Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 B 19 Jóhann Þorsteinsson ásamt læknum og hjúkrunarliði Sólvangs. arheimilisins Sólvangs. Hann setti fram hugmyndir meðan hann var forstjóri og lét gera kostnaðarút- reikninga varðandi byggingar þjónustuíbúða fyrir aldraða í grennd við Sólvang. Hér má nefna bréf Jóhanns til félagsmálaráðun- eytis um „heimili fyrir aldrað fólk við Sólvang í Hafnarfirði", dagsett 27.4. 1965. Þar setur hann fram mótaðar hugmyndir í grófum dráttum um fyrirkomulag bygg- inga og starfsemi. Til dæmis eru íbúðir „í álmum °g teygja sig frá kjarna með mat- sal, tómstundavinnustofu, herbergi forstöðukonu o.fl., en samkomusal- ur liggur að kjarnanum. Dagstofur með góðu útsýni yfir garðinn tengja íbúðardeildir matsal. Matur er eldaður í eldhúsi sjúkrahúss Sól- vangs og kemur þaðan í hitavögn- um, en aðeins býtibúr er í heimil- inu. Sömuleiðis er þvottur og ýmis önnur þjónusta, svo sem lækna, sameiginleg og staðsett í sjúkra- húsinu Sólvangi". Alls yrði grunn- flötur bygginganna um 1600 fer- metrar og áætlaður byggingar- kostnaður um 13,6 milljónir króna. Jóhann greinir milli þrenns kon- ar þjónustu: „I fyrsta lagi eru sjúk gamalmenni. Sjúkrahúsið Sólvang- ur hentar vel til að annast slíkt fólk. I öðru lagi er heilbrigt aldrað fólk sem þarf á nokkurri umönnun og umsjón að halda. Fyrir þetta fólk er áætluð bygging sérstaks heimilis. Loks er aldrað fólk, sem engrar aðstoðar þarfnast, ef vel er að því búið í hentugum íbúðum og vel staðsettum.“ Þá gerir Jóhann ráð fyrir byggingu heilsuverndar- stöðvar í tengslum við Sólvang og að fæðingarheimili sé áfram stað- sett í sjúkrahúsinu með nokkrum endurbótum. A heilsuverndarstöð- inni reiknar hann með mæðradeild, barnadeild, slysavarðstofu, aðstöðu fyrir næturlækni og sérfræðilega læknaþjónustu. I lok bréfsins segir höfundur frá því að bæjarstjórn hafi þetta sama ár samþykkt að hefja á árinu und- irbúning að byggingum á Sólvan- gssvæðinu og ráðgert sé að hefja framkvæmdir strax og nægilegs fjár hefir verið aflað og vinnuteikn- ingar liggi fyrir. Nokkur bið varð þó á að hafist væri handa við uppbygginguna og stjórnarfundur í Styrktarfélagi aldraðra ályktar 27. apríl, 1971, um brýna nauðsyn þess að byggðar verði í Hafnarfirði íbúðir við hæfi eldri borgara. í Alþýðublaði Hafn- arfjarðar, sem kom út 13. júlí 1972, er haft eftir Jóhanni í fyrirsögn: „Stærstu verkefnin eru: Bygging íbúða fyrir aldraða og fullkomin aðstaða til tómstundastarfa.“ Og í greininni getur formaðurinn ekki leynt vonbrigðum sínum með að þessi markmið séu enn ekki í höfn og ekki lifði hann að sjá þessar hugmyndir sínar verða að veru- leika. En nú eru sem kunnugt er íbúðir fyrir aldraðra á Sólvan- gssvæðinu og heilsuverndarstöð með slysavarðstofu. Þær hug- myndir voru fyrst kynntar í blöð- um fáum dögum eftir að Jóhann Þorsteinsson lést 16. mars árið 1976. Um staðgreiðslu skatta 1951 Margt fleira mætti auðvitað nefna af því sem Jóhann Þorsteins- son tók sér fyrir hendur á við- burðaríkri ævi, enda af mörgu að taka. Vart verður þó undan vikist að nefna hér í lokin grein sem hann skrifaði í Sveitarstjórnarmál um skattheimtu árið 1951, en Jóhann var um langt skeið í skattanefnd og yfirskattanefnd og starfaði við það á heimili sínu að Suðurgötu 15 í Hafnarfirði. I upphafi greinar sinnar segir Jóhann „að ein helsta orsök þess að menn tóku að flytja frá Noregi og nema land á Islandi, hafi verið sú að Haraldur konungur lagði skatta á menn, en þeir kusu heldur að flýja land en greiða skattana". Hann bendir á að það hafi ekki ver- ið fyrr en eftir að Gissur ísleifsson varð biskup árið 1082 og hafði lagt tíund á menn, að íslendingar hafi þurft að greiða opinber gjöld svo heitið gæti. Síðan hafi skattaálög- urnar aukist jafnt og þétt, mest þó á þessari öld, og gjöldin verið „fremur óvinsæl" meðal þegnanna „og fremur illa um þau talað“ segir Jóhann og bætir við að ef vel sé að gáð hafi þessi gjöld meira en nokk- uð annað bætt kjör þegnanna. Hann getur heldur ekki látið hjá líða að nefna „að hver og einn vilji greiða sem minnst, en þó fá sem mest úr hinum sameiginlega sjóði, beint og óbeint“ enda sé það ekki óeðlilegt en hann vilji samt sem áð- ur ekki meina „að okkur skorti all- an þegnskap að þessu leyti, og því síður, að menn eigi að bera mögl- unarlaust allt, sem kann að vera af þeim heimtað, hversu óbærilegt og ósanngjarnt sem það er“. Fyrirkomulag á skattheimtunni þykir Jóhanni vera flókið, sumt eðlilega, en margt mætti að hans