Morgunblaðið - 22.12.1999, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 22.12.1999, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Niðurstöður nýrrar könnunar um aðgang að heilbrigðisþjónustu Verulegur munur á aðgengi þjóðfélagshópa að heilsugæslu NIÐURSTÖÐUR nýrrar könnunar á aðgengi al- mennings að íslensku heilbrigðisþjónustunni benda til þess að verulegur munur sé á aðgengi þjóðfélagshópa að heilsugæslu. Könnunin var gerð í samstarfi Háskóla Islands og landlæknisembættisins. Hún leiðir í ljós að ungt fólk hefur mun sjaldnar en aðrir heimilis- lækni sem það þekkir. Þá á fólk á miðjum aldri erfiðast með að komast frá verkefnum ef leita þarf læknis og einstaklingar á aldrinum 16-24 ára hafa oftast frestað eða fellt niður ferð til læknis, eða 32%, þar af segjast 13% hafa frestað ferð til læknis af kostnaðarástæðum. Hvað kynferði varðar hafa fleiri konur en karl- ar heimilislækni sem þær þekkja með nafni. Af hjúskaparstéttum eru einhleypir sjaldnast með heimilislækni, en fráskildir eiga erfiðast með að komast til læknis og þeir eru líklegastir allra hjú- skaparstétta til að fresta eða fella niður ferð til læknis. Einhleypir koma þar á eftir. Aðgangur að heilbrigðisþjónustu er því lakastur meðal ein- hleypra og fráskilinna, hvað hjúskaparstéttir varðar. Lágtekjufólk hefur lakara aðgengi Könnunin sýnir að lítill munur er á aðgengi að heilbrigðisþjónustu eftir menntun, nema þegar kemur að fyrirbyggjandi þjónustu. Fólk sem ein- göngu hefur grunnmenntun fylgist síður með blóðþrýstingi en aðrir menntunarhópar og gi’unnskólamenntaðar konur fara síður í legháls- skoðanir en framhalds- og háskólamenntaðar konur. Könnunin sýnir að lágtekjufólk hefur lakara aðgengi að heilbrigðisþjónustunni. Það fylgist einnig síður með blóðþrýstingi en fólk með háar tekjur og hefur oftast frestað eða fellt niður ferð til læknis af kostnaðarástæðum, eða 13%. Könnunin var gerð undir stjóm Rúnars Vil- hjálmssonar, prófessors við Háskóla Islan- ds,haustið 1998. Úrtakið var 1.924 manns af öllu landinu á aldrinum 18-75 ára. Yfir 40 þús- und undir- skriftir hjá Umhverfis- vinum Á MILLI 40-50 þúsund hafa skrií'að undir áskorun Um- hverfisvina þar sem skorað er á ríkisstjórnina að láta fara fram lögformlegt mat á um- hverfisáhrifum Fljótsdals- virkjunar. í fréttatilkynningu frá Umhverfisvinum kemur fram að söfnunin hafi tekið kipp undanfarna daga og er það rakið til vinnubragða Ai- þingis í málinu og ábendinga sumra fræðimanna um að virkjunin sé óarðbær. Samkeppnisráð um kæru á Bflabúð Benna Ekki aðhafst frek- ar vegna kæranna SAMKEPPNISRÁÐ mun ekki að- hafast frekar vegna kæru fyrirtækj- anna Vorld Wide ísland ehf. og Alls góðs ehf., sem kærðu Bílabúð Benna fyrir brot á samkeppnislögum. Kærurnar byggðust á því að Bíla- búð Benna og umboðsaðili Musso- jeppabifreiðanna hefðu beitt óleyfi- legum hindrunum til þess að útiloka eða torvelda innflutning og sölu bif- reiðanna, sem kærendur fengu ekki skráðar hérlendis þai’ sem Skráning- arstofan hf., hafnaði skráningu á grundvelli yfirlýsingar útflutnings- deildar SYMC, sem fullyrti að