Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR19. DESEMBER 1999 B 21 > ooo Því að tími og tilviljun mætir öllum. Því að mað- urinn þekkir ekki einu sinni sinn tíma.“ (9.12) Maðurinn er tímavera og tíminn er þráðurinn sem viljinn notar til að spinna ævina. Ævitíminn er bæði ljós og óljós atburðarás lífsins. Ævin er löng eða stutt, viðburðarík eða snauð. Ævin er verk sér- hvers manns, hún er viljinn sveipaður stormi að- stæðna. Æskan er upphafið. Hún er mest lofuð. Fullorðins- árin eru miðjan. Ellin lokin og þá fyrst er hægt að lesa ævina og sjá um hvað hún er, þótt skilninginn geti enn brostið. Einhver sagði að flestir menn notuðu þroskaárin í að tryggja að ellin yrði bæði beisk og erf- ið. Og annar að ungir væru með hugann við framtíð- ina, fullorðnir við nútíðina og aldraðir við fortíðina. Ævin þarf að heppnast, að einhverju leyti, til að hún verði ekki breysk, því nautn ellinnar felst að hálfu leyti í unnum verkum. Ef til vill er heillavænlegt að hugsa: Hverju vil ég áorka til góðs? Hvernig get ég látið gott af mér leiða? Ævin er tími sem hefst og endar, en öðlast svo nýtt líf í huga annarra sem eftir lifa. En hvað er vænleg breytni? „Varpa þú brauði þínu út á vatnið, því þegar margir dagar eru liðnir, munt þú finna það aftur.“ (11.1) Hin margsagða ráðlegging til manna er: Bros þitt kemur til þín aftur. Verkin verða launuð. Þetta er að vísu bjartsýni því tilviljun tekur jafnvel allt frá sumum og ólukkan eltir aðra óverðskuldað. Lögmálið er því ekki lögmál heldur regla með undantekningum. Hugmyndin er samt góðra gjalda verð. „Sá sæði þínu að morgni og lát hendur þínar eigi hvílast að kveldi, því að þú veist ekki hvað muni heppnast, þetta eða hitt, eða hvort tveggja verði gott.“ (11.6) Aumasti hégómi, segir prédikarinn, allt er hégómi! Ekkert stóðst strangan mælikvaðann sem hann (e.t.v. Salómon konungur) setti á gildin í lífinu, nema eitt: „Fyrir því lofaði ég gleðina, því að ekkert er betra til fyrir mennina undir sólinni en að eta og drekka og vera glaður." (8.15). Predikarinn þekkti þjáninguna og vissi að aðeins töfrar gleðinnar gátu bjargað hon- um. En hver er hún, þessi gleði? Gleðin er frísk sem fiskur og kát sem kið. Hún er reif og kann sér ekki læti. Kraftur hennar lyftir fólki í sjöunda himinn. Hún er besta og ódýrasta læknislyf- ið. Hún er systir vonarinnar og saman hafa þær oft skorað sjálfan dauðann á hólm í brjósti alvarlega veikra sjúklinga. Lífslíkurnar eru nefnilega komnar undir gleði og von. Gleðin er skærasta stjarnan á himni mannlegra tilfinninga. Hún er Glaðastjarnan (Venus). Astin er göfug en gleðisnautt líf er óbæri- legt. Það er gleðin sem gefur lífinu lit. Gleðin er frjáls og óháð. Hún er ekki bundin neinni hugmynd, hugmyndafræði eða mark- miði. Hún er ógagnrýnin og opin í báða enda - og ástargleðin er besta ástin. Gleðin gerir ekki greinai-mun. Viðföng hennar eru allt og ekkert. Hún spyr ekki um leyfi eða hvað klukkan sé. Hún er í ess- inu sínu þegar hún kemur fólki í opna skjöldu og þrá hennar snýst aðeins um að deila gleðinni með öðrum. „Oft gleður sá aðra sem glaður er.