Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 34
34 B SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Ævintýri alþingis- manna Ævintýri alþingismanna nefnist bók sem nú er komin út hjá bókaútgáfunni Stoð og styrkur. Þar segja nokkrir alþingismenn frá ýmsu ævintýralegu sem fyrir þá hefur komið. Vigdís Stefánsdóttir skráði, en bók- in er gefín út til stuðnings Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna og forvarnar- starfi meðal barna. GUÐMUNDUR Hallvarðsson hefur lengi verið viðriðinn sjóinn, allt frá því hann var smápatti. Það er því eðlilegt að sögur af þeim vettvangi komi fyrst upp í huga hans og séu áberandi. Guð- mundur hefur setið á Alþingi síðan 1991, hann var formaður Sjó- mannafélags Reykja- víkur 1978-94, varafor- maður Sjómannasambands Is- lands 1980-92, í mið- stjórn ASÍ 1984-92, og er nú formaður Sjó- mannadagsráðs Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, sem á og rekur Hrafnistuheimilin. Guðmundur var skipaður árið 1977 í nefnd til að semja frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhaetti og öryggi í skipum og síðan í ýmsar nefndir til að endur- skoða lög um atvinnuréttindi á ís- lenskum skipum, siglinga- og sjó- mannalög, ákvæði um björgun, lög um Siglingamálastofnun ríkisins og stýrimannaskóla. Af framantöldu má ráða að sjórinn á hug hans allan og ekki síst öryggi sjómannna. Hér er gripið niður í kafla hans í bókinni. Nótabáturinn Kópur Eg flutti eins árs gamall á Hrísa- teiginn, en foreldrar mínir bjuggu áður á Hörpugötu 34, þar sem ég er fæddur, en þurftu að flytja húsið vegna lengingar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Þá var efri hæð hússins, sem var úr timbri, tek- in og flutt á steyptan grunn á Hrísa- teigi. Fyrir okkur unglingana í Laugameshverfínu var fjaran hrein- asta paradís. Við voram meira og minna alla daga þar við kola- og ufsa- veiðar og við að sigla á mismerkileg- um fleytum, sjóblautir, kaldir af og til, enda þá hið fomkveðna í háveg- um haft: „Enginn er verri þótt hann vökni.“ Lífið var sem sagt brosandi alla daga þótt á stundum væru átök á milli okkar félaganna og að sjálf- sögðu hópanna eftir hverfaskipt- ingu. Þrátt fyrir ljúfa leiki flesta daga þótti sjálfsagt að finna sér vinnu og mér er það minnisstætt að ég átta ára gamall vildi taka þátt í þeirri bar- áttu og komast í að breiða saltfisk. Ég þótti heldur of ungur og tók til bragðs að hagræða aðeins aldrinum og segja mig m'u ára. Það hreif, ég fékk vinnuna og þóttist maður að meiri íyrir vikið. Sá samt glampann í augum verkstjórans sem vissi hið sanna en leit framhjá því vegna skorts á fólki og kannski ákafans í stráknum. Keyptur bátur Tveir félagar okkar festu kaup á gömlum nótabáti (talinn vera um 6 tonn) sem staðið hafði í nokkur ár á fjörukambinum á Kirkjusandi. Við höf- um verið 13 til 15 ára gamlir. Það var vor í lofti og sumarið 1957 lofaði góðu. Báturinn kostaði 2.000 krónur sem voru nokkuð mikl- ir peningar þá, a.m.k. hjá þessum aldurshópi. Síðan voru miklar bollaleggingar um lag- færingar og endurbæt- ur og margir kallaðir til. Það þurfti að mála og ganga frá bátnum og svo var stórhugur í mönnum sem töluðu um að best væri að fá í hann vél úr gömlum strætó, en síðar kom í ljós að það var eins gott að þau áform urðu að engu. Við unnum nokkuð margir við að skrapa bátinn og mála. Ur kassafjöl- um var smíðaður lúkar og stýrishús. Einhveiju sinni þegar ég var með kíttisspaða við að hreinsa gömlu málninguna af var ákveðið að labba upp í sjoppu og kaupa eitthvað að drekka. Til að finna nú örugglega kíttisspaðann aftur rak ég hann í efsta borðið en það vildi ekki betur til en svo að spaðinn gekk í gegnum borðið svo einhveijar