Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Breti gerir innrás Breski leikarinn Terence Stamp fer með aðalhlutverkið í nýrri sakamálamynd Stevens Soderberghs, „The Limey“, sem vakið hefur nokkra athygli ytra. Arnaidur Indriðason skoðaði feril leikarans góðkunna, er eitt sinn var gestur á kvikmyndahátíð hér, og hlutverk hans í myndinni. EGAR Kvikmyndahátíð í Reykjavík sýndi tvær af myndum Terences Stamps fyrir nokkrum árum, Billy Budd minnir mig og „The Hit“, var leikaranum boðið til íslands og hann hélt stutta ræðu í Regnboganum, hár og grannur með sinn hvíta koll og hæverskur í fasi. Hann var þá aftur að snúa til kvikmyndanna eftir nokkurt hlé (hafði leikið óþokkann í tveimur Súperman- myndum áratugnum fyrr) og var eftirsóttur eins og alltaf. Hann er að gera það sama þessi misserin, verða meira áberandi á hvíta tjaldinu eftir nokkurt hlé. Um það vitna nýjar myndir að vestan. George Lucas setti hann í hlutverk útgeims- kanslarans Valorum í sinni vondu Stjörnustríðsmynd; Frank Oz gerði hann að illskeyttum for- stöðumanni sértrúarsafnaðar í grínmyndinni „Bowfinger“; Stev- en Soderbergh mun fá út úr hon- um bestan leikinn í nýjustu mynd sinni, „The Limey“ eða Bretanum, sem fengið hefur af- bragðsfína dóma í heimspress- unni að undanförnu. Hefndarþorsti fangans Hlutverkið í „The Limey“ er fyrsta aðalhlutverkið sem Ter- ence Stamp hefur með höndum í nokkurn tíma. Hún er fyrsta myndin sem Soderbergh (Kynlíf, lygar og myndbönd) gerir eftir að honum tókst svo ágætlega að kvikmynda sögu reyfarahöfund- arins Elmores Leonards, „Out of Sight, og segir frá Wilson nokkr- um, harðhaus sem er nýkominn úr langri fangelsisvist í Bret- landi. Hann á dóttur vestur í Bandaríkjunum, Los Angeles nánar tiltekið, er býr með tón- listarútgefanda að nafni Valent- ine, sem annar leikari af hippa- kynslóðinni, Peter Fonda, leikur. Sá er veikur fyrir ungum stúlkum og dóttir Wilsons hefur fest í neti hans og finnst látin undir dularfullum kringumstæð- um. Wilson heldur þegar frá Bretlandi, sem hann þekkir ekki lengur, til Los Angeles, sem hann skilur ekki og mun aldrei skilja, og reynir að komast að því hvers vegna dóttir hans lést. Handritið er eftir Lem Dobbs sem vann með Soderbergh við gerð „Kafka“ og er byggt upp að manni sýnist eins og hefðbund- inn vestri: Ókunnugur maður kemur í bæinn, ókunnugur.mað- ur nær fram hefndum, ókunn- ugur maður ríður inn í sólarlag- ið. Mótleikarar Stamps eru m.a. Luis Guzman, Lesley Ann War- ren, Barry Newman og Nicky Katt. Pað er ekki síst Stamp sem fær góða dóma fyrir leik sinn í myndinni og þykir gefa í senn harðneskjulega og kómíska lýs- ingu á rosknum Breta í glamúr- borginni þar sem siðir og venjur eru honum ákaflega framandi. Soderbergh stokkar atburðarás- ina upp eins og hann gerði í „Out of Sight“, fer fram og til baka í tíma og notar endurtekningar og sviðsetur upp á nýtt en best þyk- ir honum hafa tekist til þegar hann notar lítinn fílmubút úr mynd Kens Loachs frá 1967, „Poor Cow“, þar sem hinn ungi Terence Stamp lék mann að nafni Wilson, sem var á leið í fangelsi og átti litla dóttur. Hippinn Stamp Frami Terences Stamps á öndverðum sjöunda áratugnum var skjótur. Hann lék í „Billy Budd“ árið 1962 og var útnefnd- ur til Óskarsverðlaunanna og varð einn fremsti leikari Breta á sjöunda áratugnum. „Þegar við fyrirsætan Jean Shrimpton hættum saman lauk sjöunda ára- tugnum og vegna þess að litið hafði verið á mig sem eitt af táknum þess áratugar varð ég eiginlega að engu þegar honum iauk,“ hefur bandaríska kvik- myndatímaritið Premiere eftir leikaranum. „Á æskuárum mín- um hafði ég ímyndað mér að ef ég liti glæsilega út, væri ríkur og frægur, þá yrði líf mitt betra. Svo upplifði ég