Morgunblaðið - 09.12.1999, Blaðsíða 43
42 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 43.
STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
VEIKARI
MÁLEFNASTAÐA
MÁLEFNALEG staða stjórnarflokkanna hefur veikzt
á þeim vikum, sem liðnar eru frá því, að þingsálykt-
unartillaga ríkisstjórnarinnar um Fljótsdalsvirkjun var
lögð fram. Yfirlýsing talsmanns Norsk Hydro þess efnis,
að tímasetningar væru ekki eins stífar af hálfu fyrirtækis-
ins og haldið hefur verið fram í umræðum hér og að það
mundi ekki draga úr áhuga þess á þátttöku í álveri á
Reyðarfirði þótt framkvæmdir mundu frestast í einhvern
skamman tíma hafa átt mestan þátt í að veikja málefna-
stöðu þeirra, sem mælt hafa með samþykkt þingsályktun-
artillögunnar. Síðari yfirlýsing Norsk Hydro hefur engu
breytt í þessu efni enda var hin fyrri yfirlýsing ekki dreg-
in til baka með þeirri síðari. Aðalröksemd talsmanna þess
að virkja án umhverfismats hefur verið sú, að ekki væri
tími til að fara í umhverfismat. Yfirlýsing talsmanns
Norsk Hydro sýnir, að sú röksemd stenzt ekki.
Það er líka veikleikamerki hjá talsmönnum virkjunar
án umhverfismats að fallast ekki á þá hugmynd eins þing-
manna Vinstri grænna, að óska eftir því að fulltrúar
Norsk Hydro komi á fundi þingnefnda þannig að alþingis-
menn geti kynnzt sjónarmiðum forráðamanna Norsk
Hydro milliliðalaust. Hvers vegna geta menn ekki fallizt á
slíka hugmynd? Ef talsmenn virkjunar án umhverfismats
eru svo sannfærðir um, að réttar upplýsingar hafi komið
fram á íslandi um afstöðu Norks Hydro ættu þeir að
fagna tækifæri til þess að fá það staðfest með afdráttar-
lausum hætti.
Það er ákaflega erfitt að dæma um það hver hafi rétt
fyrir sér í deilum um það, hvort gróðurfar og dýralíf á
hinu umdeilda svæði hafi verið rannsakað nægilega vel.
Hins vegar er ljóst að staðhæfingar 2. minnihluta um-
hverfisnefndar Alþingis um það efni hafa komið illa við þá
sem standa að skýrslu Landsvirkjunar og þeir telja
bersýnilega að þessar staðhæfingar séu rangar. Deilur af
þessu tagi eru hins vegar til marks um nauðsyn þess, að
þingnefndir og Alþingi sjálft hafi nægan tíma til þess að
komast til botns í því hvor aðilinn hafi rétt fyrir sér, ef það
er þá yfirleitt hægt.
Fyrsti minnihluti umhverfisnefndar, sem leggur til að
þingsályktunartillagan verði samþykkt, lýsir engu að síð-
ur vissum áhyggjum yfir áhrifum fyrirhugaðra fram-
kvæmda á umhverfið. Þannig segir í nefndaráliti 1. minni-
hluta: „... þó að mikið hafi dregið úr umhverfisspjöllum af
völdum virkjunarinnar frá upphaflegum áformum sé
nauðsynlegt af hálfu Landsvirkjunar að skoða frekari að-
gerðir til mótvægis eða til að draga úr umhverfísspjöll-
um ... Fyrsti minnihluti telur nauðsynlegt að Lands-
virkjun birti áætlun um hvernig það verði gert ...“
Ummæli skipulagsstjóra ríkisins, sem vitnað er til í
nefndaráliti 2. minnihluta, vekja einnig athygli en þar
segir: „Kom fram í máli hans, að ekki liggur fyrir deili-
skipulag af þeim svæðum, sem framkvæmdir við Fljóts-
dalsvirkjun eru fyrirhugaðar á, en hann telur að þær kalli
á gerð deiliskipulags, annars vegar fyrir aðkomu- og
stöðvarhússvæði og hins vegar fyrir stíflustæði ... Þá
lýsti skipulagsstjóri því mati sínu, að hann teldi að skv.
