Morgunblaðið - 09.12.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 09.12.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 55,- UMRÆÐAN Enn um menningu ÞAÐ ER alltaf jafn ánægjulegt þegar maður hefur rangt fyrir sér. Sérstaklega þegar maður fær jafn snöfurmannlega ofanígjöf og þá sem Guðmundur Magnússon, forstöðu- maður Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu, sendi mér hér á síðum blaðsins. Og ég vil þakka honum fyr- h- upplýsingarnar og óska honum velfarnaðar í margþættu og merki- legu starfi. Hinsvegar var ekki jafn skemmti- legt að fá svar Helga Hjörvars. Þar mátti greina þesskonar pólitískan hroka sem betur væri liðinn undir lok, á þeim upplýstu tímum sem við lifum á. Helgi sagði að ég hefði líkt R-Ustanum við brennuvarga. Það er Minjar Löngu eftir að ég og Helgi Hjörvar erum hættir að gangaum •►SIzRmirkt handK|ÆÐ| Verð 1.490 /9eo Bókhaldskerfi T KERFISÞRÓUN HF. I Fákafeni 11 • Sími 568 8055 M www.islandia.is/kerfisthroun Eðlilegt hefði verið að reikna með 3-5 árum. Og þessum 45 milljónir myndi safnið skila aftur í kassann. Á því leikur enginn vafi. Löngu eftir að ég og Helgi Hjörvar erum hættir að ganga um götur borgarinnar myndi safn sem þetta vera ómetanleg heim- ild um merkilegt fólk, umhverfi þess og heimilishald. Og stórum merki- legi-a fyrir þær sakir að það hefur staðið óhreyft frá 1915. Þegar árið 2100 rennur upp munu menn ekki velta vöngum yfir 45 milljónum. En þeim mun fleiri munu spyrja: Hvernig ráðstafaði R- listinn peningunum sem frúin í Hamborg gaf þeim? Það Lego-land sem borgin hefur komið sér upp í Árbæ er góðra gjalda vert og merkt framtak í alla staði. Þar hafa safnstjórar og starfsfólk unnið þrek- virki við að kynna nýjum kynslóðum horfinn menningararf. Eðli málsins samkvæmt eru hin fornu skinnhandrit geymd á einum stað. En húsasafnið í Árbæ getur tæplega lotið sömu lög- málum, jafnvel þótt um menningar- verðmæti sé að ræða. Hús og umhverfi þess skapar heildarmynd sem ekki má raska með því að færa hús- ið, jafnvel þótt það sé til hagræðingar á ein- hverjum pappírum einhvers staðar. Og húsi, einsog Laufás- vegi 43, sem að auki hefur (hafði) upphaf- legt innbú ósnert, ætti að kappkosta að viðhalda í heilu lagi, yst sem innst, og sýna sóma, ekki aðeins okkur til fróðleiks og menntunar heldur ekki síst þeim sem á eftir koma. En svo virðist sem það sé einfaldlega ekki nógu smart fyrir jakkaföt og Friðrik Erlingsson dragtir R-listans að leggja áherslu á þessa hluti. Og eftirmælin um þeirra stjóm munu verða eftir því. „Eftir tuttugu ár, verður kvöld- roðinn blár, í grænni byltingu þá, hverfur hann, kastalinn, Aðalstræti 6,“ söng Spilverk þjóðanna af svölum Hótels Víkur, fyrir eitthvað um 20 árum þegar til stóð að rífa það. Og þrátt fyrir að núverandi R-listafólk hafi án efa staðið í áheyrendahópn- um á Hallærisplaninu og tekið hraustlega undir, þá virðist það ágæta fólk hafa gleymt þeim stund í pólitískri rás tímans. Ef til vill væri ekki úr vegi að R-listinn rottaði sig saman í heimahúsi fljótlega og hlust- aði á gömlu Spilverksplöturnar. Það gæti rifjast upp fyrir þeim til hvers jK þeir upphaflega fóru út í pólitík. Höfundur fæst við rítstörf. götur borgarinnar, segir Friðrik Erlingsson, myndi safn sem þetta vera ómetanleg heimild um merkilegt fólk, umhverfí þess og heimilishald. ekki rétt. Hinsvegar benti ég á að bæjarstjóri Seyðisfjarðar hefði brennt tvö gömul hús sér til skemmt- unar, og nefndi það til marks um heimsku þeirra manna sem í nærsýni sinni sjá ekki annað en fúa- sprek þar sem í raun er um menn- ingarverðmæti að ræða. Um kaup og sölu borgarinnar á Laufásvegi 43, og framtíð þess sem heimilissafns, hef- ur Helgi Hjörvar margar afsakanir en lýkur grein sinni á að slá sig, og listann, til riddara fyi'ir að hafa gert Iðnaðarmannahúsið upp. Það er nú einu sinni svo að það á ekki að teljast til tíðinda að yfirvöld viðhaldi menn- ingarverðmætum. Hinsvegar er það frétt þegar yfirvöld láta þau drabb- ast niður eða hreinlega rusla þeim í burtu. Helgi nefnir að það hefði kost- að 45 milljónir að gera Laufásveg 43 upp, lagfæra húsið og sýna því þann sóma sem ber. Ég þarf ekki að spyrja hver kostnaðaráætlun borg- arinnar er fyrir menningarárið 2000. Það hlýtur að vera há tala. En 45 milljónir er ekki há tala þegar um er að ræða heimilissafn sem staðið hef- ur óhreyft í sama húsi frá 1915. Og það er enginn að tala um að þessari framkvæmd yrði lokið á einu ári. N O A T U N Létt og auðvelt i annnikinu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.