Morgunblaðið - 09.12.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.12.1999, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Aho nýtur mestra vinsælda fyrir forsetakosningamar Vinsældir stjórnmálamanna fyrir fínnsku forsetakosningarnar taka örum breyting- um. Nýjustu tölur sýna að Esko Aho for- sprakki stjórnarandstöðunnar hafi góða möguleika að ná kjöri, skrifar Lars Lund- sten, fréttaritari Morgunblaðsins í Finn landi. Elisabeth Rehn sem þótti öruggur sigurvegari fyrir nokkru skipar nú fjórða sæti samkvæmt skoðanakönnunum. ÞAÐ eru tæpir tveir mánuðir í fyrstu umferð forsetakosninganna í Finnl- andi. I upphafi kosningarbaráttunn- ar þótti sjálfgefið að næsti forseti yrði kvenmaður. Nú virðist hins veg- ar Esko Aho fyrrverandi forsætis- ráðherra og núverandi leiðtogi stjórnarandstöðunnar hafa tekið for- ystuna. Kosningabaráttan hófst fyrir al- vöru í nóvember en einn af helstu frambjóðendum, Tarja Halonen ut- anríkisráðherra frá Jafnaðarmanna- flokknum, ætlar fyi’st að sjá um for- mennsku Finna í Evrópusam- bandinu sem lýkur um áramótin. Þá hyggst hún hefja baráttuna í alvöru. Þangað til fyrir skömmu voru vin- sældir Halonen langt fyrir neðan fylgi Jafnaðarmannaflokksins. Þeg- ar nær dregur kosningadegi þykir liklegt að Halonen nái að taka fram- úr flestum öðrum. Hún gæti orðið þriðji forsetinn úr röðum finnskra jafnaðarmanna. En hún er kvenmað- ur og sósíalisti. Þetta þykja ekki góð einkenni í augum margra Finna. Vinsældir breytast ört Á meðan Halonen vinnur við að móta stefnu ESB varðandi stríðið í Tsjetsjníu og önnur mál sýna skoð- anakannanir að staða hennar hefur batnað upp á síðkastið. Halonen og Esko Aho formaður Miðflokksins sem er stærsti stjómarandstöðu- flokkurinn skipuðu áður þriðja og fjórða sæti á þeim vinsældalistum sem fjölmiðlar birta jafnóðum og kannanir eru gerðar. Síðustu kann- anir gefa hins vegar í skyn að þau tvö séu líkleg til að komast í aðra um- ferð. Finnar kjósa forseta í tveim um- ferðum fái enginn frambjóðandi hreinan meirihluta atkvæða í fyrstu umferð. í síðari um- ferðinni verða hins veg- ar aðeins þeir tveir frambjóðendur sem hlutu flest atkvæði í fyrri umferðinni. Aho eini karlmaðurinn Esko Aho er eini karlmaðurinn sem hef- ur fengið mælanlegt íylgi í þessum vin- sældakönnunum. Formlega eru þrír karlmenn og fjórar konur í framboði en að- eins fjórir stjórnmála- menn virðast fá fylgi sem nokkru nemur. Auk þeirra Aho og Halonen eru Riitta Uosukainen frá Hægriflokknum og Elisabeth Rehn frá Sænska þjóðarflokknum í þeim hópi. Elisabeth Rehn tapaði naumlega fyrir Martti Ahtisaari fyrir sex ár- um. Hún var um langt skeið talinn líkleg til að sigra færi hún fram í næstu kosningum. Starf hennar á vegum Sameinuðu þjóðanna í Bosníu taldist góð leið til að komast úr dæg- urpólitíkinni heima fyrir. Reynsla hennar af Bosníu var einnig talin koma henni til góða vegna þess að utanríkismál eru einkum í verka- hring Finnlandsforseta. Samt hefur fylgi hennar af einhverjum orsökum hrapað úr 34 í 18 prósent síðan í júní. Það kann að hafa áhrif á fylgi Rehn að hún skyldi styðja aðild Finna að Atlantshafsbandalaginu. Að vísu hefur hún ekki beinlínis lagt til að Finnar sæki um NATO-aðild en um- mæli hennar hafa hnig- ið mjög í þá átt. Þá sýna skoðanakannanir að Finnar hafi h'tinn sem engan áhuga á NATO. Varnarhugur Finnar er mikill enda var hald- ið upp á sextíu ára minni Vetrarstríðsins þann 30. nóvember. Meirihluti Finna segist treysta á eigin landv- arnir en ekki samstarf við erlenda aðila. Riitta Uosukainen frambjóðandi hægri manna í Sameiningarflokknum tók við af Rehn í efsta sætinu á vin- sældalistanum í nóvember. Hún er starfandi þingforseti og mikill þjóð- ernissinni. Talið er að margar hægri konur hafi yfirgefið Rehn fyrir Uos- ukainen. Nú virðist einnig Uosukainen vera á niðurieið. Helsingin Sanomat, stærsta dagblað Finna, birti á föstu- daginn tölur sem sýndu að Aho hafi naumlega farið framúr Uosukainen. Fylgi hans væri 27% en hennar 26%. Það