Morgunblaðið - 09.12.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.12.1999, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Bæjarstjórinn í Ólafsfírði um gjaldþrot Sæunnar Axels Mikið áfall fyrir bæiarfélagið ÁSGEIR Logi Ásgeirsson bæjar- stjóri í Ólafsfirði sagði gjaldþrot fiskvinnslufyrirtækisins Sæunnar Axels ehf. mikið áfall fyrir bæjar- félagið og grafalvarlegt mál. „Þetta er mjög slæmt fyrir þá ein- staklinga sem verða fyrir því að missa vinnuna og hafa ekki að neinu öðru að hverfa og líka fyrir þá sem eru að tapa þarna verð- mætum.“ Fyrirtækið Sæunn Axels ehf. var úrskurðað gjaldþrota í Hérað- sdómi Norðurlands eystra sl. þriðjudag. Ástæðan er stórfelldur taprekstur síðastliðinna ára en skuldir fyrirtækisins eru um 830 milljónir króna. Um 30-40 manns unnu hjá fyrirtækinu en starfsfólki hafði fækkað á síðustu vikum og mánuðum í kjölfar óvissu um framtíð fyrirtækisins. Ásgeir Logi sagði ekki ljóst á þessari stundu hvaða afleiðingar gjaldþrotið ætti eftir að hafa í bænum og þá hvort að um einhverja búferlaflutninga yrði að ræða. „Ef okkur ekki tekst að koma einhverju á koppinn á ný er spurning hvað gerist með fólkið sem er vant að vinna og vill vinna.“ Tímabundið atvinnuleysi vegna hráefnisskorts Vegna hráefnisskort hefur verið tímabundið atvinnuleysi að undan- förnu í þremur fiskvinnslufyrir- tækjum af fjórum í bænum, m.a. hjá Sæunni Axels. Ásgeir Logi sagði að vegna ótíðar hafi verið lít- ið að hafa af smábátum, auk þess sem verð á mörkuðum hafi verið hátt og framboð að minnka. „Þau fyrirtæki sem reka sig á hráefni af mörkuðum eingöngu hafa því verið í erfiðri stöðu. Þetta er ekki bara vandamál hér, því víða um land á landvinnslan undir högg að sækja.“ Ásgeir Logi sagði að í Ólafsfirði væri rekin öflug útgerð frystiskipa og að sú starfsemi bæri byggðar- lagið uppi í dag. Það breytti því hins vegar ekki að nauðsynlegt sé að skapa atvinnutækifæri fyrir fólk í landi. „Það er hefð fyrir því að veiðar og vinnsla fari saman en menn hafa ekki náð að aðlaga sig breyttum tímum. Við Ólafsfirðing- ar höfum áður lent í erfiðleikum en náð að rífa okkur upp aftur og ég vona að okkur auðnist að gera það á ný.“ Skemmdir unnar á jólaskreytingum í miðbænum Björgunar- sveitar- menn á vakt um helgar MIÐBÆJARSAMTÖKIN, sem standa að Jólabænum Akureyri, ásamt fleiri aðilum, hafa gert samkomulag við Björgunarsveit- ina Súlur um vakt að næturlagi um helgar í miðbænum. Ólafur Hilmarsson „bæjarstjóri“ Jóla- bæjarins sagði að vegna tíðra skemmdarverka á jólaskrauti hafi menn ekki séð sér annað fært en að setja upp vakt um helgar. Skemmdir hafa verið unnar á ýmsum jólaskreytingum og mann- hæðar háir jólasveinar úr tréplöt- um hafa einnig orðið fyrir barð- inu á skemmdarvörgum. Gengið var í skrokk á einum þeirra á dögunum og öðrum var stolið af stalli sínum. Ólafur sagði að pilt- arnir sem skemmdu jólasveininn á dögunum hafi verið kærðir til lögreglu. Hann sagði að piltar sem stálu jólasveininum um helg- ina, hafi rölt með hann inn í bæ og gefið vinkonu sinni í afmælis- gjöf. Eftir að fréttist af því hvar jólasveinninn var