36. gr. skipulags- og byggingarlaga þyrfti byggingarleyfi
fyrir varanlegum húsbyggingum, sem gerðar væru í
tengslum við virkjanir, en það ætti m.a. við um stöðvar-
hús, íbúðarhús, mötuneyti og verkstæði. Þá upplýsti
hann, að byggingarleyfi væri ekki fyrir húsbyggingum
vegna Fljótsdalsvirkjunar. Ennfremur greindi hann frá
því að framkvæmdaleyfi fyrir byggingu virkjunarinnar
frá sveitarstjórn, samkvæmt þágildandi skipulags- og
byggingarlögum, væru ekki til staðar, að undanskildu
leyfi fyrir aðkomugöngum virkjunarinnar. Kom fram hjá
skipulagsstjóra að hann teldi að aðrar framkvæmdir við
virkjunina, sem ekki væru byggingarleyfisskyldar, þar á
meðal stíflugerð, vegir, veitur og efnistökustaðir, væru
háðar framkvæmdaleyfi skv. 27. gr. skipulags- og bygg-
ingarlaga.“
Gera má ráð fyrir, að síðari umræðan um þingsályktun-
artillögu ríkisstjórnarinnar verði mun veigameiri en sú
fyrri og muni mótast mjög af þeirri vinnu, sem lögð hefur
verið í að kanna málið bæði í umhverfisnefnd og iðnaðar-
nefnd. Þótt á þessari stundu sé ekkert sem bendi til þess,
að meirihluti Alþingis skipti um skoðun er hitt ljóst að
hver sem niðurstaðan verður á þetta mál eftir að verða
víti til varnaðar. Eftir þær umræður, sem nú þegar hafa
farið fram um málið, mun stjórnvöldum áreiðanlega ekki
koma til hugar framvegis að leggja til framkvæmdir af
þessu tagi án umhverfismats.
Þórður Friðjónsson forstjórí Þjóðhagsstofnunar, um ábendingu OECD
Ekki ráðlegt að
ana að neinu
Forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir
að áhugavert sé að Islendingar kanni
annað viðmið í peningamálastefnu sinni
en fast gengi eins og sérfræðingar
OECD hafa bent á.
ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, segir að ábend-
ingar sérfræðinga OECD um að ís-
lendingar ættu að athuga annað við-
mið í
peningamálastefnu sinni
en fast gengi, séu
áhugaverðar en ekki sé
rétt að ana að neinu.
Skynsamlegustu leiðirn-
ar séu háðar því hvort
Islendingar nálgist pen-
ingamálasamstarf
Evrópuþjóðanna og evr-
una eða verði áfram
með sjálfstæðan
gjaldmiðil til lengri tíma
litið.
í ársskýrslu OECD
er lagt til að íslensk
stjórnvöld athugi annað
viðmið peningamálast-
efnu sinnar en fast
gengi.
Leggja sérfræðingar OECD til að
kannaður verði sá möguleiki að nota
verðbólgumarkmið sem viðmið pen-
ingastefnu og að leyfa ætti meiri
sveigjanleika í skráningu gengis.
„Stöðugt gengi, innan ákveðinna
marka, hefur verið grannur pening-
astefnunnar,“ segir Þórður. „Ég
held að það sé ekkert álitamál að
þessi stefna hefur í aðalatriðum
reynst vel fram að þessu. Ég tel að
það hafi verið skynsa-
mlegt að fylgja þeirri
stefnu að vera með
fastar viðmiðanir. Það
breytir hins vegar ekki
því að þetta var aldrei
eitthvert frambúðar-
kerfi og viðmiðanir af
þessu tagi hljóta að
vera í stöðugri endur-
skoðun,“ sagði hann.
Getur verið skynsa-
mlegt að viðhalda
gengisstöðugleika
Þórður sagði að þeg-
ar rætt væri um að
hverfa frá genginu sem
einhverskonar undir-
stöðu peningamálastefnunnar og
nota verðbólgumarkmið sé mikil-
vægt að hafa í huga hvert stefna
skuli í framtíðinni.
