Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 B 39 þeir séu sífellt að hampa sjálfum sér og leita eftir samneyti við fjölmiðla- fólk. að fá að gefa hljómsveitina út ytra. Alex Rnight, sem stýrir Fat Cat út- gáfunni bresku, segir frá því í viðtali við breska dagblaðið Guardian í’yrir stuttu að hann hafi komið til Islands sem plötusnúður íyrir kunningsskap við Einar Örn Benediktsson í tengsl- um við hljómsveitina Grindverk. Hann tróð upp á tónleikum í Flug- skýli á Reykjavíkurflugvelli í febrúar sl. þai’ sem Grindverk og Sigur Rós hituðu upp fyrir Gus Gus, en Gus Gus hélt tónleikana. í viðtali við Guardian fyrh- skemmstu segir Knight að Sigur Rós hafi stolið senunni þetta kvöld og eftir að hljómsveitin lauk leik sínum hefði mátt heyra saumnál detta: „tSigur Rós] er ein fárra hljómsveita sem hafa fengið hárin til að rísa á hnakkadrambi mér.“ Svo fór að hljómsveitin gaf Fat Cat leyfi til að gefa út eina smáskífu að minnsta kosti og fyrir valinu varð lag- ið Svefn-g-Englar, sem einnig var að finna á Ágætis byrjun, en einnig voru á plötunni Viðrar vel til loftárása og tvö lög sem tekin voi*u upp á útgáfut- ónleikum hljómsveitarinnar í Is- lensku óperunni 12. júní sl., Nýja lag- ið og Syndir Guðs. Þeir tónleikar voru reyndar allir hljóðritaðir af Ríkisútv- arpinu og fluttir í því, en þess má geta að búið er að selja til flutnings upp- töku frá tónleikunum til á þriðja tugs landa, þar á meðal Egyptalands, Eist- lands, Sýrlands, Þýskalands, Holl- ands, Svíþjóðar, Alsír, Frakklands og Hvíta-Rússlands. Smáskífunni var vel tekið ytra og meðal annars valin smáskífa vikunn- ar í tónlistarvikuritinu New Musieal Express, sem er með elstu og virtustu tónlistartímaritum Bretlands. Til gamans má geta þess að fyrsta smá- skífa Sykurmolanna, Birthday, var einmitt valin smáskífa vikunnar á sím um tíma í New Musical Express. í umsögn um plötuna segir gagnrýn- andi ritsins að tónlistin sé svo við- kvæmnislega fögur og einlæg að hlustanda finnist sem hann sé að hlusta sem óboðinn gestur. „Um það leyti sem plötunni lýkur áttar hlusta- ndinn sig á að hann hefur haldið niðri í sér andanum af hrifningu. í Melody Maker vikuna 10.-16. nó- vember lýsir blaðamaðurinn ritsins, Ian Watson, tónlist Sigur Rósar á þann veg að hún sé eins og „Guð gráti gulltárum ofan úr himnaríki... eins og hvalasöngm* sem berst til jarðar frá fjarlægri plánetu“. Enn er höggvið í sama knérunn í tískutímaritinu útbreidda The Face, en í því segir blaðamaðurinn Andrew Mueller frá heimsókn hingað til lands þar sem hann sá tónleika með Sigur Rós á Akureyri og í Háskólabíói í Reykjavík. Mueller segir að Sigur Rós sé með söngvara sem hafi á valdi sínu söng hvalsins og klykkir út með þeim orðum að Sigur Rós sé síðasta stórsveit tuttugustu aldarinnar. Milljón ára einmanaleg ferð um alheiminn Umsögn um tónleika hljómsveitai- innar í Háskólabíói birtist einnig í Melody Maker og þar sem höfundur, Ian Watson, segir að hljómur hljóm- sveitarinnar sem sem hann hafi verið á milljón ára einmanalegri ferð um al- heiminn. „Tónleikai’nir standa í klukkustund, en gæti verið ár, ára- tugir, eða sekúndur. Að lokum kemst ekkert annað að en að mann langar til að gráta, til að faðma einhvem, til að kyssa ástvin, til að upplifa eitthvað æðra en daglegt líf.