Morgunblaðið - 09.12.1999, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Straumur
tímans
Lífshlaup er yfírskríft sýningar sem opnuð
verður í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni
í dag kl. 17. Getur þar að líta verk úr einka-
safni hjónanna Ingibjargar Guðmundsdótt-
ur og Þorvaldar Guðmundssonar, sem oft
var kenndur við Síld og físk. Orri Páll Orm-
arsson gekk um sali safnsins í fylgd sýning-
arstjóranna, Guðbergs Bergssonar rithöf-
undar og Guðbjargar Kristjánsdóttur
forstöðumanns, og skoðaði valin verk úr
þessu stærsta listaverkasafni í einkaeign
hér á landi.
AÐ SAFNA listaverkum er ástríða.
Sumir kaupa raunar slík verk til að
festa fé sitt, í bráð eða lengd, en eng-
inn kemur sér upp safni með tvö
hundruð verkum eftir Kjarval og
ugglaust öðru eins eftir aðra meist-
ara myndlistarinnar á íslandi á öld-
inni sem er að líða, án þess að vera
knúinn áfram af ástríðu. Það á við
um hjónin Þorvald Guðmundsson,
einn mesta athafnamann aldarinnar
hér á landi, og eiginkonu hans, Ingi-
björgu Guðmundsdóttur, en sýning á
völdum verkum úr einkasafni þeirra
verður opnuð í Listasafni Kópavogs
- Gerðarsafni seinni partinn. Hefur
safni þessu lítill gaumur verið gefinn
til þessa og sum verkanna koma nú í
fyrsta sinn fyrir augu almennings.
Verið er að leggja lokahönd á upp-
setningu sýningarinnar þegar mig
ber að garði rúmum sólarhring fyrir
opnun. Ekki þarf að ganga lengi um
sali Gerðarsafns til að skilja að hér
eru á ferð ómetanlegir hlutir, bæði í
andlegum ogveraldlegum skilningi.
TBSESBSSSSSST
HAGKAUP
Þotukistur
Snjóþotur
Meira úrval - betri kaup
Morgunblaðið/Ami Sæber
Lifshlaupið, veggir úr vinnustofu Jóhannesar S. Kjarvals í Austurstræti endurreistir.
f
i
Fjársjóður. Brot af þeim teikningum sem Þorvaldur og Ingibjörg söfnuðu um dagana. Neðst til vinstri má sja:
Lífið er saltfiskur.
Sýningarstjórarnir, Guðbergur
Bergsson rithöfundur og Guðbjörg
Kristjánsdóttir forstöðumaður
safnsins, eru í óða önn að hnýta lausa
enda en gefa sér þó tíma til að lóðsa
mig um sýninguna.
Guðbergur kýs að hefja yfirreiðina
í Vestursal, þar sem elstu verkin úr
safninu er að finna, meðal annars eft-
h- Þórarin B. Þorláksson. „Hérna má
sjá hina rómantísku þjáningu í upp-
hafi aldarinnar. Sorgin var algeng í
ljóðagerð á þessum tíma og það skil-
ar sér í myndlistinni, skýjafari,
tunglskini og dapurleika. Manneskj-
an er einmana á þessum myndum."
Síðan birtir upp. „Þegar þjóðfélag-
ið efldist og þjóðin reis upp til sjálf-
stæðis stækkaði hugsunin. ísland
varð risastórt í augum málaranna.
Tilfinningin fyrir þessum stórbrotnu
formum er hvergi stærri en hjá Jóni
Stefánssyni.“
Nýr andblær í litum
Gestir fá líka að kynnast mjúkum
blæ í olíumálverkum hjá Kristínu
Jónsdóttur. „Við leggjum áherslu á
Kristínu en hjá henni breytist hin
rómantíska hugsun í lit og verður
mildari. Hún byggir verk sín upp á
vitsmunalegan hátt og í þeim er líka
nýr andblær í litum,“ segir Guðberg-
ur og vekur jafnframt athygli á
myndum eftir Asgrím Jónsson.