„Þar er um tvö meginsjónarmið að
ræða. Annars vegar að beita eigi
hagstjórn í ríkisfjármálum og pen-
ingamálum til að tryggja stöðugleika
og jafnvægi í þjóðarbúskapnum.
Eðli máls samkvæmt er það hlut-
verk ríkisfjármálanna að viðhalda
jafnvægi í þjóðarbúskapnum þegar
til lengri tíma er litið og það felur í
sér að halda þarf uppi nægilegum
þjóðhagslegum sparnaði til þess að
sporna við að viðskiptahallinn fari úr
böndum. Hins vegar er svo hlutverk
peningamálastefnunnar að tryggja
markmiðið um stöðugt verðlag. Mér
virðist að ef grunnhugsunin til fram-
tíðar er sú að horft verði hugsanlega
til einhverskonar samstarfs í gengis-
málum við Evrópuþjóðirnar, og
nálgast evruna, þá er skynsamlegt
að að reyna að viðhalda miklum
gengisstöðugleika og nálgast þau
mörk sem helst eru höfð til viðmið-
unar svo við gætum síðar meir, ef
við vildum, gerst aðilar að peninga-
samstarfmu með einhverjum hætti.
Þá er auðvitað ekki æskilegt að um
miklar gengissveiflur sé að ræða í
aðdraganda þess, heldur væri þvert
á móti æskilegt að stuðla að því að
okkur tækist að jafna hagsveiflurnar
meira með beitingu ríkisfjármálanna
en með gengissveiflum.
Ef við drögum hins vegar upp
aðra mynd , þar sem stefnt væri að
því að byggt verði á sjálfstæðum
gjaldmiðli til lengri tíma, horfir mál-
ið aðeins öðruvísi við. I því ljósi væri
tvímælaust íhugunarvert að skoða
vandlega hvort ætti að fara yfir í
verðbólgumarkmiðið sem grunntón í
peningamálastefnunni.
Ég er þeirrar skoðunar að það eigi
ekki að ana að neinu í þessum efn-
um. Ef við lítum á peningamálast-
efnuna undanfarin ár þá má sjá að
það hefur aldrei reynt á þessi við-
miðunarmörk og það er ekki fyrr en
núna að við erum farnir að nálgast
efri mörkin. Það væri í sjálfu sér
hægt að leysa annars vegar með því
að halda sig fast við þessi mörk eða
einfaldlega að víkka mörkin. Margar
þjóðir hafa gengisstöðugleika að
markmiði en eru ekki með föst við-
miðunarmörk, heldur haga gengis-
festunni innan einhverra annarra
viðmiðana, sem eru kannski ekki
gerðar opinberar. Ég hef enga sann-
færingu fyrir því að við núverandi
aðstæður eða í
framtíðinni sé rétt að vera með
einhverja fasta tölu í þessum efn-
um,“ sagði Þórður.
Mikilvægt að auka gjaldeyris-
forðann
Hann sagði að ábending OECD
væri áhugaverð en ef íslendingar
stefndu að því að vera með sjálf-
stæðan gjaldmiðil til lengri tíma
væri mjög mikilvægt að Seðlabank-
inn byggi yfir miklum gjaldeyris-
forða. „Eg teldi ráðlegt að hann væri
með meiri gjaldeyrisforða en hann
er með núna og jafnframt væri mjög
æskilegt að ná því markmiði að á
sama tíma greiddi ríkissjóður niður
erlendar skuldir í miklu ríkari mæli
en gert hefur verið vegna þess að ef
við erum með sjálfstæðan gjaldmiðil
til lengri tíma er óneitanlega ekki
heppilegt að treysta á að hægt sé að
halda jafnvæginu með mjög miklum
vaxtamun. Vaxtamunurinn er mjög
mikill um þessar mundir og það fel-
ur í sér að samkeppnisstaða fyrir-
tækja sem eiga ekki greiðan aðgang
að erlendu fé, er þeim mun verri
gagnvart fyrirtækjum í samkeppnis-
löndunum,“ sagði Þórður og bætti
við að æskilegt væri að vaxtamunur
gagnvart öðrum löndum minnkaði
verulega. Forsendur þess væru mik-
ill gjaldeyrisforði Seðlabankans og
litlar erlendar skuldir.
