Morgunblaðið - 09.12.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.12.1999, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU „Slökum ekki á gæðum til að koma meiru 1 gegn ii FRYSTITOGARINN Arnar HU frá Skagaströnd var í gær kominn afla að verðmæti rúmlega einn milljarður króna á þessu almana- ksári. Aflinn upp úr sjó er ríflega 6.100 tonn og er uppistaðan þorsk- ur. Ekkert skip hefur áður fískað fyrir meira en einn milljarð króna á einu ári. Fyrra met átti Samherja- togarinn Baldvin Þorsteinsson EA. Hann fiskaði fyrir 790.000 milljónir króna í fyrra, en þá var aflaverð- mæti Arnars 760 milljónir króna. Laun háseta nálægt 8 milljónum á árinu Þorskkvóti Skagstrendings er um 4.000 tonn og er hann að mestu á Arnari. Það er mesti þorskkvóti á skipi hér við land. Hásetahlutur úr hverri milljón króna í aflaverðmæti er um 12.000 krónur og hlutur skip- stjóra 24.000 krónur. Þannig er há- setahlutur úr 100 milljóna aflaverð- mæti, sem algengt er í túrum öflugustu frystitogaranna 1,2 millj- ónir króna og að sama skapi 12 mil- ljónir úr hverjum milljarði. Þess Minni ufsakvóti NORÐMENN hafa ákveðið ufsa- kvóta innan lögsögu sinnar, norðan 62. breiddargráðu á næsta ári. Sam- kvæmt ákvörðuninni verður leyfí- legur heildarafli 125.000 tonn. Það er 20.000 tonnum minna en á þessu ári vegna þess að stofnstærðin er komin niður fyrir líffræðileg örygg- ismörk. 6.500 tonn af heildinni falla í skaut annarra þjóða vegna saminga um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir og verður hlutur Norðmanna því 118.500 tonn. Kvótinn er ákveðinn í samræmi við tillögur norsku haf- rannsóknastofnunarinnar. Arnar HU hefur fískað fyrir meira en milljarð í ár ber þó að geta að reglan er sú að enginn skipverji fari meira en tvo af hverjum þremur túrum. Miðað við það er hlutur háseta á Arnari þetta árið kringum 8 milljónir króna og hlutur skipstjóra tvöfalt hærri. Aðalskipstjóri á Arnari er Arni Sigurðsson, en Guðjón Guðjónsson, leysir hann af. Arni er í landi þenn- an síðasta túr ársins, sem lýkur á Þorláksmessu, en Guðjón er úti. Verið náði sambandi við Guðjón í gær er þeir voru á siglingu úti fyrir miðju Norðurlandi á leið austur. Anægðir með árangurinn „Við erum auðvitað ánægðir með árangurinn. Hann skapast fyrst og fremst af góðri kvótastöðu, góðri útgerð og góðum mannskap, en úr- slitum ræður að við erum með rúm- an þorskkvóta," sagði Guðjón. Guðjón og áhöfn hans byrjaði þennan túr fyrir vestan í þorski og grálúðu. „Þetta hefur gengið sæmi- lega í þessum túr, en þó er lítið um físk. Það er mikil breyting á því, sem var á sama tíma í fyrra. Það er mikið minna af þorski. Toppurinn er búinn, hann hefur farið framhjá Hafró. Þetta hefur alltaf gengið í bylgjum en málið er einfaldlega það að Hafró er alltaf á eftir, bæði með uppsveiflurnar og niðursveiflurnar. Þetta hefur alltaf verið i sveiflum, en ég veit ekki hvað veldur að það er mun minna af fiski núna. Eg held að það sé allir samála um það, sem stunda þetta, að þetta mun minna en verið hefur.