Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ „Þótt einhver eignaðist hundrað börn og lifði í mörg ór... Þótt hann lifði i x tvenn þúsund ár, en njóti einskis fagnaðar, fer ekki ekki allt sömu leiðina?" ekki með látum, lúðrablæstri eða stríði, heldur eins og hvítvoðungur sem fæðistí alskapaður inn í líflð, og sleppur úr greipum dauðans. Hún sefjar allar tilfinningar, og heilsar sorginni blíðlega með morgunroða í augum, og segir að nú eigi dægra- skiptin að fara fram. Hún er endur- lífgandi kraftur, sem í einu leiftri snýr nótt í dag, og vetri í vor, og grasið sprettur á ný, eftir regnið, í glaðasólskini. Gleðin seytlar á nýjan leik. Og sorgin er nú djúp minning, sem aldrei hverfur, og er góð. Hún verð- ur hluti af manninum, því hún, ás- amt hugguninni, fyllir skarð þess sem misst var. Sorgin og huggunin eru orðnar eitt. Þær eru samvaldar systur, sem horfast óhræddar í augu, og speglast. Og, ef tárin taka að streyma, kemur sólin á bláum himni og býr til regnboga. Gleðin á líka aðra systur. Það er vonin. Vonin snýst eilíflega um hið » nýja. Sterk von dregur jafnan kraft sinn frá einhverju sem nálgast. Hún er það sem gefur vilja mannsins vængi. „Von er vakandi manns draumur," segir málshátturinn, og lýsir henni vel. En draumarnir eru ekki aðeins draumar, heldur einnig næsti veruleiki. Von er vænting. Hún er tilgáta hugans um betri tíð. Hvað- eina fölnar við hlið hennar, eða hver myndi vilja selja vonina? Hinn vonglaði getur lyft grettistaki, en hinn vonlausi vinnur engin afrek. Fólk má aldrei missa vonina hvað sem á dynur. Vonstola fólk er sigrað fólk, en á meðan von- in lifir, og ef til vill aðeins sem von- arneisti, þá er það ósigrað. Von í brjósti, jafnvel leynd von, er sterk- asta vopnið gegn kúgunarvaldi. Barátta á nefnilega allar sínar ræt- ur að rekja til vonarinnar. „Öllu er afmörkuð stund, og sér- hver hlutur undir himinum hefur sinn tíma. Að fæðast hefur sinn tíma og að deyja hefur sinn tíma.“ (3.1) En „Ég komst að raun um, að ekkert er betra með þeim en að vera glaður og gæða sér meðan æv- in endist. En það, að maðurinn etur og drekkur og nýtur fagnaðar af f,. öllu striti sínu, einnig það er Guðs gjöf.“ (3.12) „Allt fer sömu leiðina: Allt er af moldu komið, og allt hverfur aftur til moldar. „Þannig sá ég, að ekkert betra er til en að maðurinn gleði sig við verk sín, því að það er hlutdeild hans.“ (3.20-22). Sé líf eftir þetta líf hafa menn ævinlega verið sammála um að þeir geti ekki tekið neitt með sér þangað nema menntun sína, sið- ferði og góð verk (Sókrates, Epik- tetus). „Eins og hann kom af móð- urlífi, svo mun hann nakinn fara burt aftur eins og hann kom, og hann mun ekkert á burt hafa fyrir strit sitt, það er hann taki með sér í hendi sér.“ (5.14) „Betri er hnefa- fylli af ró en báðar hendur fullar af striti og eftirsókn eftir vindi.“ (4.6). „Sjá, það sem ég hef séð, að er gott og fagurt, það er, að maðurinn eti og drekki og njóti fagnaðar af öllu striti sínu.