Morgunblaðið - 09.12.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Omar
Veisla við Tjörnina
Þaö var vængjasláttur á Tjörninni kringlum birtist þar og tók að út-
og fuglarnir flykktust að bakkan- deila góðgætinu til anda, gæsa og
um þegar maður með fullan poka af álfta.
Sameiginleg stjórnarnefnd
ríkisspítalanna
Guðný Sverrisdóttir
fyrsti formaðurinn
GUÐNY Sverrisdóttir,
sveitarstjóri í Grýtu-
bakkahreppi, verður næsti
formaður stjórnarnefndar
ríkisspítalanna og jafn-
framt fyrsti formaðurinn í
stjórnarnefnd sem fer með
stjórn bæði Sjúkrahúss
Reykjavíkur og Lands-
spítalans eftir ákvörðun
heilbrigðisráðherra þess
efnis að skipa sameiginlega
yfir báðum spítölunum.
stjórn
Frá tilnefningu Guðnýj-
ar var greint á starfs-
mannafundi í Sjúkrahúsi
Reykjavíkur í fyrradag.
Formaður stjórnar-
nefndarinnar er tilnefnd-
ur af ráðherra, fjórir
stjórnarmeðlimir eru
kosnir af Alþingi og tveir
eru kosnir af
starfsmannaráði spíta-
lanna . Gert er ráð fyrir að stjórnin
taki við um áramótin
Auglýsingar DAS brutu
gegn samkeppnislögum
SAMKEPPNISRÁÐ hefur fellt fjóra
úrskurði þar sem auglýsingaefni frá
Happdrætti DAS er talið stangast á
við samkeppnislög. í þremur tilvikum
er lagt bann við birtingu þess en það
var talið óþarfi í fjórða tilvikinu þar
sem fyrir lá yfirlýsing happdrættis-
ins um að birting þeirrar auglýsingar
hefðu verið mistök.
Afskipti samkeppnisyfirvalda af
málinu voru til komin vegna kæru frá
auglýsingastofunni Góðu fólki, sem
annast auglýsingamál Happdrættis
Háskóla íslands.
I einni auglýsingunni kom fram að
aðalvinningur í hverjum útdrætti
væri 4 milljónir króna og hinu sama
var haldið fram í vinningaskrá happ-
drættisins.
Hæsti vinningur 2 m.kr.
Auglýsinganefnd Samkeppnis-
stofnunar fjallaði um málið og segir
ijóst að hæsti vinningur í hverjum út-
drætti Happdrættis DAS sé 2 mill-
jónir kr. á hvem miða. Til þess að fá 4
millj. kr. vinning í Happdrætti DAS
þurfi viðkomandi að eiga báðar
flokkaraðirnar, A og B, fyrir vinn-
ingsnúmerið. Fullyrðingin um að að-
alvinningur í hverjum útdrætti sé 4
milljónir kr. sé því röng og villandi og
brjóti í bága við ákvæði 21. gr. sam-
keppnislaga.
Samkeppnisráð féllst á þetta álit
og telur nauðsynlegt að banna Happ-
drætti DAS að birta samsvarandi
fullyrðingar
Þá kvartaði Gott fólk yfir auglýs-
ingaþætti Happdrættis DAS í Ríkis-
sjónvarpinu þar sem kynnir hefði
sagt að hægt væri að vinna 40 m.kr. á
einn miða. Auglýsinganefnd Sam-
keppnisstofnunar fjallaði um málið
og sagði ljóst að til að vinna 40 m.kr. í
Happdrætti DAS þyrfti viðkomandi
að eiga báðar flokkaraðimar, A og B,
íyrir vinningsnúmerið. Til þess að
eiga möguleika á 40 milljóna kr. vinn-
ingi þyrfti þannig að eiga tvo miða.
Fullyrðingin um 40 milljónir kr. á
einn miða væri því röng.
Bann við birtingu
Samkeppnisráð kvaðst sammála
áliti auglýsinganefndar. Fullyrðingin
væri röng og bryti því í bága við
ákvæði 21. gr. samkeppnislaga nr. 8/
1993. Samkeppnisráð lagði bann við
að happdrættið birti samsvarandi
fullyrðingar.
Þá kvartaði Gott fólk yfir auglýsingu
frá Happdrætti DAS með íyrirsögn-
inni „Fleiri útdrættir - meiri líkur“.