“ Það er merkilegt. reyndai* hve breskum og bandaiískum tónlistar- gagnrýnendum og -blaðamönnum er tamt að grípa til trúarlegra eða yfir- skilvitlegra samlíkinga þegai* þeir lýsa tónlist Sigui* Rósar. John Best, en fyrirtæki hans sér um kynningar- efni fyrir hljómsveitina í Bretlandi, segir að tónlist hennar fylli tómaním í hjörtum þeirra sem á hlýða. „Lög Sigur Rósar eru upphafm fegurð sem færir fólki lífsfyllingu," segir hann og bætir við að hann hlusti í sífellu á Ág- ætis byijun, sem enn hefur reyndar ekki komið út í Bretlandi. Best segir engan vafa leika á því að hljómsveitin eigi eftir að ná verulegum árangri í Bretlandi og reyndar um heim allan, Sigur Rós eigi eftir að verða að sem hann kallar „massive", sem snara má sem gríðarlega vinsæl, og þá ekki bara í Bretlandi; allir sem heyri til Iiennar hrífist af. Hann hefur þó veru- Síðhærðir og skeggjaðir Sigur Rósar-menn á útgáfutónleikum Vonar í Rósenberg kjallaranum. legar áhyggjur af því að enn á Sigur Rós eftir að halda tónleika í Bret- landi. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir Sigur Rós hér og ásóknin er orð- in nánast óbærileg. Eg hef áhyggjur af því að ef hljómsveitin heldur ekki tónleika hér innan skamms muni áhuginn keyra um þverbak og dvína í kjölfarið því ekki er hægt að halda nema ákveðinni stemmningu í kring- um hljómsveit sem enginn hefur séð spila.“ Það er mál manna að heldur lítið sé að gerast í breskri rokktónlist um þessar rnundir, mikið um naflaskoðun og rót í gömlum hugmyndum og stemmningum. Það má því segja að álíka ástand sé og var þegar Sykur- molarnir sendu frá sér smáskífu sína Ammæli / Birthday í Bretlandi snemma árs 1987, en það lag var þá valið smáskífa vikunnar í bresku popptímaritunum NME og Melody Maker eins og getið er. Þá gripu breskir plötugagnrýnendur til álíka lýsingarorða og uppskrúfaðs lofs og nú tíðkast um Sigur Rós. John Best tekur undii' þetta að nokkra, segist vel muna eftir því þegar Sykurmol- arnir komust á alh*a varir og segir að ekki sé minni áhugi fyrir Sigur Rps. Hann segir að reyndar sé erfitt að bera þessar hljómsveitir saman; Syk- urmolarnir hafi náð til breiðari hóps en Sigur Rós og líkastil eigi síðar- nefnda sveitin erfiðara að koma lög- um hátt á breska smáskífulistann, ekki síst sé litið til þess að lög hennar séu ílest veralega yfir lengd þeirra laga sem þar rata inn. Vinna rétt að hefjast Eins og getið er hefur ein smáskífa komið út með Sigur Rós í Bretlandi en önnur er á leiðinni; í lok febráai* kemur lagið Ný batterí út í Bretlandi með aukalögunum Bíum bíum bambaló eftir Jónas Árnason og Dán- arfregnir, sem byggist á stefi Jóns Múla Árnasonar og leikið er íyrir dánartilkynningar í Ríkisútvarpinu, en þessi lög verða bæði í Englum al- heimsins, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar. Breiðskífan Ágætis byrjun er svo væntanleg í lok aprfl eða byrjun maí og líkastil mun Fat Cat gefa þá plötu út. I hönd fara annasamir dagar hjá drengjunum í Sigur Rós, því íyrstu tónleikamir í Bretlandi verða í neðan- jarðarbyrgishátíð Fat Cat 21. janúar næstkomandi, en síðan leikur sveitin á tónleikum í Astoria, hitar upp fyrir Beta Band, en þess má geta að fyrstu eiginlegu tónleikar Sykurmolanna í Bretlandi vora einmitt sem upphitun fyrir