Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ 1*1 j| E v:l .. ... m Csa fi Við skólauppsögn 12 ára bekks árið 1928. Brautryðjandi í bar- áttumálum aldraðra Nú þegar ár aldraðra er að renna sitt skeið og nýtt árþúsund hefur göngu sína, er við hæfi að minnast þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Jóhanns Þorsteinssonar, kennara og forstjóra Sólvangs, en hann fæddist 9. maí 1899. Jóhann Guðni Reynisson, rekur hér lífshlaup afa síns, m.a störf hans að mál- efnum aldraðra. R ALDRAÐRA er nú að renna sitt skeið og nýtt árþúsund blasir við. Tímamótin eru um margt sérstök enda hefur 20. öldin verið viðburðarík á öllum sviðum mannlífs á íslandi. Hér hefur sam- félagið breyst úr kyrrstæðu samfé- lagi landbúnaðar og fiskveiða í öfl- ugt markaðshagkerfi sem byggist á örri tækniþróun í sjávarútvegi en undanfarin ár hefur borið æ meir á markaðssetningu hugvits og þekk- ingariðnaðar. Þeir sem nú hafa lok- ið starfsævi, lífs og liðnir, bjuggu í haginn fyrir stóraukna iðnvæðingu þekkingarinnar og mótuðu nýtt Island, nýtt samfélag sem á sér fá- ar hliðstæður í heiminum, hvað varðar tæknivæðingu og innleið- ingu nýjunga af ýmsu tagi. En auk þess að tæknin hafi breyst hefur aðbúnaður manna einnig tekið verulegum breytingum og jafnt og þétt verðum við meðvit- uð um mikilvægi þess að við búum vel í haginn fyrir okkur í framtíð- inni. Greiðslur í margvíslega lífeyr- issjóði, skyldubundna og frjálsa, þykja nú sjálfsagðar og sífellt eru gerðar strangari kröfur um sóma- sámlega aðstöðu og aðbúnað eldri borgara, þeirra sem lokið hafa ævi- starfi sínu og ættu að njóta ávaxta þess við sólarlag. Einn þeirra sem börðust fyrir betri kjörum aldraðra var Jóhann Þorsteinsson, kennari og forstjóri Sólvangs í Hafnarfirði. Hann var einn af frumkvöðlum að stofnun Styrktarfélags aldraðra í Hafnar- firði en félagsskapurinn var sá fyrsti sinnar tegundar á Islandi. Jóhann var kjörinn fyrsti formaður félagsins og hélt því embætti með- an hann lifði. Hér skal rakið hvern- ig staðið var að stofnun og fyrstu verkefnum þessa félagsstarfs aldr- aðra í Hafnarfirði. Órlögin hafa hagað því þannig að árið er tileink- að öldruðum þegar liðin eru eitt hundrað ár frá fæðingu • Jóhanns Þorsteinssonar sem fæddist árið 1899. Einnig er hér stutt ágrip af ýmsum öðrum störfum hans og lífshlaupi. Fyrsta félagið um málefni aldraðra Stofnfundur Styrktarfélags aldr- aðra var haldinn í húsi góðtempl- ara í Hafnarfirði, Gúttó, þriðjudag- inn 26. mars, 1968. Þá hafði verið haldinn undirbúningsfundur nokkru fyrr, eða þann 17. febrúar sama ár, að frumkvæði Jóhanns og Gísla Kristjánssonar, fyrrverandi útgerðarmanns, föður Ingvars ráð- herra og Tryggva rektors Mennta- skólans á Akureyri. Jóhann setti stofnfundinn, fundarstjóri var kjörinn Eiríkur Pálsson, þá for- stjóri Sólvangs, og Stefán Júlíus- son, rithöfundur, var kjörinn fund- arritari. Jóhann flutti síðan ítarlega framsöguræðu þar sem fram kom meðal annars að hann teldi að áherslu bæri að leggja á þrennt: 1. Húshjálp í viðlögum fyrir sjálf- bjarga fólk, 2. hentugar íbúðir og 3. dvalarheimili. Benti hann á að elli- og hjúkrunarheimilið Sólvang- ur væri ekki að öllu leyti heppileg- ur vettvangur þar sem þar væru saman sjúkir og heilbrigðir. Einnig lýsti Jóhann áætlunum um skipu- lag Sólvangssvæðisins þar sem unnt væri að veita fólki aðstoð heima við, þar þyrfti að byggja hentugar íbúðir með vinnuskilyrð- um, þar væri