Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ YIÐHAFNA Framundan eru jól og árþúsundamót. Steingrímur Sigurgeirs- son smakkaði nokkur vín í betri kantinum af því tilefni. Áin Douro hlykkjast um samnefndan dal í norðurhluta Portúgals. í hlíðunum vaxa þrúgurn- ar sem gefa sér undirstöðuvínin í púrtvíni. Það mikla úiyal sem nú prýðir sérpönt- unarlista ÁTVR og hillur sérpöntun- ardeildarinnar í Heiðrúnu hlýtur að vera hverjum vínáhugamanni mikið ánægjuefni. Og það sem meira er, úrvalið virðist stöðugt vera að aukast. Nú er svo komið að hægt er að fá mjög góð og í sumum tilvikum frábær vín frá öllum helstu víngerðarsvæðum heims og þegar komið er í efstu verðflokkana eru vín yfir- leitt ekki dýrari hér á landi en í Evrópu eða Bandaríkjunum. Oft eru dýrari vín jafnvel á töluvert hagstæðara verði hér á landi en á mörk- uðum þar sem sveiflur vegna framboðs og eftir- spumar era meiri. Eftirspum eftir dýrari vínum hér á landi er enn ekki það mikil að hægt sé að verð- leggja vín fram úr hófi. Verð- ið er því yfirleitt byggt upp á verði framleiðanda, áfengis- gjaldi, söluskatti og hefð- bundinni álagningu, heild- sölu- og smásöluálagningu. Vissulega kemur það iyrir að maður reki augun í „undar- legt“ verð á sérpöntunarlist- anum en yfirleitt verður að segjast eins og er að í þess- um vínum era alla jai'na góð kaup. Sem kemur sér vel nú á þessum árstíma þeg- ai- frystikistur era fullar af rjúpu, hreindýri, vill- igæs, kalkún og öðram þeim dásemdum sem einkenna matarborð þessa árstíma. Það getur verið varasamt að gefa út almennar ráðleggingar um „hvaða vín henti með hverju“ þar sem yfirleitt verður að taka marga þætti með í dæmið. Kalkúnn er til dæmis fremur hlut- laus afurð, það er fylling og meðlæti sem ræður ferðinni. Og þótt villibráðin sé aldrei hlutlaus er það oftar en ekki sósan sem gefur tóninn. Þrátt fyrir þetta er þó hægt að marka meginlínur og legg ég í þessari grein áherslu á dýrari vín af sérpöntunarlistanum. Jafnframt er ég á sígild- ari nótunum að þessu sinni og lít fyrst og fremst til hinna rótgrónu upprunasvæða afbragðsvína í Evrópu þótt einn og einn fulltrúi Nýja heimsins fái að fljóta með. Um öll þau vín sem hér á eftir verður fjallað, nema ef vera skyldi gamla Amontillado-sérríið í lokin, á það við að þetta era ung vín sem myndu batna mjög við geymslu í 3,5 og stundum jafnvel 10 ár í viðbót. Óll era þau hins vegar neysluhæf núna en myndu hafa gott af því vera opnuð með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Þá ætti und- antekningarlaust að hella þeim yfir í karöflu um leið og þau eru opnuð og leyfa þeim að opna sig þar í rólegheitum. Þar sem eldri, „tilbúin" vín era ekki á markaðnum hvet ég fólk til að hugsa til framtíðar og leggja einnig vín til hliðar, fyrir jól og áramót framtíðarinnar. Þið munuð ekki sjá eftir því þegar þar að kemur. Þýsk vín hafa átt undir högg að sækja hér á landi, sem er synd. Mörg af bestu hvítvínum heims era þýsk og stíll þein-a er einstakur. Benda má á Móselvínið Dr. Loosen Wehlener Sonnenuhr Riesling Kabinett 1997 (1.440 kr.), hreinn og skýr Riesling-ilmur einkennir ilm þess, blóm, epli og jarðvegur, ögn