri hluti af stórri heild sem tók mér og Stebba bróður mín- um alltaf jafn opnum örmum. Geiri, eins og allir á heimilinu, virtist búa yfir endalausri þolinmæði til þess að sýna mér heiminn og kenna mér á allt milli himins og jarðar. Þó eru einstaka minningar sterkari en aðr- ar, eins og þegar við sátum saman og hann var að sýna mér hvernig á að skyggna egg. Eitthvað langaði mig tU þess að sýnast mikill maður og ætlaði að kenna honum að kreista egg án þess að brjóta það. Það tókst mér ekki og fyrr en varði lak eggjarauðan yfir lappirnar á honum. Eftir stuttan hvell var mikið hlegið að þessu öllu saman eins og svo oft í sveitinni. Það er ekki hægt að minnast Geira án þess að minnast á fuglana hans. A hverju sumri virtist sem litla herbergið hans væri stöðugt að minnka en raunin var sú að það var að fyllast af uppstoppuðum fuglum. Smátt og smátt kenndi hann mér nöfnin á þessum fuglum og lánaði mér Fugla íslands og Evrópu. Þannig gat ég setið tímunum saman í herberginu hans og blaðað í henni fram og aftur því „litla prófessor- inn“ langaði stundum til að vera eins og Geii-i í sveitinni og vita allt um fuglana við vatnið. Síðan þegar ég hóf störf sem leiðsögumaður og aðrir leiðsögumenn vildu endilega benda mér á sniðugt fuglasafn á bóndabæ í Mývatnssveit til að sýna túristum ef lítið væri um fugla á vatninu gat ég alltaf sagt með stolti: „Ertu að meina safnið hans Geira frænda míns?“ Síðastliðin tvö sumur hef ég kom- ið a.m.k. átta sinnum í Mývatnssveit með hópa af erlendum ferðamönn- um. Ekki einu sinni hefur mér verið fært að sýna þeim safnið hans Geira. Það er erfitt að ætla sér að kenna einhverju um eða afsaka sig með tímaleysi. Þegar svona hræði- legur atburður á sér stað eru slíkar hugsanir óraunverulegar og inni- haldslausar. Þá er betra að láta hugann reika, minnast liðins tíma og tína til það sem hlýjar manni alltaf um hjartaræturnar. Um leið og ég er óendanlega þakklátur fyi'h' að Geh-i er ein af æskuhetjunum mínum sé ég jafn mikið eftir því að hafa ekki komið við í Neslöndum síðast þegar ég átti leið um sveitina. Því þegar haf og lönd skilja á milli eins og núna verða þessi örfáu orð máttlítil og of fá. Elsku Stebbi, Stína og allir í Nes- löndum. Þó svo að ég sitji enn á skólabekk og eigi sjálfsagt eftir að sitja þar dálítið enn megið þið vita að margt af því mikilvægasta og besta sem ég hef lært í lífinu, lærði ég í sveitinni hjá ykkur öllum. Megi allt gott styrkja ykkur í sorginni. Kveðja, Tryggvi Már. Saknaðarvísa „Er þegar öflgir ungir falla sem sígi í ægi sól á dagmálum" (Bjarni Thorarensen.) Elsku Geiri. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig. Þú varst sterkur, skemmtilegur og góður persónuleiki, sem kenndir okkur margt um lífið. Þú varst góð- ur vinur. Það eru svo margar góðar minn- ingar sem við eigum um þig. Við höfum verið að rifja upp stundirnar með þér: hversdagslegar, eins og samræður yfir kaffíbolla eða ævin- týralegar eins og ferðir í íshellinn og á staði sem mann oft grunaði að aðeins þú vissir af. Þú varst duglegur að hafa sam- band, hringdir oft og það var alltaf svo gott að ræða málin við þig. Það er ekki langt síðan þú hringdir og við ræddum hvenær þú kæmir til Reykjavíkur í desember, í þína ár- legu bæjarferð til að gefa rjúpur í jólamatinn. Það er svo erfitt að sætta sig við að þú komir ekki. Þú áttir þér marga drauma þó að þú segðir okkur ekki alla! Einn þeirra var að koma á laggirnar fuglasafni fyrir fuglana þína. Okkur fannst súrt að þeir væru ekki komn- ir á stað þar sem þeir nytu sín og sorglegt að fá ekki að upplifa