“ Okkar skammtur er stór Hvað liggur að baki svona mikl- um aflaverðmætum? „Uppistaðan hjá okkur er þorsk- ur og það ræður mestu. Frátafir hafa verið litlar, en reyndar vorum við í slipp í upphafi árs og fórum ekki út fyrr en 17. janúar. Það hefur kannski ekkert gengið betur hjá okkur en öðrum. Þetta byggist ein- faldlega á veiðiheimildum, hvað er mikið skammtað í menn og okkar skammtur er stór. Við höfum rúm- an þorskkvóta og eru að uppskera á ný eftir allan niðurskurðinn í þorsk- inum. Hann bitnaði mjög harkalega á okkur, þegar hann var sem mest- ur. Eg efast ekki um að Baldvin Þor- steinsson EA nái þessu marki líka, og það er á vissan hátt betri frammistaða hjá þeim, því þeir eru með mun minni þorskveiðiheimildir en við og meira af úthafskarfa. Flakavinnslan seinleg Við vinnum fiskinn og pökkum eftir því gefur bezt af sér, hvort sem er á markið í Bandaríkjunum eða Bretlandi. Afkastagetan er breyti- leg eftir því hvernig við erum að vinna. frystigetan er á milli 40 og 50 tonn á sólarhring, en það reynir ekkert á það í flakavinnslunni. Það er mikill vinna við þetta sérstaklega Frystitogarinn Arnar HU er fyrsta fslenzka skipið, sem fiskar fyrir meira en einn milljarð króna á einu ári. flakavinnslan, sem er mjög seinleg. Við verðum því að passa okkur á því að taka ekki of mikið í holi draga þannig úr gæðunum. Við reynum að takmarka okkur við 8 til 10 tonn í holi, en auðvitað kemur stundum meira. Við slökum ekki á gæðum til að koma meiru í gegn. Þetta byggist allt á því að fá sem mest fyrir hvert kíló," sagði Guðjón Guðjónsson. Keyptur frá Rússlandi Jóel Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Skagstrendings, segist mjög ánægður með árangurinn, enda hafi ekkert skip frá Skagastönd borið jafnmikinn afla á land. Arnar var keyptur til landsins frá Rússlandi árið 1996. Hann hóf þá veiðar í ap- ríl. Hann leysti þá af hólmi frysti- togara með sama nafni og umdæm- isstöfum, sem seldur var til Grænlands. Togarinn var upphaf- lega smíðaður fyrir Færeyinga 1986 og hét þá Andreas i Hvannasundi. Hátt afurðaverð „Veiðar hafa gengið vel þetta árið eins og aflinn ber með sér. Þar hef- ur farið saman hátt afurðaverð, sér- staklega fyrir flökin. Okkur hefur tekizt að vinna þannig úr aflanum að afurðirnar hafa farið á þá mark- aði, sem borga hæsta verðið á hverj- um tíma. Gæðin hafa ennfremnur verið mikil, sem sést meðal annars af því að skipið fékk gæðaverðlaun Coldwater í Bandaríkjunum nýlega. Að sjálfsögðu erum við með góð- an skipstjóra og áhöfn. Árangur af þessu tagi byggist fyrst og fremst á samhentum hóp mann, sem eru til- búnir til að leggja sitt að mörkum. Við reiknum svo með að byrja nýja öld í svipaðri stöðu og við byrjum þetta ár. Útlitið fyrir næsta ár er því gott, svo fremi sem verð og veið- ar halda," segir Jóel. Ki-istjánsson. 2000 SJOMANNA ALMANAKIÐ í 75 ÁR Fiskifélag íslands kynnir nú endurbætta útgáfu af Sjómanna- almanakinu og íslenskri skipa- og hafnaskrá fyrir ári> 2000. Tvö bindi - full af fró> leik í máli og myndum: . Kynning á bakhjörlum Fiskifélags íslands . Endurbættur kafli um vei> ar vi> ísland . Öll lög og regluger* ir um sjávarútveginn . Kort af öllum höfnum landsins . 300 ntjar skipamyndir hafa bæst vi>! . Uppl:|singar um úthluta> an aflakvóta . Augl^singar fleiri en nokkru sinni fyrr! Máli> er einfalt: Sá sem flarf á uppltsingum a> halda um íslenskan sjávarútveg finnur flær í tvískiptu riti Fiskifélags íslands: Sjómannaalmanakinu 2000 og íslenskri skipa- og hafnaskrá. i iskiiíi aí; isiands Fiskifélagsútgáfan ehf Pöntunar- og áskriftarsími; 551 0500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.