Morgunblaðið - 19.12.1999, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 19.12.1999, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 B 13 þessum löndum þar sem búið er að kaupa sérstakt tölvuforrit hjá hundaræktarfélögum þessara landa og fara því hundarnir í sameiginlega skrá. Þannig verður hægt að fylgjast með heildarstofninum og hverjum hundi fyrir sig. Þar verður hægt að skoða ættir, skyldleika hunda sem og annað. Þar sem stofninn er lítill hérlendis er talið æskilegt að skyld- leikastuðullinn sé undir 12,5% við paranir. Fyrsta hundasýningin á vegum Hundaræktarfélagsins var haldin í Hveragerði 23. ágúst 1973. Þar gaf Mark Watson verðlaunin en Jean Lanning var dóm- ari. Yfirfullt var á sýn- ingunni og mikil um- fjöllun og vakning varð um íslenska fjárhund- inn upp frá þessu. í dag eru haldnar tvær al- þjóðlegar hundasýning- ar á Islandi á ári hverju, ein meistarasýning og ein sýning innan ís- lensku deildarinnar er haldin ár hvert. Erlendis eru sams- konar sýningar en það er undir hundaræktarfélagi komið, í hverju landi fyrir sig, hvernig að því er stað- ið. Þá eru bæði haldnar alþjóðlegar sýningar og einnig deildarsýningar. A sýningum er leitast við að dæma hundinn eftir þeim stöðlum sem ræktunarmarkmið íslenska fjár- hundsins segii- til um. Nú er að líta dagsins ljós FCI-ræktunai-markmið nr. 289 og er það birt hér með fyrir- vara um breytingar sem kunna að verða gerðar eftir að það hefur verið yfirfarið af félagsmönnum deildar ís- lenska fjárhundsins. Heildarsvipur Islenski fjárhundurinn er nor- rænn smalahundur, meðalstór með upprétt eyru og hringað skott. Séð frá hlið myndar lengd og hæð hunds- ins rétthyrning. Mildm-, greindar- legur og oft brosleitur svipur, öruggt og fjörlegt fas er einkennandi fyrir íslenska fjárhundinn og má aldrei glatast. Hárafar er með tvennu móti, ýmist snöggt eða loðið, en ávallt þétt og hrindir vel frá sér vætu. Lengd frá bringubeini aftur að setbeini verður að vera meiri en hæð hans á herðakamb. Hæð framfóta á að vera jöfn hæð brjóstkassa á herðakamb. Utlitsmunur er greinilegur á milli hunds og tíkar. Eiginleikar og lund: Islenski fjár- hundurinn er fimur og þolinn smala- hundur sem geltir og nýtist vel til að reka og safna saman búfénaði úr haga eða af fjalli og til fjárleita. Vakteðli er honum eiginlegt. Hund- urinn sýnir áberandi gestalæti er ókunna ber að garði, án þess þó að vera árásargjam. Veiðieiginleikar eru ekki áberandi í fari hans. ís- lenski fjárhundurinn er vingjarnleg- ur og glaður í lund, forvitinn, fjörleg- ur og óragur. Höfuð er sterklegt og húð þétt- liggjandi. Lengd höfuðkúpu og trýn- is er nánast jöfn. Séð ofanfrá og frá hlið myndar höfuðið þríhyrning. Höfuðkúpa er aðeins hvelfd. Ennis- brún er greinileg, en hvorki há né brött. Nef er svart en dökkbrúnt á mórauðum hundum. Trýni er kröft- ugt, fremur stutt og beint og mjókk- ar fram í snubbóttan þríhyrning séð bæði frá hlið og ofan frá. Varir liggja þétt að kjálkum og er litaraft þeirra svart en dökkbrúnt á mórauðum hundum. Kjálkar og tennur mynda skærabit. Fulltenntur. Kinnar eru sléttar. Augu eru í meðallagi stór og möndlulaga, dökkbrún á lit en aðeins ljósari á mórauðum hundum. Hvarmalitur er svartur en dökk- brúnn á mórauðum hundum. Eyru eru í meðallagi stór og upprétt og nálgast jafnarma þríhyrning að lög- un. Brúnir eru sléttar en eyrna- broddar aðeins ávalir. Bil á milli eyrna er nokkuð breitt. Eyi’un eru hreyfanleg og kvik og undirstrika at- Dekur i jolagiof ★ Dekurdagur A ★ Dekurdagur B ★ Dekurdagur C

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.