Kærandinn taldi gefið í skyn að með
fjölgun útdrátta væru rnefri líkur á að
hreppa vinning en til þess þyrfti ann-
að hvort að bjóða fjölgun vinninga
eða fækkun útgefinna miða í happ-
drættinu. Aukin tíðni útdrátta hefði
ekkert með líkur að gera.
Samkeppnisráð kvaðst sammála
því áliti auglýsinganefndar Sam-
keppnisstofnunar að fullyrðingin
„Fleiri útdrættir - meiri líkur“ væri
röng og villandi. Jafnframt sé hún ós-
anngjöm gagnvart keppinautum og
brjóti í bága við ákvæði 21. gr. sam-
keppnislaga nr. 8/1993 þar sem m.a.
segir að óheimilt sé að veita rangar
eða villandi upplýsingar í auglýsing-
um og að þær skuli ekki vera ósann-
gjarnar gagnvart keppinautum.
„Samkeppnisráð telur nauðsynlegt
að banna Happdrætti DAS að birta
fullyrðinguna sem mál þetta fjallar
um,“ segir í úrskurðinum.
Loks kvartaði Gott fólk til Sam-
keppnisstofnunar yfir auglýsingu frá
Happdrætti DAS með fyru-sögninni
„10 manns fá milljón á morgun".
Kærandinn sagði að það væri blekk-
ing þar sem ekki væri einvörðungu
dregið úr seldum miðum og útdregin
vinningsnúmer gætu einnig fallið á
óselda miða og væri á engan hátt ör-
uggt að 10 manns hlytu vinning held-
ur væri fjöldi vinningshafa háður til-
viljun. Eina leiðin til að standa við
fullyrðinguna væri að draga ein-
göngu úr seldum miðum.
Auglýsinganefnd Samkeppnis-
stofnunar taldi auglýsinguna gefa til
kynna að öruggt væri að 10 einstakl-
ingar fengju milljón í vinning en þar
sem dregið væri úr öllum miðum væri
slíkt ekki öruggt. Því væri orðalag
auglýsingarinnar villandi og ósann-
gjarnt gagnvart keppinauti og bryti í
bága við ákvæði 21. gr. samkeppnis-
laga.
Þessu áliti var Samkeppnisráð
sammála en þar sem Happdrætti
DAS hafði lýst því yfir að birting
auglýsingarinnar hefðu verið mistök
og hún aðeins birst einu sinni taldi
samkeppnisráð ekki nauðsynlegt að
beita viðui’lögum.
Sigurður Agúst Sigurðsson, for-
stjóri Happdrættis DAS, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að kærumar til
samkeppnisráðs væru komnar frá
samkeppnisaðila DAS, Happdrætti
Háskólans. „Þetta er mjög athyglis-
vert vegna þess að við erum að fara
svolítið eftir því sem háskólahapp-
drættið sjálft hefur verið að gera í
gegnum tíðina,“ sagði Sigurður
Agúst og kvaðst þar vísa til bæklings
háskólahappdrættisins þar sem full-
yrt væri að þar gæti annar hver miði
unnið og að annað hvert númer gæti
unnið. „Okkur finnst mjög einkenni-
legt að samkeppnisaðili, sem sjálfur
hefur notað sams konar orðalag sé að
setja út á við okkur þegar við notum
það orðalag sem þeir hafa notað.“
Hann sagði líka einkennilegt að ekki
mætti segja frá því að aðalvinningur
happdrættisins væri 40 milljónir.
„Við erum búnir að borga út tvöfalda
vinninga út á fjórar milljónir; ég veit
ekki hvað þessir menn eru að fara
með þessu,“ sagði Sigurður Ágúst.
Ætla að gera okkur
tortryggilega
Hann sagði að úrskurðimfr væru
nýtilkomnir og happdrættið hefði
ekki átt von á að fá bágt fyrir allar
þessar auglýsingar. „Við vissum að
það vai’ villa í einni auglýsingu, sem
við kipptum strax til baka, sem varð
vegna handvammar á auglýsingastof-
unni þar sem nýr starfsmaður áttaði
sig ekki á því að 10 manns geta fengið
vinning en að fullyrða að 10 manns fái
vinning var of sterkt til orða tekið.
Við vildum líka leita sátta en það virt-
ist ekki vera markmiðið hjá þessum
aðilum að leita sátta; þeir virðast ætla
að gera okkur tortryggilega í augum
almennings.“ Sigurður Ágúst sagði
að framhald þessa máls yrði skoðað,
þar á meðal hugsanleg kæra til áfrýj-
unamefndar samkeppnismála.
