Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 B 37 Konurnar köstuðu blómum ána. Straumurinn bar þau sömu leið og mennina þrjá sex árum áður. Fólkið bjó til lítið altari á bakka árinnar. Athöfnin lýsti auðmýkt, virð- ingu og trúarsannfæring'u. hafði verið. Síðan gengur hann nið- ur að ánni og hellir úr dollunni í hana. Þetta er táknræn athöfn og kannski sú áhrifamesta hér á ár- bakkanum. Drengurinn er að gefa anda föður síns að drekka. Ég hafði kviðið því að okkur ís- lendingunum myndi finnast athöfn sem þessi hjákátleg. En það er öðru nær. Við svona aðstæður upp- hefjast öll landamæri milli þjóðern- is, húðlitar og trúarskoðana. Mér verður hugsað til táknrænna athafna okkar, svo sem þegar við kveikjum ljós á leiðum framliðinna ættingja okkar. Til hvers gerum við það? Til þess að lýsa þeim? Þegar drengurinn hefur lokið við þessa athöfn sem helgast af drykknum er komið að lokaatriði þessarar stundar. Ég er forvitinn um það í hverju það geti verið fólgið. Það síðasta, sem við kristnir menn gerum í návist framliðinna, er að gera krossmark yfir gröf hinna látnu. Hvað mun þessi litli drengur gera? Hann gengur hægum skrefum að bakka árinnar sem tók pabba hans frá honum, stendur þar hljóður augnablik, en lýtur síðan höfði og hneigir sig fyrir föður sínum sem hann um alla ævi mun bera djúpa virðingu fyrir. Þetta er bara níu ára gamall, föðurlaus japanskur drengur, sem líklega man óljóst eftir föður sínum, en hann gerir þetta svo fallega og af svo mikilli einlægni að maður kemst við. Og þá gerist það! Hér hefði ég haldið að athöfninni væri lokið, hið austræna fólk sæi í anda svipi hinna framliðnu stíga upp frá ánni og halda af stað í ferðalagið mikla. En það er öðru nær. Ljósið yfir landinu tekur atburðarásina í sínar hendur. Það sem mestu máli skiptir er rétt að hefjast, atburður sem engan óraði fyrir né gat látið sig dreyma um. Ljósið yfir móðuna miklu Þegar við stöndum þarna öll og höldum að athöfninni sé lokið sjá- um við að í vestri, milli Tungna- fellsjökuls og Hofsjökuls, brýst miðnætursólin í gegnum skýin og smám saman opnast himinninn eft- ir endilöngum sjóndeildarhringnum uns þessi eldrauða og skæra birta lýsir upp landið handan við ána, allt frá Tungnafellsjökli um Sprengis- and og að Skjálfandafljóti! Gervallur norðvesturhiminninn logar bókstaflega í dýi-legu skrúði uppljómaðra skýjabanda sem mynda síbreytilegt gullroðað mynstur. Við stöndum öll sem bergnumin og erum orðin þátttak- endur í athöfn sem virðist stjórnað af öflum sem eru æðri okkar skiln- ingi. Þessi sýn togar okkur í and- anum áleiðis inn í þennan mikla sólarloga, líkt og við eigum að slást í för með þeim sem þangað virðast ætla að stefna, burt frá þessum lendum jarðnesks lífs. Andlit Japananna, sem voru svo sorgmædd áðan, ljóma nú af hrifn- ingu og trúarsælu. Máttarvöldin eru að senda þeim teikn hér uppi á víðáttum hinnar fjarlægu eldfjalla- eyju um þá ást sem framliðnir ætt- ingjar þeirra höfðu á þessu landi. Við stöndum ekki lengur bara í táknrænni merkingu, heldur líka í bókstaflegri merkingu, í blárökkv- uðu húminu hérna megin við móð- una sem aðskilur okkur og hina dánu. Skammt frá okkur standa þrjár gæsir með höfuð undir væng og drungalegt tunglið horfir með okk- ur yfir móðuna miklu á himneskar lendurnar sem hinir framliðnu svífa nú til um leið og þeir hverfa inn í ólýsanlega birtuna á því tilverustigi sem bíður þeirra þegar þeir yfir- gefa til fulls þessa jarðvist. „Það er fullkomnað," sagði Krist- ur á krossinum. Og þetta er fullkomnað. Er nokkur minningarathöfn full- komnari en sú þar sem syrgjend- urnir standa í bláu rökkri jarð- vistarinnar og horfa yfir móðuna miklu á lendur og heima hinna framliðnu, böðuð í því fegursta og skærasta ljósi sem hægt er að ím- ynda sér? Hvílík útför! Og hvílík forsjón er það sem virðist stýra allri atburð- arás þessa dags með því eina markmiði að setja á svið eins hríf- andi athöfn og hægt var að biðja um: Koma í veg fyrir að hægt sé að nota flugbrautina við Gæsavötn. Lama Friðrik