Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ / Islenski fj árhund- urinn Komin er út bókin Islenski fjárhundurinn eftir Gísla Pálsson en útgefandi er Bókaútgáfan á Hofí. I bókinni er rakinn ferill íslenska fjárhundsins frá fornri tíð til okkar daga og barátta við endurreisn stofnsins þegar hann var í sögulegu lágmarki. Sagt er frá 45 aðilum sem standa í dag að ræktun ís- lenska fjárhundsins. Hver kafli er í senn á íslensku, þýsku og ensku. I bókinni eru 110 myndir, þar af 30 sem sýna litaflóru hundsins. Þá er að finna í bók- inni lista yfír 700 hundanöfn ásamt skýringum um uppruna þeirra og merkingu, sem Hermann Páls- son tók saman. SAGA íslenska fjárhundsins er á margan hátt merkileg og spannar þann tíma sem liðinn er frá komu nor- rænna manna til Islands. Land- námsfólkið kom með húsdýr til landsins, einnig hunda til þess að að- stoða við gæslu og smölun fjár, naut- gripa og hesta, því girðingar voru ekki til fyrr en á þessari öld og Is- land var stórt og strjálbýlt land. Lítið er skrifað um hunda í okkar gömlu bókmenntum, þess er heldur ekki getið hvernig fjárhundar þeirra tíma litu út. Þó er sagt frá því í sögu Ólafs konungs Tryggvasonar að þeg- ar hungursneyðin var hér á landi ár- ið 990 lagði Ai'nór kerlingarnefur það til að lógað skyldi flestum eða öllum hundum í landinu. Þeir væru svo margir að bjarga mætti fjölda fólks frá hungurdauða með þeim mat sem ella fór í þá. Bændur fóru ekki að ráðum Amórs og hundamir héldu lífi. I íslendingasögunum er fátt skrifað um hunda og aðeins nefndir þeir fágætu sem skáru sig úr fjöldan- um. í Njálu er talað um þegar Ólafur pá gaf Gunnari á Hlíðarenda hund- inn Sám. Hann var mikil gersemi og þótt lýsing á honum sé ekki ítarleg, má ætla að hann hafi verið írskur úlf- hundur. Á miðöldum er íslenski hundurinn orðinn að eftirsóknarverðri útflutn- ingsvöm, aðallega til Englands. Þar vom þeir í sérlegu uppáhaldi hjá aðl- inum og heldra fólki sem fjölskyldu- hundar og gæludýr. Martein Beheim skrifar árið 1492 að íslendingar selji íslenska hunda hæsta verði til Eng- lands þar sem hundarnir vom í miklu dálæti sem stofuhundar enskra hefðarkvenna. Árið 1555 skrifar Olaus Magnus um hundinn og lýsir honum sem ljósum eða hvít- um með þykkan feld. John Caius segir einnig frá íslenskum hundum í bók sinni árið 1570 að þeir séu svo loðnir að naumlega sé hægt að greina höfuð frá búk. Þessir rakkar væm mjög vinsælir, eftirsóttir og mikið látið með þá. Shakespare nefn- ir einnig íslenskan hund með upprétt eyru í leikritinu „Hinrik V“ sem skrifað er um 1600. Árið 1650 ritar Thomas Brown að ekki séu aðeins fluttir inn íslenskir hundar sem fjöl- skylduhundar, heldur sækist enskir fjárbændur líka mjög eftir að fá þá. Arið 1755 skrifar Count de Buffon um 30 tegundir hunda, sem þá em þekktar og er íslenski hundurinn þar á meðal. Lýsingar hans á þessum tegundum em svo góðar að sýnilegt er að flestar tegundir em enn til. Til er málverk af hundinum Fixe, sem Johan Staalbom málaði árið 1763. Hundurinn var af íslenskum ættum, fæddur í Dantzig vorið 1759. Sama ár flyst hann til Stetin og kemst í eigu General G.A. von Siegroth, sem síðar varð yfirforingi Kungl Söderm- anlands Regemente í Svíþjóð. Fixe þjónaði herra sínum af tryggð þar til hann dó í Kapsta í janúar 1772. Eggert Ólafsson