Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ég fór síðan með Moravek í nýja hljómsveit sem var uppáhaldshljómsveitin mín frá þess- um árum og spilaði í gamla Gúttó við Vonar- stræti 1946-50. I þeirri hljómsveit var Magn- ús Pétursson á píanó, Jón Sigurðsson á bassa, Guðni Guðnason á nikku, Moravek á fiðlu og klarinett og ég á trommur. Þarna var æft fjögur, fimm kvöld í viku og spilað nánast öll kvöld vikurnar og þarna fékk ég góða æfingu og fór fyrst að læra að spila af einhverri al- vöru. Við spiluðum alls konar músík, valsa, gömlu dansana, léttklassíska músík og ekta djass og stór hluti af efnisskránni var frum- saminn og eftir Moravek. Með Moravek var ég í rúmlega fjögur ár. Síðan hætti Moravek að vera með danshljómsveit og þá tók Bragi Hlíðberg við hljómsveitinni. Þá komu í hljóm- sveitina Guðmundur Finnbjörnsson á altsaxó- fón, Guðjón Pálsson á píanó og Pétur Urban- ice á bassa og datt hljómsveitin mikið niður sem djasshljómsveit, en spilaði aftur vel al- menna dansmúsík. Þessi hljómsveit spilaði í . Gúttó í þrjú ár, til 1953. Þegar ég hætti með hljómsveit Braga Hlíð- berg í Gúttó fór ég í hljómsveit Jónatans Ól- afssonar og var í þeirri hljómsveit í tvö ár. Arin 1956-57 var ég með hljómsveit Jónasar Dagbjartssonar á Hótel Borg. í þeirri hljóm- sveit voru síðara árið, tveir ungir tónlistar- menn frá Akureyri, bræðurnir Finnur og Ingimar Eydal, sem voru hér fyrir sunnan í tónlistarskóla. Fyrra árið var Hafliði Jónsson á píanó og Ólafur Pétursson á saxófón. Þetta var á fyrstu árum rokksins, en við spiluðum eingöngu tangó og vínarvalsa og vandaða djassmúsík." Af hvaða tilefni kom þessi nafngift „Steini Krúpa“? „Hún kom á þeim árum þegar ég var með Moravek. Þá voru oft tónleikar í Austurbæj- arbíói og í Breiðfirðingabúð. Moravek var mjög spenntur fyrir því að ég hefði mikil trommusóló á tónleikum. Ég var stundum í eins konar einleikshlutverki og spilaði mörg trommusólóog fékk oft útrás í miklum trommusólóum. Ég hafði hlustað mikið á Gene Krúpa og Buddy Riche og þessa helstu trommuleikara, án þess þó að gera mér grein fyrir að ég væri nokkuð að stæla þessa menn, en sjálfsagt hef ég orðið fyrir miklum áhrifum frá Krúpa. Þessi sóló mín þóttu vera í anda Krúpa.“ Varstu ekki í hljómsveit í Ungó í Keflavík seint á sjötta áratugnum? „Jú, ég spilaði þar í hljómsveit með Axeli Kristjánssyni bassaleikara og fleirum. í Ungó var Guðmundur Norðdahl aðalmaðurinn og stjórnaði húsinu um tíma. Ég var nokkuð lengi með hljómsveit Axels Kristjánssonar í Ungó. Við spilum einnig nokkuð á fimmtu- dögum í gamla Þórskaffi við Hlemm. Ég kom aftur í hljómsveit Jónatans Ólafs- sonar sem spilaði gömlu dansana í Breiðfirð- ingabúð árið 1958 og var í þeirri hljómsveit í eitt ár og það var skemmtilegur tími. Jónatan hætti síðan með hljómsveitina og þá varð Ár- ni ísleifsson hljómsveitastjóri. I hljómsveit- ina komu Vilhjálmur Guðjónsson saxófónleik- ari og klarinettuleikari og Guðni Guðnason á harmonikku. Svo hætti Arni og ég tók við hljómsveitinni og þá kom í hljómsveitina nýr píanóleikari, Guðmundur Ingólfsson, ungur maður og efnilegur. Við vorum svo miklir djassgeggjarar, við Guðmundur, að fórum tvisvar til þrisvar í viku niður í Breiðfirð- ingabúð til að fá útrás, að spila fyrir okkur sjálfa og Friðrik Theódórsson var með okkur. Ég var með þessa hljómsveit í Búðinni 1958- 59.