Sex fyrirtæki stofna nýtt hugbúnaðarfyrirtæki
Fynrtækið eMR yf-
irtekur 75% hluta-
fjár í Gagnalind
FYRIRTÆKIÐ eMR hefur verið
stofnað til að vinna að þróun upplýs-
ingakerfa fyrir heilbrigðisstofnanir.
Að stofnun eMR standa Tölvumiðlun
hf sem á 26% hlut, íslensk erfða-
greining sem á 20% hlut, Landssími
Islands sem á 20% hlut, Hugvit sem á
14% hlut, FBA sem á 15% og íslenski
hugbúnaðarsjóðurinn sem á 5% hlut.
Nafnverð hlutafjár hins nýja fyrir-
tækis verður 100 milljónir króna. Tal-
ið er að ráða þurfi tugi starfsmanna
til hins nýja fyrirtækis.
Sá hluti Hugvits og Tölvumiðlunar,
sem unnið hefur að þróun upplýsinga-
kerfa fyrir heilbrigðisstofnanir, flyst
yfir í nýja fyrirtækið. Auk þess yfir-
tekur eMR 75% af hlutabréfum í
Gagnalind hf. sem áður voru í eigu ís-
lenskrar erfðagreiningar og Lands-
símans. eMR og Gagnalind munu
vinna náið saman og er stefnt að því
að fyrirtækin sameinist sem fyrst til
að efla þróunarstarfið enn frekar.
Tölvumiðlun og Gagnalind hafa verið
með stærstu fyrirtækjum, hvort á
sínu sviði, innan upplýsingatækni fyr-
ir heilbrigðisgeirann. Tölvumiðlun
hefur þróað röntgendeildakerfi og
legudeildakerfi en Gagnalind sjúkra-
skrárkerfi og nýta 82 heilsugæslust-
ofnanir hugbúnað Gagnalindar.
Ágúst Guðmundsson er fram-
kvæmdastjóri eMR. Hann segir að
þau fyrirtæki sem hér snúi bökum
saman hafi hvert um sig verið í
fremstu röð á sviði hugbúnaðargerð-
ar fyrir heilbrigðisstofnanir.
Ávinningur með
samhæfðum lausnum
Sá ávinningur sem náist með sam-
starfinu sé að samhæfa lausnir og
bæta heilbrigðisþjónustu. Aðstan-
dendur eMR telji að með því að sam-
eina kraftana haldist frumkvæðið í
þessari þróunarvinnu hér innanlands
og jafnframt skapist frekari sóknar-
færi til að flytja út hugbúnaðai-lausnir
á þessu sviði. Hann segir að nýja fyr-
irtækið ætli að keppa við það besta
erlendis og því kjósi menn að samein-
ast og skapa eins öflugt fyrirtæki og
hægt er. „Lítil fyrirtæki eiga einfald-
lega enga möguleika á að standa sig í
þessari samkeppni. Fyrirtækin sem
nú eru að stofna eMR standa framar-
lega í þessari tækni nú þegar og með
samruna skapast möguleikar á þessu
sviði,“ segir Ágúst.
Eins og fyrr segir á nýja fyrirtækið
75% í Gagnalind sem hefur haft
samning við heilbrigðisráðuneytið um
tölvuvæðingu heilsugæslunnar og
innleiðingu sjúkraskrárkerfa. Ágúst
segir að haldið verði áfram að vinna
eftir þeim samningi.
Eins og fyrr greinir er stefnt að því
að Gagnalind sameinist nýja fyrir-
tækinu að fullu og öllu innan tíðar en
25% eignarhluti fyrirtækisins er í
dreifðri eign margra fjárfesta. Is-
lensk erfðagreining hefur á undan-
förnum vikum aukið hlut sinn í
Gagnalind úr 20% hlut sem keyptur
var í janúar sl. í yfir 55%. ÍE keypti
m.a. hlut FBA í fyrirtækinu. Ekki er
ljóst hvert gengið hefur verið á hluta-
bréfum í Gagnalind.