dvalarheimili fyrir til- tölulega heilbrigt eldra fólk og sjúkrahús aldraðra. Björn Svein- björnsson, þáverandi sýslumaður og síðar hæstaréttardómari, gerði þessu næst grein fyrir frumvarpi að lögum fyrir félagið og voru þau samþykkt „í einu hljóði". Þá var Jóhann einróma kjörinn formaður og aðrir í stjórn voru kjörnir Sverrir Magnússon, lyfsali, Gísli Kristjánsson, fyrrv. útgerðarmað- ur, Oliver Steinn, útgefandi, Ólafur Ólafsson, læknir, Sigurborg Odds- dóttir, frú, móðir Haraldar Ólafs- sonar, prófessors og Odds Ólafs- sonar, blaðamanns, og Elín Jósefsdóttir, frú. Samþykkt var að árgjald yrði kr. 100.- Samkvæmt lögum félagsins var því meðal annars ætlað að vekja at- hygli á og auka skilning almenn- ings og forráðamanna bæjar og ríkis á þörfinni fyrir ýmiss konar þjónustu við aldrað fólk og ævifé- lagar gátu þeir orðið sem greiddu a.m.k. tífalt árgjald. A næsta fundi var talsvert rætt um skattamál, meðal annars að er- indi yrði sent ríkisskattstjóra þar sem farið yrði fram á að gjafir gefnar félaginu yrðu frádráttar- bærar frá skatti. Gísli Kristjánsson vakti síðan athygli á nauðsyn þess að sköttum yrði létt af öldruðu fólki. Hugmyndir um DAS í Hafnarfírði Hér hafa verið kynnt fyrstu skref Styrktarfélags aldraðra í Hafnarfirði. Næstu skref voru meðal annars fólgin í kynningar- starfi. Engar tölvur, enginn verald- arvefur, tölvupóstur, internet eða heimasíður voru þá til brúks við markaðssetningu en á fundi stjórn- ar þann 13. september, 1968, sagði formaður frá erindi, sem hann hafði haldið hjá Rotaryklúbbi Hafnarfjarðar, um starfsemi fé- lagsins. Ræddi þá stjórnin um „að mjög æskilegt væri ef hægt væri að koma við erindaflutningi á máli þessu á sem flestum stöðum". Á þeim fundi voru gestir Erlendur Vilhjálmsson og Kjartan Guðnason og voru þeir fulltrúar velferðar- nefndar aldraðs fólks, sem skipuð Jóhann Þorsteinsson var af Alþingi í júlí 1967. Gestirnir sögðust myndu fylgjast með starfi félagsins í Hafnarfirði „með eftir- væntingu þar sem þetta væri fyrsta félag sinnar tegundar er stofnað væri á landinu", eins og segir í fundargerð. Einnig var á fundinum ákveðið að fela Jóhanni, Elínu og Sverri að ræða við bæjar- ráð Hafnarfjarðar um möguleika á byggingu heimilis fyrir aldrað fólk. Á aðalfundi 1969 kom fram að á þeim tíma voru 547 karlar og kon- ur í Hafnarfirði komin yfir 67 ára aldurinn og þar af voru 11% á elli- heimilum eða sjúkrahúsum. Taldi formaður að árið 1979 yrðu um 100 manns á slíkum stofnunum. Á fundinum kom einnig fram í máli Stefáns Jónssonar, forseta bæjar- stjórnar, að viðræður stæðu yfir við stjórn DAS um að hugsanlega yrði byggt dvalarheimili í Hafnar- firði. Á fundinum var einnig lýst brýnni þörf á sérstöku húsnæði fyrir aldraða og fram kom sú hug- mynd að gerð yrði könnun á högum þeirra sem náð hafa 67 ára aldri. Þannig gæti félagið betur gegnt hlutverki sínu. Á stjórnarfundi 10. júní, 1969, er ljóst af fundargerð að ritaranum, frú Elínu Jósefsdóttur, var farið að leiðast þófið og gagnrýndi hún at- hafnaleysi stjórnar styrktarfélags- ins varðandi möguleika á að DAS byggði fyrir starfsemi sína í Hafn- arfirði og lagði til að sent yrði áskorunarbréf þar sem farið væri fram á að næsti byggingaráfangi DAS yrði í Hafnarfirði. Tillaga El- ínar var samþykkt samhljóða. Til að gera langa sögu stutta er nú rekið mikið fyrirmyndarheimili eldri borgara á Hrafnistu DAS í Hafnarfirði, þar sem ekkja Jó- hanns, Astrid