Morgunblaðið - 09.12.1999, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ
58 FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999
UMRÆÐAN
Framkoma o g
félagslegur þroski!
OFTAR en ekki
hugsar fólk til þess er
það hefur samskipti við
annað fólk hvemig það
hegðar sér á meðan á
samskiptum stendur.
Allir vita að fylgst er
með þeim meðan sam-
skipti eiga sér stað. Fas
og framkoma skipta ein-
.jwgtaklinginn miklu máli.
Flesth’ vilja hafa góða
framkomu og skapa sér-
stöðu. Við erum öll sér-
stök, enginn eins og má
því vænta að misjafn
árangur í mannlegum
samskiptum láti á sér
bera í þjóðfélaginu. Það
að vera vel snyrtur, hreinn og strok-
inn, í hreinum skóm og huggulega
klæddur er ágætt þegar ekkert þai-f
Þroski
Þroski, og ekki síst mál-
þroski, segir Ólöf A.
-
Þórðardóttir, er okkur
jafnnauðsynlegur og
aðrir hlutar tilfinninga-
greindar okkar.
annað en að ganga um og sýna útlitið.
Ef hins vegar sá hinn sami þyrfti að
auglýsa vöruna sem héngi utan á hon-
um þjrfti meira til, - hann þyifti að
opna munninn og koma frá sér orð-
-4m. Mörgum finnst þetta erfitt í
meira lagi. Allir hafa
sem betur fer eitthvað
af öllu til að bera. í okk-
ar ágæta skólakerfí er
lögð næstum einræðis-
leg áhersla á bókleg fög
- börnin okkar fá lítið
að tjá sig í hópi og læra
því ekki að bera fram ís-
lenskuna nema í formi
lesturs eða í formi hóp-
mállýskna sem ungling-
ar nútímans eru að þróa
með ser úr enskri
tungu. í gegnum tíðina
hefur samfélagið mót-
ast af ýmsum áhrifum
einsog kvikmyndum,
blómaboðskapnum og
áhrifum frá dönsku samfélagi íyrr á
öldinni. Margir hinna eldri þekkja
það hve „fínt“ það þótti að „sletta“
svolítið dönsku af og til þegar mikið lá
við. Það er mín skoðun að komið sé að
því að efla framkomu - og um leið fé-
Íagslegan þroska í skólakerfinu. „Is-
lenskan er okkar mál“ dynur í eyrum
okkar sí og æ á öldum ljósvakans og í
auglýsingum frá ónefndu mjólkur-
sölufyrirtæki sem reynir að ganga í
augun á landanum með málverndun-
arstefnu sinni. Orð á umbúðum eru
ekki það sem eflir íslenska tungu
heldur þjálfun í notkun hennar.
Þjálfun í samskiptum
Ég hef verið svo heppin að starf'a
með alþjóðlegri hreyfíngu sem byggir
á sjálfsþjálfun einstaklingsins. Hreyf-
ing þessi gengur undh’ nafninu Junior
Chamber. Undir merkjum Junior
Chamber hafa flest ef ekki öll nám-
skeið tengd ræðumennsku sprottið.
Margir halda að Junior Chamber
hreyfingin sé ekki annað en ræðu-
mennska - svo er þó alls ekki. Verk-
efnavinnsla á sviði samfélagsins er al-
þekkt. Junior Chamber Vík stóð t.d.
fyrir verkefninu ,Á eftir bolta kemur
bam“ fyrir nokkium árum og í nóv-
ember sl. stóð Junior Chamber Nes
fyrir Ráðstefnu fyrir unglinga um
unglinga sem á annað hundrað ungl-
ingai- sóttu, þetta var alþjóðlegt verk-
efni sem bar heitið „Rounding the
Cape“ og var unnið í samvinnu við
Unesco. Við sáum á þessu verkefni að
hægt er að vinna að verkefnum með
unglingum og veruleg þörf á því að
þeir fái þjálfun í mannlegum sam-
skiptum eins og Junior Chamber
byggir á. Hreyfíngin hélt um 1200
manna evrópuþing 1997 og var það
stærsta ráðstefna ársins sem haldin
var á íslandi það árið. Junior Chamb-
er hreyfingin státar nú í ár af því að
eiga „Félaga ársins 1999“ á heimsvísu
sem er ekki slæmt miðað við að hreyf-
ingin telur á um þriðja hundrað þús-
und efnilegra félaga.
Þroski, og ekki síst málþroski er
okkur jafn nauðsynlegur og aðrir
hlutar tilfínningagreindar okkar.
Þroski þessi eflir okkur og kemur
okkur lengra í starfi og leik auk þess
sem við náum að kynna þjóð okkar og
þekkingu um víða veröld. Ef þið eruð
á aldrinum 18-40 ára - geymið sjón-
varpið í eitt til tvö kvöld í mánuði.
P’rófið Junior Chamber hreyfinguna.
Allar upplýsingar um Junior Chamb-
er hreyfínguna er hægt að fá á heima-
síðu hreyfingai’innar www.jc.is
Höfundur er félagi í Junior Chamber
Nesi.
'
ÓlöfA.
Þórðardóttir
Hundsum ekki
réttarkerfíð
VIÐBROGÐ fólks
við nýlegum sýknu-
dómi Hæstaréttar, þar
sem faðir var ákærður
fyrir langvarandi kyn-
ferðislegt ofbeldi gagn-
vart dóttur sinni, sýna
að réttlætiskennd al-
mennings var venju
fremur ofboðið.
Líklegast samrýmist
það vel réttlætiskennd
almennings að betra sé
að einhverjir sleppi við
refsingu en að menn
séu dæmdir saklausir.
Gott ef treysta má að
enginn sé saklaus
dæmdur, verra ef allt
of margir sleppa, en allsendis óþol-
andi ef ekki er unnt að koma höndum
yfir ákveðna tegund afbrotamanna.
