Morgunblaðið - 09.12.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.12.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Af „Myndum á sýningu“ - sýningu yfir þrjátíu listamanna - í Safnahúsinu Egilsstöðum. Pólyfónía á Héraði MYNDLIST S a f n a h ií s i li B g i 1 s - s t ö ð u m BLÖNDUÐ TÆKNI 31 LISTAMAÐUR Til 18. desember. Opið alla virka daga frá kl. 9-17. SÝNINGAHALD utan höfuð- borgarsvæðisins er oft harla stop- ult og ómarkvisst. Að Akureyri frátaldri er fátítt að finna úti á landi eitthvert samfellt eða rök- rænt framboð á listsýningum. Ef til vill er vandi landsbyggðarinnar meiri varðandi myndlist en aðrar listgreinar. Það er staðreynd að myndlistin er þung í vöfum því alltaf verður að flytja frumverkin milli staða og raða þeim upp á nýtt með öllum þeim tilkostnaði sem slíku fyrirtæki kann að fylgja. Það telst því allnokkuð af- rek að fá á fjórða tug listamanna til að sýna saman í Safnahúsinu á Egilsstöðum og veita Héraðsbú- um beina innsýn í listhræringar sunnan heiða við lok aldatugarins. Vonandi markar þetta framtak nokkur tímamót því ofan á annað sambandsleysi milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis hefur menningarleg stííla valdið ein- kennilegri tregðu í hugmynda- flutningi innanlands. Ef ekki verður reynt að tryggja menning- arlegt sístreymi milli landshluta er hætt við að með tímanum verði til þjóð með tvenns konar menn- ingarsýn, sem stendur skilnings- vana frammi fyrir sjálfri sér eins og múrarar Babelturnsins forðum daga. Eitt af því sem teljast verður merkilegt við „Myndir á sýningu" - en svo nefnist sýningin í Safna- húsinu - er frjálsleg samsetningin þar sem listamenn af ólíku sauða- húsi sýna saman. Það hefði ef- laust verið mun erfiðara að ná saman slíku liði til að sýna í Reykjavík og nágrenni en á Egils- stöðum. Úti á landi eru menn til- tölulega afslappaðir gagnvart samhengi, sem þeir mundu vænt- anlega forðast á höfuðborgar- svæðinu. Það leiðir hugann að þeirri ofurfágun sem oft ein- kennir sýningahald fyrir sunnan og birtist í hreinum ótta við dirfskufullar tilraunir og sam- setningar. Þetta er ein helsta röksemdin fyrir ágæti svona farandsýningar. Listamenn sem aldrei hleypa heimdraganum reyna ekki á sig í óvæntu samhengi. List þeirra binst sömu áhorfendunum, ár eft- ir ár, án þess að nærast á öðrum hornhimnum en þeim sem vita í hörgul hvað ertir þær. Það er hætt við að forsendur slíks sýn- ingahalds verði vananum að bráð. Sömu áhorfendur venjast sömu listamönnunum, til hreinnar trén- unar fyrir báða aðila. Það hefur löngum loðað við íslenska lista- menn að daga uppi á heimavíg- stöðvunum þar sem of lítið reynir á þá. Sama má segja um íslenska listunnendur. Eitt sinn benti víðförull rithöf- undur mér á það að hann hefði aldrei rekist á venjulega íslenska áhorfendur á stórum samtímasýn- ingum erlendis þótt hann hefði stundað slík myndlistarmót ára- tugum saman. Einungis örlítill hluti listamanna sækti þess háttar viðburði ofan af Fróni. Hann taldi þessa fjarveru skýlausa sönnun fyrir „heimsku“ landans í orðsins elstu merkingu. Við værum ekki með á nótunum þegar kæmi að annarri en okkar eigin myndlist. Það mundi eflaust hlægja „sveitavarginn" ef hann sæi hvernig listamenn höfuðborgar- svæðisins hristast saman af tóm- um vana, ár og