fúaspýtur hafa verið í bátnum. Ég fékk auðvitað skammir fyrir að skemma hann. Báturinn sjósettur Verkinu miðaði áfram eftir því sem leið á sumarið og svo var ákveð- ið að fara í fiskverkun Tryggva Óf- eigssonar að leita fanga. Fyrst var farið í fiskhjallinn og stór fiskitrana fengin að láni. Hún var mjög mynd- arleg og stór og alveg mátuleg sem formastur á bátinn. Síðan var önnur minni tekin og notuð sem afturmast- ur. Svo voru þaraa nokkrar birgðir af striga sem þá var notaður í saltfiskinn. Þetta lá þarna í hirðuleysi og þótti alveg tilvalið sem segl á bátinn. Þetta var nú ekki gæfulegt, en strig- inn var nokkuð þéttur og úr honum var saumuð fokka og stórsegl á bát- inn. Með mikilli viðhöfn var svo bátn- um ýtt á flot, hann nefndur Kópur og lagður við stjóra (bauju) rétt íyrir utan Kirkjusand. Það var svo ætlun- in að reyna að sigla bátnum fljótlega. Siglt af stað Þessi nótabátur var um 6 tonn eins og áður hefur komið fram svo hann var nokkuð stór, en til að stýrið virk- aði þurfti að bera talsvert af grjóti í bátinn sem ballest. Það var orðið áliðið sumars og við vildum leggja upp í einhverja sigl- ingu á þessum ágæta báti sem við höfðum lagt svo mikla vinnu í. Við vorum fjórir saman niðri í fjöru eitt kvöldið og ákváðum þá að láta til skarar skríða. Þetta kvöld var hæg suðaustlæg vindátt og við ákváðum að fara með léttabát út í „skipið“. Þegar við vorum komnir út í bát- Guðmundur Hallvarðsson Frá vinstri: Gunnar Gunnarsson, skipstjóri í Ólafsvík, Öm Friðriksson, fyrrverandi varaforseti ASI, og Guð- mundur sjálfúr, yngstur drengjanna. Þarna sést yfir Bjarmalandstún. Nótabátarnir vom engin smásmið, hvað þá þegar búið var að bæta við skipið húsi og hvalbak þótt úr kassafjölum væri. inn spurði ég félaga mína að því hvemig þeir ætluðu að komast í land aftur á áfangastað þar sem vindur stæði af landi. Þeim fannst þetta ekki merkileg spurning og höfðu það í flimtingum að líklega væri ég hræddur. Ég neitaði því en sagðist vilja hafa það á hreinu hvemig við kæmumst aftur i land. Það var ekkert vandamál, var svarið, bara að sikksakka bátnum að landi. Og við það sat. Léttabáturinn var festur við baujuna, festum Kóps sleppt og síðan átti að taka æfingu í að sikksakka að baujunni aftur, en þá kom í ljós að eitthvað vantaði á kunnáttuna til að sigla beitivind. Þá var fyrst reynt að fara að olíubauju sem olíuskipin voru bundin við rétt við Laugarnestangann en þar tókst ekki betur til en svo að við komumst nær alveg að baujunni, vorum aðeins nokkur fet frá henni en fengum ekki handfesti á henni. Nú voru góð ráð dýr. Akranes, hér komum við! Þannig stóð á að um hríð hafði staðið yfir verkfall farmanna. Hamrafellið lá við festar norðan við Engey og við ákváðum að reyna að fá hjálp þar. Við sigldum sem leið lá að skipinu og bæði stórsegl og fokka höfð uppi. Klukkan hefur líklega ver- ið um níu þegar við komum að Hamrafellinu, en við höfðum lagt af stað á milli klukkan sjö og átta um kvöldið frá Kirkjusandi. Einn okkar var afturá og annar að framan til að halda bátnum frá Hamrafellinu. Það var komin nokkur alda þegar þarna var komið sögu. Við sáum menn á þilfari skipsins og hentum til þeirra línu og báðum þá að taka hana, en eitthvað kastaðist í kekki á milli okk- ar og þeir hafa greinilega ekki áttað sig á þeirri stöðu sem við vorum í svo að þeir neituðu að taka á móti lín- unni. Töldu sjálfsagt að þama væru fullmektugir sjómenn á ferð. Við urðum í fyrstu hálf skelkaðir í þess- ari stöðu sem upp var komin en hert- um upp hugann og fórum að ræða aðra möguleika. Tveir okkar höfðu ákveðnar skoðanir á því hvað gera ætti. Annar hafði verið mörg sumur í sveit í Borgarfirði og farið sjóleiðina vor og haust