Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 32
32 B SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR 1V1ATARLIS T/Hver var Jesú? Með hœkkandi sól ÞESSA dagana liggja væntanlega flestir á meltunni með tærnar upp í loft. Það er mikill og góður matur sem þarf að melta, nú eins jólabækumar og boðskap jólanna þarf líka að melta. Af hveiju erum við að halda jól? Það mætti nefnilega ætla miðað við auglýsingaflóð það og kaupæði sem fylgir jólunum að boð- skapurinn sé orðinn algert aukaatriði. Aðal- málið sé að kaupa sem dýrastar og flottastar gjafír og fara laglega á hausinn síðan í febrú- ar. En það er víst ekki hinn raunverulegi jóla- boðskapur. Þar sem jólin eru oft kölluð hátíð barn- anna ætla ég að birta hér frásögn af lífi Jesú og störfum, frá sjónarhóli ungs grunn- skólanema. Frásögnin er úr bók sem kom út í Danmörku í byrjun síðasta áratugar og nefnist De to fprste menn- esker pa Jorden var Hans og Grete og varð N.B. met- sölubók þar í landi: „Sá sem hefur orðið frægastur úr Biblíunni er Jesús. Hann var frá Naz- aret í Egyptalandi. Hann fæddist á jólanótt í fjósi, vegna þess að öll hótel vora full. Mamma hans hét María og stjúppabbi hans Jósef. Hann var ekki raunverulegur pabbi Jesú, því María var áður gift einhverjum sem hét Gabríel, en hann var floginn í burtu. Þegar Jesús var nýfæddur áttu þrír jólasveinar leið fram hjá fjósinu og þegar þeir sáu litla barnið, náðu þeir í nokkrar jólagjafir og reykelsi handa hjónunum, en það veitti sannarlega ekki af þar sem þau höfðu ferð- ast allan daginn á asna, af því að það átti að telja þau. Jesús var ekki skírður fyrr en seinna, því í þá daga voru börnin ekki skírð fyrr en þau voru orðin fullorðin og höfðu lært að synda, því þau voru nefnilega alveg færð í kaf. - Þegar Jesús varð átta ára gaf pabbi hans honum Biblíu, og þegar hann var tólf ára kunni hann hana utan að, og það var vel af sér vikið, því í þá daga var Biblían svo stór að það varð að vefja hana upp á kefli. Hann var líka duglegur að læra sálma. Hann gat galdrað þegar hann var bara smástrákur. Hann var reyndar mesti galdramaður sem uppi hefur verið. Jesús var mjög sérstakur. Hann gekk um og lagði gátur fyrir fólk sem það átti að reyna að leysa, en það tókst sjaldan. Hann gat líka gengið í gegnum vatn og eld, án þess að það kæmi við hann. Hann gat líka gengið á vatni. Það var á Genezaretvatni. Pabbi minn segir að það hafi verið ís á vatn- inu, en hann trúir heldur ekki á Guð og Jesú. Jesús gerði líka mikið fyrir umferðina. Einu sinni þegar hann var á gangi í Jerúsal- em, mætti hann lömuðum manni sem lá í rúminu sínu úti á miðri götu. Jesús sagði: Tak sæng þína og gakk. Maðurinn gerði það og þá gátu bílamir aftur komist leiðar sinn- ar. Svo var það ekkja sem átti son, en ég bara skil ekki hvemig hún gat átt hann fyrst hún var ekkja. Jesús tók son ekkjunn- ar í kraftaverkameðferð og við það varð hann mjög vitur, sagði fólk. Eitt af því merkilegasta sem Jesús gerði var að stjórna borðhaldinu í eyðimörkinni. Það var þegar þessar 5 þúsund manneskjur stóðu aleinar úti í eyðimörkinni án þess að eiga vott né þurrt. Þá gerði Jesús krafta- verk og allir fóru saddir í rúmið. Jesús gat eftir ÁlftieiSi Hönnu Friðriksdóttur Með hækkandi sól og nýtt, ferskt ár í vændum er ekki úr vegi að rjúfa um