“ Kanntn ekki einhverja skemmtilega sögu frá löngum ferli þínum í dansmúsíkinni? „Það er kannski í lagi að segja eina sögu sem í endurminningunni er eftirminnileg. Það var eitt sinn að við fórum fjórir félagar til Vestmannaeyja að spila á árshátíð íþróttafé- lags í Eyjum. Við fórum með Lagarfossi, skipi Eimskipafélags fslands, sem var kyntur með kolum. Við vorum ekki fyrr komnir um borð í skipið en við hófum að spila. Það var komið með mikið af áfengum drykk til okkar og við urðum ansi villtir, ég og píanóleikarinn. Okk- ur þótti dallurinn ekki ganga nógu vel og vera eitthvað á eftir áætlun. Við rukum niður í kyndiklefa, vildum fara að hjálpa kyndaran- um við að kynda, moka kolum og vorum mikið ruglaðir. Við höfum vit á því að fara úr buxum og jakka. Kyndarinn hló mikið að okkur og hafði gaman af. Við mokuðum og mokuðum eins og bandvitlausir menn ofan í kolabox og alltaf sveif meira og meira á okkur. Síðan fór- um við að sofa og þegar við vöknuðum daginn eftir tókum við eftir að hvítu skyrturnar voru kolsvartar og nærfötin líka. Síðan lagðist Lagarfoss að bryggju í Eyjum. Það var þarna móttökunefnd, skipuð fjórum eða fimm mönn- 1 um gagngert komin að taka á móti okkur. Fé- lagar okkar voru báðir í góðu lagi. Ég og fé- lagi minn sem fór með mér í kolin vorum með rykfrakka með okkur sem við settum upp í háls meðan við gengum niður landganginn til að láta ekki bera á því að við vorum í virkilega óhreinum fötum. Við vorum samt eldhressir og hreint ekkert timbraðir. Móttökunefndin horfði rannsakandi augnaráði á okkur þangað , til einn úr nefndinni sagði allt í einu og benti á Djasskvöld á Púlsinum rétt eftir 1990. Frá vinstri Jóhann Kristinsson, Bragi Hlíðberg og Þorsteinn Eiríksson. Hljómsveit hússins í Gúttó 1946-50. Frá vinstri: Þorsteinn Eiríksson trommur, Guðni Guðnason harmoníka, Jón Sigurðsson bassi, Jan Moravek klarinett og Magnús Pétursson pfanó. mig og félaga minn: - Heyrið þið, félagar! Ég tek þessa tvo! Ég er nefnilega mesta fyllibytt- an í Vestmannaeyjum! Við spilum svo aftur í Eyjum síðar um vet- urinn.“ Með eigin hljómsveit í Sigtúni Varstu ekki með eigin hljómsveit í Sigtúni við Austurvöll? „Jú, mér var boðið að vera með hljómsveit í Sigtúni hjá Sigmari Péturssyni veitinga- manni, árið 1962. Sigmar var þá að byrja í veitingarekstri og ég var þar með hljómsveit í tvö ár. Með mér voru góðir hljóðfæraleikarar, Kristján Jónsson spilaði á trompet, Bragi Einarsson á saxófón og klarinett og Gunnar Pálsson á kontrabassa og söngvari var Jakob Jónsson. Við spiluðum gömlu dansana, gamla standarda og vandaða dansmúsík, það líkaði vel og það var yfirleitt fullt út úr dyrum. Við spilum líka mikið á árshátíðum og í veislum starfsmannafélaga. Ég tel að ég hafi ekki þénað eins mikla pen- inga og einmitt þarna í Sigtúni og það var alltaf nóg að gera og þetta gekk mjög vel. Þarna var líklega mesta vinnan sem hafði ver- ið í boði fram að þeim tíma og við spiluðum nánast öll kvöld vikunnar. Þetta var á þeim árum þegar voru tíu til tólf danshús í borginni og þau voru öll full frá fimmtudegi og fram á sunnudag, eitthvað annað en núna og tíða- randinn var allt annar. Fólkið var svo vel klætt, karlmenn voru í smóking og konur í síðum kjólum og það var mikill hátíðarblær yfir þessu. Það var svo mikil tilfinning í skemmtuninni, fólkinu leið vel og það var lítið um að fólkið væri drukkið." Hélstu svo áfram með eigin hljómsveit eftir að þú hættir í Sigtúni? „Nei, þá hætti ég eiginlega að spila í þess- um helstu danshúsum heldur fór ég að spila svo til eingöngu um helgar með harmonikku- leikara og söngvara og bassaleikara á árshá- tíðum og þorrablótum hér í Reykjavík og víða um land. Ég var mikið með Stefáni Þorleifs- syni og Jakob Jónsson söng með okkur. Við spilum t.d. eitt sinn á gamlárskvöld á Hellis- sandi. Þar var Skúli Alexandersson alþingis- maður formaður skemmtinefndar og kom óft í hljóðnemann. Við byrjum að spila klukkan tólf á miðnætti og ballið átti að vera til klukk- an fjögur um nóttina. Það var vel borgað fyrir að spila á gamlárskvöld. Við vorum spenntir fyrir að halda ballinu eins lengi áfram og