steinefna- kennt. í munni töluverð sæta, þykkur þrúgusafi og hið lága áfengismagn (8%) gerir að verkum að vínið er að mörgu leyti líkara vínberjadjús fremur en víni. Nokkur sýra undir lokin. Þarf að vera nokkuð kalt vegna sætunnar og er af- bragðsfordrykkur fyrir þá sem kunna að meta þýsk vín. Einnig ættu kaldir fiskiréttir, t.d. fiski- paté vel við þetta vín. Frakklandsmegin við Rín er að finna héraðið Elsass (Aisace) en þaðan koma mörg af bestu hvítvínum Frakklands, sem era jafnframt þeim frábæra eiginleika gædd að vera á viðráðanlegu verði (sem verður vart sagt um öll Búrgundar- vín). Fáanleg era vín frá nokkrum af betri fram- leiðendum Elsass hér á laridi, m.a. Rene Muré: Tokay Pinot Gris Grand Cru Vorbourg 1996 Clos St. Landelin (2.140 kr.) er gott dæmi um hvað þessi einstaka þrúga getur getið af sér góð vín. I nefi smjörsteiktir bananar, ananas og hvít sumarblóm. Þykkt sem hunang í munni, exó- tískt og þokkafullt. Fjölnota vín, sem mætti t.d. reyna með önd með ávaxtasósu eða fyllingu og kalkún. Frá sömu Grand Cru ekru kemur Rene Muré Riesling Grand Cra Vorbourg 1996 (1.820 kr.). Áferð vínsins er þykk og feit, litur fallega gulur. Framandi ávextir einkenna ilmköríúna og karakter ekrannar Vorbourg kemur greini- lega í Ijós í nefi en Rieslinginn eiginlega ekki fyrr en í munni. Þykkur og blómamikill en mjög ungur ilmur. Töluvert sýrumikið og þurrt. Vín með fiskréttum er byggjast á ijómalausum en kannski smjörmiklum sósum með vini eða ediki og sítrónu í granninum. T.d. Hollandaise. Einn- ig yndislegt eitt og sér. Trimbach er annar vandaður framleiðandi í þessu héraði og vínið Gewui-ztraminer Cuvée des Seigneurs de Ribeaupierre 1993 (2.170 kr.) heldur svo sannarlega uppi heiðri hans. Ilmmik- ið, vel ilmandi sápur og ilmefni, hvít blóm og hunang, þykk angan og feit. Sömu tónar halda áfram í munni, vínið kiyddað og feitt, kardi- mommur og þessi þurra remma, sem finna má í t.d. kryddinu túnnerik. Þetta vín ræður við ým- islegt og er t.d. afbragð með franskri anda- eða gæsalifur (Foie Gras), krydduðum réttum og kaldri viliibráð. Nyrst í Búrgundarhéraði er að finna lítið vínhérað með stórt nafn, Chablis. I hlíðum einnar hæðar er að finna sjö ekrur, þær bestu í héraðinu, sem fá að kalla sig Grand Cra. Stærsti framleiðandi Chablis-vína er La Chabiisienne og jafnframt glettilega góður. Chablis Grand Cra „Grenouilles" (2.590 kr.) er klassískt Chablis- vín. Angan af hnetum og stein- efnum, brennisteinn og ristað brauð í bland við þurrkaðar ap- ríkósur. í munni springur vínið út í mikinn og þykkan massa, greip og lime-tónar áberandi og fersk sýra sem brýtur upp þyngri tóna og gefur ferskleika. Stórgott vín er hæfir flestu góðu sjávarfangi, lax, reyktum sem ferskum, humri og ostram. Chablis Grand Cru „Bougr- os“ 1996 (2.450 kr.) er síst minna vín. Ögn lokaðra en jafn- framt ágengara þegar á líður og með sterkari innslagi af hita- beltisávöxtum. Þessi tvö vín sýna vel hvers vegna nafnið Chablis er eins þekkt og raun ber vitni. Það er engin þörf á að klína Chardonnay-nafninu á þau þótt bæði séu þau 100% úr þeirri þrúgu. Piemonte og Toscana Italía er helsta vínræktar- land veraldar samhliða