til og frá Akranesi á leið í Borgames, hinn hafði siglt um tíma sem messagutti á Eldborginni sem var í siglingum á milli Reykjavíkur, Akraness og Borgarness. Sá sem hafði verið í sveitinni lagði til að við sigldum upp á Akranes og var það samþykkt. Auðvitað settum við á vaktir sem vanir sjómenn og hver vakt var 30 mínútur. Ferðin gekk ágætlega en þegar við komum á móts við Hvalfjörðinn var kominn vindur og nokkur sjó- gangur að okkur fannst. Við sáum hvalbát í mynni fjarðarins á leið í land með hval á síðunni. Við höfðum auðvitað enga mögu- leika á því að gera vart við okkur svo við héldum áfram í átt að Akranesi. Þá upphófust nokkrar deilur um það hvernig best væri að bera sig að við að sigla inn á höfnina og voru þeir tveir sem áður höfðu siglt á Skagann hvor með sína skoðunina á þessu mikilvæga máli. Sá sem verið hafði í sveitinni vann þó og reyndist komast næst réttu máli og fórum við eftir leiðsögn hans. Vélarlaus? Við komumst klakklaust inn í höfnina og að bryggjunni og gátum bundið bátinn án mikillar fyrirhafn- ar, sem góðum sjómönnum sæmdi. Þar var þá staddur fullorðinn maður eitthvað að líta eftir bátum í höfninni því spáð hafði verið leiðinda veðri, en um það vissum við ekkert og kannski eins gott. Hann fylgdist með okkur koma siglandi inn í höfnina með sérkenni- legan seglbúnað uppi og þegar við vorum komnir að spurði hann: „Hvernig er það, gengur hann lítið þessi bátur ykkar?“ „Nú, hann gengur frekar illa,“ svöruðum við sannleikanum sam- kvæmt. „Hvemig vél er í honum?“ spurði þá sá gamii. „Hann er vélarlaus," svöruðum við, en karl vildi nú ekki trúa því og horfði á þessar tuskudruslur sem við höfðum hangandi uppi og kölluðum fokku og stórsegl. Leit svo á hval- bakinn og stýrishúsið þar sem notast hafði verið við kassafjalir, talsvert lélegri að gæðum en tíðkaðist að öllu jöfnu. Það var greinilegt að honum fannst ekki mikið til koma og trúði því ekki að þessi bátur hefði komist frá Reykjavík með þennan seglbún- að og væri vélarlaus. Skrönglaðist svo niður í bátinn til að leita að vél- inni sem engin var! Sem við vorum að ræða þetta kom trilla siglandi inn í höfnina. Þar var á ferð sjómaður frá Akranesi að koma úr veiðiferð. Hann kom til okkar og spjallaði við okkur um stund og þeg- ar hann heyrði að við hefðum verið á ferðinni frá kvöldmatarleytinu og klukkan orðin eitt eftir miðnætti var honum öllum lokið. Hann sagði okk- ur að láta strax vita af okkur en það hafði okkur ekki hugkvæmst og mátti búast við að einhverjir væru orðnir áhyggjufullir. Ég man að nafn mannsins var Ey- þór. Hann var með bíl á bryggjunni og bauð okkur far með sér, sem við þáðum. Leiðin lá fyrst upp á símstöð sem var lokuð. Ræst var út fólk til þess að koma boðum til Reykjavíkur. Þá var þar verið að kalla út flokka til leitar og mikið var fólkið okkar fegið að frétta af okkur. Ogleymanlegur hafragrautur Eyþór, þessi ágæti maður, sagði okkur að líklega hefðum við rétt sloppið fyrir horn að þessu sinni, því nú hefði vindáttin breyst og komin á norðlæg átt með strekkingi. Hefðum við verið aðeins seinna á ferðinni væri eins víst að við hefðum lent í miklum vandræðum og ekki náð höfninni á Akranesi. Það varð okkur vissulega umhugsunarefni. Eftir að búið var að láta vita af okkur var farið að hugsa fyrir svefnstað enda liðið fram á nótt. Ey- þór bauð okkur gistingu hjá sér en þar var hart gólfið til að liggja á. Endirinn varð sá að Eyþór benti á hlöðu sem var í nágrenni símstöðvar- innar og ákveðið var að fara þangað. Hlaðan var full af heyi sem nýbúið var að taka inn og hann hjálpaði okk- ur að komast inn um lúgu sem var fyrir ofan læsta hurð. Við skriðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.