„Þetta kemur okkur mjög undarlega
fyrii’ sjónir því við teljum okkur hafa
farið í einu og öllu eftir þeim almennu
reglum sem gilt hafa í framsetningu á
auglýsingum varðandi happdrætti.
Eg ítreka það að háskólinn, sam-
keppnisaðilinn sem er að kæra okkur,
hefur notað sama orðalag."
Dótturfélag Qrca SA er stærsti hluthafí í FBA
D
Fjárfestingarbanki
atvinnulífsins hf.
10 stærstu hluthafar, 8. des. 1999
Hluthafar alls 3.836
Nafnverð hlutafjár, kr. 'Hlutfall
1 FBA Holding SA 1.903.000.000 27,99%
2 Lífeyrissjóðurinn Framsýn 487.406.202 7,17%
3 Lífeyrissjóður verslunarmanna 408.000.000 6,00%
4 Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. 314.367.097 4,62%
5 Partimonde Holdings Anstalt 272.000.000 4,00%
6 Lisfield Holding 238.000.000 3,50%
7 Lífeyrissjóður sjðmanna 224.207.586 3,30%
8 íslandsbanki hf. 215.578.340 3,17%
9 Gunnar Pór Ólafsson 204.000.000 3,00%
10 Sterkir stofnar ehf. 204.000.000 3,00%
10 stærstu samtals 4.470.559.225 65,74%
FBA Holding með 27,99%
10-15 kennar-
ar vilja semja
umendur-
greiðslu
AF UM 179 kennurum sem hafa
fengið send bréf frá Fræðslumið-
stöð Reykjavíkur um að þeir hafi
fengið ofgreidd laun á þessu ári
hefur einn endurgreitt og tíu geng-
ið til samninga um endurgreiðslu.
Alls hafa um 300 kennarar feng-
ið ofgreidd laun allt frá haustinu
1997 og nam heildarupphæð of-
greiddra launa um 31 milljón
króna. í samræmi við verklags-
reglur Reykjavíkurborgar og ríkis-
ins í slíkum málum voru kennar-
arnir krafðir um endurgreiðslu en
einungis vegna ofgreiddra launa á
þessu ári. Sú upphæð nemur um
11 milljónum króna.
Kennurum var gefinn kostur á
því að greiða mismuninn upp á
átta mánuðum og hafa 10-Í5 kenn-
arar haft samband við Fræðslu-
miðstöðina og óskað eftir því að
gera slíka samninga. Gert er ráð
fyrir því að slíkir samningar verði
frágengnir vegna þessa hóps um
áramótin. Kennarinn sem þegar
hefur greitt mismuninn gerði það
með ávísun og var þar um að ræða
fremur lága upphæð. Ofgreiðslan
sem kennarar eru endurkrafðir um
nam allt frá örfáum krónum á
kennara upp í allt að 3% af heild-
arlaunum kennara fyrstu átta
mánuði ársins.
LISTI yfir 10 stærstu hluthafa í
FBÁ var birtur í gær. Stærsti hlut-
hafi er FBA Holding SA, með
27,99% hlut eða 1.903 milljónir að
nafnverði. Næststærstu hluthafar
eru Lífeyrissjóðurinn Framsýn með
7,17% hlut og Lífeyrissjóður versl-
unarmanna með 6%.
FBA Holding er 100% dótturfélag
Orca SA sem í ágúst sl. keypti öll
hlutabréf í Áimúli Holding, sem fór
með eignarhlut Scandinavia Holding
í FBA. í kjölfarið var nafni Armúli
Holding breytt í FB A Holding.
Sömu aðilar standa að baki félög-
unum, þ.e. fjórir hluthafahópar sem
Eyjólfur Sveinsson, Jón Olafsson,
Jón Ásgeir Jóhannesson og Þor-
steinn Már Baldvinsson fara fyrir.
í fréttatilkynningu sem send var
út í kjölfar sölu á 51% hlut ríkisins í
bankanum í byrjun nóvember kom
fram að eigendur Orca hygðust
skipta upp hlutabréfum sínum í
FBA eins hratt og kostur væri, en
þangað til myndu hluthafar fara
beint með atkvæði á hluthafafundum
FB A í samræmi við sinn eignarhlut.