bandarísku hljómsveitina The Swans í Astoria haustið 1987. Tón- leikarnir í Astoria era liður í sérstakri hátíð NME sem helguð er efnilegum hljómsveitum, en næstu daga þar á eftir verður Sigur Rós á ferð og flugi í Skandinavíu og Danmörku á vegum Venue 2000 tónlistarhátíðarinnar. Lokahnykkur á þeirri ferð verða síð- an tónleikar hljómsveitarinnar í teiti kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg, en Englar alheimsins verður opnun- arniynd þeirrar hátíðar. í mars er síðan í vændum tónleika- ferð um Bretland, þá tónleikar í Tel Aviv og svo aftur til Bretlands í aprfl- byrjun að leika á tónlistarhátíð. Svo má reyndar telja lengi enn, því segja má að vinna hljómsveitarinnar sé rétt að hefjast; framundan er tónleikahald um alla Evrópu og síðar allan heim eftir því sem samningar takast um út- gáfu á plötunni vestan hafs og víðar. Enn hefst því nýtt átak í landkynn- ingu í sjálfboðavinnu, því ekki er bara að þeir piltar i Sigui* Rós beri með sér tónlist sem menn segja hressa and- ann, heldur bera þeir einnig með sér hluta af íslandi, eins og sjá má af spurningaregninu sem á þeim dynur þá sjaldan erlendir blaðamenn kom- ast í tæri við þá. Heimspekisaga eftir Gunnar Skirbekk og Niels Gilje Heimspekisaga er umfangs- mikið yfírlitsrit vestrænnar heimspeki frá dögum Forn- Grikkja til samtímans, þar sem fram koma æviágrip helstu heimspekinga sögunn- ar, yfírlit yfir verk þeirra og framlag til heimspekisögunn- ar. Birtir eru umfangsmiklir kaflar úr frumtextum þessara heimspekinga. Umbrot - bókmenntir og nútími eftir Astráð Eysteinsson í umbrotum eru 27 greinar um nútímabókmenntir, íslenskar og erlendar. Bókin einkennist af fjölbreytilegri umflöllun og veitir innsýn í bókmenntir jafnt sem bókmenntafræði síð- ustu áratuga. «§rqt ncnntir og nútími « A % K ð l A U 1 ■« * f ** fyr,bÍ!andÍð iFBkSAGN.RÚB B.BLlUNN. Fyrirheitna landið - frásagnir úr Biblíunni Jón Þórisson ritstýrði og valdi texta. Bókin hefur að geyma þekkt- ustu frásagnir Biblíunnar. Frásagnir um mannleg sam- skipti í öllum sínum marg- breytileika; um svik, öfund og bróðurmorð, en einnig um náungakærleik, visku, trú og von. Úrval frásagna sem hafa orðið kveikja sköpunar meðal rithöfunda, tónskálda . „_*4» hi«X ISWALL I» QOLlA- *l *•“ V. IS g jliNAit - I rONLVS SÍLAtU* tf.uM '"STTw.o* ^ -Sssr ískscsmsog listamanna í gegnum ald- imar. Hér em saman kornn- ar frásagnir sem em lykillinn að dýpri skilningi á menningu okkar og samfélagi. Það er yfir oss vakað Valdir kaflar úr ræðum séra Haralds Níelssonar prófessors með inngangi eftir dr. Pétur Pétursson. Séra Haraldur Níelsson hafði mikil áhrif á trúarlíf landsins á fyrri hluta þessarar aldar. í þessari nýju bók er að flnna kafla úr tuttugu og fimm predikunum hans. Fela þeir í sér meginatriði boðskapar sem enn á jafnt erindi til manna og hann átti fyrr á öldinni. það er yfir oss vakað Hafið eftir Unnstein Stefánsson. Bók þessi skýrir nýjustu þekk- ingu okkar á eðli og eiginleik- um sjávar og heimshafanna. Fjallað er um hafsvæðin um- hverfís ísland og þá umhverf- isþætti, sem einkum hafa áhrif á fijósemi miðanna og viðgang fískistofna. Efni bókarinnar er sett fram á skýran og skipulegan hátt og hún er ríkulega myndskreytt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.