Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 36
36 B SUNNUDAGUR 19. DESEMBER1999 MORGUNBLAÐIÐ Elskulega móðir mín, systir, bróðir, faðir og sonur - Fjölskyldubréf frá 19. öld tók saman. Bók þessi fjallar um bréfa- skipti reykvískrar alþýðufjöl- skyldu á síðari hluta 19. aldar. Bréfín, sem hér eru birt, veita einnig óvenjulega sýn inn í hugmyndir þeirra, sem voru að reyna af vanefnum að koma sér áfram í lífmu. Lýs- ir m.a. samskiptum bræðr- anna Finns og Klemensar Jónssona og systur þeirra Guðrúnar Borgijörð. Kristnitakan á íslandi og Under the Cloak eftir Jón Hnefil Aðalsteinsson. Tímamótaverk, endurútgefið í tilefni af timamótum kristnitökunnar. í bókunum eru settar frarn nýstárlegar og róttækar kenningar um hvað mestu olli um friðsamlega kristnitöku íslendinga á Þing- völlum árið 1000. tungumál vfraldaR Tungumál veraldar eftir Baldur Ragnarsson. Yfírlitsrit um tungumál og málaættir. Getið er 280 tungu- mála, uppflettirit þar sem mál- um og málaflokkum er raðað í stafrófsröð. Bókin er fengur fyrir þá, sem sérstakan áhuga hafa á tungumálum eða leggja fyrir sig mál, málvís- indi eða málfræði af ein- hverju tagi. Mí 1 wgBHwBm Simone de Beauvoir - Heimspekingur, rithöfundur femínisti Orð Beauvoir „maður fæðist ekki kona, heldur verður kona“ áttu dijúgan þátt í að breyta hvemig við hugsum um konur, karla og samskipti þeirra. Framlag hennar til heimspeki, bókmennta og femínisma er endurmetið í þessari bók með hliðsjón af spumingum, sem em í brennidepli í hugsun og fræðum samtímans. Hönnun - sögulegt ágrip eftir Thomas Hauffe. Þetta er fýrsta og eina bókin um hönnun og sögu hennar á íslensku. Gerð er grein fýrir hinum ólíku kenningum og stefnum í hönnun, frá jugend- stíl, Bauhaus og Art Déco til funksjónalisma og póst- módemisma. I bók Omars Ragnarssonar, Ljósið yfír landinu, sem Fróði gefur út er fjallað um ýmsa atburði sem tengjast örlögum og upplifun fólks á ferð um óbyggðirnar. M.a. er sagt frá ferð þriggja jap- anskra vísindamanna sem mættu örlögum sínum á hálendinu og undarlegu atviki sem átti sér stað þegar hann fór með aðstandend- ur hinna látnu til að kveðja sálir þeirra. Myndir/Friðrik Guðmundsson. Og þá ... skyndilega Ijómaði norðvesturhiminninn í dýrlegu skrúði. Myndirnar eru allar úr sjónvarpsþætti og birtar með góðfúslegu leyfi Stöðvar 2. hóp sorgmæddra andlita við- staddra. Allt þetta festir Friðrik á myndband, hljóðlega og af fyllstu nærgætni. Konurnar taka blómin upp af alt- arinu og byrja að fleygja þeim, einu og einu, í ána sem ber þau nið- ur sömu leið og ferðafélagana þrjá fyrir sex árum. Að lokum er ekkert blóm eftir og þá taka þær ilmkert- in upp af jörðinni og kasta þeim líka, einu og einu í senn, í ána. Ekkjan tekur nú upp flösku, læt- ur son sinn hafa tóma kókdollu og hellir úr flöskunni í hana. Þetta er þjóðardrykkur Japana, saki, sem þau hafa haft með sér um hálfan hnöttinn til þess eins að fullkomna þessa helgiathöfn. Eitt augnablik virkar kókdollan á mann eins og óviðeigandi að- skotahlutur, næstum því broslega fjarstæður, en sú tilfinning hverfur strax og við tekur sterk tilfinning fyrir því hvernig þjóðir heims eru að færast saman, ekki síst með upprennandi kynslóð. Þessi drengur er ákaflega al- þjóðlega klæddur, í nýtískulegum íþróttaskóm, buxum og treyju og með derhúfu. Á þessum fatnaði eru áletranir alþjóðlegra fyrirtækja og aðeins andlit drengsins segir okkur að hann sé ekki íslenskur. En á þessari stundu er fas hans allt með þeim hætti að kókdollan og fatnað- urinn falla misfellulaust inn í heild- armyndina. Drengurinn hellir fyrst úr doll- unni á þann stað þar sem altarið Ljósið yfír landinu í kaflabrotunum hér á eftir segir einmitt frá þessari athöfn og upp- lifun þeirra sem voru viðstaddir: í bláleitu rökkri jarðvistar Ég hafði vonast til að þessi at- höfn gæti farið fram undir heiðum himni um miðjan dag og er mjög vonsvikinn yfir þeim aðstæðum sem nú blasa við okkur. Við erum svo seint á ferðinni að það er farið að rökkva og himinninn er alskýj- aður. En þegar ég sé þá miklu sorg og geðshræringu sem skín úr andlit- um hins austræna fólks, þrátt fyrir þjálfun þess í því að sýna engin svipbrigði, verður mér ljóst að hin drungalega umgjörð athafnarinnar eykur á áhrifamátt hennar og er við hæfi. Þau eru að minnast einstaklega hörmulegs slyss og mikils missis. Konurnar þrjár, amman, móðirin og ekkjan, krjúpa á kné og útbúa lítið altari á bakka árinnar. Þær setja þar niður ilmkerti í ákveðið mynstur og leggja blómsveiga þar við. Síðan kveikja þær á kertunum og biðjast fyrir í hljóði. Allar hreyfingar þeirra lýsa mikilli auð- mýkt, virðingu og trúartrausti sem orkar sterkt á okkur hin. Afinn tekur ofan hattinn og lýtur höfði þegar hann minnist hinna látnu. Tár sjást falla niður á kinnar hans. Sama er að segja um konu hans sem stendur kyrr eftir að hafa lagt blómin við altarið. Nístandi tilfinn- ing hins framandi fólks, hinna öldr- uðu hjóna, móðurinnar, ekkjunnar og sonarins, líkt og smýgur úr hjörtum þeirra yfir í hjörtu okkar. Þessi einstæða athöfn á íslenskri grund við svo frumstæðar aðstæð- ur er óskaplega áhrifamikil í hljóð- um einfaldleika sínum. Það er stafalogn en örlítill úði úr lofti í upphafi athafnarinnar. Þá styttir skyndilega upp og tunglið, stórt og kringlótt, kemur upp fyrir rökkv- aðan fjallahringinn. Raunalegt andlit karlsins í tunglinu bætist í Drengurinn gekk hljdðum skrefum að ánni og laut höfði f virðingarskyni við föður sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.