Morgunblaðið - 09.12.1999, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 67
FRÉTTIR
Nýr sjúkrabíll
á Búðardal
RAUÐA kross deildin á Búðardal
tók nýlega við fullkomnum sjúkra-
bíl, þeim sextánda, sem Rauði kross
Islands útvegar siðan félagið tók að
sér að kaupa og reka alla sjúkrabíla
á landinu samkvæmt samningi við
stjórnvöld í ársbyijun 1998.
Billinn, sem er af gerðinni
Volkswagen Transporter og var
keyptur í gegnum Heklu mætir
brýnni þörf fyrir sérútbúna bifreið
til sjúkraflutninga á Búðardal, seg-
ir í fréttatilkynningu. Stefnt er að
því að afhenda tvo sjúkrabíla til við-
bótar áður en árið er liðið, til Borg-
arness og Blönduóss, og endurnýja
siðan sex bifreiðir á næsta ári.
Rauði kross íslands leggur ár-
lega 45 milljónir króna til kaups og
reksturs sjúkrabiia sem nú eru 65
að tölu og gegna mikilvægu hlut-
verki í sjúkraflutningum um land
allt.
Jóhann Sæmundsson, formaður
Rauða kross deildarinnar í Búðar-
dal, tók við lyklum að nýja bflnum
úr hendi Finnboga Eyjólfssonar,
blaðafultlrúa Heklu, í viðurvist
Sigrúnar Árnadóttur, fram-
kvæmdastjóra Rauða kross Islands.
Goethe-Zentrum sýnir
kvikmyndina „Fást“
GOETHE-Zentrum á Lindargötu
46, sýnir fimmtudaginn 9. desember
kl. 20.30, kvikmyndina „Fást“ frá ár-
inu 1960 með stórleikaranum Gustaf
Grúndgens í sínu frægasta hlutverki
sem Mefistófeles.
Þetta er kvikmyndagerð eins
frægasta verks gjörvallrar bók-
menntasögunnar, samnefnds leikrits
eftir Johann Wolfgang von Goethe
en í ár er þess víða minnst að liðin
eru 250 ár frá fæðingu Goethes.
Hér segir frá lærdómsmanninum
Fást sem haldinn er djúpstæðri
ófullnægju. Mefistófeles (djöfullinn)
lofar að uppfylla allar óskir Fásts
gegn því að hljóta sálu hans í staðinn.
Af þessum samningi spinnst mjög
dramatísk atburðarás þar sem m.a.
morð og galdrar koma við sögu en
örlagaríkust reynast þó kynni Fásts
af stúlkunni Grétu.
Myndin er með enskum texta og
aðgangur er ókeypis.
Bókin
MIKILVÆGUSTU
TUNGUMÁL JARÐAR
svarar:
Væri þjóðin betur sett
án séríslenskra stafa?
www.tunga.is
„Nauðsyn lögformlegs mats“
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Umhverfisvinum:
„Sú niðurstaða meirihluta um-
hverfisnefndar Alþingis að fram
skuli fara lögformlegt mat á um-
hverfismálum Fljótsdalsvirkjunar,
markar tímamót í umfjöllun AI-
þingis um Fljótsdalsvirkjun. Þessi
niðurstaða styrkir enn kröfu al-
mennings um að slíkt mat fari fram.
Skýrsla Landsvirkjunar stenst
ekki þær kröfur sem gerðar eru til
frummatsskýrslu um lagalega
stöðu málsins þ.e.a.s. hvort virkj-
analeyfi sé fyrir hendi.
Auk skýrslu Landsvirkjunar
liggja fyrir Alþingi skýrsla Þjóð-
hagsstofnunar um efnahagsleg
áhrif virkjanaframkvæmda og
skýrsla Nýsis hf. um félagsleg áhrif
álvers á Reyðarfirði. Hvorar
tveggja eru á ábyrgð hagsmunaað-
ila. Forstjóri Þjóðhagsstofnunar,
Þórður Friðjónsson, er formaður
samninganefndar stjómvalda
gagnvart Norsk Hydro og Sigfús
Jónsson, höfundur skýrslu Nýsis,
situr í stjóm Landsvirkjunar, skip-
aður af iðnaðarráðherra.
Þessar staðreyndir rýra mjög
trúverðugleika þessara skýrslna
sem þingsályktunartillaga iðnaðar-
ráðherra byggir á og undirstrika
nauðsyn lögbundins mats þar sem
óháðir aðilar koma til verks.“
New York Times
metsölubókin
RÉTT MATARÆÐI
FYRIR ÞINN BLÓÐFLOKK
eftir dr. Peter DAdamo
er LOKSINS komin ^yL
í verslanir
Þessi bók hefur selst í milljónum eintaka,
vakið gríðarlega athygli og hjálpað fjölda
fóiks.
í Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk finnur
þú einstaklingsbundið mataræði, sniðið að þínum þörfum,
svo þú haldir heilbrigði, lifir lengur og náir kjörþyngd.
SVO bú habt N>tfum
Eigum við öll
að fylgja sama
mataræði?
„Hvað myndir þú segja ef ég segði þér að lykillinn að heilbrigðu og þróttmiklu lífi án
sjúkdóma sé að finna í blóðflokki þínum?“ spyr dr. Peter D'Adamo og sýnir okkur ein-
falt svar í Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk.
Hér koma urnmæli nokkra þekktra lækna um bókina:
„Mataræði er ein af af aðalundirstöðum góðrar
heilsu. Þessi þýðlega þýdda bók er gott innlegg í
tengsl mataræðis og heilsu.“
Þorsteinn Njálsson, Leknir.
„Tímamótauppgötvun!“
Bemie Siegel, M.D. (höfúndur bókarinnar
Kærieikur, lækning, kraftaverk og þekktur
bandariskur krabbameinslæknir).
„Peter D'Adamo hefur annað hvort fært
okkur mikilvægt tillegg til könnunar á
mannlegu mataræði eða gjörbylt sviði
næringarlæknisfræðinnar.“
Jonathan Wright, M.D. (höfúndur bókarinnar
Dr. Wrights Book of Nutritional Healing).
Fæst í öllum helstu bókaversl-
unum og heilsuvörubuðum.
„Læknisfræðilegt afrek fyrir framtíðina.“
Joseph Pizzomo, N.D. (rektor háskólans í Bastyr
og höfúndur metsölubókarinnar Textbook of Natural
Medicine).
Pöntunarsímar:
GSM 698 3850
og 435 6810. LEIÐARLJOS
Lækkaðu skattana!
Kauptu hlutabréf í tæka tíð
o>
*?
s
00
✓ r s =
I Avöxtun fjarmuna .
I Verðbréfaráðgjöf VERÐBRÉFASTOFAN
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 570-1200