“ Einn kostur gleðinnar eru áhrif hennar á minnið. Þegar gleðin leikur á als oddi þýtur hún um heilann og vekur upp skemmtilegar minningar sem liggja í dái í minnisgeymslunum. Gleymdir atburðir verða ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Þetta er verk gleð- innar og áhrif hennar eru heilsubætandi jafnt andlega sem líkamlega. Það er hún sem vekur hláturinn sem lengir lífið. Gleðisnauð ævi er erfiðust, eða þegar aðstæður svipta manneskju gleðinni. Gleði æskunnar felst með- al annars í þvi að allt er nýtt, allt er í fyrsta sinn, heimurinn er óræður og ævintýrin vís. Möguleikarnir margir. Gleði fullorðinna er' ef til vill falin í því að njóta þess sem þeir hafa öðlast og gleði aldraðra m.a. í þakklæti yfir gjöfum lífsins. Margt skipast á mannsævi. Aldur skyldi enginn for- smá. „Gleð þig, ungi maður, í æsku þinni, og lát liggja vel á þér unglingsár þín, og breyt þú eins og hjartað þitt leiðir þig og eins og augun girnast." (11.9.) Gleðj- ist áður en „moldin hverfur aftur til jarðarinnar, þar sem hún áður var, og andinn til Guðs, sem gaf hann.“ (12.7). Áskorunin er að hafa hugrekki til að prófa og safna reynslu í auðuga mannsævi, og kanna hvað er Morgunblaðið/Kristinn Fæddur 15.4.1999. Daníel Filipps Þórdísarson átta mánaða með ævina alla framundan. 1 fipÉtr f ',v \. . : .v4 'Æ ;.V .... i Fæddir 29.6.1989 og 20.4.1991. Hafþór 10 ára gamall og Sigurþór 8 ára búa sig undir æfingu hjá Karatefélagi Reykjavíkur. Fædd 17.11.1983. Gunnhildur Árnadóttir 16 ára fyrir framan Kvennaskólann í Reykjavík, þar sem hún er nemandi. Fædd 15.10.1964. Daníel heima hjá sér með Þórdísi Hauksdóttur móður sinni 35 ára. Fólkið á myndunum Einstaklingarnir á myndunum í greininni „...um aldur og ævi“ eru ótengir efninu nema hvað sérhver er ósjálfrátt fulltrúi tiltekins æviskeiðs. Höfundar báðu um leyfi til að mynda þetta fólk vegna greinarinnar. Daníel Filipps Þórdísarson er yngstur þeirra sem birtast hér en allir aðrir eru hon- um tengdir ijölskyldu- eða skyldleikaböndum. Daníel er fæddur 15. aprfl á þessu ári. Bræður hans tveir eru Sigurþór, fæddur 1991 og Hafþór fæddur 1989, Sævarssynir, þeir eru í Melaskóla í Reykjavík og einnig í Karatefélagi Reykjavíkur. Þórdís Hauksdóttir er móðir drengjanna þriggja en hún er nuddari, fædd árið 1964. Amma drengjanna og móðir Þórdísar er Ragnheið- ur Benediktsson, fædd 1939, kennari í Mclaskóla en þess má geta að hún er dóttir Más sonar Einars Benediktssonar skálds. Eiginmaður Ragnheiðar er Haukur Filippusson tannlæknir og afi Daníels. Móðir Hauks er Sigríður Gissurardóttir fædd árið 1909. Systkini hennar sitja fyrir á myndunum í hennar stað. Björn Gissurarson, bróðir Sigríðar, er fæddur 1911 en hann var bóndi, ásamt bróður sínum Isleifi, í Drangshlfð undir Eyjafjöllum, alla starfsævi sína. Faðir hans var Gissur Jónsson, hreppstjóri frá Eystri- Skógum, og Guðfinna Isleifsdóttir, ljósmóðir frá Kanastöðum í Austur-Landeyjum. Guðfinna varð 95 ára gömul. Björn býr nú í Kópavogi með systur sinni Ásu og Guðmundi Guðjónssyni eiginmanni hennar, sem voru frumbýlingar þar. Systurnar Guðrún Gissurardóttir og Ása eru með á myndinni á forsíðu blaðsins. Guðrún er fædd árið 1912 og bjó í Vestmannaejjum en flutti upp á fasta- landið í gosinu