síð og alla tíð, sjálfum sér og öðrum til sárra leiðinda. Ýfingar í íslensku listalífi - sem er eina huggun ákveðins hóps reykvískra listamanna - má flestar rekja til þessa nauðuga ná- vígis þar sem hver listamaður þekkir meltingartruflanir kollega sinna eins vel og heimilislæknir- inn af því að hann hefur enga aðra fyrir augunum þá tólf mánuði sem það tekur blessaða plánetuna að fara einn sunnurúnt. Að koma slíku gengi út á land - austur á Hérað í þessu tilviki - er hrein- asta náðargjöf fyrir íslenska menningu, hvað þá fyrir lista- mennina sjálfa, sem allt í einu sjást i nýju ljósi, öðru samhengi, og lifna þar af leiðandi við og grænka þótt um hávetur sé líkt og síungur baðmurinn í Hallormsst- aðarskógi. Eini gallinn á gjöf Njarðar er upplýsingaskorturinn, sem eltir íslenska listamenn hvert á land sem þeir fara. Það ætlar að ganga afar seint að koma því til skila til aðstandenda og skipuleggjenda listsýninga - að ekki sé nú talað um stórsýningar upp á tugi sýn- enda - að það þurfí almennilegar upplýsingar með herlegheitunum. Bókaþjóðin sískrifandi og lesandi virðist glutra niður öllum hæfi- leikum sínum þegar kemur að myndlist. Um listamennina þrjá- tíu - og einum betur - er engar upplýsingar að hafa. Menn eiga bara að geta í eyðurnar, svona af gömlum og góðum vana. Við end- um brátt í heimsmetabók Guinn- ess með þessu áframhaldi, ef til vill í keppni við þær þjóðir hvar ólæsi nálgast hundrað prósentin. I guðs bænum, reynið að gera betur við næstu listsýningu í Safnahúsinu góða. Halldór Björn Runólfsson Menningar- styrkir í Hafnarfírði STYRKIR Menningarmálanefndar Hafnarfjarðar hafa verið afhentir Tíu einstaklingar eða hópar hlutu styrki að- þessu sinni; Hljómsveitin Camerarctica, Karlakórinn Þrestir, Leiklistarfélag Flensborgarskóla, Gaflarakórinn, einsöngvararnir Hanna Björk Guðjónsdóttir og Agúst Ólafsson, leirlistarkonan Anna Heiða Guðrúnardóttir og skúlptúristarnir Árdís Sig- mundsdóttir og Einar Már Guðvarð- arson. Þau tvö síðastnefndu hlutu styrk til að vinna að vindskúlptúrum í tengslum við Vindhátíð menningar- borgar Reykjavíkur árið 2000. Við afhendinguna sungu Karla- kórinn Þrestir, Gaflarakórinn og HannA Björk, hljómsveitin Camera- rctica lék nokkur lög og Leikfélag Flensborgarskóla var með stutt leikatriði. Tónleikar á Eiðum AÐRIR tónleikar Tónlistarskólans á Egilsstöðum verða á Eiðum í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Miðviku- dagskvöldið 15. desember flytur söngdeild skólans jólasöngva í hátíð- arsal Alþýðuskólans á Eiðum. Loka- tónleikar tónlistarskólans fyrir jóla- leyfi verða í Egilsstaðakirkju fimmtudaginn 16. desember kl. 19.30. Sýningu lýkur Félagsmiðstöðin í Árskógum MYNDLISTARSÝNINGU Ma- ríu Lofts í félagsmiðstöðinni í Ár- skógum 4, Reykjavík lýkur á morg- un, föstudag. Sýningin hefur yfirskriftina Land og litir og er opin frá kl. 9-16.30 virka daga. Aðsendar greinar á Netinu yg>mbl.is _AL.L.TAf= eiTTH\SA£> !\JÝTT dredar Gúmim Tilvalið í bflskúrinn Hlífir gólfinu fyrir óhreinindum HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 35 ILOYII SKÓR - BELTI - SOKKAR STEINAR WAAGE D0MUS MEDICA við Snorrabraut • Reykjavík Sími 551 8519 SKÓVERSLUN KRINGLAN Kringlunni 8-12 - Reykjavík Sími 568 9212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.