þann dag að sjá þig hamingjusaman yfir því að þessi draumur rætist. Það er vonandi að við sem stöndum eftir geti gert þennan draum þinn að veruleika. Ættingjum Geira og vinum vott- um við innstu samúð. Við þökkum þennan tíma sem þú áttir með okk- ur. Þínir vinir, Svanhildur Anja og Sigurður Agúst. Að kvöldi 26. október síðastliðinn fékk ég hringingu um að menn hefðu farið út á Mývatn og ekki skilað sér til baka. Það setti strax óhug að okkur sem fyrstir komum á vettvang og skynjuðum að úti á vatni væru þrír menn í aftakaveðri. Strax voru gerðar ráðstafanir og leit hafin en því miður án árangurs. Sá mikli missir sem við okkur blasir var orð- in staðreynd. Á meðal þeirra sem fórust var einn starfsmaður minn, Sigurgeir Stefánsson, hann Geiri. Þrátt fyrir að ég hafi ekki starfað lengi hjá Kísiliðjunni hafði ég þegar kynnst Geira. Geiri var samviskusamur og duglegur starfsmaður. Geiri var mjög farsæll starfsmaður Kísiliðj- unnar og hans verður sárt saknað. Sárt er að geta ekki heiðrað Geira á næstu árshátíð félagsins vegna 20 ára starfsafmælis hans eins og til stóð. Örlögin gi'ipu inn í atburðar- rásina. Fyrir hönd Kísiliðjunnar votta ég foreldrum, systkinum og öðium að- standendum mína dýpstu samúð. Guð veri með ykkur. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér. Vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíú í þinni hlíf. Gunnar Örn Gunnarsson. Mývetningum verður þriðjudags- kvöldið 26. október sl. og næstu sól- arhringar þar á eftir lengi í minn- um. Fregn barst af alvarlegu bif- reiðai'slysi í Námaskarði og björg- unarmenn voru vart komnir af slys- stað þegar farið var að óttast um þrjá menn sem voru við vinnu úti á Mývatni. Því miður reyndist óttinn á rök- um reistur, þriggja manna var saknað. Ibúar í Mývatnssveit voru skelfingu lostnir. Hugur fólks var hjá ástvinum þeirra sem saknað var. Allir reyndu af mætti að rétta hjálparhönd þar sem hennar var þörf. Björgunannenn áttu aðdáun allra. Þrátt fyrir vonh' og bænir varð kaldur raunveraleikinn ekki flúinn. Þrír vaskir menn höfðu farist í Mývatni við erfið skyldustörf. Ást- vinum þeirr allra sendum við sam- úðarkveðjur. Skömmu eftir að við hjónin sett- umst að í Mývatnssveit fyrir tæpum þremur árum kynntumst við Sigur- geiri Stefánssyni frá Ytri-Neslönd- um, Geira vini okkar. Á þeim skamma tíma sem kynnin stóðu í þessu jarðlífi bar aldrei skugga á. Þvert á móti. Geiri vinur okkar var með glaðlyndustu mönnum sem við höfum kynnst. Aldrei var illa að honum sótt. Kátínan, brosmildin og fölskvalaus vináttan var alltaf til staðar. Svo gi'eiðvikinn og bóngóður var Geiri, að á stundum veigraði maður sér við að biðja hann bónar. Vináttan yfirfærðist jafnframt á böm okkar og aðra vini. Allt var sjálfsagt að gera til að létta undir með þeim. Fyrir fáum áram fannst athyglis- verður hellir í Mývatnssveit sem nefndur er Lofthellir. Þangað er torsótt að komast. Við höfðum haft á orði að við þyrftum að njóta leið- sagnar Geira þangað. Árla dags í haust var knúið dyra. Geiri var mættur til að drífa „kall- inn“ með sér í Lofthelli. „Kallinn og Gugga“ voru ekki heima. Þá vildi hann drífa elstu dótturina með. Hún komst ekki vegna vinnu sinnar og sagði: „Við förum seinna, Geiri.