niðurkominn, var hann snarlega sóttur og kom- ið fyrir á stalli sínum á ný. „Það er alveg með ólíkindum hvernig menn geta látið og það fær ekkert að vera í friði. Þetta eru engin börn sem að þessu standa en menn eru að gera þetta í einhverjum fíflagangi,“ sagði Ólafur. Morgunblaðið/Kristján Jólasveinamir vekja mikla athygli og þá ekki síst hjá yngstu kynslóð- inni. Hún Kolbrún heilsaði einmitt upp á einn þeirra í miðbænum í gær og hreinsaði m.a. snjóinn af stalli hans. Morgunblaðið/Kristján Frá hluthafafundi Tækifæris á Fosshóteli KEA í gær, en við enda borðsins sitja þeir Krislján Þór Júliusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar. Hlutafé Tækifæris rúmar 200 milljónir HLUTAFÉ Tækifæris hf., sem er hlutafélag í eigu sveitarfélaga og fyrirtækja á Norðurlandi og Byggðastofnunar, er rúmar 200 milljónir króna eftir hluthafafund sem haldinn var í gær. Félagið var stofnað á síðasta ári eftir að Byggðastofnun kynnti þau áform sín að úthluta fjármagni til atvinnuþróunarmála í kjördæmum landsins næstu þrjú ár. I fram- haldi af því hóf Kaupþing Norður- lands að kanna áhuga sveitarfé- laga og fyrirtækja á þátttöku í stofnun þessa félags sem nú hefur orðið til. Markmið Tækifæris er að fjár- magna nýsköpunarverkefni á Norðurlandi eystra og vestra í því skyni að ná góðri arðsemi og stuðla að atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Umóknir sem félaginu berast verða lagðar fyrir fagráð til umsagnar og á grunni þeirrar um- sagnar verður ákveðið að fjárfesta eða hafna þeim verkefnum sem berast. Hlutafé félagins er sem fyrr segir rúmar 200 milljónir króna og eru áform um að auka það um 200 milljónir króna næstu tvö árin. Kaupþing Norðurlands hefur sjóð- inn í sinni vörslu og annast dag- legan rékstur hans. Kennarar Tónlistarskólans á Akureyri Furðuleg- vinnubrögð bæjarfulltrúa FUNDUR kennara við Tónlistar- skólann á Akureyri sem haldinn var í gær sendi frá sér ályktun þar sem furðu er lýst á þeim vinnubrögðum bæjarfulltrúa að hækka laun sín um tugi prósentna með þeim rökum að Tónlistarskóli Eyjafjarðar Þrennir jólatón- leikar ÞRENNIR jólatónleikar verða haldnir á vegum Tónlistarskóla Eyjafjarðar í Freyvangi í Eyja- fjarðarsveit. Um er að ræða tvenna hljóðfæratónleika og eina söngtónleika. Fyrstu tónleikarnir verða á föstudagskvöld, 10. desember, kl. 20.30, þá verða tónleikar á laugardag, 11. desember, kl. 15 og loks verða söngtónleikar á sunnudag, 12. desember, kl. 15. Aðgangur að öllum tónleik- unum er ókeypis og eru allir velkomnir. verið sér að leiðrétta þau til sam- ræmis við laun bæjarfulltrúa annars staðar. „Krafa kennara við Tónlistarskól- ann á Akureyri frá í vor um sam- bærilega hækkun launa til jafns við aðra kennara í bænum var hundsuð og stendur því enn óbreytt. Fara kennarar Tónlistarskólans fram á útskýringu bæjarfulltrúa á þessu háttalagi sínu,“ segir í ályktun kenn- arafundarins. ♦ ♦♦ Kirkjustarf AÐVENTUKVOLD verður í Sval- barðskirkju á Svalbarðsströnd í kvöld, fimmtudagskvöldið 9. desem- ber, og hefst það kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá og mikill söngur. Kirkju- skóli