Jóhannes S. Kjarval er einnig fyr-
irferðarmikill í Vestursal, eins og
raunar út alla sýninguna. „Þetta er
ekki þessi venjulegi Kjarval - heldur
ný hiið á honum,“ segir Guðbergur
þar sem hann stendur við mynd af
Dyrfjöllum. ,Á þessari sýningu eru
þrjár myndir sem Kjarval málaði af
Dyrfjöllum. Hann glímdi oft við
sama viðfangsefnið aftur og aftur en
aldrei á sama hátt. Það hefur verið
lærdómsríkt að sjá þetta. Raunar
lýsir þetta orð sýningunni ágætlega,
hún er afar lærdómsrík.“
Þarna er líka verk sem Kjarval
kallaði Hestagjá og Guðbjörg segir
hafa verið í sérstöku uppáhaldi hjá
Þorvaldi.
„Sérðu! Hér er allt grænna og
bjartara," segir Guðbergur þegar við
Sýningarstjórarnir, Guðbjörg Kristjánsdóttir og Guðbergur Bergsson,
við eitt af málverkum Kjarvals á sýningunni.
höfum fært okkur yfir í Austursal-
inn. Við blasa málverk eftir menn á
borð við Gunnlaug Blöndal, Jón Eng-
ilberts og Gunnlaug Scheving. Hér
hefur myndefnið færst nær sjónum.
Portrett af léttklæddri konu,
kankvísri á svip, eftir Gunnlaug
Scheving, stingur í stúf þarna við
sjávarsíðuna og ég spyr hvort hún sé
ef til vill að villast.
„Nei, nei, alls ekki,“ segir Guð-
bergur snöggur upp á lagið. „Hún er
að borða saltfisk."
Auðvitað.
Þarna má líka sjá verk eftir fleiri
málara af milÚstríðskynslóðinni
svokölluðu, Finn Jónsson, Jóhann
Briem og fleiri. Einnig kem ég auga
á verk eftir Louisu Matthíasdóttur.
Guðbergur nemur því næst staðar
við Þingvallamynd eftir Kjarval sem
hann segir afar merka. „Taktu eftir
því að á þessari mynd er Almannagjá
algjört aukaatriði. Það eru vellirnir
og víddin sem skipta höfuðmáli.“
Ljóðstafír og regnstafír
Að vera hjá sjálfum sér gestur,
nefnist annað verk, þar sem Kjarval
vitnar í ljóð eftir Einar Benedikts-
son, þó ekki fari málarinn alveg rétt
með, að því er Guðbergur bendir á.
Kallast þetta verk á við annað verk
við hliðina, þar sem Guðbergur segir
ljóðstafi Einars verða að regnstöfum
í meðförum Kjarvals. Vísar það verk
síðan aftur í þriðja verkið en það
eignuðust Þorvaldur og Ingibjörg
aldrei. Guðbergur kann skýringuna
á því: „Ég á það verk. Kjarval gaf
mér það.“
Guðbjörg vekur athygli á enn einu
Kjarvalsverkinu þar skammt frá,
stóru og voldugu. „Þetta eru Fyrstu
tunglfararnir, eitt af öndvegisverk-
um Kjarvals frá síðasta tímabilinu á
ferli hans, málað upp úr 1960, held
ég. Það var í heiðurssæti á heimili
hjónanna."
í Austursal getur einnig að líta
verk eftir yngri málara, Nínu
Tryggvadóttur og Sverri Haralds-
son, en þar bregður hinni róman-
tísku tilfinningu fyrir að nýju. „Líttu
á sólarlagið og litameðferðina. Mað-
ur hverfur hreinlega upp í himin-
geiminn," segir Guðbergur og býr
sigundir flugtak.
Á leið út úr salnum dáist hann að
stóru verki eftir Kjarval sem sýnii-
Rauðhóla og Esjuna og bendir á
mynd af dóttur málarans, Ásu, sem
lokar hringnum í Austursal.
Þá liggur leiðin niður um hæð.