Ágúst segir að eMR yfirtaki tölu-
verða starfsemi sem Tölvumiðlun og
Hugvit hafi verið með á sjúkrahúsun-
um, þ.e. kerfi fyrir röntgendeildir,
göngudeildir, legudeildir og fleira.
„Meginmarkmiðið er að sameina
þessa þekkingu í eitt fyrirtæki til
þess að sækja á erlendan markað.
Tölvumiðlun á systurfyrirtæki sem
hefur flutt út hugbúnað síðustu ár
fyrir tugi milljóna króna á ári fyrir
heilbrigðisgeirann. Ætlunin er að búa
til enn betri og samhæfðari kerfi til að
sækja með á erlendan markað en að
sjálfsögðu skila þessi kerfi sér líka
hér á heimamarkaði," segir Ágúst.
Miklir möguleikar
á erlendri grundu
Þorsteinn Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri Gagnalindar, segir að
líklegasta skýringin á því að íslensk
erfðagreining jók hlut sinn í Gagna-
Meira en 100 milljónir tölva í heiminum eru nettengdar
lind sé sú að fyrirtækið hafi viljað
meiri áhrif inn í nýja fyrirtækið.
Hann segir að oft hafi komið til tals að
efna til samvinnu milli Tölvumiðlunar
og Gagnalindar og oft verið bollaleg-
gingar þar um.
„Þetta er tiltölulega lítill markaður
hérlendis en Tölvumiðlun og Gagna-
lind hafa þróað mjög góðan hugbún-
að. Möguleikarnir eru mjög miklir á
erlendri grundu vegna þess að við er-
um miklu lengra komnir en t.d. menn
í Danmörku," segir Þorsteinn.
Við erum eldri
en við höldum
Úlfur Árnason prófessor í Lundi.
Mannskepnan hefur
hingað til verið álitin um
175 þúsund ára, en Ulf-
ur Arnason, prófessor í
Lundi, hefur með kenn-
ingum sínum tvöfaldað
aldur okkar. Sigrún
Davíðsdóttir sat ráð-
stefnu um kenningar
hans og heyrði viðbrögð
fræðimanna við þeim.
„NU ERU þessar kenningar komnar
fram og þá er hægt að hrekja þær
eða samþykkja," segir Erie Harley,
prófessor við Háskólann í Cape Town
í Suður-Afríku. Harley er einn rúm-
lega þrjátíu vísindamanna, sem komu
nýlega saman til að ræða kenningar í
þróunarlíffræði á ráðstefnu í Lundi,
þar sem kenningar Ulfs Amasonar,
prófessors í sameindaþróunarfræði í
Lundi, og samstarfsfólks hans hafa
verið miðlægar. Harley og fleiri við-
staddir álíta að kenningar Úlfs um að
maðurinn sem tegund sé um 400 þús-
und ára í stað 175 þúsund ára eins og
áður var talið séu vel rökstuddar.
Sjálfur segir Harley í samtali við
Morgunblaðið að hann hafi fyrst verið
í vafa er hann var beðinn um að rit-
dæma grein Úlfs um þetta efni fyrir
rúmu ári en rök hans hafi sannfært
sig um réttmæti kenninga hans og
þær villur, sem Úlfur bendir á að hafi
verið í eldri kenningum.
250 ár enginn tími
í þróunarsögunni
Á vísindaráðstefnu, þar sem verið
er að spá í nýjustu tækni og aðferða-
fræði erfðafræðinnar, gleymist þó
ekki hin sögulega vídd. í þetta skiptið
var það Gunnar Broberg, prófessor í
hugmyndasögu, sem miðlaði henni í
fyrirlestri um Carl Linné (1707-1778),
sem fyrir 250 árum ferðaðist um
Skán og skrifaði ferðalýsingu um
þennan landshluta í anda upplýsing-
astefnunnar og þá meðal annars
hvernig landsgæðin gætu best nýst
þjóðinni.