“ (5.17). Hugmynd prédikarans er að strit mannsins, hvort sem það leiðir til auðæfa eða ekki, öðlast ekki gildi nema hann njóti jafnframt fagnaðar af því. Það er guðsgjöfin að hans mati: „að njóta þess og taka hlut- deild sína og að gleðjast yfir starfi sínu, þá er það Guðs gjöf. Því að slíkur maður hugsar ekki mikið um ævidaga lífs síns, meðan Guð lætur hann hafa nóg að sýsla við fögnuð hjarta síns.“ (5.18-19). Gleðin er mælikvarðinn á lífið og prédikarinn tekur svo djúpt í árinni að segja: „Þótt einhver eignaðist hundrað börn og lifði í mörg ár... “(6.3) „Þótt hann lifði í tvenn þúsund ár, en njóti einskis fagnaðar, fer ekki ekki M allt sömu leiðina?" (6.6) Undur líkamans 1. „Það má segja að mannslíkaminn sé algjört furðuverk. Hann er gerð- ur af a.m.k. 100 000 000 000 000 (hundruð billjónum) agnarsmárra lifandi fruma. Allar þessar frumur eru komnar af einni einustu frumu - frjóvgaðri eggfrumu. I byijun eru allar frumurnar eins, en smám sam- an þroskast þær á mismunandi vegpi; þannig mynda sumar þeirra beinagrind, aðrar vöðva, innyfli, húð, hár og alla aðra hluta líkam- ans. Ólíkar frumur sinna mismun- andi hlutverkum. Saman vinna frumurnar allar að starfsemi líkam- ans.“ Líkaminn er listasmíð,MM, 1993. 2. „Líkaminn breytist smám saman eftir því sem við eldumst. Við fær- umst hægj; og rólega frá ung- barnaskeiði um bernsku, unglings- ár, fullorðinsár og elli. Líkamsburðir eru mestir á aldr- inum 20-30 ára. Eftir það byrjai' líkaminn hægt og rólega að hröma. Hrömunin getur leitt til ýmissa sjúkdóma hjá gömlu fólki. Samt sem áður lítur gamalt fólk yfirleitt á ellina sem jákvæða, ekki sfst vegna þeirrar lífsreynslu sem það hefur aflað sér.“ Líkaminn er listasmíð, MM, 1993, þýð. Guðrún Svansdóttir Molar um aldur 1. ÍSLENDIN G AR eru rúmlega 278 þúsund. 139.515 karlar og 139.187 konur. Núna er algengt að hjón eignist tvö börn en meðalævilíkur nýfæddra stúlkubarna eru 81 ár, en drengja 77 ára. Dauðinn var for- feðrunum daglegt brauð á tímum drepsótta og bamadauða og fyrir uppgang læknavfsindanna. Barna- dauði var landlægur langt fram á 19. öld og þrjú af hveijum tíu fædd- um islenskum börnum náðu ekki eins árs aldri. Algengt var að hjón eignuðust mörg börn en aðeins fá þeirra komust á legg og var meðal- ævi fslendinga af þeim sökum ekki nema 35 ár um miðja 19. öldina. 2. „Við erum eldri en við höldum“ var fyrirsögn á grein í Mbl. fyrir viku. Kenning Ulfs Árnasonar, pró- fessors í sameindaþróunarfræði í Lundi, er að maðurinn sem tegund sé um 400 þúsund ára í stað 175 þúsund ára eins og áður var talið. 3. Stuðlaparið aldur og ævi var al- gengt í fornu máli og á, að mati Jóns G. Friðjónssonar (Rætur máls- ins, 1997), uppmna sinn að relqa til trúarlega rita, þýddra úr latínu: a seculo et usque in seculum. Hér er dæmi úr Guðbrandsbiblíu, Sálmur 33,11: hans hjartans hugsanir vara um aldur og ævi. Prédikarinn Textinn í „...um aldur og ævi“ er „samtal“ við texta prédikarans í heilagri ritningu á bls 682-690 í Gamla testamentinu (útg. 1981). f kynningu á textanum stendur: „Prédikariim er sérstæð bók í rit- safni Gamla testamentisins og rituð mjög seint. Hún er eignuð