út- flutningsdeildin hefði ein heimild til að gefa út slíka staðfestingu. Bifreið; amar voru alls 21, 15 á vegum VWÍ og 6 á vegum Alls góðs ehf. Sögðu kærða hafa komið í veg fyrir innflutning jeppanna Kærendur sögðu Bílabúð Benna hafa óskað eftir því við útflutnings- deild framleiðanda bifreiðanna að komið yrði í veg fyrir innflutning þeirra m.a. með því að segja Evróp- ustaðfestingu bifreiða kærenda fals- aða og gefna út í heimildarleysi. Kærendur töldu sterkustu vís- bendinguna um ólögæmæta háttsemi Bílabúðar Benna vera bréf frá aðal- framkvæmdastjóra SYMC til Bene- dikts Eyjólfssonar í Bflabúð Benna, þ.e. að Bflabúð Benna hafi óskað eftir aðgerðum og aðstoð útflutnings- deildar SYMC til þess að stöðva við- skipti kærenda með bifreiðamar og að útflutningsdeildin hafi orðið við þeirri ósk með því að afturkaila áður útgefnar yfirlýsingar og véfengja þær nægjanlega til þess að bifreið- arnar fengjúst ekki skráðar. Samkeppnisráð taldi hins vegar að vandræði kærenda við skráningu bif- reiðanna stöfuðu af reglum sem giltu hérlendis á sínum tíma um nýskrán- ingu bifreiða og vinnureglum fram- leiðanda bifreiðanna. Samkeppnis- staða kærenda væri hliðstæð samkeppnisstöðu Bflabúðar Benna í málinu gagnvart innflutningi Musso- jeppanna sem fremleiddar væm fyr- ir innanlandsmarkað í Kóreu. Morgunblaðið/Vilmundur Kristjánsson Björgunar- æfing á Faxaflóa LANDHELGISGÆSLAN stóð nýverið fyrir reglubundinni æf- ingu á björgun úr sjó. Æfingin var lokapunkturinn á sjómannafræðslu sem fram fór í vikunni og tengist m.a. notkun flotgalla og hvernig sjómenn eiga að bera sig að þegar þyrla er send til björgunar úr sjó. A myndinni sést þegar einn sjó- mannanna er hífður um borð í TF- SIF, en aðrir þátttakendur í æfing- unni bíða í björgunarskipinu Henry A. Hálfdanarsyni skammt undan. Opnun landsskrif- stofu undirbúin vegna Schengen SVOKÖLLUÐ SIRENE-skrifstofa hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjór- ans er landsskrifstofa, sem rekin verður vegna þátttöku Islendinga í Schengen-samningnum, sem reikn- að er með að taki gildi í október næstkomandi. Ríkislögreglustjórinn hefur auglýst lausar til umsóknar tvær nýjar stöður á SIRENE-skrif- stofunni, sem er skammstöfun fyrii’ Supplementary Information Re- search at National Entry. Að sögn Smára Sigurðssonar, að- stoðaryfirlögregluþjóns hjá alþjóða- deild ííkislögreglustjórans, er SIRENE-skrifstofa stjórnvald sem sér um upplýsingakerfi og samskipti innan Schengen-svæðisins á milli SIRENE-skrifstofa innan aðildar- ríkjanna. Sem dæmi má nefna sam- skipti milli SIRENE-skrifstofa vegna eftirlýstra manna. Finni ís- lenska lögreglan mann sem eftirlýst- ur er innan Schengen-svæðisins hafi hún samband við SIRENE-skrif- stofuna hérlendis, sem annast síðan framhaldssamskipti við viðkomandi ríki. Að sögn Smára hafa margir spurst fyrh’ um stöðurnar, sem auglýstar voru á sunnudag. Andlát KJARTAN BERG- MANN GUÐJÓNSSON KJARTAN Bergmann Guðjónsson fyrrver- andi yfirskjalavörður Alþingis og formaður Glímusambands ís- lands er látinn, 88 ára að aldri. Kjartan Bergmann fæddist á Flóðatanga í