Með það í huga að í salnum sátu
menn frá Evrópu, Bandai'íkjunum,
Asíu og Afríku var óneitanlega
skondið að hugsa til þess að fyrir 250
árum var Linné einn fárra
Svía, sem hafði ferðast um
alla Svíþjóð og nærlig-
gjandi lönd. Nú til dags er
Linnés þó ekki fyrst og
fremst minnst sem ferða-
bókahöfundar heldur sem foður
flokkunarkerfis náttúrufræðinnar.
Það er ekki fyri' en með tilkomu
DNA-rannsókna, sem gera okkur
kleift að rýna inn í innstu gerð erfða-
efnisins, að flokkunarkerfi Linnés
hefur að hluta riðlast. Rannsóknir
Úlfs og samstarfsmanna hans eru
dæmi um þær nýju brautir sem
DNA-rannsóknir hafa rutt. Tímasetn-
ingar í þróun dýrategundanna byggð-
ust framan af einkum á tímasetningu
steingervinga, en nú geta DNA-rann-
sóknir stutt enn frekar við þá tíma-
setningu og varpað upp gleggri og
jafnvel á stundum nýrri mynd.
Tími til að hreinsa úr skúina-
skotum vísindanna?
Ymsir af þeim sem vinna með
steingervinga hafa átt erfitt með að
koma heim og saman þeirri kenningu
að leiðir mannsins og simpansans,
sem er apa skyldastur manninum,
hefðu ekki skilið fyrr en fyrir fimm
milljónum ára, eins og hin viðtekna
hugmynd þróunarfræðinnar hefur
verið undanfarinn rúman áratug.
Steingervingafundir hafa ekki að öllu
leyti fallið að þessari mynd.
Með rannsóknum sínum á stein-
gervingum hafa frönsku vísinda-
mennirnir, Louis de Bonis og Stepha-
ne Ducrocq, báðir komist að því að
þessi aðskilnaður hljóti að hafa átt
sér stað fyrir um 9-13 milljónum ára.
Þeir eiga því ekki í vandræðum með
að taka við þeirri kenningu Úlfs að
þessi aðskilnaður hafi átt sér stað fyr-
ir um tíu milljónum ára. Af undirtekt-
um á ráðstefnunni má almennt marka
að það sé ákveðinn léttir fyrir steing-
ervingafræðingana að taka mið af
þessum nýju kenningum. Einn af
þeim, sem komu á ráðstefnuna til að
kynnast betur kenningum Úlfs, er
Philippe Janvier, sérfræðingur við
Náttúrufræðisafnið í París. Hann
bendir á að framan af hafi eingöngu
steingervingar verið tiltækir til að
gera grein fyrh’ þróun tegundanna og
setja þær upp í ættartré. Þegar að-
ferðir sameindalíffræðinnar hafi kom-
ið til sögunnar hafi ættartrén tekið
litlum breytingum og fátt komið á
óvart.
„Kenningar Úlfs bregða hins vegar
upp alveg nýrri mynd,“ segir Janvier.
„Með sérhverri dýrategund, sem
hann hefur athugað, fugla, fiska og
nú síðast apa, hefur hann komið fram
með alveg nýja mynd og róttækar
breytingar.“ Til að útskýra hversu
róttækar hugmyndir Úlfs séu bendir
Janvier á að þetta sé svona eins og að
halda því fram að Islend-
ingar komi frá Suður-Am-
eríku og Svíar frá Afríku.
„Kenningar hans eru ein-
faldlega gjörólíkar því
sem áður tíðkaðist." Sjálf-
ur segist Janvier hafa komið til að
fræðast um hverjar séu forsendur
þessara róttæku kenninga og bætir
við, „Við höfum hugsanlega haft
rangt fyrir okkur.“
Janvier bendir á að ýmsir af þeim,
sem koma til að taka þátt í umræðun-
um séu vísindamenn sem komist hafi
að niðurstöðum sem ekki falli inn í
viðteknar trúarsetningar þróunar-
fræðinnar og vilji þá kanna hvort nið-
urstöður þeirra falli betur að kenn-
ingum Úlfs. „Úlfur notar aðrai'
aðferðir en áður hefur tíðkast, hefur
bent á villur í fyrri kenningum og
þorh' að hafna fyrri kenningum. Ég
er tilbúinn til að ræða kenningar hans
og til að hugsa hlutina upp á nýtt.
