Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg Bandarísku drossíurnar frá 5. og 6. áratugnum dorma á götum Kúbu, hér í Matanzas. Fornbilaflotinn er í fullri notkun, einsog allir ferðalangar á Kúbu verða áþreifanlega varir við. Kúbufararnir Árni Sæberg ljósmyndari og Sindri Freysson horfa þangað löngunaraugum í miðju skammdeginu á Islandi, enda skín nú sólin á eyjuna sem Fidel Castro og félagar hafa stýrt um fjörutíu ára skeið. Þeir nema þó hér lítt staðar við stjórnmálin, heldur bregða upp mynd af mannlífí sem tónlistin og sérstakt tímaskyn íbúanna setur sterkan svip á. Á” AÐVENTUNNI á íslandi er Kúba fjarlægur draumur um eyju sem heíúr öldum -aman nærst á tónlist. Saga landsins er tónlistarsaga. Eflaust hefur Kólumbus flautað lagstúf fyrir munni sér þegar hann leit landið fyrst augum í október 1492 og án vafa hefur Díego Velasquez sungið hástöf- um stríðssöngva og klámvísur tæp- um tuttugum árum síðar þegar hann hóf að brjóta landið undir Spánar- konung. Frelsishetja Kúbu, ljóð- skáldið José Martí, hefur sjálfsagt einnig raulað eitthvað fyrir munni sér áður en hann gekk á vit örlaga sinna í baráttunni við Spánveija 1895, kannski ljóðlínuna í Sed de belleza þar sem hann biður um nægilega gott heilabú til að hægt sé að brenna Hamlet þar til ösku. Sterkasti þáttur tónlistarsögu eyjunnar er hljómfall Afríku sem blökkumennimir fluttu með sér þegar spænskir landvinn- ingamenn hnepptu þá í þrælahald td að leysa af hólmi hina veikburða frumbyggja eyjanna. Havana var hið svarta hjarta þrælaverslunar fyrir Suður-Ameríku þvera og endilanga og þar fóru um þrælasalar sem þröngvuðu svertingjum til ævilangs strits undir sólinni, sem aðeins dauð- inn gat leyst þá frá. Með tímanum blandaðist tónlist þrælanna tónlist herranna og varð kynblendingur, eins og svo margir íbúar Kúbu og sömuleiðis trúarbrögðin og kuklið sem sprettur af þeim og enn eimir eftir af í myrkrinu. Við komum eitt sinn í helli með kertavaxi á steinaltari í innsta kima hans, fjöðrum og grip- um sem notaðir voru við einhvers konar helgiathafnir. Vúdú á Kúbu mun ekki vera jafnmagnað og á ná- grannaeyjunni Haítí, en það býr samt Hjól eru algeng sjón á Kúbu, enda eldsneyti af skornuin skammti. Kjörbúðin í hverflnu er líka vinsæll samkomustaður húsmæðranna. sem áður yfir kynngi í augum fólks sem hefúr búið við trúarbrögð sem kennd eru við marxisma um fjörutíu ára skeið, hvað þá í augum okkar sem fáum aldrei neitt bragðsterkara til að smjatta á í trúmálum en klögumál lúterskra þjóðkirkjupresta. Og Kúba er eyja sem hefur fóstrað tímaskyn sem á fátt skylt við sldlning vest- rænna þjóða á tímahugtakinu. Par gæti morgundagurinn allt eins verið eftir mánuð, og er það kannski. Klukkan er aukaatriði á Kúbu. Parna eru hús í sveitunum og við sjóinn, hróflað saman úr afgangs- timbri sem virðist hafa fallið af vöru- bíl á leið á haugana og önnur byggð úr guano, sjálfum konungspálman- um, og önnur furðu hrein og traust- leg eins og vísbending eða von um bættan efnahag. Innanstokksmun- irnir lausir við ikea-braginn og þó svo að naumhyggjunni sé oftar en ekki neytt upp á íbúana virðast þeir þreyja sinn dag án teljandi mótmæla þar sem aðeins er að finna einn stól, eitt rúm og borð undir augnatilliti Krists og Castro, Maríu meyjar og álíka heilagrar vinkonu hennar frá Cobre. Kannski er verið að elda fisk- og hrísgijónakássu og steiktum ban- önum eða grænmeti bætt út í eða sykureyrinn nagaður meðan hlustað er á íþróttalýsingu í gömlu útvarps- tæld. Og kannski er meira að segja til í homskápnum flaska af rommi sem rennur ijúflega niður í kvöldmyrkr- inu, fyrsta sopanum auðvitað hellt á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.