Biskupstungum og var framkvæmdastjóri Iþróttasambands Is- lands frá 1945-1951. Hann gegndi starfi yf- irskjalavarðar Alþingis frá 1951-1982 og var kosinn fyrsti formaður Glímusambands íslands árið 1965 og gegndi formennsku í fimm ár auk eins árs formennsku frá 1974-1975. Kjartan Bergmann var kjörinn heiðursfé- lagi Glímusambandsins árið 1981 og heiðursfé- lagi Ungmennafélags- ins Víkverja sem hann stofnaði í Reykjavík ár- ið 1964. Þá var hann kjörinn heiðursfélagi Iþróttasambands Is- lands árið 1992. Eftirlifandi eigin- kona Kjartans Berg- manns er Helga Krist- insdóttir og eignuðust þau þrjár dætur, barnaböm og eitt barnabarnabarn. Dómar gengnir 1 málum Félags j’árniðnaðarmanna gegn Technopromexport Fyrirtækið dæmt til að greiða 3,3 m.kr. vegna vangoldinna launa HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt rússneska ríkisfyrirtæk- ið Technopromexport til að greiða þremur starfsmönnum sínum sam- tals 3,3 milljónir króna vegna van- goldinna launa. Dómar í þremur málum sem Félag jámiðnaðarmanna höfðaði fyrir hönd starfsmannanna gengu í héraðsdómi síðastliðinn föstudag. Technopromexport gerði verksa- mning við Landsvirkjun um vinnu- framkvæmd við Búrfellslínu 3A sum- arið 1998 og veittu Félag járniðn- aðarmanna, Rafiðnaðarsambandið og Verkalýðsfélagið Þór umsagnir um atvinnuleyfi vegna erlendra sér- fræðinga og gerðu kjarasamning við fyrirtækið. í fréttatilkynningu frá Félagi jámiðaðarmanna kemur fram að í ljós hafi komið að erlendu starfs- mennimir hafi verið látnir vinna á öðru sviði en atvinnuleyfi gerðu ráð fyrir. Félag járniðnaðarmanna taldi að vinnutími og laun væra ekki í samræmi við kjarasamning og ósk- aði eftir rannsókn Vinnumálastofn- unar á launakjöram erlendu starfs- mannanna. Vinnumálastofnun og Landsvirkj- un knúðu lengi á um að fá upplýsing- ar um laun starfsmanna og lögðu ís- lenskir starfsmenn úr félögunum niður vinnu við verkið til að knýja á um ýmsar úrbætur. Þegar þeim þremur erlendu starfsmönnum, sem Félag járhiðn- aðarmanna höfðaði síðar mál út af, var sagt upp og senda átti þá úr landi ákváðu þeir að fara hvergi og leita réttar síns fyrir íslenskum dómstól- um. Sakaði þá fyrirtækið Félag járn- iðnaðarmanna um að hafa rænt mönnunum og fela þá við óviðunandi aðstæður. Samkomulag náðist um síðir um að Landsvirkjun tryggði rétt og ná- kvæmt uppgjör allra launa hinna er- lendu starfsmanna. Félag járniðnað- armanna taldi hins vegar að veralega skorti á að þeir þrír starfsmenn sem leituðu ásjár félagsins hefðu fengið laun í samræmi við kjarasamning og höfðaði því þrjú mál fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur í október árið 1998 vegna vangoldinna launa. Fyrir dómi var fallist á kröfur Fé- lags járniðnaðarmanna um fjölda vinnustunda, áunninn hvfldartíma, flokkstjóraálag og greiðslu vegna ólögmætrar uppsagnar. Þá staðfesti dómurinn kröfu félagsins um að ekki bæri að draga skatta til rússneska líkisins frá dómkröfum og hafnaði ennfremur þeirri kröfu stefnda að draga ætti andvirði flugfarseðla frá launum starfsmanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.