stund hina miklu kjöt- máltíð sem jólin eru nú hjá flestum a.m.k. og borða eitthvað létt á milli boða. Hér á eftir fylgir uppskrift að afar gómsætum grænmetisrétti, sem er kærkominn léttir fyrir þreytta meltingarvegi og sálina engu að síður. Icebergsalat með pekanhnetu- ostafyllingu 1 icebergsalat 125 gr íslenskur ricottaostur (frábær nýj- ___________________ung___________________ hjá Mjólkursamsölunni) 2 msk hrein jógúrt 25 gr pekanhnetur ______________25 gr rúsínur______________ 50 g rifsber (má nota t.d. vínber eða jarðarber ef ekki næst í frosin rifsber) salt og pipar ekki alltaf komið fram í eigin persónu. Stundum var hann dulbúinn sem hirðir, og einu sinni kom hann fram undir fölsku nafni. Þetta er alveg yndisleg frásögn og minn- ir okkur á það að hver hefur sinn sannleika, það er ekki til einhver einn og sami sann- leikurinn sem gildir fyrir alla. Við verðum að virða skoðanir annarra og upplifanir óháð trú. Það segir nú einu sinni í Mattheusarguðspjallinu (í Fjallræðunni nánar tiltekið): „Dæmið ekki, til þess að þér verðið ekki dæmdir; því að með þeim dómi sem þér dæmið verðið þér dæmdir og með þeim mæli sem þér mælið verður yður mælt.“ Sneiðið þunnt lok af salatinu og hreinsið út miðjublöðin, þannig að sæmilegt rými myndist innan í salatinu. Raðið blöðunum innan úr salatinu á disk í kringum það eftir að hafa skorið þau í þunnar ræmur. Blandið saman ricotta og jógúrt í skál. Bætið pek- anhnetunum, rúsínunum og helmingnum af berjunum út í. Kryddið eftir smekk. Komið fyllingunni fyi-ir í salatholunni og þjappið með skeið. Skreytið síðan með restinni af berjunum. Þetta salat bragðast best vel kælt og best er að sneiða það með beittum brauðhníf. Þessi réttur er tilvalinn sem léttur hádegisverður eða sem meðlæti með t.d. fuglakjöti. Gleðilegt ár! ENS Ný þvottavél frá Siemens. Þvottavél eins og allir vilja eignast! 59.900 kr. stgr. • Algjör nýjung: Sérstakt krumpuvarnarkerfi • Tekur 6 kg • Óvenjustór lúga • 15 þvotta- og sérkerfi • 35 mínútna hraðkerfi • 1000 snymín. • Allar innstíllingar mjög auðveldar • Glæsileg hönnun • Vélin er algjörlega rafeindastýrð • Þvottavirkniflokkur A • Orkuflokkur A • Mjög þýðgeng og hljóðlát þvottavél Hún hefur slegið í gegn! SMITH & Y NORLAND Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is Umboðsmenn um land allt! ÞIÓÐLÍ FSÞANKAR/w ekkert pak á leigukröfum jyrir týndar myndbandsspólur? Viðskipti við myndbandaleigu ÉG VEIT að ég á mjög gott að eiga heima á íslandi - samt sem áður ger- ist ýmislegt sem gerir mann ergilegan. Dæmi um það eru samskipti sem ég átti við myndbandaleigu og kvenpersónu eina sem vinnur hjá lög- manni hér í bæ Þetta urðu nokkuð taugastrekkjandi samskipti fyrir mig. Forsagan var mjög meinleysisleg. Einn venslamaður minn hafði leigt tölvuleik hjá umræddum myndbandaleigumanni en því miður urðu tals- verðar umbreytingar á högum venslamannsins þannig að tölvuleikurinn týndist í tæpan mánaðartíma. Þetta var myndbandaleigumanninum sagt þegar hann hringdi til þess að innheimta eign sína. Þegar leikurinn fannst var umsvifalaust farið með hann á myndbandaleiguna og hann skilinn þar eftir á borðinu. Segir nú ekki af þessum viðskiptum fyrr en venslamanninum berst bréf frá lögmanni þar sem gerð er krafa til að leigutaki tölvuleiksins borgi um 25 þúsund krónur