mati betur fara í vinnubrögðum við skattaálögurnar sjálfar. Hann nefnir fimm tegundir af tekjuskatti sem menn geta „fengið að greiða á sama tíma“ og á þar við tekjuskatt, tekjuskattsviðauka, stríðsgróða- skatt, eignakönnunarskatt og stór- eignaskatt, sem öllum verði að halda sundurgreindum í bókhaldi. Jafnframt umræðunni um flókið kerfi segir Jóhann í þessari grein, sem birtist fyrir tæpum 50 árum, að heppilegast væri að öll gjöld væru lögð á af sama aðila eftir ein- um ákveðnum reglum og innheimt af einni og sömu stofnun og athygl- isverðastar eru síðan tillögur hans um staðgreiðsluskattinn, sem hann kallar svo. Hann segir: „Bezt væri að gjöldin væru álögð og greidd að sem mestu leyti jafnóðum og unnið er fyrir þeim tekjum, sem þau eru lögð á.“ Sambærilegt kerfi var síð- an, sem kunnugt er, tekið upp ára- tugum eftir að Jóhann setti fram hugmyndir sínar um „staðgreiðslu- skattinn". Hver var maðurinn? Hann hét fullu nafni Jóhann Ingvar Þorsteinsson og fæddist á Berustöðum í Holtum, Ásahreppi í Rangárvallasýslu, hinn 9. maí, 1899. Jóhann hneigðist til náms og hleypti heimdraganum nítján ára gamall. Leiðin lá til Hafnarfjarðar en þangað kom hann fyrst veturinn 1918-1919. Hann langaði mjög í Flensborgarskólann og það gekk eftir. Að loknu gagnfræðaprófi frá Flensborg og tveggja ára námshléi sem hann nýtti til þess að afla fjár til frekara náms, tók kennaranámið við. Til þess að safna sér fyrir nám- skostnaði má segja að hann hafi stofnað dálítinn einkaskóla. Hann tók 6 krónur fyrir að kenna hverju barni í einn mánuð. Þegar hann út- skrifaðist með kennarapróf voru liðin 8 ár frá því hann kom fyrst til Hafnarfjarðar en þó hafði hann lokið bæði Flensborg og kennara- námi á skemmri tíma en ráðgert var samkvæmt áætlun skólans. Jóhann var kennari og sagður býsna laginn sem slíkur. Hann er sagður hafa verið kröfuharður og strangur, réttsýnn og samvisku- samur, en einnig var hann mikill félagi nemenda sinna og hafði næmt auga fyrir hæfileikum þeirra. Jóhann kenndi við Barnaskóla Hafnarfjarðar í 20 ár og megnið af því tímabili var hann einnig stundakennari við Iðnskóla Hafn- arfjarðar. Auk þess að vera fyi-sti formaður Styrktarfélags aldraðra var hann formaður Skíða- og skautafélags Hafnarfjarðar um tíma og fyrsti formaður Iþrótta- bandalags Hafnarfjarðar. Hann var lengi formaður stjórnar Kaup- félags Hafnfirðinga og formaður Byggingafélags alþýðu. Hann var einnig í yfirskattanefnd og var nefndin þá til húsa á heimili Jó- hanns og Astrid, eiginkonu hans. Það mun hafa verið allgestkvæmt á heimilinu meðan á þessu stóð en ekki er víst að öllum hafi þótt heimboðin þangað jafnfýsileg. Jó- hann mun þó hafa haft gott lag á því að telja mönnum trú um að þeim liði miklu betur ef skattstofn- inn hækkaði dálítið til samræmis við raunveruleikann. Árið 1949 varð Jóhann kennari við Flensborgarskólann og þar kenndi hann í tíu ár, eða fram til ársins 1958 þegar hann gerðist for- stjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins Sólvangs. Sólvangi veitti Jóhann forstöðu þar til komið var að starfslokum þann 1. janúar, 1967. Þá einhenti hann sér í félagsstarf og hagsmunabaráttu fyrir aldraða og starfaði af hugsjón og eljusemi á þeim vettvangi allt þar til yfir lauk. Þá lét hann eftir sig eigin- konu sína, Astrid, sem fluttist frá Svíþjóð til íslands árið 1938, og börnin tvö, Kjartan, sem nú er framkvæmdastjóri EFTA, og Ingi- gerði Maríu, en hún er verslunar- stjóri hjá Lyfju hf. Eins og hér hefur komið fram reyndist Jóhann Þorsteinsson um margt framsýnn maður og meðal frumkvöðla á ýmsum sviðum. Hans verður minnst sem baráttumanns fyrir hagsmunum aldraðra og vitað er að margir nemenda hans minn- ast þessa gamla kennara síns með hlýhug. Og eflaust hefði Jóhann getað litið stoltur yfir plægðan og gróinn akurinn sinn við Sólvang nú að kvöldi 20. aldar, enda hefur ýmsum hugmyndum, sem hann barðist fyrir, verið hrint í fram- kvæmd. En betur má ef duga skal og ljóst er að menn eins og Jóhann Þorsteinsson mega varla setjast í helgan stein að lokinni starfsævi - enn þurfa aldraðir að berjast fyrir hagsmunum sínum eins og aðrir þjóðfélagshópar. Öll tækifæri eins og ár aldraðra verður því að nýta til þess að vekja athygli á því sem betur mætti fara ekki síður en að ljá máls á því sem vel hefur tekist en má þó aldrei gleymast. Höfundur er upplýsingafulltrúi Hafnaríjarðarkaupstaðar. Ullarjakkar Kr. 9.990 POSTURIN N - með jólaJareðju,!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.