Vanmáttur réttarkerfisins til að taka
á kynferðisbrotamálum ofbýður
réttlætistilfinningu alls almennings
og það eru þau viðbrögð sem við höf-
um orðið vitni að undanfarið með
bréfum til Hæstaréttar o.fl. Fólk er í
einlægni að gera kröfu um að betur
verði að þessum málum staðið.
Fjöldi kynferðisbrota gegn börn-
um sem er kærður til lögreglu miðað
við þá dóma sem kveðnir eru upp í
þessum málum er ekki vitni þess að
það sé vinsælt tómstundagaman að
ljúga kynferðisbrotum upp á sak-
lausa menn heldur sönnun þess að
það réttarkerfi sem við höfum búið
okkur til er ekki nógu gott þegar
kemur að umfjöllun um kynferðis-
iirot gagnvart börnum.
í fljótu bragði virðist þetta þannig
að ef afbrotamaðurinn
kann ekki að skammast
sín og játar á sig of-
beldið, þá sé réttar-
kerfið lent í verulegum
vandræðum, nema ef
upplýst er að ofbeldið
hefur beinst að nógu
mörgum börnum, helst
lítið eða ekkert tengd-
um og utan heimilis.
Nú er það einu sinni
þannig áð þeir sem
fremja kynferðisbrot
kunna ekkert vel að
skammast sín, þá væru
kynferðisbrot _ ekki
svona algeng. I annan
stað er stærsti hluti
kynferðisafbrota gagnvart börnum
framinn innan veggja heimilisins og
enginn er til frásagnar nema ofbeld-
ismaðurinn og barnið sjálft. Þá er
einnig einkenni þessara mála að þau
koma oftast ekki upp fyrr en eftir
langvarandi ofbeldi eða löngu eftir
að ofbeldið átti sér stað. Við þessar
aðstæður verður seint komið við
hefðbundnum „sönnunum", s.s. vitn-
um eða einhverjum ummerkjum.
Undanfarin ár hefur verið slakað á
hefðbundinni sönnunarkröfu varð-
andi þessi mál vegna ofangreindrar
sérstöðu þeirra og til þess að nálgast
réttláta niðurstöðu. Nýgenginn
sýknudómur Hæstaréttar virðist
snúa þeirri þróun við, - aftur eigi að
herða á sönnunarkröfunum. Nú
verðum við sauðsvartur almúginn að
ganga út frá að Hæstiréttur sé alltaf
sjálfum sér samkvæmur, þar sé ekki
að finna nein mánudagsvinnubrögð,
Hjördís
Hjartardóttir
%
4 rilc Eillt Vlew Oo ../ gp Hetp
Hanudagur 9:1
. i'Q '
' 3 & *
Etv-k fWV4T«t RífcMð Sr-.íTCh
N«ts<;ape: ic«landair.ts
4í áfi ts* <£■ |j
OoW^ irw^*s Pnnt SwwHy Stop
1 ICELANDAIR jST
|| S3 -i&n v * ' Vi&t&JFtj&W'&r [ Þrfínídifcí a# ; ’HreqSáfeatf1-?* : '
11 p 1999
hll rishts rwwvtij.
| þr»brMstírtf»c« is
Tryggðu þér vildarferðir
IbrataWirigar, 18 ára cjj eldri. *jeia gerat
íélJtgfer í yiIðarMúbbi riugíeiða. ÞáttteLoer
fcorthöíumaó kostrvaðarleiöu Þúsðtf*r
punkíum í hvert tinri 3<im þú notar pjómjstu
Fl ugieiðb eðtr »mster ffteði la ¥1 tdor kl úbbii r»
trki erugefhir ptmktar lyrir ferMr e&e
þjónustu aftur í tímanfi.
Sæktu um strax:
MBH
P.W í'*FC>AtíC'
Her getur pú ?ótt um iPft-jdoju sð viidarpur.ktapjórtustu Fiugleiðeé netirtu. Athugeð'jað
fylld verSur út í elío reiti temern atókenndir með feitletrGðum3kýrrngumog eð unvjótt
lykllorS þerf að sfaófesta („iykiloro (2)‘‘) og verðttr a&vcr# i.nt.k. Stteflr eð lerrfjd.
HHHHHBCSB3SEHHMMHI
( pottinum eru I0 ferðir fyrir aðeins 2.000 ferðapunkta
Lumar þú á s*
netlan
Settu það strax
íferðapott Vildarklúbbsins
Félagar í Vildarklúbbi Flugleiða,
Saga Bonus, Saga Busness Club og Saga Business Gold:
Skxáið netfangið ykkar og Sagakortnúmer
inn á heimasíðuVildarklúbbsins
á www.icelandair.is (undir skemmtiferðir eða viðskiptaferðir).
Netföng vildarklúbbsfélaga fara öll í lukkupott sem dregið verður úr
10. janúar 2000. Haft verður samband við vinningshafana.
10 heppnir vildarklúbbsfélagar fá í vinning ferð á almennu
farrými til Evrópu eða Bandaríkjanna/Kanada á árinu 2000
fyrir aðeins 2.000 punkta.
Hér er til mikils að vinna
Venjulega þarf 38.000 til 42.000 punkta í vildarferð á almennu farrými til
Evrópu og 50.000 til 60.000 punkta í vildarferð til Bandaríkjanna eða Kanada.
Settu netfangið þitt í pottinn strax í dag. Þú átt ekki aðeins von á
vinningi heldur gerir netfangið okkur kleift að veita þér enn betri
þjónustu en áður með tölvusamskiptum.
Velkomín um borð - í Vildarklúbbinn á vef Flugleiða
ICELANDAIR
www.icetandair.is