og Bjarni Páls- son ferðuðust um ísland 1752-57 til þess að skrifa um fólk og náttúm. í ferðabók þeirra em góðar lýsingar á íslenska hundinum. Þrjár tegundir hunda em til á þessum tíma, fjár- hundar sem vora loðnir með þétt þel undir vindháranum. Sumir vom mjög loðnir og kallaðir lubbar. Þess- ir hundar vora ekki einungis notaðir sem fjárhundar, heldur vom þeir nýttir til annarra verka, svo sem sækja lunda í holurnar og vora þá tíkumar einkum notaðar vegna smæðar sinnar. Hinar tvær tegund- imar vom háfættir snögghærðir veiðihundar og dverghundar. Fyrstu íslensku lögin, sem varða hunda, vom sett 1869 og árið 1871 var lagður hundaskattur á alla hunda nema vissan fjölda fjárhunda í sveitum. Með þessu átti að fækka hundum en þeir bára með sér band- orma sem ollu sullaveiki í fólki. Talið er að um 24.000 hundar hafi verið á íslandi árið 1869 en um 1887 vom þeir orðnir um 10.000. Um aldamótin taldi Christian Schierbeck, læknii- í Reykjavík, að íslenskir hundar væru eingöngu til á afskekktum bæjum því hann hefði blandast við erlend hundakyn sem höfðu verið flutt inn á 19. öld. Árið 1901 var lögleitt algjört bann við innflutningi hunda. í flestum ferðabókum sem skrif- aðar em um Island á þessum tíma er minnst á íslensku hundana en lýsing- ar á þeim eru mismunandi en þó hægt að sjá að um sama hundakyn er að ræða. Hundarnir em sagðir ómissandi á hverjum bæ við rekstur búsmala og afbragðshundar gátu ekki aðeins smalað fé, heldur aðstoð- uðu þeir við björgun á fé og fólki í allt að 9 álna djúpum snjó. Fyrir góðan hund mátti fá hestverð. Um þetta leyti vakti íslenski hundurinn athygli á hundasýningu í Tívóli þar sem hundurinn Pillar fékk verðlaun. ís- lenski hundurinn varð viðurkennt ræktunarkyn í Danmörku árið 1898 og árið 1905 í Englandi en þá var ís- lenskur hundur ættbókarfærður í The English Kennel Club. Þá var kynið viðurkennt sem slíkt þarlendis og gefið út ræktunarmarkmið sem þýtt var úr dönsku. Enskur aðalsmaður, Mark Wat- son, fékk ungur áhuga á íslandi og ferðaðist oft um landið. Fyrst upp úr 1930 ferðaðist hann á hestum og seinna á bílum. I fyrstu ferðunum sá hann nokkuð marga íslenska fjár- hunda, en um 1950 vom þeir að heita má horfnir. Hann ákvað að reyna að bjarga stofninum og fann með aðstoð góðra manna nokkra hunda og tíkur. Tók hann þá með sér til Kaliforníu, þar sem hann átti búgarð. Páll Agn- ar Pálsson, yfirdýralæknir að Keld- um, aðstoðaði Watson við þennan út- flutning. Meðan beðið var eftir fari íyrir hundana úr landi vom þeir geymdir á Keldum hjá Páli og varð einn þessara hunda þar eftir. Það var tík, sem seinna stuðlaði að viðhaldi og aukningu stofnsins hér á landi. Ytra gekk illa að rækta hundana, nokkrir þeirra drápust úr hundafári en þeir sem eftir vora virtust arf- hreinir. Nokkra seinna fiutti Watson aftur til Englands og tók hann þá hundana, sem eftir vom, með sér þangað. Um þetta leyti hafði kona nokkur austur í Árnessýslu séð hund sem henni þótti svo fallegur að hún ákvað að eignast slíkan hund. Þetta var Sigríður Pétursdóttir á Ólafsvöllum sem hafði séð gamlan feitan hund sem bar af sér mikinn þokka og var sagður íslenskur fjárhundur. Á þess- um tíma átti hún og maður hennar, Kjartan Georgsson, tvo hunda, blending og fox terrier tík en höfðu samband við Pál A. Pálsson út