Morgunblaðið - 09.12.1999, Side 35

Morgunblaðið - 09.12.1999, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Af „Myndum á sýningu“ - sýningu yfir þrjátíu listamanna - í Safnahúsinu Egilsstöðum. Pólyfónía á Héraði MYNDLIST S a f n a h ií s i li B g i 1 s - s t ö ð u m BLÖNDUÐ TÆKNI 31 LISTAMAÐUR Til 18. desember. Opið alla virka daga frá kl. 9-17. SÝNINGAHALD utan höfuð- borgarsvæðisins er oft harla stop- ult og ómarkvisst. Að Akureyri frátaldri er fátítt að finna úti á landi eitthvert samfellt eða rök- rænt framboð á listsýningum. Ef til vill er vandi landsbyggðarinnar meiri varðandi myndlist en aðrar listgreinar. Það er staðreynd að myndlistin er þung í vöfum því alltaf verður að flytja frumverkin milli staða og raða þeim upp á nýtt með öllum þeim tilkostnaði sem slíku fyrirtæki kann að fylgja. Það telst því allnokkuð af- rek að fá á fjórða tug listamanna til að sýna saman í Safnahúsinu á Egilsstöðum og veita Héraðsbú- um beina innsýn í listhræringar sunnan heiða við lok aldatugarins. Vonandi markar þetta framtak nokkur tímamót því ofan á annað sambandsleysi milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis hefur menningarleg stííla valdið ein- kennilegri tregðu í hugmynda- flutningi innanlands. Ef ekki verður reynt að tryggja menning- arlegt sístreymi milli landshluta er hætt við að með tímanum verði til þjóð með tvenns konar menn- ingarsýn, sem stendur skilnings- vana frammi fyrir sjálfri sér eins og múrarar Babelturnsins forðum daga. Eitt af því sem teljast verður merkilegt við „Myndir á sýningu" - en svo nefnist sýningin í Safna- húsinu - er frjálsleg samsetningin þar sem listamenn af ólíku sauða- húsi sýna saman. Það hefði ef- laust verið mun erfiðara að ná saman slíku liði til að sýna í Reykjavík og nágrenni en á Egils- stöðum. Úti á landi eru menn til- tölulega afslappaðir gagnvart samhengi, sem þeir mundu vænt- anlega forðast á höfuðborgar- svæðinu. Það leiðir hugann að þeirri ofurfágun sem oft ein- kennir sýningahald fyrir sunnan og birtist í hreinum ótta við dirfskufullar tilraunir og sam- setningar. Þetta er ein helsta röksemdin fyrir ágæti svona farandsýningar. Listamenn sem aldrei hleypa heimdraganum reyna ekki á sig í óvæntu samhengi. List þeirra binst sömu áhorfendunum, ár eft- ir ár, án þess að nærast á öðrum hornhimnum en þeim sem vita í hörgul hvað ertir þær. Það er hætt við að forsendur slíks sýn- ingahalds verði vananum að bráð. Sömu áhorfendur venjast sömu listamönnunum, til hreinnar trén- unar fyrir báða aðila. Það hefur löngum loðað við íslenska lista- menn að daga uppi á heimavíg- stöðvunum þar sem of lítið reynir á þá. Sama má segja um íslenska listunnendur. Eitt sinn benti víðförull rithöf- undur mér á það að hann hefði aldrei rekist á venjulega íslenska áhorfendur á stórum samtímasýn- ingum erlendis þótt hann hefði stundað slík myndlistarmót ára- tugum saman. Einungis örlítill hluti listamanna sækti þess háttar viðburði ofan af Fróni. Hann taldi þessa fjarveru skýlausa sönnun fyrir „heimsku“ landans í orðsins elstu merkingu. Við værum ekki með á nótunum þegar kæmi að annarri en okkar eigin myndlist. Það mundi eflaust hlægja „sveitavarginn" ef hann sæi hvernig listamenn höfuðborgar- svæðisins hristast saman af tóm- um vana, ár og síð og alla