Þorsteinsson, sem nú er á tíræðisaldri, býr í góðu yfir- læti við alúð og umhyggju afburða starfsfólks. Könnun á högum aldraðra 1969-1970 Tillagan um könnun á högum aldraðra komst í framkvæmd eftir að stjórn félagsins hafði falið Jó- hanni formanni að gera slíka könn- un meðal bæjarbúa. Elínu Jósefs- dóttur var falið að taka þátt í undirbúningi skipulags tómstunda- starfs fyrir aldraða og meðal þess sem til tíðinda bar á þeim vett- vangi fyrstu árin var svokallað „Opið hús“, þar sem eldri borgur- um stóð til boða að hittast í Góð- templarahúsinu við ýmsa hand^- avinnu, skraf og ráðagerðir. Á þessum samkomum voru flutt margvísleg erindi, sýndar myndir, lesið upp og ýmislegt fleira mætti nefna. Kaffiveitingar voru á fund- unum og ýmsir tóku í spil. I bréfi lýsti Kristinn O. Guðmundsson, bæjarstjóri, því yfir að Hafnar- fjarðarbær myndi starfa með fé- laginu að því að efla tómstunda- starf aldraðra í Hafnarfirði og í sama bréfi kom fram að bæjarsjóð- ur myndi styrkja félagið með 10 þúsund króna framlagi til að fram- kvæma könnun á högum aldraðra. Niðurstöður könnunarinnar voru síðan lagðar fram á fundi stjórnar Styrktarfélags aldraðra þann 25. janúar, 1970. Jóhann Þorsteinsson skrifaði grein í tímaritið Sveitarstjórnar- mál árið 1970 þar sem hann gerir grein fyrir niðurstöðum könnunar- innar. Þar fullyrðir Jóhann um fólk á efri árum „að engir þegnar þjóð- félagsins lifa á jafn litlu, og vantar mikið á, að það hafi fjárráð, sem hrökkvi fyrir meiru en brýnustu nauðsynjum, eins og talið er nauð- synlegt, til þess að fólk geti átt hamingjusöm efri ár“. Einnig kom fram í könnuninni að hlutar Hafn- firðinga 67 ára og eldri, vildu held- ur heimilishjálp en að fara á elli- heimili og virðist Jóhanni að heimilishjálpin geti því dregið verulega úr aðsókn að elliheimilum þótt hún leysi þau ekki af hólmi. Fram kemur að 2/3 hlutar úr- taksins bjuggu í eigin íbúðum og margir þeirra virtust eiga íbúðir sem hentuðu þeim ekki en á þess- um tíma virðist sem nokkur óvissa hafi verið meðal eldra fólks um hvað gæti komið þar í staðinn. Til- tölulega fáir lýstu þá áhuga sínum á íbúðum sem byggðar yrðu sér- staklega með þarfír aldraðra að leiðarljósi en margir svöruðu held- ur ekki spurningunni. Jóhann velk- ist þó í engum vafa og segir í grein sinni: „ Það liggur í augum uppi, að ekki er þjóðhagslega hagkvæmt, að fólk neyðist til að búa í alltof stór- um íbúðum á sama tíma og hús- næði vantar fyrir aðra sem þarfn- ast stæná íbúða.“ Og að lokum er athyglisverð nið- urstaða úr könnuninni að þeir sem árið 1970 njóta eftirlauna auk elli- lífeyris eru aðeins 11,5%. Fjármál- in eru auðvitað fyrirferðarmikið at- riði í baráttunni fyrir bættum kjörum aldraðra og má meðal ann- ars nefna baráttu styrktarfélagsins fyrir því aðfasteignagjöld yrðu lækkuð eða felld niður þegar gjald- endur hefðu náð tilteknum aldri og að óréttlátt væri að launatekjur eldri borgara lækkuðu „ellilaunin" verulega. Um þetta var til dæmis skrifað í leiðara Alþýðublaðsins 10. ágúst, 1973, undir fyrirsögninni „Oréttlát skattheimta" þar sem vitnað er í gagnrýna grein eftir Jó- hann Þorsteinsson. íbúðir og heilsuvernd á Sól- vangssvæðinu Fyrrgreind hugleiðing Jóhanns um húsnæðismálin er ekki nefnd hér af tilviljun enda var þessi kost- ur honum afar hugleikinn um það leyti sem hann var að láta af störf- um sem forstjóri elli- og hjúkrun-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.