fyrir þessa daga að meðtöldum innheimtukostnaði lögmannsins sem var um átta þúsund krónur. Ég hef eins og kannski margir aðrir stundum lent í að týna eða gleyma að skifa spólu um tíma en aldrei verðið krafin um slíkt endur- gjald. Mér fannst þetta hátt verð fyrir leigu leiksins, jafnvel þótt hún stæði lengur en góðu hófi gegndi. Ég spurði venslamanninn hvort ég mætti hringja og fá skýringar á þessu. Því næst hringdi ég bæði í mynd- bandaleiguna og á lögmannsskrifstofuna til þess að spyrjast fyrir um hverju þetta sætti. vega ekki og gat ekki leigt hann út á meðan, ég er að reka fyritæki og á marga svona reikninga útistandandi. Ég verð að lifa,“ bætti hann við í sama þurrlega tóninum. Ég kvaðst halda að hann þyrfti engu að kvíða, fljótlega gæti hann hætt að vinna og lifað eins og kóngur á rentum týndra tölvuleikja ef svo héldi fram sem horfði. „Þú vilt kannski kalla mig miður fögrum nöfnum," sagði maðurinn. Ég sagðist ekkert vilja segja „ég hugsa bara mitt,“ svar- aði ég og kvaddi með þeirri ósk að hann mætti eiga náðuga jóladags- nótt (þarna var ég óneitanlega að hugsa til hinnar frægu jólasögu Dickens um nirfílinn málið. Sam- skiptin gengu sæmilega þar til ég spurði hvort henni fyndist þetta ekki ansi há leiga fyrir eina týnda myndbandsspólu, en það stóð í innheimtubréfinu að krafan væri Þetta eru bara viðskiptahætt- ir,“ svaraði myndbandaleigu- maðurinn þurrlega þegar ég spurði hvers konar verðlagning þetta væri eiginlega, hvort ekki mætti semja um heldur lægri greiðslu fyrir þessa tilneyddu leigu. „Nei, þetta mál er alfarið í höndum lög- manns míns. Það kemur mér ekki leikurinn hafi tapast [ J eftir Guðrúnu Guðlougsdóttur við þótt þennan tíma, ég hafði hann alla- Aðsendar greinar á Netinu 0 mbl.is \LLTj*f= EITTHVAO NÝTT~ gerð vegna vangoldinnar leigu á myndbandsspólu. „Ég get ekki haft skoðun á því,“ sagði daman í mjög klipptum og skornum tón. „Myndir þú vilja borga svona reikning rétt fyrir jólin - fyndist þér ekki eðlilegt að komið væri svolítið til móts við leigutakann?“ sagði ég. „Ég tala ekki um þetta mál á þessum nótum,“ svaraði skrifstofudaman og nú var tónn- inn orðinn hvass sem rakvélar- blað. „Á hvaða nótum talar þú?“ sagði ég. „Ég tala bara um stað- reyndir," svaraði konan með rak- vélarblaðsröddina. „Það eru sem sé staðreyndir að hvorki þið né myndbandaleigumaðurinn viljið lækka þessa okurverðlagningu hið minnsta?“ sagði ég. Nú varð nokkur þögn og blöðum heyrðist flett - svo sagði konan: „Vina mín, ég hef heimild til að lækka þetta niður í tuttugu þúsund krónur en ekki meira.“ „Ég er ekki vina þín - það er alla vega staðreynd,“ svaraði ég nokkuð kuldalega. Enn varð stutt þögn. „Ef borgað er á mánudag og jafnvel þriðjudag þá er upphæðin tuttugu þúsund krónur, ég skrái það hér. En ef ekki þá verður skuldin aftur 25 þúsund krónur og hækkar svo stöðugt dag frá degi.“ Einmitt - þar til vesalings leigutakinn verð- ur gerður gjaldþrota eða settur í skuldafangelsi, hugsaði ég háðs- lega. Þess má geta að venslamað- urinn er ekki fjáður maður í venjulegum skilningi þess orðs. „Gleðileg jól,“ sagði ég og hirti ekki lengur um þótt aað leyna vanþóknun minni. Mér heyrðist ég heyra daufan óm af gleðilegu jólaglamri rafvélarraddarinnar þegar ég lagði á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.