vinnur kannski helst gegn Uosukainen að hún er talin vera ór- eynd í utanríkismálum. Rehn hefur starfað á vegum SÞ en auk þess var hún varnamálaráðherra þegar Finn- ar nálguðust NATO eftir hrun So- vétríkjanna. Halonen er núverandi utanríkisráðheiTa og Aho sá um að- ildarsamning Finna við ESB í upp- hafi áratugarins. Esko Aho Uosukainen fæddist í Kirjálahér- aði sem Sovétmenn tóku af Finnum í síðari heimsstyrjöldinni. I upphafi kosningarbaráttunnar var haft eftir Uosukainen að henni fyndist eðlilegt að Rússar skiluðu Kirjálahéraði aft- ur en án þeirra sem byggja landið núorðið. Þótti þetta kæruleysisleg yfirlýsing þrátt fyrii’ að Finnar séu einhuga um óréttlætið í því að hér- aðið var tekið af þeim. Valdastaða forsetans á eftir að mótast Þegar næsti forseti tekur við völd- um 1. mars nk. breytist einnig stjórnarskrá landsins. Dregið verður úr möguleikum forsetans til að hafa afskipti af innani'íkismálum. Einnig er vafasamt hversu mikinn þátt for- setinn fær að taka í mótun Evrópum- ála. Að mörgu leyti telst sá mála- flokkur til innanríkismála en ekki alþjóðamála. Esko Aho hefur tekið þá stefnu að verða áfram stjórnmálaleiðtogi. Þetta hefur verið einkenni Finn- landsforseta gegnum tíðina. Riitta Uosukainen hefur hins vegar lýst því yfir að hún hygðist verða „menning- ai'forseti". Halonen mætti telja nær Aho en Rehn þar á milli. Það er hins vegar víst að mörg ákvæði stjórnarskrárinnar eru óljós. Þannig getur verðandi forseti mótað framtíð forsetaembættisins. Sumfr telja að það skipti sköpum hvort næsti forseti er kona eða karimaður. Verði kona fyrir vali hafi það ef til vill þær afleiðingar að forsetaem- bættið verði valdaminna en ella. Það eru aðeins þau Aho og Halon- en sem hafa reynslu af þeim verka- hring sem heyrir undir lögsögu Finnlandsforseta. í forsætisráð- herratíð sinni fékkst Aho við mótun stefnu Finna varðandi ESB og þau ríki sem losnuðu undan ógnarstjóm kommúnista. Sem utanríkisráðhen’a á Halonen hins vegar sæti meðal þeirra sem sjá um rekstur þessara mála í dag. Breskir karlaklúbbar Bann ekki fyrirhugað KARLAKLÚBBAR í Bretlandi verða bannaðir, að sögn dagblaðsins The Daily Telegraph á þriðjudag en talsmaður Tonys Blairs forsætisráð- herra vísaði fregninni þegar á bug. Blaðið fullyrti að stjórnin hygðist leggja klúbbana, sem sumir kalla vígi karlrembunnar, að velli með því að setja í lög að bæði kynin yrðu að fá aðgang að þeim. Um er að ræða margs konar klúbba og þeir elstu eru frá 18. öld og fornfrægir eins og til dæmis Garrick og Cariton. Sumir em kallaðir golf- klúbbar og mun þá íþróttin stundum hafa verið notuð sem yffrskin er duga myndi til að stugga við konum. Slakað hefur verið til með því að koma á fót sérstökum deildum fyrir konur. Einkaklúbbar era ekki háðir ákvæðum laga gegn kynferðislegri mismunun en dagblaðið hefur eftir ráðherram að tilvist karlaklúbbanna sé „tímaskekkja" og ekki í samræmi við lífshætti í hinu nýja Bretlandi Blairs. Kate Hoey, ráðherra íþróttamála, hefur sagt að félög geti fengið að vera með sérstaka aðstöðu fyrir hvort kyn ef það verði álitið nauðsyn- legt með tilliti til „einkalífs og sið- gæðis“. Einnig verði leyft að vera með sérstök tímabil fyrir karla og önnur fyrir konur í sundlaugum ef trúarlegar ástæður séu í húfi. Bókaverð er of hátt 3 bækur 4.460 krónur 5.606 eintök 75 milliónir króna handa Degi og Steingrími og öðrum www.tunga.is tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi Sími 561 1680 ! ^ársttprttsítofmt nedrum I Brekkuhúsum 12 kynnir Sebastian hárvörur Ráðgjafi verður á staðnum milli kl. 13 og 18. SEBASTIAN Allir velkomnir ENS Siemens uppþvottavél. Sannkölluð hjálparhella í eldhúsinu. Sérlega hljóðlátog sparneytin. Fjögur þvottakerfi, tvö hitastig (nauðsynlegtfyrirviðkvæmtleirtau), fjórföld flæðivörn með Aqua-Stop. Þetta er uppþvottavél eins og þú vilt hafa hana. éé SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is Umboðsmenn um land allt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.