Salómon af þeim sökum, að hann er talinn upphafsmaður „spekinnar". Prédikarinn flokkast með spekirit- unum eins og Job, Orðskviðir og Sí- raksbók. Þar gætir nokkurrar lífs- þreytu, sem sumir vildu nefna raunsæi: „Hvaða ávinning hefir maðurinn af öllu striti sínu, er hann streitist við undir sólinni?" Um Salómon stendur í Islensku alfræðiorðabókinni, bls. 149: „Saló- mon, d. um 922 f.Kr.: konungur í ísrael; sonur Davíðs og Batsebu; tók við ríki 961 f.Kr. eftir fóður sinn; lét reisa musterið í Jerúsalem og fleiri stórbyggingar; voldugur og ríkti að hætti austurlenskra kon- unga. Vegna mikilla framkvæmda varð S að leggja þunga skatta á þjóðina og olli það óánægju. Við fráfall S varð uppreisn og ríkið klofnaði í Suður- og Norðurríkið. S hafði orð á sér fyrir vísdóm og rétt- læti og Orðskviðirnir, Prédikarinn og Ljóðaljóðin í Gt hafa verið eign- uð honum." Fædd 27.12.1939. Ragnheiður Benediktsson tölvukennari að störfum í Melaskóla í Reylqavik. Fæddur 10.1. 1911. Björn Gissurarson í Kópavogi. Langömmubróðir Daníels verður 89 ára í janúar næstkom- andi. Hann segisU hafa séð réttláta menn farast í réttlæti sínu og guð- lausa menn lifá lengi í illsku sinni. Þá segist hann hafa séð óguðlega menn jarðaða og góða menn rekna burt frá hinum heilaga stað og gleymast. Ekkert stenst, því rang- lætið hendir réttláta og réttlætið rangláta. Umfram allt ber að kanna hvað flokkast ekki undir hégóma og eftirsókn eftir vindi. Prédikarinn sér það sama og nú- tímamenn hafa séð: „Allt getur alla hent, sömu örlög mæta réttlátum og óguðlegum, góðum og hreinum og óhreinum. Hinum góða famast eins og syndaranum, og þeim er sver eins og syndaranum.“ (9.2) „Það er ókostur við allt, sem við ber undir sólinni, að sömu örlög mæta öllum.“ (9.3). Að eiga enn hlutdeild í lífinu er fagnaðarefnið og á meðan svo er, er von. ann ráðleggur því: „Far því og et brauð þitt með ánægju og drekk vín þitt með glöðu hjarta." (9.7) Njóta ber svo lífsins með þeim sem maður elskar, alla daga síns fánýta lífs, sem gefnir hafa verið undir sólinni: „Alla þína fánýtu daga, því að það er hlutdeild þín í lífinu og það sem þú fær fyrir strit þitt, sem þú streitist við undir sólinni." (9.8). Margt er manna bölið, en strit án fagnaðar er til einskis. Aldur væntir elli en ýmsar verða ævirnar. Sá er ekki alla ævina vesæll sem einn dag á góðan, þótt enginn viti sína ævi, fyrr en öll er. Æskan, fullorðinsárin og ellin, allt er þetta jafn mikilvægt og allur aldur er viðkvæmur. Samt er ellina í ljóma og þangað safnast hamingjan. Hámark hamingjunnar er að vera aldraður í ruggustólnum sínum, innan um minningar og það sem hjartanu er kært, og líta í ró- legheitunum yfir farinn veg. Lífs- ferillinn er orðinn hamur og hús. Hann og hún sér líf sitt sem sögu, sögu sem er um eitthvað. En tilgangur er einmitt saga og flestar sögur hafa söguþráð, upphaf, miðju og endi. Þannig skilur hinn aldraði tilgang lífsins því hann og hún veit hvernig saga lífs síns endar, og hamingjusöm lifa þau sín ævilok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.