þar svo hann getur sig hvergi hrært. Senda okkur veð- urskilyrði sem veita okkur öllum upplifun og minningu sem aldrei mun gleymast. Þegar við hverfum af vettvangi er eins og Japanirnir svífi í al- gleymi og ekkert mótlæti bíti á þá lengur. Við verðum að sofa í skál- anum í Nýjadal við aðstæður sem eru bæði erfiðar og framandi fyrir gömlu hjónin. En þau eru öll svo þakklát og uppnumin eftir þessa lífsreynslu að þau segjast eiga erf- itt með að tjá það með orðum. Þau segja mér að þessi ferð hafi opnað augu þenTa fyrir því ómót- stæðilega aðdráttai’afli sem hafi dregið ferðafélagana þrjá hingað til örlaga sinna fyrir sex árum. Þau hafi átt erfitt með að skilja það og stundum einnig átt erfitt með að fyrirgefa þeim uppátækið úr því það kostaði þá lífið. Þeim hafi líka í fyrstu gengið erf- iðlega að skilja söguna af Sigríði Tómasdóttur í Brattholti sem ég sagði þeim þegar við flugum yfir Gullfoss á leiðinni austur; átt erfitt með að skilja hvernig nokkur manneskja geti elskað þetta land svo heitt að hún hafði hótað því að kasta sér í foss og drukkna í belj- andi jökulfljóti fyrir ást sína á því. En nú skilji þau þann seið sem ljósið yfir landinu geti magnað með þeim hætti að ekkert fái staðist hann; skilji þá sem séu reiðubúnir að fórna lífinu fyrir komandi kyn- slóðir; vilji fremur fylgja bjarg- fastri sannfæringu sinni og deyja með reisn heldur en láta beygja sig. Þau sjá nú samsvörunina á milli Sigríðar í Brattholti og samurai- anna japönsku sem fremja frekar harakiri en að láta traðka á sæmd sinni og sannfæringu. Og þau sjá líka samsvörunina milli þess dauða, sem Sigríður var reiðubúin að ganga í gegnum, og þess dauða, sem ást ungu frænd- anna á landinu hafði í för með sér, þótt óbein sé. Mér finnst ég geta lesið úr svip gömlu hjónanna að nú hafi þau séð slík jarteikn á hálendi Islands að þau geti róleg gefið sig örlögunum á vald og kvatt þennan heim, full trúartrausts og þakklætis. Þessi atburður og sjónvarpsþátt- ur um hann verður síðar Friðriki Þór Friðrikssyni efniviður í kvik- myndina A köldum klaka. Þar nálgast hann viðfangsefnið frá gerólíku sjónarhorni, en myndin hefur fengið góðar viðtökur erlend- is. Hér er hins vegar sagt frá þess- um atburði eins og hann gerðist og eins og hann lifir í minningu þeirra sem voru þátttakendur í honum og reyndu að festa hann á myndband. Sú frásögn sem á myndbandinu birtist getur aldrei orðið nema lítið brot af hinni raunverulegu upplifun okkar sem vorum svo lánsöm að kynnast ást framandi fólks á land- inu sem við þykjumst eiga og geta ráðskast með að vild. Atburðir sem þessir og ferðalög um hliðstæðar slóðir í öðrum heimshlutum gefa manni nýja sýn því þegar grannt er skoðað er þetta land ekki eign okkar íslendinga einna heldur sameign allra jarð- arbúa á leið inn í nýtt árþúsund þar sem landamæri og fjarlægðir munu mást út hjá mannkyni sem er allt á sama báti og á aðeins eina jörð. Við íslendingar erum ekki annað en vörslumenn þessarar eldfjallaeyju. Okkur hefur verið falið að gæta hennar og skila henni betri til af- komenda okkar og eigendanna, jarðarbúa allra, fæddra sem ófæddra. Og eftir athöfnina við Rjúpnabrekkukvísl liggur mér við að bæta hinum látnu við sem við vitum ekki nema að séu að fylgjast með okkur og reyna að hjálpa okk- ur sem verndarenglar þessa lands. Þar með er hugsunin komin í far- veg ástarjátningar til landsins, hafsins, jarðarinnar og lífsins sem binda má í ljóðstafi og rím og krist- allast í því sambandi mannsins við jörðina, alheiminn og almættið sem er með hinn jarðneska dauða sem vendipunkt og þungamiðju. i -Hringjum inn j Hagenuk &. Exit Þráðlaus DECT simi ásamt Exit borð/veggsíma’ *Á meðan birgðir endast Þráðlaus DECT sími með skjá Victor & Nova Þráðlaus Digitech Victor DECT sími og Logger Nova númerabirtir 14.231,- STGR. Doro 3055 Þráðlaus DECT sími með númerabirti W&T 1555 Þráðlaus simi m/númerabirti, hægt að tengja höfuð- heymartól við 4 T T SÍMINN Þjónustumiðstöðvar Símans um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.