Frakklandi þótt ítölsk vín séu oft ekki jafnhátt skrifuð. Þó era til marg- ir ítalskir framleiðendur sem þurfa ekki að skammast sín í samanburði við neinn annan framleiðanda í veröldinni. Gaja og Antinori eru í þeim hópi. Angelo Gaja ræður ríkjum í Piemon- te þótt hann hafi einnig fjárfest í víngerð í Toscana og Piero Antinori er óumdeOdui- for- ystumaður í Toscana þótt hann hafi einnig fjár- fest í Piemont. Hér era þó valin vín af heimavelli hvors kappans um sig. Gaja Sito Moresco 1995 (2.430 kr.) er dimmt og dökkt, spítalalykt og apótekaralakkrís gjósa upp ásamt smá eikarvanillu. Beiskt og tannískt, sæmilegur bolti, jarðarmikið vín og jafnvel má greina tóna af hrárri vOlibráð. Ætti að renna vel saman við t.d. grafna gæs og alla rétti þar sem sveppir eru notaðir og meðlætið ekki of sætt. Ántinori Tignanello 1995 (2.870 kr.) er úr hópi svokallaðra „Súper-Toscana“-vína, það er vína sem mOdð er lagt í en falla ekki undir hina hefð- bundnu staðla ítölsku löggjafarinnar. TignaneUo er t.d. vín er byggist nær einvörðungu á þrúg- unni Sangiovese, með smá innslagi af Cabernet Sauvignon. Það er enn stíft og tannískt, þurr haustlauf og karamellur gefa tóninn, stóra Lind- ukarameilumar, svört ber á bak við. Tanmskt, hrátt kjöt og kalt te. Harður nagli, sem þarf tíma. Ætti að henta með svipuðum réttum og Si- to Moresco og ekki síst nautakjöti. Antinori Solaia 1994 (3.240 kr.) er einnig í „Súper-Toscana“-flokknum nema hvað að nú hafa hlutföllinn snúist við og Cabemetinn er ríkjandi, Vínið er kannski ekki komið á tíma en farið að sýna góð þroskamerki og orðið vel neysluhæft. Dökkur súkkulaðnlmur og reykur í munni, þykkt, sýrumikið en farið að mýkjast veralega. Stórt og mikið vín sem færi eflaust létt með hálfan áratug í viðbót á flösku en kemur skemmtilega á óvart núna fyrir aðgengileika. Hreindýr og villigæs. Rón, Bordeaux, Bourgogne og Rioja Rónardalurinn (Rhone) er helsta uppspretta franskra rauðvína. Þai' er að finna margan mis- jafnan sauðinn en bestu vínin era í hópi bestu vína Frakklands og rétt eins og Elsass-vínin ekki glæpsamlega dýr. Þama má jafnframt finna sum þeirra vína sem hvað best henta með íslenskri villibráð, ekki hvað síst vínin frá Norð- ur-Rón, svæðunum Cote Rotie og Hermitage. Chapoutier Cote Rotie 1994 (3.430 kr.) er klassískt viilibráðarvín. Ilmurinn kryddaður og aðgengilegur, sætur og mildur, bakarísilmur og kókos. Það kemur síðan á óvart hversu mjúkt vínið er í munni þótt það sé þurrt og alltannískt. Enda blanda framleiðendur í Cote Rotie yfirleitt örfáum prósentum af hvítu þrúgunni Viognier saman við. Vín sem gengur með allri villibráð og smellur saman við rjúpuna ekki síst. Delas Hermitage 1994 Les Bessard (3.880 kr.) er þungur bolti, eikaður ilmur með mikilli vanillu, kryddað, negull og ávöxtur. I munni þykkt og feitt, „kai'lmannlegra" en Cote Rotie- vínið. Ekki sama fágunin en meiri vöðvar. Rús- ína komin í eftirbragðið. Vín með allri villibráð, sérstaklega ijúpu. En færam okkur þá yfir til Bordeaux og byrj- um á vinstribakkanum ogvíninu Chateau Les Oi-mes de Pez 1993 (3.580 kr.) Klassískur Bordeaux-ilmur einkennir vínið sem er farið að sýna þroska, cassis og kaffi, orðinn mjúkur og þroskaður í munni, meðalstór. Flott vín sem steinliggur með hreindýri. 