Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 30
30 B SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Skeifunni - 550-4444 • BT Kringlunni - 550-4499 BT Hafnarfirði - 550-4020 • BT Reykjanesbæ - 421-4040 • BTAkureyri - 461-5500 FYRSTA Hammond-orgelið var smíðað af Laurens Hammond árið 1935. Upphaflegt markmið Laurens gamla, sem var fyrrverandi úrsmið- ur, var að búa til hljóðfæri sem yrði fólki til afþreyingar heima við, enda hljóðfærið smíðað um það leyti sem hugtökin skemmtun og afþreying voru byrjuð að hasla sér völl sem eft- irsótt og sjálfsögð gæði. Hammond- inn sló í gegn jafnt hjá leikum sem lærðum og hefur orgelið verið í mikl- um hávegum haft hjá djass-, rokk- og blústónlistarmönnum æ síðan og tala menn jafnan um það af mikiili lotningu. Hinn fingralipi Þórir Bald- ursson, sem er einn af sjóuðustu tónlistarmönnum íslands jafnframt því að vera „eitraður" orgelleikari, tekur afþreyingarglaða úrsmiðinn á orðinu og gefur hér út plötu, tileink- aða þessum goðsagnakennda merk- isgrip. Ekki er sungið á plötunni og hún myndi hæglega falla undir skil- greininguna „afþreying“, þar sem hún er hálfgerð létthlustunarplata. Hálfgerð, segi ég, því á nokkrum stöðum þyngir Þórir eilítið róðurinn og brýst þannig undan algerum létt- hlustunarstimpli. Lagasamsetning plötunnar er um margt undarleg. Hérna er að finna lög sem svala liðið á Thomsen myndi finna í botn í bland við harmonikkulög sem myndu vekja mikla lukku í áttræðisafmælunum. Fyrsta lagið er t.d. hálfgert „rare- groove", ofursvöl og sveitt fönk- stemma sem ungliðarnir í hinni ís- lensku fönksveit Jagúar myndu glaðir selja ömmu sína fyrir. Hin stórgóðu „Tiplað suður“ og „Hani, Krummi o.s.frv.“ eru svo í viðlíka flokki og fyrsta lagið og eru borin uppi af framúrstefnulegum trommu- leik hins ofursnjalla Einars Scheving en hann á stjörnuleik á plötunni og bjargar henni oftsinnis frá yfirvof- andi meðalmennsku. „Heit Lumma“ er svo í öllu hefbundnari djasssveiflu og yfir laginu „Glens“ er til að mynda mikill Mezzofortebragur, kannski vegna þess að einn af með- limum þeirrar ágætu sveitar, Jóhann Asmundsson, plokkar bassann. Nokkur lög eru eins og þau hafi verið sérsamin fyrir kvikmyndir en önnur eru afar matartónlistarleg og því heldur óeftirtektarverð, líða hægt og hljótt í gegnum eitt eyrað en svo snarlega út um hitt, sem þau eiga að sjálfsögðu að gera. Svo er héma líka alvöru nikkuslagari sem færi bráðvel með munntóbakinu. Það er eftirtekt- arvert hversu hljómur plötunnar er veikur og lágstemmdur. Það kemur ekki að sök í rólegri lögunum en er þeim sem eitthvað stuð er í tilfinnanlega til vansa. Plat- an er tileinkuð minningu föður Þóris sem var lunkinn harmonikkuleikari á sinni tíð. Falleg ljósmynd af feðg- unum prýðir umslagið og er frágang- ur plötunnar allur hinn smekkleg- asti. Þórir dýfir hér tánum í ýmsa strauma og er ætlunin ábyggilega að sýna fram á notkunargildi Hamm- ondsins við hinar ýmsu aðstæður. Sum matartónlistarlögin virka mjög vel sem slík pg það gera einnig „svölu“ lögin. Önnur lög eru föst í ófrumlegheitum, hefðbundið djas- fi í ár Nestisbakpokinn frá Soldis er frábær jólagjöf. Bakpokinn er vel útbúinn fyrir tvo, með leirtaui, hnífapörum, tauservíettum, víngl sum, salti og pipar, vínupptakara, skurðbretti og skurðarhnif, hólfi fyrir rauðvinsflöskuna eða hitabrúsann. Á pokanum er vel einangrað hólf fyrir nestið. Litir: Blár og grænn Verð: 6.200,- .m s IauýuvPqi 551 2040 Umsóknareyðublöð fást afhent á skrifstofu umhverfis- og tæknisviðs, Strandgötu 6, 3. hæð. Þau verður einnig hægt að nálgast á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar. Umsóknum skal skila á sama stað í síðasta lagi mánudaginn 31. janúar 2000 kl. 15:30. Frekari upplýsingar um byggingarsvæðið og skilmála, auk ýmissa uppdrátta og mynda af svæðinu, fást hjá umhverfis- og tæknisviði og á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar, en slóðin er www.hafnarfjordur.is. Bæjarverkfræðingurinn í Hafnarfirði Jólask< ANTS - MAURAR á myndbandi mec mau*; ynananai ð ísl.tali! 290 19. desember - Skyrgámur I Jólaskó BT er nýtt tílboð daglega. Fylgstu vel með þvi að hvert tilboð giTdir aðeins i einn dag! Til heiðurs Hammondinum FLEIRI LÓÐIR í ÁSLANDI Hafnarfjarðarbær auglýsir lausar til umsóknar lóðir við Kríuás og Gauksás í 2. áfanga Áslands Lóðirnar verða afhentar í júlí 2000 TONLIST Geisladiskur HAMMOND-MOLAR HAMMOND Molar, geisladiskur Þóris Baldurssonar. Þórir spilar sjálfur á orgel, hijómborð, píanó og harmonikku. Með honum á plötunni eru Guðmundur Pétursson (gítar), Sigurður Flosason (saxófónn), Jóel Pálsson (saxófónn), Einar Scheving (trommur og slagverk), Óskar Guð- jónsson (saxófónn), Kristinn Svav- arsson (saxófónn), Árni Scheving (víbrafónn), Veigar Margeirsson (trompet, fluegelhorn) og Jóhann Asmundsson (bassi). Lög eru eftir Þóri Baldursson fyrir utan „Sveitin milli sanda“ sem er eftir Magnús Biöndai Jóhannsson, „Tilbrigði við „Vem kan segla“ sem er eins og nafnið gefur til kynna tilbrigði við sænskaþjóðlagið „Vem kan segla“ og „Oh Danny Boy“ sem er írskt þjóðlag. Upptöku önnuðust Gunnar Smári Helgason, Þórir Baldursson og Atli Örvarsson. 51,01 mín. Geim- steinn gefur út. 8 lóðir fyrir parhús 24 lóðir fyrir raðhús 6 lóðir fyrir fjögurra íbúða fjölbýlishús 6 lóðir fyrir tólf íbúða fjölbýlishús Meðlagsgreiðendur Meðlagsgreiðendur, vinsamlegast gerið skil fyrir árslok og forðist vexti og kostnað. Innheimtustofnun sveitarfélaga, Lágmúla 9, 108 Reykjavík, sími 568 6099, fax 568 6299. Ný verslun opnar! Útskorin húsgögn, styttur og mesta úrval landsins af handunnum ilmkertum. Ótrúleg opnunartilboð! Rafrí - Húsgögn og gallerý Bæjarlind 14-16 Kópavogi Sími: 544-4110

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.