Morgunblaðið - 19.12.1999, Qupperneq 38
38 B SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Mikið hefur verið skrif-
að um hljómsveitina
Sigur Rós í bresku
popppressunni undan-
* farið. Árni Matthíasson
brá sér til Lundúna og
ræddi þar við menn um
hljómsveitina og komst
að því að allir spá henni
mikilli velgengni.
HLJÓMSVEITINA Sig-
ur Rós hefur mjög bor-
ið á góma í fjölmiðlum
undanfarna mánuði.
Hljómsveitin sendi frá
sér sína þriðju breiðskífu snemma á
árinu og hefur selst vel það sem af er
ári. Platan hefur einnig vakið athygli
langt utan landsteinanna, því breskir
fjölmiðlamenn hafa verið iðnir við að
mæra hljómsveitina og því er gjarnan
spáð í miðlum þar í landi að Sigur Rós
eigi eftir að slá rækilega í gegn þar í
landi og reyndar um heim allan.
Þeir félagar Jón Þór Birgisson og
Ágúst Ævar Gunnarsson stofnuðu
saman hljómsveitina Victory Rose
fyrir fímm árum en fljótlega slóst
Georg Hólm í hópinn. Sú hljómsveit
*«■ var ekki mjög gefín fyrir að spila op-
inberlega, en lét sig þó hafa það að
leika á Vorhátíð Reykjavíkurlistans í
maí 1994 og sendi frá sér sitt fyrsta
lag, Fljúgðu, það sumar á safnplöt-
unni Smekkleysi í hálfa öld.
Fljúgðu, sem tekið var upp á sex
tímum, ber sterk einkenni þeirrrar
hljómsveitar sem varð, en segja má
að æfíngar hafi ekki hafist hjá henni
fyiT en eftir að lagið kom út og þá
æfðu þeir félagar að sögn allt aðra
gerð tónlistar, líkari hefðbundinni
nýbylgju sem þá var allsráðandi.
Smám saman náðu þó hugmyndimar
í fi-umrauninni yfírhöndinni að nýju.
Vorið eftir lék Jón Þór sér til gam-
ans með annarri hljómsveit, Bee Spi-
ders, og kallaði sig þar „Djonní Bí“.
Sú hljómsveit tók þátt í Músíktilraun-
um Tónabæjar og fékk fyrir sérstök
verðlaun dómnefndar sem athyglis-
verðasta hljómsveitin. Ári síðar tók
hún enn þátt í tilraununum og komst í
úrslit, en náði ekki að komast í verð-
launasæti.
Ekki heyrðist frá Victory Rose í
nokkurn tíma, en liðsmenn hennar
voni önnum kafnir við að taka upp lög
sem enduðu á fyrstu breiðsldfu henn-
ar. Vinna við þá plötu tók alllangan
tíma, enda áttu þeir lítið fé til að
—* greiða fyrir hljóðverstíma, en borg-
uðu fyrir sig meðal annars með því að
mála hljóðverið sem kallaðist Hvarf í
Mosfellsbæ.
Hippísk samsuða
afbjögunogsuði
Þegar hér var komið sögu hafði
hljómsveit þeirra Jóns Þórs, Georgs
og Ágústs Ævars snarað enska heit-
inu og hét og heitir upp frá því Sigur
Rós, einnig erlendis. Fyrsta hljóm-
platan var tekin upp smám saman
1995, eins og getið er, en ekki hljóð-
blönduð fyrr en ári síðar, meðal ann-
ars vegna þess að Georg brá sér til út-
landa að læra kvikmyndagerð.
Það orð fór snemma af Sigur Rós
_ ? að tónlist sveitarinnar væri hippísk
samsuða af bjögun og suði og ekki dró
úr að Hðsmenn hennar voru gjarnan í
mussum, síðhærðir og skeggjaðir og
fluttu hægfara rokktónlist og seið-
andi með fiðluboga að vopni. Um það
leyti sem fyrsta platan, Von, kom út í
október 1997 voru þeir félagar búnir
að klippa sig og komnir með aðstoðar-
mann, Kjartan Sveinsson, sem lék
með henni á tónleikum og liðsinnti í
hljóðveri. Kjartan varð síðar hluti af
hljómsveitinni um það leyti sem
Ágúst Ævar sagði skiHð við hana, en
nýr trymbill, Orri Páll Dýrason, slóst
- ; í hópinn snemmsumars á þessu ári.