af ís- lenskum hundum. Ekki gekk að fá hund að þessu sinni en seinna hitti Kjartan Pál að Keldum og vildi Páll þá láta þau hafa hund ef þau vildu hefja ræktun. Sigríður taldi það ekki mikið mál að hafa hund og tík og fá hvolpa af og til undan þeim. Hún komst hins vegar að því að þetta var miklu stærra verkefni en hún taldi í upphafi þar sem fáir hundar vom til í landinu og þeir sem til vom, vom annað hvort gamlir eða ekki fáanleg- ir. Árið 1967 hóf hún skipulagða ræktun á íslenska hundinum og not- aði ræktunamafnið „frá Ólafsvöll- um“. Sigríður fékk fyrst hundinn Kát lánaðan en hann var fæddur á Keldum og eigandi hans var bóndi á írafelli í Kjós. Hún kaupir tvo hvolpa af Sveini Kjarval að tilstuðlan Páls, þau Snotm og Kol. Síðan fékk hún skipstíkina Tátu norðan úr Eyjafirði, ættaða úr Bárðardal. Báturinn var að fara í slipp og vildu skipverjar koma henni fyrir og höfðu heyrt að Sigríður væri að leita sér að tík. Undan henni fékk hún fyrstu hvít- gulu lubbana. Sigríður kaupir svo Kát af eiganda hans. Kátur var með ákaflega þéttan feld og afburða góð- ur smalahundur. Báðir þessir hund- ar vora um 5 ára gamlir þegar Sig- ríður fékk þá. Píla kom úr Mosfellssveit en hún var undan fyrr- nefndum Káti og alsystur hans frá Keldum. Sigríður hafði lesið nokkuð um erfðafræði og vissi því að þetta lofaði ekki góðu um áframhaldandi rækt- un. Þá gerðist það að Páll sagði henni frá Mark Watson sem hafði flutt út óskylda hunda uppúr 1950 og taldi hana á að hafa samband við hann sem hún og gerði. Að áeggjan Watsons fór Sigríður þrjár ferðir til Englands. Þar kynnti Watson hana fyrir Jean Lannig ræktanda og dóm- ara og enska hundaræktarfélaginu, The English Kennel Club. Þau skipulögðu fræðslu- og námsáætlun fyrir Sigríði og var hún í fullu námi á meðan á dvölinni stóð. Sótti hún allar sýningar og fór á milli bestu og þekktustu hundaræktendanna sem höfðu skarað fram úr á sínu sviði. Einnig kynntist hún starfi þekktra dómara og lærði um hin ýmsu hundakyn og fékk undirstöðuatriði ræktunar margra hundakynja. Þessi lærdómur var ekki einungis nota- drjúgur við ræktun heldur nýttist hann henni þegar til þess kom að hún varð dómari ýmissa hunda- kynja. Einnig lærði hún ræktunar- aðferðina sem notuð var þegar um litla hundastofna var að ræða og öðl- aðist þá þekkingu sem til þurfti til áframhaldandi ræktunar þeirra. Þessar námferðir fór Sigríður á ámnum 1965-67 en árið 1967 má segja að hún hafi byrjað sína alvöru- ræktun hér heima. í síðustu ferðinni til Englands valdi hún hund og tík, sem síðar vom paraðir saman. Wat- son gaf henni tvo hvolpa undan þessu pari, þau Vask og Brönu of Wensum. Með þeim skilyrðum að hundarnir yi’ðu settir í sóttkví hér heima leyfði Páll A. Pálsson innflutn- ing og með þessum fáu hundum hóf Sigríður brautryðjendastarf í rækt- un íslenska fjárhundsins. Framund- an var þrotlaust starf þar sem Sig- ríður varð að hafa stöðugt og strangt val á þeim hundum sem hún notaði til undaneldis. Þeir hundar sem hún notaði vom hins vegar kynfastir og framræktun varð góð. Eftir kynni Sigríðar af enska hundaræktarfélaginu, The English Kennel Club, vaknaði áhugi hennar á stofnun hundaræktarfélags hér heima sem myndi snúast um ís- lenska hundinn. Þar sem Watson var öllum hnútum kunnugur í þeim efn- um og þekkti til hér