við höfðum úthald til þess að fá sem best borgað fyrir og þar sem við vorum komnir þetta langt frá okkar heimabyggð. Klukkan fjögur var byrjað með fyrstu framlenginguna og svo var ákveðið að hætta klukkan fimm. Þá sagði ég í míkrafóninn klukkan fimm: - Næsti mars og Skúli Alexandersson stjórnar! Hann tók þessu mjög vel og lyftist allur og rauk í míkrafóninn og sagði: - Ballið er framlengt til klukkan sex! Þetta var gert af ásettu ráði og þetta virkaði! Þeir voru það ánægðir að þeir pöntuðu okkur á næsta áramótafagnað! Ég var í þessum lausabissness um helgar í nokkur ár. Ég fór að hugsa um að fá mér ein- hverja góða vinnu. Ég hafði aldrei gert neitt annað en spila frá því ég var unglingur. Ég þekkti bílamálara, Jón Magnússon, og fékk vinnu hjá fyrirtæki hans árið 1969 og fór að slípa hjá honum, en þetta var ógurlega leiðin- legt, ég hafði aídrei gaman af þessu. Fyrir- tæki Jóns gekk ekkert alltof vel. Hann fékk verkstjórastöðu hjá Agli Vilhjálmssyni og hann bað mig um að koma með sér þangað. Hann vildi endilega að ég færi að æfa mig að sprauta bfla sem er aðalvandinn í þessu og það gekk alveg ótrúlega vel. Ég hafði gott lag á þessu. Það voru þarna menn sem voru með öll réttindi, en hann vildi heldur láta mig sprauta en réttindamennina. Ég vildi ekki fara í iðnskóla að læra bílamálun og ég fékk að koma í próf, án þess að fara í Iðnskólann, ég lærði þetta af sjálfum mér á staðnum. Við bfla- málun var ég í sautján ár og spilaði mjög lítið og var kominn úr allri æf- ingu.“ Af hverju ertu ekki að spila, maður? En þú hefur ekki viljað hætta alveg í spilamenn- skunni? „Nei, það var svo árið 1988 að ég hitti Árna ís- leifs í strætó. Hann var þá kominn til Egilsstaða. Árni sagði: - Heyrðu Steini! þú verður að koma í djassinn aftur! Djassinn aftur? Hvað heldur þú að ég geti spil- að núna? spurði ég. Ég hef verið svo lítið í þessu, sagði ég: - Komdu nú vestur til hans Baldurs Geirssonar í kvöld. Það er trommusett og byrjaðu endilega að spila aftur! Gunnar Hrafnsson verður á bassa, sagði Ámi. Ég byrjaði að spila með þeim. Þá sagði Gunni Hrafns: Heyrðu, Steini! Afhverju ertu ekki að spila, maður? Ég að spila! Ég hef ekkert æft mig, svaraði ég. Algjört kjaftæði, byrjaðu á þessu aftur, sagði Gunni. Það varð til þess að ég fékk alveg brjálaða dellu og fór að æfa mig og liðka mig til og síðan hef ég haft nóg að gera í ein tólf, þrettán ár. Það var heldur ekki ónýtt að fá hvatningu frá vini mínum Guðmundi Steingrfmssyni sem sagði: - Heyrðu, þú ert eitthvað bilaður, Steini minn! Af hverju ertu ekki að spila, maður? Hvað er að þér maður? Hefur þú ekki spilað með ýmsum hljóm- sveitum undanfarin ár? „Jú, ég byrjaði að spila með Ólafi Stolzenwald, Jóhanni Kristinssyni og Þorleifi Gíslasyni og Óskar Guðjónsson var með okk- ur í djassþáttum í útvarpi og fleiri spilarar. Þá hef ég spilað með kvartett Ómars Axels- sonar og með Ómari hafa verið Leifur Bene- diktsson, Hans Jensson og Gunnar Pálsson sem hefur verið með þeirri hljómsveit undan- farið t.d. í Múlanum. Einnig hef ég verið með hljómsveit sem er skipuð séra Sigurjóni Árna Eyjólfssyni og Sveinbirni Jakobssyni tann- lækni, með okkur var Jón Þorsteinsson, en nú er með okkur Gunnar Pálsson bassaleikari og við spilum við ýmis tækifæri. Þá hef ég verið í hljómsveit sem spilar lög frá stríðsárunum og er skipuð Baldri Geirssyni, Svavari Þ. Sölva- syni prentara, Leifi Benediktssyni og Gunn- ari Pálssyni. Þá hef ég komið fram með hljómsveitum á djasshátíðum á Egilsstöðum og í Reykjavík. Það er eiginlega alltaf nóg að gera í spilamennskunni og ég hef virkilega gaman af að koma fram þar sem spilaður er djass sem er mín uppáhaldstónlist og hefur alltaf verið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.