Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 B 29 babbhópnum og vinum þeirra. Meistaraverkið „Lög unga fólksins“ með Hrekkjusvínunum og nýjasta skífa Geirfuglanna eru góð dæmi um vel heppnaðar gleði- og grín- plötur sem búa yfir þeim eiginleik- um að geta hriilð alla með, unga sem aldna. Þessir eiginleikar eru víðsfjarri í tilfelli Abbababb. Hljómakennsla fyrsta lagsins er ábyggilega sprenghlægileg er Abbababbmeðlimir koma saman en hljómar pínlega ófyndin fyrir utan- aðkomandi eyru. Því miður er eins farið með flest önnur lög á plötunni. Hér er t.d. að finna lag sungið á dönsku, úreltur en sígildur brand- ari hjá þeim sem ástunda að flippa og bregða á leik með kassagítara. Einnig eru hér nokkrar óskýrar upptökur úr einhverjum Skagateit- um þar sem hópur fólks skemmtir sér við söng og spilerí. Þau lög ganga svo langt í einkagríninu að þau beinlínis undirstrika boðflennu- hlutverk hlustandans. Ljósglætur eru þó tvær á plöt- unni. Lagið „Diskóngurinn" inni- heldur smellinn texta og virkar ágætlega sem grínúttekt á þeim geira tónlistar og „Á tónleikum" nær að brjótast frá þessu Skaga- skopi á farsælan hátt. Ekkert af ofangreindu skiptir þó í raun máli þegar allt kemur til alls. Bókin MIKILVÆGUSTU TUNGUMÁL JARÐAR svarar: Af hverju er erfitt að læra tungumál? Ég held að meðlimum Abbababb sé nákvæmlega sama hvort diskurinn seljist í núll eintökum eða fimm þús- und. Drifkrafturinn að útgáfunni er að gefa út disk til að gefa út disk, enda gaman að hafa eitthvað áþreif- anlegt í höndunum til vitnis um það sem maður hefur afrekað. Það er verið að hreinsa úr skúffunni, eða öllu heldur upp eftir partíið. Ég trúi ekki að meðlimir Abbababb haldi að innihaldið eigi eitthvert erindi við almenning, svo rígbundið er það andlegu einkasvæði Abbababb- meðlima. Heilnæm sköpun er af hinu góða en maður veltir ósjálfrátt fyrir sér hverjum greiði sé gerður með almennri dreifingu á svona efni. Ég hljóma örugglega eins og fúlasti karlskröggur heims í þessum dómi en þeir sem hafa einhvern tím- ann kynnst því að vera óæskilegar boðfiennur vita að það er skrambi fúlt hlutskipti. Arnar Eggert Thoroddsen - Ert þú einmana? - Ert þú í vanda? - Uantar þig einhvern til að tala við? Vinalínan á hverju kvöldi í síma 800 6464 frá kl. 20-23 Vinalína Rauða krossins 100% trúnaður BALÍ - BALÍ - BALÍ frá kr 89.900 - 28. febráar 2000 Takmarkaður sætafjöldi — pantíð strax! EDDUFERÐIR sími 557 8600. Opið tíl kl. 22.00 í dag. NÆRFÖT OG BOLIR í ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM HÖFUM VERIÐ í FARARBRODDI í 37 ÁR VEGNA GÆÐA HjHH Tilkynning frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma Jólaþjónusta starfsfólks Jól í söröunum Á jólum kemur fjöldi fólks í Fossvogskirkjusaró, Gufuneskirkjugarð og Suðurgötugarð til þess að huga að leiðum ástvina sinna. Við munum leitast við aö leiðbeina ykkur eftir bestu getu. Þjónustusímar 551 8166 03 587 3325 Aðalskrifstofan í Fossvogi, sími 551 8166 og skrifstofan í Gufunesi, sími 587 3325, eru opnar alla virka daga frá kl. 8.30 - 16.00. Skrifstofurnar eru opnar á Þorláksmessu og aðfangadag frá kl. 9.00 til 15.00. Þar veitum við upplýsingar, gefum leiðbeiningar um aðhlynningu leiða og afhendum ratkort ef þörf krefur. Þjónusta á Þorláksmessu og aöfangadag Á Þorláksmessu og aöfangadag, milli ki. 10.00 og 15.00, verða Fossvogskirkja og þjónustuhús í Gufuneskirkjugarði opin fyrir þá sem vilja staldra við í dagsins önn. Á aðfangadag munu prestar verða til staðar. Starfsmenn Kirkjugarðanna verða á vettvangi í görðunum báða þessa daga og taka á móti ykkur og leiðbeina frá kl. 9.00 til 15.00. Gleðilega jólahátíð Kirkjugaröar Reykjavíkurprófastsdæma http://www.kirkjugardar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.