tíð, sjálfum sér og öðrum til sárra leiðinda. Ýfingar í íslensku listalífi - sem er eina huggun ákveðins hóps reykvískra listamanna - má flestar rekja til þessa nauðuga ná- vígis þar sem hver listamaður þekkir meltingartruflanir kollega sinna eins vel og heimilislæknir- inn af því að hann hefur enga aðra fyrir augunum þá tólf mánuði sem það tekur blessaða plánetuna að fara einn sunnurúnt. Að koma slíku gengi út á land - austur á Hérað í þessu tilviki - er hrein- asta náðargjöf fyrir íslenska menningu, hvað þá fyrir lista- mennina sjálfa, sem allt í einu sjást i nýju ljósi, öðru samhengi, og lifna þar af leiðandi við og grænka þótt um hávetur sé líkt og síungur baðmurinn í Hallormsst- aðarskógi. Eini gallinn á gjöf Njarðar er upplýsingaskorturinn, sem eltir íslenska listamenn hvert á land sem þeir fara. Það ætlar að ganga afar seint að koma því til skila til aðstandenda og skipuleggjenda listsýninga - að ekki sé nú talað um stórsýningar upp á tugi sýn- enda - að það þurfí almennilegar upplýsingar með herlegheitunum. Bókaþjóðin sískrifandi og lesandi virðist glutra niður öllum hæfi- leikum sínum þegar kemur að myndlist. Um listamennina þrjá- tíu - og einum betur - er engar upplýsingar að hafa. Menn eiga bara að geta í eyðurnar, svona af gömlum og góðum vana. Við end- um brátt í heimsmetabók Guinn- ess með þessu áframhaldi, ef til vill í keppni við þær þjóðir hvar ólæsi nálgast hundrað prósentin. I guðs bænum, reynið að gera betur við næstu listsýningu í Safnahúsinu góða. Halldór Björn Runólfsson Menningar- styrkir í Hafnarfírði STYRKIR Menningarmálanefndar Hafnarfjarðar hafa verið afhentir Tíu einstaklingar eða hópar hlutu styrki að- þessu sinni; Hljómsveitin Camerarctica, Karlakórinn Þrestir, Leiklistarfélag Flensborgarskóla, Gaflarakórinn, einsöngvararnir Hanna Björk Guðjónsdóttir og Agúst Ólafsson, leirlistarkonan Anna Heiða Guðrúnardóttir og skúlptúristarnir Árdís Sig- mundsdóttir og Einar Már Guðvarð- arson. Þau tvö síðastnefndu hlutu styrk til að vinna að vindskúlptúrum í tengslum við Vindhátíð menningar- borgar Reykjavíkur árið 2000. Við afhendinguna sungu Karla- kórinn Þrestir, Gaflarakórinn og HannA Björk, hljómsveitin Camera- rctica lék nokkur lög og Leikfélag Flensborgarskóla var með stutt leikatriði. Tónleikar á Eiðum AÐRIR tónleikar Tónlistarskólans á Egilsstöðum verða á Eiðum í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Miðviku- dagskvöldið 15. desember flytur söngdeild skólans jólasöngva í hátíð- arsal Alþýðuskólans á Eiðum. Loka- tónleikar tónlistarskólans fyrir jóla- leyfi verða í Egilsstaðakirkju fimmtudaginn 16. desember kl. 19.30. Sýningu lýkur Félagsmiðstöðin í Árskógum MYNDLISTARSÝNINGU Ma- ríu Lofts í félagsmiðstöðinni í Ár- skógum 4, Reykjavík lýkur á morg- un, föstudag. Sýningin hefur yfirskriftina Land og litir og er opin frá kl. 9-16.30 virka daga. Aðsendar greinar á Netinu yg>mbl.is _AL.L.TAf= eiTTH\SA£> !\JÝTT dredar Gúmim Tilvalið í bflskúrinn Hlífir gólfinu fyrir óhreinindum HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1999 35 ILOYII SKÓR - BELTI - SOKKAR STEINAR WAAGE D0MUS MEDICA við Snorrabraut • Reykjavík Sími 551 8519 SKÓVERSLUN KRINGLAN Kringlunni 8-12 - Reykjavík Sími 568 9212

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.