Von fékk góða dóma og í umfjöllun.
f Morgunblaðinu sagði meðal annars
að hljómsveitin endurvekji tilrauna-
mennsku og framúrstefnu í íslensku
tónHstarlífi sem sárt hafi verið sakn-
að: „...Von er byltingarkennd plata nú
á dögum og metin sem heild er hún
framúrskarandi.“
•, Réttu ári síðar kom svo út önnur
Björg Sveinsdóttir
Frá tónleikum Sigur Rósar í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Að sögn Alex Knight, forstöðumanns Fat Cat-útgáfunnar, stal Sigur
Rós senunni þetta kvöld og hcillaði hann gersamlega.
breiðskífa, Von-brigði, sem á voru
endurgerð lög af Von. Ýmsir véluðu
um lögin, þar á meðal Hðsmenn sveit-
arinnar sjálfír, en segja má að með út-
gáfunni hafi hljómsveitin náð eyrum
áhugamanna um danstónlist ekki síð-
ur en rokkvina og lag af henni, Leit að
lífi, varð vinsælt á útvarpsrás dan-
stónHstaráhugamanna. Um líkt leyti
voru þeir félagar að vinna að upptök-
um á næstu breiðskífu, Ágætis byrj-
un, en vinna við hana hafði hafist
haustið 1997, og segja má að hafi
staðið í á annað ár. Reyndar stóð til að
gefa Ágætis byijun út fyrir jólin 1998,
en ákveðið var að fresta henni til að
tryggja að hún væri sem best úr garði
gerð. Von-brigði kom því út rétt til að
halda aðdáendum volgum.
Ágætis byijun kom út 12. júní sl. og
var þegar vel tekið. Þó á plötunni
væri tónHst sem að öllu jöfnu telst
ekki söluleg hefur hún setið á Hsta
Sambands íslenskra hljómplötufram-
leiðenda yfir tíu söluhæstu plötur frá
útgáfu hennar og ekki virðist lát á
þrátt fyrir harða hríð af jólaplötum;
er aftur á uppleið þegar þetta birtist.
Von verður Von-brigði
í dómi um plötuna í Morgunblað-
inu segir: „Lokalag plötunnar ... Ág-
ætis byrjun ... bindur plötuna saman
og undirstrikar að hún er ágætis
byrjun fyrir íslenskt tónHstarlíf,
ágætis byijun á útgáfu ársins, ágætis
byrjun á meiri metnaði fyrir íslenska
tónHst."
Sigur Rós er sérstök um margt í ís-
lensku tónHstarlífi; ekki er bara að
hljómsveitin sé ein á báti í framúr-
stefnu sinni heldur er líka óvanalegt
að hljómsveit nái eins breiðri skír-
skotun; nái að heilla forherta rokkara,
dansóð ungmenni og gamla hippa.
Eftir að hafa gert Htið af því að
leika á tónleikum fyrstu árin tóku
þeir félagar heldur en ekki við sér eft-
ir að Ágætis byrjun kom út og fóru
meira að segja í tónleikaferð um land-
Jón Svavarsson
Liðsmenn Sigur Rósar dvelja nú löngum stundum í Sýrlandi að taka upp tónlist fyrir Engla alheimsins.
ið. Tónleikar Sigur Rósar þykja eftir-
minnilegir og þá ekki síst fyrfr það að
sjaldgæft er að menn heyri sömu lög-
in tvisvar á tónleikum, enda segjast
þeir félagar oft eiga erfitt með að
spila lög aftur og aftur: ,,[Við] eyðum
æfingunum [fyrir tónleika] í að semja
ný lög í stað þess að æfa þau gömlu,
og spilum því yfirleitt meira af nýjum
lögum á tónleikum en gömlum.“
Hárin risu á hnakkadrambinu
Eftir að Ágætis byijun kom út
spurðist ágæti plötunnar til útlanda
og ekki leið á löngu að erlend fyrir-
tæki föluðust eftir þvíAnnað sem ger-
ir að verkum að Sigur Rós hefur skor-
ið sig úi' íslenskum hljómsveitum er
hversu meðlimir hennar hafa verið
tregir til að ræða við fjölmiðla þótt
það hafi bráð af þeim. Þeir létu reynd-
ar þau orð falla í sumar að þeir kynnu
því betur að aðrir leiti til þeirra en að
Björg Sveinsdóttir
Jón Þór lék með hljómsveitinni Bee Spiders á tvennum músíktilraunum
og komst með henni í úrslit 1996.