heima var ákveðið að stofna hundaræktarfélag sem myndi standa að verndun og ræktun íslenska fjárhundsins. Fimmtudaginn 4. september 1969 var síðan haldinn almennur fundur áhugamanna um ræktun íslenska fjárhundsins á Hótel Sögu og var það stofnfundur Hundaræktarfélags íslands. í stjórn vora kjörin: Gunn- laugur Skúlason, dýralæknir, for- maður, Jón Guðmundsson, Sigríður Pétursdóttir, Ólafur E. Stefánsson og Magnús Þorleifsson. Nokkram ámm eftir að HRFÍ var stofnað var Sigríður kosin formaður. Vann hún mikið að þvi að félagið fengi að gerast aðili að alþjóðahund- aræktarsamtökunum FCI. Það hef- ur reynst erfitt vegna smæðar þjóð- arinnar og fáiTa hunda. Það var ekki fyrr en á ársfundi alþjóðasamtak- anna í Bem að Sigríður var boðuð sem formaður og henni tilkynnt að ísland yrði aukaaðili að samtökunum FCI. Sama dag var kallaður saman fundur hjá hundaræktarsamtökum Norðm-landanna, NKU, og íslenska félaginu boðið að gerast aðili þar. Hundaræktarfélagið hefur á und- anfömum áratugum verið samstarf- svettvangur eigenda og áhugafólks ýmissa hundakynja. Hundaræktar- félagið er félag áhugamanna, sem ekki hefur notið opinberra styrkja og fjármagnar starfsemi sína með skráningar- og þjónustugjöldum, auk þess sem meðlimir greiða félags- gjald. Þó starfsemi félagsins hafi um margt breyst í áranna rás er sú deild félagsins sem vinnur með íslenska fjárhundinn enn sú stærsta og þar era nú skráðir um 200 félagar. Deild íslenska fjárhundsins var ekki stofnuð íyrr en 1979 en þá hafði HRFÍ verið starfrækt í 10 ár. Á þessum tíma var farið að stofna sér- stakar deildir innan þess þar sem fleirl hundakyn vora að ryðja sér til rúms. Á fyrsta fundi deildar íslenska fjárhundsins sem haldinn var á Hót- el Borg 27. október 1979 voru kosin í stjórn deildarinnar þau Guðrún R. Guðjohnsen, Guðrún Sveinsdóttir, Sigríður Pétursdóttir, Stefán Aðal- steinsson og Valgerður Auðunsdótt- ir en varamenn vora þær Guðríður Yalgeirsdóttir og Ólöf Björnsdóttir. Á næsta fundi á eftir var Guðrún Guðjohnsen kosin formaður, Stefán ritari og Valgerður gjaldkeri. í dag eru í stjórn deildar íslenska fjár- hundsins þau Guðni Ágústsson for- maður, Helga Andrésdóttir, Helga Finnsdóttir, Rakel Hallgrímsdóttir og Gunnar H. Sigurðsson. Deild íslenska fjárhundsins hefur á undanförnum áram tekið virkan þátt í erlendu samstarfi og á nú aðild að norrænum og alþjóðlegum sam- tökum. Alþjóðlegt samstarf er nú á meðal 7 þjóða, Islands, Danmerkur, Finnlands, Noregs, Svíþjóðar, Hol- lands og Þýskalands. Álþjóðasam- bandið heldur utan um ræktun og verndun íslenska hundsins á alþjóð- legum grundvelli og hittast stjórn- endur þessara samtaka einu sinni á ári. Árið 1965 byrjaði Sigríður að skrá hunda og hafði þar til hliðsjónar skráningaraðferð enska hundarækt- arfélagsins. Árið 1968 fór hún að númera hundana eftir ártali og þar með var tekið upp núverandi skrán- ingarkerfi. Frá upphafi skráningar til ársins 1996 vom skráðir 1.069 ís- lenskir fjárhundar hjá Hundarækt- arfélagi íslands en árið 1968 vora þeir 11 og árið 1969 voru þeir 25. Ár- ið 1996 var 681 íslenskur hundur skráður í Noregi, í Svíþjóð 621, Dan- mörku 1.595, Finnlandi 42, Hollandi 302 og í Þýskalandi 268. Sameiginleg skrá verður yfir íslenska fjárhunda í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.