árið 1973. Ása er langyngst 12 systk- ina. Hún verður ekki áttræð fyrr en árið 2000. Og loks er það frænka Daníels, Gunnhildur Árna- dóttir 16 ára nemandi í Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún er systurdóttir Hauks Filippussonar. ________________ * aumasti hégómi, hvað eftirsókn eftir vindi og hvort það er eitthvað sem stenst. Er það gleðin, eða það eitthvað annað. Er það e.t.v. rósemd hjartans? Er það vináttan? Brjóstumkenndin? Eða er það ástin? Verk- efnið er að rannsaka hvað stenst þegar allt kemur til alls. Niðurstaða prédikarans var gleðin: „Hvaða ávinning hefur maðurinn af öllu striti sínu, er hann streitist við undir sólinni? Ein kynslóð fer og önnur kemur, en jörðin stendur að eilífu. Og sólin rennur upp, og sólin gengur undir og hraðar sér til samastað- ar síns, þar sem hún rennur upp.“ (1.3-6) ,AHt er sístritandi, enginn maður fær því með orð- um lýst, augað verður aldrei mett af að heyra. Það sem hefir verið, það mun verða, og það sem gjörst hefir, það mun gjörast, og ekkert er nýtt undir sól- inni.“ (1.8-10). Lífið er strit, en hver er ávinningur- inn? Avinningurinn er gleði, hún gerir lífið gott. Gleðin fullgerir verkin. Hún er smiðshöggið og endahnútur- inn. Hún er hinn eftirsótti fylgifiskur. Gleðin fylgir aldri, hægt er að fagna hverju ári sem lengir ævina. Aldurinn er góður fyrir hvert verkefni eða hlutverk. Ævin er safn verka þess sem hvílir á bak við þau: Hugur og hönd, viljinn og ástæða viljans. En engin er ævin án sorgar. Gildi þjáningarinnar, efans og tilvistarkreppunnar skal ekki vanmetin, svo virðist sem fátt þroski einstaklinginn hraðar en kvöl- in, hversu sárt sem það hljómar. „Því allir dagar hans eru kvöl, og starf hans er armæða. Jafnvel á næturnar fær hjarta hans eigi hvíld.“ (2.23) Sorgin er iðulega ófyrirséð, hún kemur snöggt og lamar jafnt sterka sem veikbyggða. Margir eiga, og margir munu eiga, sárt um að binda, og eng- inn getur reiknað út hvernig hann muni bregðast við sorginni. Hún kemur að óvörum, og það gerir huggunin líka. Huggunin kemur eins og sátt, sem kvíslast blíðlega um sálina. Gleðin kemur svo aftur í hugguninni, og fáeinir reyna að bola henni burtu, en henni ber að fagna innilega. Sorg slær fólk harmi og tekur sér bólfestu í hjart- anu, sálinni, huganum, og kraftinum. Hún beygir líka- mann og tárin streyma, ef til vill í boðaföllum, og ef til vill ekki. Hún snýr lífinu við. Hún nemur gleðina á brott, og gerir daginn þung- búinn. Hún breytir öllum hljóðum heimsins í angur- Ijóð, og lætur fólk líða, en enginn veit hver sendi hana. Hún fellur svo þungt, og gerir menn gneypa, og raunir hugans ganga nærri hjartanu. Hún á ekkert til að gefa, nema fagnaðarlausa daga, og lætur líðandann ganga um eirðarlaust, og öskra veikum rómi. Stund- um fer hún burt í andartaks hvíld, en svo kemur hún aftur, alvarlegri en áður. Hún gefur minningum harmrænan tón, og vekur eftirsjá. Hún smýgur inn í öll orð og setningar, og rænir merkingunni. Hún ætlar aldrei að fara, og virð- ist ósigrandi og óbrjótandi, eins og þungir hlekkir. En sorgin á systur sem heitir huggun, sem kemur,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.