Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 B 11
Hún horfir hugsi út í sveitina og svælir rettuna meðan hrísgrjónin sjóða á kolahellunni. Skordýrin suða, annars er þögn. Á hverjum degi í (jörutíu ár hefur hún hugsað um að fara á brott.
I I
1
L'h i ■ i 1
8
(Mj 1
mf V,
f x Æml
Húsbóndinn vill gefa íslenskum ferðamanni hvolp, en því góða boði er hafnað.
Sólin brýst gegnum þakið og fellur á vegginn bakvið gamla bóndann, á gólfinu eru mat-
aráhöldin hans og fata með vatni.
jörðina „fyrir dýrlingana“. Eða kannski er að
finna krana á miðjum stofuveggnum. Hvað á ég
við? Jú, einhver segir mér sögu af rýmun sem
varð í kúbanskri rommverksmiðju og það upp-
götvaðist að eigandi húss, sem stóð þétt upp við
verksmiðjuna, hafði gert sér lítið fyrir og leitt
rör í gegnum vegginn og beint í bruggtankinn.
Síðan setti hann upp krana á veggnum milli
húsanna og skrúfaði frá hvenær sem hann lang-
aði í brjóstbirtu. Kannski náði hann sér í vindil
með úrvalstóbaki frá Yuelta Abajo og hugsaði
um allar byltingarnar sem hafa riðið yfir landið
á innan við tveimur öldum, allt frá uppreisn
þrælanna sem hófst 1812 og til 1959 þegar Bat-
ista hrökklaðist frá völdum í annað skipti á æv-
inni. í hópi þeirra sem hrifust af sigri Castro og
félaga var rúmlega þrítugur kólumbískur
blaðamaður, að nafni Gabríel García Marquez,
og í hrifningarvímunni gekk hann í skyndi til
liðs við fréttaþjónustu byltingarinnar, Prensa
Latina, og þjónaði henni í New York, ásamt því
að verða brátt góðvinur leiðtogans og aðdáandi.
Þeir eru sagðir skiptast á uppskriftum fiskrétta
og horfa saman á nautaat, sem haldið er að
kvöldlagi, þegai- vel liggur á þeim. Marquez
hefur hvatt vin sinn til að líta í lýðræðisátt, en
viðurkennir jafnframt að vera þeirra skoðunar
að aðeins á Kúbu hafi þjóð sem tilheyrir Suður-
Ameríku komið sér upp sjálfsmynd sem hæfir
álfunni, aðeins þar hafi verið reist sú víggirðing
sem hindraði Bandaríkjamenn í að ná yfirráð-
um allt að afskekktustu ströndum Argentínu.
Þessu eru Bandaríkjamenn og fleiri eflaust
mjög ósammála, en undir forystu Clintons hafa
þeir þó slakað á viðskiptabanninu sem hvíldi á
eynni um áratuga skeið og á rætur að rekja til
stjómarfarsins og alkunnra atburða sem gerð-
ust á eynni í upphafi sjöunda áratugarins og
leiddu nánast til þriðju heimsstyrjaldarinnar.
Fólkið finnur kannski engan stórmun á kjömm
sínum, en mun þó. Og góðir hlutir gerast hægt,
ekki síst á Kúbu, nema ef til vill í byltingum og
afleiðingar þeirra era ekki alltaf eintóm gæðin.
Myndirnirfrá Kúbu ogfleiri til erhægt að nálgast á
mbl.is.
Stúlka í hjólreiðartúr staldrar við á sveitavegi og horfir á sællegan nautgrip.