Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 B 7 Morgunblaðið/Kristinn Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. Þorpið Kompong Our er reist á flekum. Ljósmyndari Kristín Jónasdóttir Save the Children hafa tekið að sér að byggja nýjan skóla í Kompong Chhnang-héraði. Hér standa nýi og gamli skólinn hlið við hlið. I Siem Reap-héraði voru kennarar og nemendur að vinna námsgögn sem fólst í að skrifa stafrófið á þurrkuð laufblöð. unni. „Fólk frá samtökunum Save the Children sem voru Kambodíu- menn fylgdu mér frá höfuðborginni Phnom Penh til þorpsins þar sem verið var að reisa skólann," byrjar hún frásögn sína. „Á leiðinni þangað gisti ég í einu stærsta þorpinu sem er að finna á svæðinu. Aðeins eitt herbergi var laust á hótelinu og skildu mennirnir mig þar eftir en fóru annað til að gista. Hótelið var fremur óhrjálegt og upp á vegg var búið að hengja upp reglur hússins sem kváðu meðal annars á um að ekki mætti vera með skotvopn, sprengjur eða eiturefni inni á hótel- inu. Eg viðurkenni að það setti að mér svolítinn ugg en ég lifði af nótt- ina,“ segir hún og hlær. „Þegar ég kom til þorpsins tók á móti mér aðstoðarsveitastjóri stað- arins. Kambodíu menn eru mjög kurteisir og formlegir þegar þeir hitta erlenda gesti sína. Haldin er ræða og gesturinn boðinn velkominn og ætlast er til að svarað sé á móti með stuttri ræðu. I ferðinni hugðist ég heimsækja fjögur þorp við ána. Þegar aðstoðar- sveitastjórinn áttaði sig á því að ég yrði ein á ferðalaginu lét hann þrjá lögregluþjóna fylgja mér á öðrum báti án þess að skýra það nánar. Starfsmenn Save the Children voru hissa á þessu en þeir höfðu aldrei fengið slíka fylgd. Allsstaðar þar sem við höfðum við- komu á ferðum okkar hætti fólk að vinna og safnaðist saman við bátinn og tók á móti okkur. Síðan var haldið til samkomuhúss staðarins. Þar sett- ust menn á gólfið og hlustuðu á ræðumenn eða ræddu saman um hfsins gagn og nauðsynjar.“ Þörfin fyrir aðstoð brýn Fram til þessa hafa Barnaheill eingöngu starfað að málefnum ís- lenskra barna. Kristín er spurð að því hvað hafi orðið til þess að sam- tökin ákváðu að fara út í alþjóðlegt samstarf. „Þegar Barnaheillum barst stuðn- ingur frá Save the Children í Noregi til að kynna sér starf samtakanna í Kambodíu var ákveðið að ég skyldi fara. Á ferðalaginu sá ég að þörfin fyrir hjálp var mikil í landinu. Ég gerði mér líka grein fyrir því að framlag okkar gat nýst vel þar eð við gátum gengið inn í starf norsku sam- takanna og byggt á reynslu þeirra. Ég tel að við Islendingar höfum af ýmsu að miðla. Uppbygging hér á landi hefur verið afar hröð á öllum sviðum - við vitum því hvað þarf til við þessar aðstæður. Þriðja ástæðan fyrir því að Barna- heill lögðu út í þessa þróunarsam- vinnu er velvilji Halldórs Ásgríms- sonar, utanríkisráðherra. Hann hefur mikinn skilning á samvinnu milli landa af þessu tagi.“ Hvernig ætla Bamaheill að fjár- magna verkefnið? „Áætlað er að það muni kosta um hálfa milljón íslenskra króna að reisa skólann og reka hann í eitt ár. Við munum sækja um fé til Þróunar- samvinnustofnunar Islands. Við munum svo leita til almennings og fyrirtækja um fjáhagslegan stuðn- ing þegar við höfum kynnt verkefnið nægilega vel. Ég tel að við íslend- ingar séum að losna undan eigin ör- yggisleysi sem tengist fátækt okkar fyrr á tímum og smæð okkar og séum tilbúnir að rétta þeim hjálpar- hönd sem mest þurfa á að halda. Framlag Islands til alþjóðlegs hjálp- ar- og mannúðarstarfs hefur verið afar lítið um árabil, ekki síst ef tekið er mið af því að við erum í hópi tíu ríkustu þjóða heims þegar horft er til meðaltekna einstaklinga.“ Til Kosovo og Svartfjallalands „Við höfum ýmis fleiri járn í eldin- um,“ segir Kristín. „Nýlega fór ég til Kosovo íyrir tiistuðlan utanríkis- ráðuneytisins til að kynna mér hjálp- arstarf þar. Alþjóðasamtökin Save the Children hafa tekið þar þátt í neyðaraðstoð síðan stríðið hófst. Fyrst með aðstoð við flóttafólk og nú starfa samtökin að uppbyggingu skóla og aðstoða íbúana við að end- urbyggja heimili sín. Ég varð margs vísari á ferðalaginu. Mér fannst til dæmis eftirtektarvert hvemig sam- tökin höguðu aðstoð sinni við íbúana. Áhersla var lögð á að standsetja eitt herbergi á hverju heimili og setja þar inn ofn. Það gerir fólkinu síðan kleift að ljúka við endurbygginguna. I þessari ferð heimsótti ég einnig Svartfjallaland til að skoða hvað Save the Children er að gera þar en þeir vinna að uppbyggingu leikskóla fyrir börn heimamanna og flótta- fólksins. Fyrir hönd Barnaheilla hef ég mikinn áhuga á að ísland taki þátt í þessum verkefnum. Ég geri mér þó grein fyrir því að ekki er ráðlegt að ætla sér of mikið í einu. En það er hægt að hjálpa á margan hátt. Eftir jólin langar mig til að efna til söfnun- ar á leikföngum hér á landi sem yrðu send til Montenegro. Ég er viss um að víða í geymslum rykfalla góð leik- föng. Það sem ég vil líka beita mér fyrir er að tengja þau verkefni sem við er- um að starfa að íslenskri æsku. Kennari við Menntaskólann við Sund hafði samband við Barnaheill og bað okkur að kynna þróunar- samvinnu fyrir börn fyrir nemend- um skólans. Af shkri fræðslu geta ís- lensk ungmenni áttað sig á hverju er hægt að áorka til hjálpar með sam- stilltu átaki og þá einnig lært að meta þær aðstæður sem við búum við á íslandi." Sjónvarpssófinn er ein skemmtilegasta nýjung í húsgögnum hin síðari ár. Hann er sérstaklega hannaður tii að mæta kröfum nútímans um aukin þægindi, og er góð leið til þess að láta fara vei um sig við sjónvarpið og slappa af. Siónvarpssófinn er með innbyggðu skammeli í báðum endasætum. Sjónvarpsófinn er með niðurfellanlegu baki í miðju sem breytist í borð með einu handtaki. Sjónvarpssófinn er fáanlegur í mörgum tegundum, áklæðum og litum. Sjónvarpssófinn er húsgagn sem þú vilt ekki vera án. Teg. Journey HUSGAGNAHOLUN Bíldshöfði 20 112

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.