“ Hvorki hún né „kallinn" fara með Geira í Lofthelli í þessu jarðlífi. Koma tímar og koma ráð. Sigur- geir Stefánsson hafði komið sér upp stærsta fuglasafni í eigu einstak- lings hér á landi. Aðrir munu gera því safni betri skil en við eram fær um. Nauðsyn ber hins vegar til að þessu mikla safni verði við haldið og því búin sú umgjörð sem vera ber. Við heitum á alla að leggja því máli lið í minningu góðs drengs. Við hjónin og börn okkar færum ástvinum Geira vinar okkar innileg- ar samúðarkveðjur. Bjartar minn- ingar um glaðværan og góðan vin geymum við í hjörtum okkar. Guðbjörg og Sigbjörn. Kæri Geiri. Það er ótrúlegt hvað tíminn getur verið fljótur að líða. Þegar ég settist niður og fór að láta hugann reika gat ég t.d. ómögulega trúað því að það væru heil 25 ár, eða aldarfjórðungur, síðan ég deildi fyrst herbergi með ykkur bræðram í heimavistinni á Skútustöðum. Þá var ég yngstur, að koma í heimavist í fyrsta skipti en þið orðnir heima- vanir og allt frá fyrsta degi hélduð þið vemdai'hendi yfir mér. Ekki svo að skilja að þetta litla samfélag hafi verið óvinveitt. Öðru nær. I raun vorum við eins og ein stór fjölskylda með Þráin og Möggu í forsæti ásamt Arngrími og Gýgju, að ógleymdum Helgu og Finnu í eld- húsinu. Þegar hugsað er tO baka renna upp ýmis minningarbrot frá þessum áram, líkast ljósmyndum eða stutt- um myndskeiðum. Við spjölluðum margt efth- að búið var að slökkva ljósin á kvöldin en ekkert af því verður gefið upp hér. Mér er líka ógleymanleg einhverju sinni þegar Þráinn var að sýna okkur fugla- myndir og við áttum að geta upp á nöfnunum. Þar stóðst enginn þér snúning og ég man hvað ég dáðist að þessum hæfileika þínum. T.d. kom upp mynd af fugli, ekki alveg ósvipuðum spóa, en með rauðbrún- an háls. Þetta var jaðrakan sem fæst okkar höfðu þá séð en þú stóðst ekki á gati frekar en fyrri daginn. Síðan þá sé ég ekki þennan fallega fugl án þess að þetta kvöld rifjist upp. Þama var strax kominn í ljós hinn mikli áhugi þinn á fugla- og dýi-alífi sem einstakt fuglasafn þitt heima í Neslöndum ber ótví- rætt vitni um. Það er örugglega leitun að jafn duglegum og hjálpsömum dreng og , Geira í Neslöndum. Þess naut ég meðan við vorum saman á Skútu- stöðum og einnig margsinnis við önnur tækifæri. Þegar ég t.d. byrj- aði í Kísiliðjunni sást þú um að kenna mér réttu handtökin við pökkunina og betri kennara hefði ég varla getað haft. Hin síðari ár, eftir að ég flutti burt úr Mývatns- sveit, hefur samverastundunum okkar fækkað. Helst að við hittumst á réttinni og sleðasýningunum á Akureyri. Nú erað þið bræður aftur saman og hafið án efa um margt að spjalla. Einhvern daginn hittumst við allir þrír aftur og getum þá rifj- að upp góðar minningar frá heima- vistaráranum á Skútustöðum og ýmsu öðra sem við brölluðum sam- an. Nú er hins vegar kominn tími tO að kveðja að sinni. InnOega samúð votta ég foreldr- um, systkinum og öðrum aðstand- endum. Meðal okkar lifir minning um góðan dreng. Halldór frá Brekku. Hann Geiri í Neslöndum var al- veg sérstakur maður. Hann var svo einlæglega góðhjartaður. Við kynntumst honum þegar við unnum uppi á hól í Mývatnssveitinni, í eld- húsbfl á tjaldstæðinu í Reykjahlíð. Hann bauð okkur velkomin í sveit- ina með sínum þægilegu heimsókn- um, hann þáði kaffi og spjallaði og hló auðveldlega. Það var svo gaman þegar hann birtist, alltaf með dulúð- legt bros á vörum sem sagði manni aldrei hvað var í vændum en alltaf var það eitthvað fyndið eða SJÁ NÆSTU SÍÐU Ástkær faðir okkar, JÓHANNESJÓNSSON, Hóli, Höfðahverfi, verður jarðsunginn frá Grenivíkurkirkju þriðju- daginn 9. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd systkina, Sveinn Jóhannesson. + Móðir mín, ELÍNBORG GUÐMUNDSDÓTTIR, Laugarbraut 25, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 25. október sl. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðmundur Ágúst Sveinsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.