það allt eins og fyrir kraftaverk í stuttan tíma áður en sú veröld hvarf mér og ég hugsaði með sjálfum mér, hversu hamingjusamur var ég eftir allt? Það eina sem mig langaði alltaf til þess að gera var að sjá heiminn. Eg keypti miða í hnattferð og hélt áfram að ferð- ast í áratug. Ég hafði verið á Indlandi í næstum ár þegar aumingja umboðsmaðurinn minn sendi mér skeyti: Ertu tilbúinn að koma til London og eiga fund með Richard Donner um hlut- verk í Ofurmanninum með Mar- lon Brando? Og gætirðu hugsað þér að koma við í París í leiðinni og hitta Peter Brook út af „Meetings With Remarkable Men“? Stamp varð sextugur í sumar, fæddur árið 1939 í Stepney í austurhluta London. Eftir að hann lék í „Billy Budd“ fór hann með hlutverk í nokkrum minnis- stæðustu myndum sjöunda ára- tugarins eins og Safnaranum eða „The Collector", „Modesty Blaise“, „Far From the Madding Crowd“ og „Poor Cow“ báðar gerðar árið 1967, lék fyrir Federico Fellini í hans hluta myndarinnar „Spirits of the Dead“ og fyrir Pasolini í „Teor- ema“. Aldur og tími, ungur og gamall; Terence Stamp mundar byssuna í mynd Soderberghs. ,Hélt ég liti út eins og Candice Bergen í Priscillu, drottningu eyðimerkurinnar." Harðhaus heldur til Hollywood; Terence Stamp. Stamp leikur á móti Lesley Ann Warren í The Limey. Þegar kom fram á áttunda áratuginn hvarf Stamp því sem næst af sjónarsviðinu. Hann lagðist í ferðalög eins og áður sagði en tók að sýna kvikmynda- leiknum aftur áhuga undir lok áttunda áratugarins þegar hann lék í Ofurmenninu og Ofurmenn- inu II. Hann lék í mun fleiri myndum á níunda áratugnum en best þeirra er að líkindum „The Hit“. Hann var í fjöldanum öll- um af Hollywood-myndum eins og „Legal Eagles“, Sikileying- num og Wall Street áður en hann hvarf aftur af sjónarsvið- inu, sinnti um lífrænt ræktað grænmeti á Ibiza eða leitaði and- legs jafnvægis á Indlandi, að því sagt var. Ferðalög hans leiddu hann m.a. hingað til lands á kvikmyndahátíð og ekki löngu eftir það lék hann í óborganlegri ástralskri kómedíu um klæð- skiptinga á ferð og flugi. Hún hét Ævintýri Priscillu, drottn- ingar eyðimerkurinnar. Þá og nú Hann er spurður að því í bandaríska tímaritinu Premiere hvernig það hafi verið að horfa á sjálfan sig ungan í „Limey“ þeg- ar Soderbergh sýnir brotin úr Loach-myndinni frá 1967 og skeytir saman við öllu rosknari Stamp. „Ég veit ekki um neinn leikara sem sagst getur ánægður með að horfa á sjálfan sig eins og hann var fyrir 35 árum,“ seg- ir Stamp. „En reyndar varð ég fyrir meira áfalli þegar myndin um Priscillu var frumsýnd og ég sá þennan gamlingja á tjaldinu vegna þess að leikstjórinn var búinn að lofa mér því að ég liti út eins og Candice Bergen.“ í „Limey“ leika þeir Stamp og Peter Fonda í fyrsta sinn á móti hvor öðrum frá því þeir unnu saman á Sikiley við gerð „Spirits of the Dead“. Aðrir leikarar í henni voru Jane Fonda, Brigitte Bardot og Alain Delon „en við Peter Fonda skemmtum okkur ærlega saman eitt kvöldið og ég sá hann aldrei eftir það. Þegar þeir hittust aftur við gerð „Lim- ey“ höfðu þeir engu gleymt og byrjuðu þegar að rifja upp kvöldið góða á Sikiley þegar samræðurnar snerust um fyrir- sætuna Verushka. „Ég hélt að það yrði gaman að vinna með honum aftur, við höguðum okkur hræðilega í gamla daga.“ En hvernig fannst honum að leika fyrir George Lucas í Stjörnustríði? „Það var eins og hver önnur vinna,“ segir leika- rinn í bandaríska skemmtana- tímaritinu Entertainment Weekly. „Ég lék á móti Natalie Portman í einu atriðinu en Lucas hafði gefið henni frí þennan dag svo ég þurfti að leika á móti pappírsblaði sem neglt hafði ver- ið á stöng.“ Stamp segist ekki enn hafa séð myndina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.