Morgunblaðið - 19.12.1999, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR19. DESEMBER 1999 B 35
Sex ára smápatti
í eldhúsinu heima.
inn og grófum okkur í ilmandi heyið
og mér er það minnisstætt hversu
notalegt og svæfandi það var að
heyra regnið og vindinn berja á
bárujámsþaki hlöðunnar á meðan
við ræddum atburði dagsins og
svefnhöfginn sveif á. Það var alveg
yndislegt að sofna við þessar aðstæð-
ur út frá hugrenningum liðinna at-
burða. Upp úr klukkan sjö kom Ey-
þór aftur og vakti okkur. Þá vorum
við sægarparnir orðnii- svangir.
Hann fór með okkur til konu sem rak
greiðasölu, seldi mat og kaffi til sjó-
manna. Hún tók okkur afskaplega
vel þessi kona og hjá henni fékk ég
albesta hafragraut sem ég hef nokk-
um tíma smakkað að ógleymdu
smurbrauði, kökum o.fl. Hann verð-
ur mér lengi í minni sá hafragrautur.
Bullandi sjóveiki
Svo var farið að huga að heimferð.
Eyþór þurfti að fara til Reykjavíkur
á báti sínum. Hann var með talsvert
af skötu í bátnum og það var eitthvað
erfitt að losna við hana á Akranesi.
Það varð því úr að hann bauðst til að
draga Kóp til Reykjavíkur og þáðum
við það með þökkum. Einn okkar fór
yfir í bátinn til hans en þrír urðu eftir
í Kópi. Dráttartaugin, sem Eyþór
var með, var stutt. Svo var byrjað að
draga og nú var nokkuð stíf austan
átt og kröpp bára beint á móti. Þegar
báturinn var kominn á ferð var það
oftar en ekki að Kópur var efst í öldu
og varð skellurinn harkalegur þegar
kippti í hina stuttu dráttartaug. Við
þessar aðfarii- leið ekki á löngu þar
til strákar urðu bullandi sjóveikir og
famir að æla í kross. Ballestin hafði
ekki verið tekin úr bátnum því við
þóttumst þurfa að stýra honum, en
stýrið var þannig að einn þurfti að
sitja niðri og halda um stýrisstöng-
ina á meðan annar var uppi í stýris-
húsinu og kallaði fyrirmæli til þess
sem niðri var. í sjóganginum var
þetta ekki auðvelt mál.
Eg var bara háseti, átti ekkert í
bátnum og eigendurnir tveir þóttust
of góðir til að sinna hásetaverkum.
Því kom það í minn hlut að ausa bát-
inn sem nokkuð var farinn að leka.
Það var talsverð ágjöf og því varð ég
holdvotur og ískaldur við þetta verk.
Þar sem ég var úti við fyrir framan
stýrishúsið að ausa bátinn brotnaði
mastrið okkar fína og hmndi í sjóinn.
Það þoldi ekki átökin svo hrikalega
rykkti í þegar strekktist á dráttar-
tóginu.
Komið í land
Við komumst að lokum í var við
Kirkjusand og það var mikill léttir.
Fórum með Kóp að bólfarinu og
bundum „skipið“ við bauju og geng-
um frá því. Eigendumir tveir fóm þó
með Eyþóri á hans báti til að aðstoða
hann við löndunina í Reykjavíkur-
höfn.
Á móti okkur tóku krakkar úr
frystihúsinu og svo auðvitað foreldr-
ar okkar sem vora ekki ánægðir. Við
skildum ekkert í þessu veseni í þeim,
fannst þetta nú ekki mikið mál og
þar að auki voram við komnir heilu
og höldnu í land. Krökkunum úr
frystihúsinu, vinnufélögum okkar,
þótti við vera hinir mestu sægarpar
og tókum við að sjálfsögðu undir það.
Auðvitað fengum við svo skammir
í frystihúsinu líka fyrir að hafa ekki
mætt í vinnu þennan daginn. Okkur
var nú samt fyrirgefið og sagt að
koma í vinnu næsta morgun.
Kópur horfinn!
Næsta dag mættum við auðvitað í
vinnuna eins og lög gera ráð fyrir, en
ætluðum að huga að bátnum um
kvöldið. Þá var þar bara enginn bát-
ur! Hann hafði sokkið í bólfarinu því
í öllum látunum við að draga hann til
Reykjavíkur höfðu öll borð gefið sig
oggliðnað.
En við gáfumst ekki upp og björg-
unaraðgerðir vora planaðar. Það var
fenginn heljarmikill og stór trakkur
að láni hjá einhverjum foreldranna,
en áður vora nokkrir búnir að kafa
niður að bátnum og koma á hann tógi
til að draga hann á land. Næstu daga
á eftir var ekkert hægt að gera
vegna óhagstæðrar veðráttu og var
þá beðið með aðgerðir. Þegar svo
loks hægðist um var drifið í björgun-
araðgerðum og báturinn dreginn að
landi. Þegai' hann kom á land var
hvalbakurinn horfinn og stærðar gat
á síðu bátsins. Þarna komu að menn
sem vit höfðu á og fóra að skoða bát-
inn. Þeim kom saman um að það
hefði verið hrein firra af manninum
sem seldi strákunum bátinn að gera
svo. Hann væri algjörlega ónýtur,
hreinasta fúafleyta og ekkert vit í því
að sjósetja hann. Þess vegna var gott
að stóra strætóvélin var aldrei látin í
bátinn, hún hefði bara farið í gegnum
botninn.
,nfífc , .
munfc
Klapparstíg 40, sími 552 7977.
Falleg jólagjöf
Handgerðir grískir
íkonar
Verð frá 1.990-28.000 kr.
LUXOR
Bæjarlind 3, Kóp., sími 564 6880.
Þarftu a
pakka til
fyrir j
Við viljum minna á sérstakt tilboðsverð
TNT Hraðflutninga á sendingum til útlanda í
Láttu TNT koma jólapökkunum til skila hratt og örugglega.Við komum og
sendinguna til þín og sendum hana heim til vina og ættingja.
Nánari upplýsingar fást hjáTNT Hraðflutningum, Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík
og á pósthúsum um land allt. Sími 580 1010.
Þyngd Evrópa Bandaríkin Kanada Önnur lönd
1 kg 2.700 kr. 2.900 kr. 3.100 kr.
2- 3.300- 3.600 - 3.900 -
3 - 3.800 - 4.200 - 4.600 -
4 - 4.200 - 4.900 - 5.300-
S- 4.500 - 5.300 - 5.900 -