1993-árgang- urinn er nú að mestu horfinn en 1995 kominn í staðinn. Ekki eins þroskaður, örlítið lokaðri og stífain, en jafnframt töluvert stærra vín í ljósi betra árferðis. Það era mjög góð kaup í þessu víni. Chateau Le Petit Mouton Rothschild 1996 (3.830 kr.) er „annað“ vín einhvers þekktasta vínhúss veraldar, Chateau Mouton-Rothschild, unnið úr yngri vínvið á ekrunum, sem ekki nær Chateau-klassanum alveg. Litli sauður (Petit Mouton) er samt enginn aukvisi heldur mikill að vexti. Sviðin eik er áberandi í ilmi vínsins, sem og þykkur, dökkur ávöxtur, lyng, þungur sól- berjasafi, dökkristað kaffi. Hann er dimmur í munni, tannískur en samt ótrúlega mjúkur. Mjög karlmannlegt vín sem hikar ekki við að ráðast til atlögu við öflugar sósur. Chateau Cantenac Brown 1996 (4.460 kr.), er öllu finlegra vín enda frá Margaux en ekki Pau- iliac líkt og vínið á undan. Pauillac-vínin era þekkt fyrir kraft, Margaux fyrir elegans. Mikil eik en ekki eins ristuð í nefi, ávaxtapæ, sólbak- aðir ávextir og lakkrís. Uppbygging vínsins er flott og elegant. GlæsOegt vín. Hreindýr jafnt sem ijúpa eiga vel heima í félagsskap við Cant- enac-Brown. Árgangurinn 1994 telst einungis vera í góðu meðallagi þegar Bordeaux er annarsvegar. Minni árganga skyldi þó ekki vanmeta. Vín úr þeim hafa svo sannarlega notagildi. í fyrsta lagi eru þau ódýrari en bestu árgangamir (oft hlut- fallslega ódýrari en gæðamunurinn segir til um) og þau verða neysluhæf fyir. Þannig er hægt að drekka litlu árgangana á meðan beðið er eftir þeim stóra. Árgangarnir 1993 og 1994 frá Bor- deaux era tO dæmis yfirleitt mjög góðir nú. Chateau Cantemerle 1994 (2.760 kr.) er gott dæmi um það. Litur er farinn að sýna smá þroska en í nefi er vínið enn nokkuð hart og Ca- bemet-legt. Dökkt ristað kaffi í nefl, í munni þétt og góð uppbygging sem gerir þetta að góðu alhliða matarvíni. Sama má segja um Chateau Belgrave 1994. Þroskinn er farinn að gera vart við sig, vínið farið að mýkjast en ávöxturinn, ber og plómur, þó enn tO staðar. Meðalstórt vín sem er mjög þægilegt tO neyslu nú. En þótt Bordeaux sé stórkostlegt hérað er Búrgund (Bourgogne) harður keppinautur. Louis Jadot Pommard 1994 (2.490 kr.) byrjar sem lokað vín, bökuð dökk ber, en opnar sig í sætum, rauðum og dökkum berjum ásamt þroskuðum ögn „dýrslegum" tónum, leðri og sveit ásamt haustlegum skógarilmi af sveppum og blautum laufum. Vel gert Búrgundarvín sem á vel við önd, naut og viOibráð. Og ekki má heldur gleyma því héraði þar sem víngerðarhúsin leggja það á sig að geyma vínin fyrir okkur þangað til þau eru orðin þroskuð og neysluhæf. Rioja á Spáni. Ég hef lengi verið hrifinn af vínunum frá La Rioja Alta og mæli hiklaust með t.d. Gran Reserva-víninu eða Vina Rana Reserva. Bæði eiga vel við allan íslenskan jólamat. Áströlsku boltamir Vín frá Nýja heiminum komu sér í byijun á framfæri með því að vera góð kaup, ódýr en traust. Stöðugt fleiri átta sig þó á því að frá fjar- lægum heimshlutum koma einnig risavaxin toppvín, sem geta keppt við flest vín Evrópu í gæðum ekki síður en verði. Hardy’s