Það má vel vera að aðferðir hans og
kenningar séu upphafið að alveg nýj-
um leiðum í sameindaþróunarfræði,“
bætii' Janvier við hugsi.
Tregða til að hafna viðteknum
kenningum og taka upp nýjar hefur
löngum einkennt vísindaheiminn og
undir það tekur Janvier. „Á 25 ára
vísindaferli mínum hef ég hvað eftir
annað séð dæmi um tregðu til að
samþykkja nýjar kenningar. Kenning
kemur fram, henni vex fiskur um
hrygg, aðrar kenningar koma upp í
kringum hana og styðja við hana og
verja hana árásum. Én allt í einu dug-
ir það ekki til. Nýjar upplýsingar
falla ekki að þeirri gömlu og það
verður nauðsyn á rækilegum tiltekt-
um. Við erum kannski komin að þeim
áfanga í ættartré náttúrunnar.“
Kenningar sem skekja
vísindaheiminn
„Þegar ég var ungur hélt ég að það
væri nóg að fá birta grein í viður-
kenndu tímariti og þá væri kenning
manns komin á kreik,“ segir Eric
Harley, þegar hann hefur umræður
vísindamannanna. „Kenning Úlfs er
dæmi um að svo er ekki. Hann hefur
birt kenningar sínar í viðui'kenndum
tímaritum og samt er þrúgandi þögn
um þær.“ Þögnin var þó rofin á ráð-
stefnunni, því þar voru þær ræddar
af kappi út frá ýmsum sjónarhomum.
Harley segir í samtali við Morgun-
blaðið að nú gefist tækifæri til að
ræða hugmyndirnar. „Úlfur hefur
sannarlega skekið vísindaheiminn
með róttækum kenningum sínum. Ég
var í vafa þegar ég sá þær fyrst, en
röksemdir hans, bæði um hans eigin *
kenningar og villuna í fyrri kenning-
um, hafa sannfært mig. Kenningar
hans eru einfaldlega þungvægari en
áður hafa sést,“ segir Harley.
Kenningar þarf að ræða og reifa
áður en þær ná því að verða viður-
kennd trúarsetning, sem tekin er í
kennslubækurnar. „Það er ekki gott
að segja hvort og hvenær kenningar
Úlfs verða viðteknar, en ráðstefnan
hér er spor í þá átt. Flestir, sem ein-
hvers mega sín á þessu sviði, eru hér
og annaðhvort verða kenningar Úlfs
hraktar eða þær verða viðteknar."
í hita umræðnanna minnir Úlfur á
að ein ástæðan fyrir því að menn hafi
fylgt viðteknum kenningum um þró-
unarsögu mannsins hafi verið sú að
það sé einfaldlega erfitt að fá birtar
gi-einar um kenningar, sem gangi á
skjön við viðteknai' skoðanir. Fransk-
ur vísindamaður kinkar ákaft kolli.
„Einmitt," hvíslar hann að sessunaut
sínum. „Þetta er líka mikilvægt atriði
varðandi nýjar vísindakenningar,
mjög mikilvægt.“
Einar Árnason, prófessor í erfða-
fræði við Háskóla íslands, minnir á
að Francis Crick, sem á sínum tíma
sýndi fram á uppbyggingu erfðaefnis-
ins ásamt James D. Watson, hafi sagt
frá því að þeir félagar hafi kallað<
kenningar sínar „dogma“, trúarsetn-
ingar, því í andrúmsloftinu í Cambr-
idge um miðja öldina hafi ungir menn
einmitt verið áfjáðir í að ráðast á
trúarsetningar og allt sem hét við-
teknar skoðanir. „En það eru líka
margir, sem helst fylgja viðteknum
skoðunum. Þess vegna eiga bylting-
arkenndar kenningar oft erfitt upp--
dráttar.“
Kenningar
þarf að ræða
og reifa