verður á laugardag, 11. desem- ber, kl. 11. Aðventukvöld verður í Grenivík- urkirkju á sunnudagskvöld, 12. des- ember, kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá, helgileikir, söngur og hljóðfæraleik- ur. Ræðumaður verður Halldór Blöndal, forseti Alþingis. Kirkjuskóli verður á sunnudag, 12. desember, kl. 11 (ath. breytta dagsetningu). Að- ventustund verður í Laufáskirkju á sunnudag kl. 13.30 í upphafi hátíðar í Gamla-bænum. Einn milljarður í Framkvæmdasjóði Akureyrar Tillögur um aðgeröir í atvinnu- málum lagðar fram innan skamms STAÐA Framkvæmdasjóðs Akur- eyrar er mjög sterk eftir sölu hluta- bréfa bæjarins í Útgerðarfélagi Ak- ureyringa fyrr .á árinu og er gert ráð fyrir að peningaleg staða hans verði að öllu óbreyttu jákvæð um rúman einn milljarð króna í árslok. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri sagði í framsögu sinni við framlagningu frumvarps að fjár- hagsáætlun bæjarsjóðs að sam- kvæmt fyrirliggjandi fjármagnsyfir- liti Framkvæmdasjóðs væri ekki gert ráð fyrir neinum útgreiðslum úr sjóðnum á næsta ári nema framlagi til málaflokks atvinnumála að upp- hæð 19 milljónir króna, eða jafngildi framlags Ákureyrarbæjar til At- vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar bs. „Fyrir liggur hins vegar að við umræður um sölu á hlut bæjarins í ÚA kom fram eindreginn vilji til þess að verja verulegum fjármunum úr sölunni til beinna aðgerða í at- vinnumálum og munu tillögur þar að lútandi lagðar fram innan skamms," sagði bæjarstjóri. Hann vakti athygli á því að í fjár- hagsáætlun fyrir Leiguíbúðir bæjar- ins væri gert ráð fyrir neikvæðri peningalegri stöðu að upphæð 970 milljónir króna í lok ársins 2000. Eignir á móti þeim skuldum sem hvíla á íbúðum bæjarins eru færðar á 1.273 milljónir króna. Áætlað er að byggja 15 íbúðir á næsta ári og ráð- gert að verja til þess verkefnis um 105 milljónum króna. Kristján Þór benti einnig í ræðu sinni á að rekstur veitna Akureyrar- bæjar væri með ágætum og í góðu jafnvægi. Hita- og vatnsveita Akur- eyrar skilar nú meiri hagnaði en bæjarsjóður fyrir afskriftir og fjár- magnskostnað og er haldið áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið að greiða niður lán veitunnar af myndarskap. Rafveita Akureyrar er skuldlaust fyrirtæki með jákvæða peningalega stöðu og skilar rekstur- inn góðri afkomu. Áætlað er að fjár- festa á vegum veitnanna fyrir 207 milljónir á næsta ári. Þá er gert ráð fyrir að veiturnar taki áfram þátt í fyrirtækjunum Islenskri orku ehf. og Þeistarreykjum ehf. „Veiturnar taka með þeim hætti af fullri ábyrgð þátt í þeirri sókn til betri búsetuskil- yrða sem bæjarstjóm ber að vinna að af alefli,“ sagði Kristján. Menntasmiðja kvenna Opið hús NEMENDUR haustannar Menntasmiðju kvenna verða með opið hús fyrir gesti og gangandi frá kl. 14 til 18 á laugardag, 11. desember. Boðið verður upp á léttar veitingar og munu nemendur sýna afrakstur námsins í orði og verki, m.a. með spuna- dansi, söng og upplestri, og efna til sýningar á handverki og myndlist. Allir eru vel- komnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.