Coona- waiTa Cabemet Sauvignon (2.120 kr.) ilmar af dökku núgati, púðursykri í súiTnjólk og vott af negul. Magnað vín með afl en jafnframt mýkt. Feitt, sýrumikið og eikað. Wolf Blass Black Label 1994 (3.700 kr.) er hreinræktað vöðvabúnt úr þrúgunum Cabemet Sauvignon, Merlot og Shiraz. Heitt og bakað, með kröftugum myntuilm, sem gjarnan ein- kennir suður-áströlsk vín. í munni þykkt og stórt, tannín mjúk. Vín sem ræður við flestallt. Black Label-vínin gerðu Wolf Blass að einu helsta nafninu í ástralskri víngerð er þau sópuðu að sér verðlaunum á fyrri hluta áttunda ara- tugarins og enn í dag era þau bestu vín þessa lit- ríka framleiðanda. Wolf Blass President’s Sel- ection Shiraz (1.760 kr.) hefur kannski ekiu sömu stærð og Black Label en líklega myndu nú samt mörg frönsk vín blikna við hliðina. Vín úr Rónarþrúgunni Shiraz (Syrah) í áströlskum stíl, heitt, sultukennt, eikað og mikið. Leður og tjara í þykku og mjúku víni. Reynið með flestri villi- bráð. Árgangspúrtarar og Amontillado Veislumáltíð væri þó ófullkomin án góðs eftir- réttavíns og hvað er betra á þessum árstíma en hin heitu, áfengu sólbökuðu árgangspúrtvín. Þau eiga líka mjög vel við þá eftirrétti sem al- gengir eru í kringum jól og áramót. Ekki skaðar að á sérpöntunarlista era nú vín frá nokkrum af bestu framleiðendum Portúgals. Taylors 1985 (8.220 kr.) er eitt þeirra, sveskj- ur og rúsínur í ilmi, þurrkaður appelsínubörkur. Ofboðslegt vín sem springur út í munni. Risa- vaxið og áfengt, kemur í mörgum lögum, sætum jafnt sem þurram. Stórkostlegt vín. Veitti ekki af að minnsta kosti tíu áram í geymslu í viðbót, en færi léttilega með allt að fimmtán ár. Fonseca 1987 ilmar af ristuðum valhnetum, iokað í byrjun en áfengur ávöxtur og nýbakað, seytt rágbrauð koma síðar í ljós áður en vínið færist yfir í klassískan þurrkaðan ávaxtailm. Sætt og þungt í munni, „bassi“, titrandi kraftur. Mikill sætur ávöxtur í munni sem breiðir vel úr sér. Taylors Quinta de Vargellas 1987 (5.140 kr.) er loks flaggskip Taylors, Quinta (svipað fyrir- bæri og Frakkar kalla Chateau), 100 hektara ekra á efsta svæði Douro. 1987 var ekki eins magnaður árgangur og 1985 en þetta vín stend- ur þó fyrir sínu. Þurrkaður ávöxtur og vínlegnar sveskjur í nefi, þungt, ungt og áfengt í munni. Kraftmikið og magnað vín þótt bragðið sé styttra en í 1985-víninu. Og loks svona í lokin eitt „öðravísi" vín í tilefni árþúsundaskipta. Ef menn vilja bragða þroskuð vín og gömul era bestu sérríin sem hafa verið óralengi á ferð sinni um „solera“-tunnukerfið einhvei' besta leiðin til þess. Framleiðandinn Gonzalez-Byass býður til dæmis upp á Del Duque Amontillado Muy Viejo Rare Old Solera (3.910 kr.), amontillado sem endurspeglar öldina og jafnvel þá síðustu. Mjög þroskaður ilmur, hnetur og karamella. Vínið byi'jar þungt, springur síðan út í glasi og endar í möndluríku, þurru bragði. Fordrykkur til að drekka með andaktfullri virðingu og dást að þessu ald- urhnigna en glæsilega sköpunarverki. Morgunblaðið/Steingrímur Því miður liggja svona flöskur ekki á lausu. Gamlingjar í kjallara Mouton-Rothshild í Bordeaux.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.